Morgunblaðið - 24.07.2002, Síða 23

Morgunblaðið - 24.07.2002, Síða 23
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ 2002 23 Rennslismælar Við mælum með Fiskislóð 26 · Sími: 551 4680 · Fax: 552 6331 www.sturlaugur.is i i l í i l i iskislóð 26 Sími: 551 4 80 www.sturlaugur.is STJÓRN George W. Bush Banda- ríkjaforseta hefur gefið upp alla von um að hún geti átt samstarf við Mo- hammad Khatami, forseta Írans, og umbótasinnaða stuðningsmenn hans og ætlar þess í stað að leggja áherslu á að styðja lýðræðissinna meðal al- mennings í Íran. Háttsettur embættismaður í Washington sagði að Bush og helstu ráðgjafar hans í utanríkismálum hefðu komist að þeirri niðurstöðu að Khatami og stuðningsmenn hans í stjórn Írans væru „of veikir og gagnslitlir“ og ekki líklegir til að standa við loforð sín um pólitískar og efnahagslegar umbætur. Bush gaf þessa stefnubreytingu til kynna í ræðu sem hann flutti 12. þessa mánaðar. Hann sagði þá að ráðamennirnir í Teheran héldu enn „ósveigjanlegri og skaðlegri stefnu sinni“ þrátt fyrir sigra umbótasinna í nýlegum forseta- og þingkosningum. Martin Indyk, fyrrv. sendiherra Bandaríkjanna í Ísrael, sagði Bush taka mikla áhættu. „Þetta kann að hjálpa þeim sem við viljum skaða og skaða þá sem við viljum hjálpa,“ sagði hann og bætti við að aftur- haldsöfl gætu sakað íranska umbóta- sinna um að ganga erinda Banda- ríkjanna. „Þetta á einnig við um Palestínumenn. Við þurfum að var- ast yfirlýsingar sem gefa til kynna að við viljum velja leiðtoga þeirra.“ Hörð viðbrögð í Íran Bush samþykkti stefnubreyt- inguna fyrr í mánuðinum eftir að til átaka kom milli öryggissveita og lýð- ræðissinna sem efndu til mótmæla í Íran. Khatami forseti og Ali Khame- nei erkiklerkur, æðsti leiðtogi Írans, mótmæltu ræðu Bush, lýstu henni sem „hrokafullum afskiptum af inn- anríkismálum Írans“. Nokkrir bandarískir embættis- menn sögðu viðbrögðin í Íran benda til þess að yfirlýsingin hefði haft til- ætluð áhrif. „Hún hefur aukið spennuna innan klerkastjórnarinn- ar,“ sagði einn þeirra og skírskotaði til viðbragða Byltingarvarðanna, úr- valsliðs íranska hersins. Byltingarverðirnir, sem eru undir stjórn Khamenei erkiklerks, sögðu um helgina að umbótasinnarnir hefðu „snúist gegn gildum íslömsku byltingarinnar“ í Íran 1979 og lýstu þeim sem „leppum“ Bandaríkjanna sem væru að íhuga innrás í Íran, eitt af þeim ríkjum sem Bush segir að myndi „öxul hins illa“ í heiminum. 95 umbótasinnaðir þingmenn í Ír- an mótmæltu yfirlýsingu Byltingar- varðanna og kröfðust þess að Ali Shamkhani varnarmálaráðherra kæmi fyrir þingið til að útskýra „óviðunandi afskipti Byltingarvarð- anna af stjórnmálum landsins“. Einn þingmannanna, Rajabali Mazrouei, varði umbótasinnana, sem eru í meirihluta á þinginu en hafa átt undir högg að sækja vegna þess að afturhaldsöflin stjórna enn mikilvæg- um stofnunum, meðal annars dóm- stólunum. Hann sagði afturhaldsöflin „saka umbótasinnana um að vera bandamenn Bandaríkjamanna“ í þeim tilgangi einum að halda völdunum í landinu. „Við erum andvígir því að er- lendar ríkisstjórnir lýsi yfir stuðningi eða andstöðu við pólitískar fylkingar í Íran og hafi afskipti af innanríkismál- um landsins,“ sagði þingmaðurinn. Stjórn George W. Bush Bandaríkjaforseta breytir stefnu sinni í málefnum Írans Hyggst ekki reyna að styrkja Khatami í sessi Washington, Teheran. The Washington Post, AFP. þegar gert er ráð fyrir að páfinn messi yfir lýðnum. Heimsókn páfa til Toronto er liður í tíu daga ferðalagi hans vestur um haf en hann heimsækir einnig Mexíkó og Gvatemala í för sinni. Fylgjast fjölmiðlar grannt með för páfa sem þykir nokkuð löng en páfinn, sem er 82 ára gamall, er orðinn afar heilsulítill. Í GÆR var lögð lokahönd á und- irbúning í Toronto í Kanada vegna komu Jóhannesar Páls páfa til borgarinnar en þar fer nú fram ungmennafundur kaþ- ólskra [e. World Youth Day]. Um tvö hundruð þúsund kaþólsk ung- menni hvaðanæva að eru saman- komin í Toronto og mun sam- kundan ná hámarki á sunnudag Reuters Páfi hittir kaþólsk ungmenni NÝ bresk herþota, Eurofighter Typhoon IPA1, kom fyrir sjónir manna í fyrsta sinn í gær á flugsýn- ingu sem haldin er þessa dagana í Farnborough í Bretlandi. Fram- vegis munu allar þotur breska flug- hersins bera Typhoon-heitið [hvirf- ilbylur]. Reuters Hvirfilbylur á ferð ROWAN Williams, erkibiskup í Wa- les, hefur verið valinn 104. erkibisk- upinn af Kantaraborg, sem er æðsta embætti ensku bisk- upakirkjunnar. Tony Blair, forsætisráð- herra Bretlands, út- nefndi Williams í embættið. Williams tekur við af George Carey, sem lætur af emb- ætti 31. október eftir að hafa gegnt embættinu í 11 ár, hann er 52 ára og vinstrisinnaður og virtur guðfræðingur. Um 70 milljónir manna víða um heim tilheyra biskupakirkjunni og flestir þeirra eru í Bretlandi. Des- mond Tutu, fyrrverandi erkibiskup í Höfðaborg, hefur lýst Williams sem „forystumanni í guðfræði í samfélagi okkar“. Íhaldssinnar hafa áhyggjur af því að Williams vígði til prests mann, sem grunaður var um að vera sam- kynhneigður. Þá hefur nýi biskupinn lýst stuðningi við að konur fái vígslu sem prestar og gagnrýnt harkalega neysluhyggju og spillingu samtímans sem hann segir meðal annars ræna börn eðlilegri æsku með ofuráherslu á kynferðismál. Mörgum þykir Willi- ams vera yfirlýsingaglaður og spá sumir jafnvel klofningi kirkjunnar vegna skipunar hans. Williams hefur einnig gagnrýnt að- ferðir Bandaríkjamanna í baráttunni gegn hryðjuverkum, og fordæmt við- skiptabannið gegn Írak. Talsmaður Blair forsætisráðherra sagði ráð- herrann hafa mikla trú á hæfileikum Williams til þess að hafa forystu fyrir kirkjunni á erfiðum tímum. Ráða- menn Bretlands væru ekki alltaf sam- mála skoðunum kirkjunnar manna en allir ættu að geta tjáð sig hömlulaust. Nýr erkibiskup hjá ensku bisk- upakirkjunni London. AFP. Rowan Williams

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.