Morgunblaðið - 02.08.2002, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 02.08.2002, Qupperneq 8
FRÉTTIR 8 FÖSTUDAGUR 2. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ Ráðstefna á Akureyri Til heiðurs Stein- dóri Steindórssyni HINN 12. ágúst nk.hefði SteindórSteindórsson frá Hlöðum, hinn þekkti nátt- úrufræðingur, orðið 100 ára, en hann dó 1997. Af þessu tilefni er ætlunin að halda ráðstefnu á Akur- eyri minningu hans til heiðurs. Dr. Bjarni E. Guðleifsson á sæti í und- irbúningsnefnd fyrir þessa ráðstefnu: „Dagskrá þessarar ráð- stefnu nær yfir allan dag- inn. Fjórir vísindamenn flytja erindi sem tengjast grasafræðirannsóknum Steindórs, þeir eru Elín Gunnlaugsdóttir, Hörður Kristinsson, Guðmundur Guðjónsson og Helgi Hall- grímsson. Eftir hádegi munu sex menn fjalla um ýmsar hliðar á þessum margbrotna manni. Bárður Halldórsson mun fjalla um æviferil Steindórs, Tryggvi Gíslason um skólamann- inn, Ágúst H. Bjarnason ræðir um náttúrufræðinginn, Ingvi Þor- steinsson talar um ferðamanninn, Örlygur Hálfdánarson um rithöf- undinn og bókamanninn og Katrín Hólm Hauksdóttir um fjölskyldu- manninn. Klukkan 17 verður svo opnuð sýning á Amtsbókasafninu á Akureyri, tengd minningu Steindórs og verða þar sýndar bækur, handrit og ýmsir munir tengdir ævistarfi hans. Ráðstefn- unni lýkur með því að Akureyr- arbær býður boðsgestum til kvöldverðar, en Steindór var heið- ursborgari Akureyrarbæjar.“ – Hvar lærði Steindór sín fræði? „Steindór fæddist á Möðruvöll- um í Hörgárdal en ólst upp á Hlöðum í sama dal. Eftir stúd- entspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík fór hann utan til Kaup- mannahafnar og lærði þar nátt- úrufræði. Hann kom heim 1930 og hóf kennslu við Menntaskólann á Akureyri og var skólameistari ár- in 1966 til 1972.“ – Hvað getur þú sagt okkur um grasafræðirannsóknir Steindórs? „Nánast öll sumur ferðaðist Steindór um landið, fyrst ríðandi og síðan á jeppa sem hann eign- aðist 1946 og stundaði rannsóknir á gróðri. Hann skrifaði greinar í íslensk og erlend vísindarit og auk þess viðamiklar bækur um gróður á Íslandi, einkum mýrlendis- og hálendisgróður. Meðfram þessu mikla kennslu- og rannsóknar- starfi var hann afkastamikill blaðaskrifari og var ritstjóri Heima er best í 34 ár. Þar skrifaði hann mörg hundruð ristjórnar- greinar og annað eins af ritdóm- um um bækur. Hann var einnig um tíma ritstjóri blaðsins Alþýðu- maðurinn sem var málgagn jafn- aðarmanna. Steindór skrifaði um 40 bækur og bókakafla og þýddi 16 viðamik- il rit á íslensku, m.a. þýddi hann Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar sem kom út í hátíðarútgáfu 1974. Hann tók við útgáfu á bókinni Land- ið þitt Ísland af Þor- steini Jósepssyni og skrifaði einnig sjálfs- ævisögu í tveimur bindum.“ – Þú nefndir Alþýðu- manninn – var Steindór Stein- dórsson stjórnmálamaður? „Já, hann tók mikinn þátt í stjórnmálum og var ákveðinn jafnaðarmaður. Hann sat á þingi 1947 og í bæjarstjórn Akureyrar í 12 ár og kom þar ýmsum málum til leiðar. Hann fór einnig út sem fulltrúi í sendinefnd til Sameinuðu þjóðanna 1965. Steindór var mikill félagsmálamaður og var m.a. for- maður Norræna félagsins á Ak- ureyri og Ferðafélags Akureyrar og sat í stjórn Skógræktarfélags Akureyringa.“ – Hvað af þessu öllu saman tel- ur þú að hafi verið Steindóri hug- stæðast? „Það hlýtur að hafa verið gróð- urinn á Íslandi, bæði hefur honum sviðið sárt að sjá gróður hverfa í uppblæstri en einnig hefur honum þótt vænt um að sjá árangur af landgræðslu, ekki síst skógrækt- inni.“ – Bjó Steindór lengst af á Ak- ureyri? „Já, það er athyglisvert að hann gat sinnt öllu þessu héðan frá Ak- ureyri, en hann náði góðu sam- starfi við bæði eigendur prent- verks Odds Björnssonar og einnig Örlyg Hálfdanarson bókaútgef- anda. Örn og Örlygur gáfu út mik- ið af hans bókum.“ – Ferðaðist Steindór mikið er- lendis? „Ekki var það sérlega mikið, hann fór þó tvívegis aftur til Kaupmannahafnar, hann var einnig í Ósló og var boðið til Stan- ford í Bandaríkjunum til stuttrar dvalar en hins vegar fór hann í merkilegan rannsóknarleiðangur til Jan Mayen 1957 og til Græn- lands fór hann í nokkur sumur, fyrst 1977 til gróðurkortagerðar. – Hvað þykir þér athyglisverð- ast við feril Steindórs? „Í fyrsta lagi þau miklu afköst sem hann sýndi í ævi- starfi sínu, fyrst sem skólamaður og skóla- meistari á umbrotatím- um en samhliða þessu stundaði hann rann- sóknarstörf af einskær- um áhuga og viðamikil ritstörf. Það er athyglisverð sú fjölhæfni sem hann sýndi í sínu starfi. Hann má teljast einn af síðustu fjölfræð- ingunum. Ég vil einnig taka fram að Steindór var aldrei fastur starfsmaður rannsóknastofnana, allar sínar rannsóknir vann hann í sumarleyfum, stundum fyrir styrki sem hann hlaut.“ Bjarni E. Guðleifsson  Bjarni E. Guðleifsson fæddist 1942 í Reykjavík. Hann lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum í Reykjavík 1962 og búfræðiprófi í Noregi 1963. Búfræðikandidatsprófi lauk hann 1966 frá landbúnaðarhá- skólanum á Ási í Noregi og dokt- orsprófi 1971 frá sama skóla. Hann hefur starfað hjá Rann- sóknastofnun landbúnaðarins á Möðruvöllum síðan og unnið tímabundið í Kanada, Þýskalandi og Noregi við rannsóknir á plöntum. Kona hans er Pálína Jó- hannesdóttir sjúkraliði, þau eiga fjögur börn. Steindór sýndi mikil afköst í ævistarfi sínu … að bæði noti Vía-stöffið. ÖKUMENN mega búast við öfl- ugu eftirliti lögreglu um allt land um verslunarmannahelgina og verður mikil áhersla lögð á að koma í veg fyrir ölvunarakstur. Þá verða ómerktir lögreglubílar á ferðinni vítt og breitt um landið, búnir hraðamyndavélum og önd- unarsýnamælum. Í fréttatilkynningu frá Umferð- arráði kemur fram að lögreglu- menn úr umferðardeild ríkislög- reglustjóra muni aðstoða önnur lögregluembætti við umferðareft- irlit. Lögregla muni ganga hart fram í að fylgjast með að ökumenn aki allsgáðir og hinir brotlegu verða teknir úr umferð. Um helgina verður starfrækt upplýs- ingamiðstöð umferðarmála á skrif- stofu Umferðarráðs í samvinnu við lögreglu um allt land. Safnað verð- ur saman upplýsingum um umferð- ina, ástand vega og annað sem get- ur orðið ferðalöngum að gagni. Símanúmerið er 562-2000. Opið er sem hér segir: Föstudag frá kl. 9–22, laugardag frá kl. 10– 19, sunnudag frá kl. 13–16 og mánudag frá kl. 12–19. Yfirborðsmerkingar og aukahliðarspeglar Í fréttatilkynningunni eru öku- mönnum lagðar lífsreglurnar. Jafn og góður hraði skiptir miklu máli en hann dregur úr framúrakstri og minnkar streitu. Þeir sem draga fellihýsi og tjaldvagna þurfa að gæta þess að setja aukahliðar- spegla á bílinn og gæta þess að hleypa annarri umferð fram úr hvenær sem færi gefst. „Brýnt er að ökumenn virði yfirborðsmerk- ingar sem gefa til kynna að ekki megi aka fram úr, þ.e. óbrotnar línur á blindhæðum, við beygjur og víðar,“ segir í tilkynningunni. Þá verði ökumenn að sýna sérstaka varúð þar sem malarvegur tekur við af bundnu slitlagi. Þeim ein- dregnu tilmælum er beint til öku- manna að blanda ekki saman áfengi og akstri og forðast að aka þreyttir og syfjaðir. „Almenn var- úð, löghlýðni og tillitssemi verður að vera í hávegum höfð um þessa miklu umferðarhelgi. Ef allir leggja sig fram aukast líkur á því að vel gangi,“ segir í tilkynning- unni. Samstarfsnefnd lögreglunnar á suðvesturlandi biður ökumenn að taka því með þolinmæði þó þeir verði stöðvaðir án sérstaks tilefnis því umferðareftirlit sé öllum í hag. Umferðarráð og lögregla með viðbúnað um helgina Fólk hvatt til að sýna varúð og löghlýðni FRÆÐSLUMIÐSTÖÐIN nýja á Hakinu á Þingvöllum hefur verið heimsótt af fjölda manns frá því að hún var opnuð síðastliðinn föstudag. Að sögn Sigurðar Oddssonar þjóð- garðsvarðar er mikil ánægja með miðstöðina og sýninguna sem þar er. Aðsókn að margmiðlunarsýningunni hafi verið mikil sem sé ánægjuefni. Nokkuð mikið ljós hefur þótt skína á skjái sýningarinnar. Sigurður segir, að vandamálið hafi verið fyrirséð. Eft- ir að skáirnir hafi verið settir upp hafi orðið ljóst að bregðast verði við þessu. „Nú hafa mér borist tvö tilboð í raf- drifin gluggatjöld sem munu leysa þennan vanda,“ sagði Sigurður. Með þeim hætti verður hægt að byrgja ljós betur og gera gestum auðveldar að sjá efni sýningarinnar á skjáunum. Fræðslumiðstöðin á Þingvöllum Vandi vegna birtu á skjám ERFITT reynist að hafa kennslu- flug, tilraunaflug og alþjóðaflug á Keflavíkurflugvelli, að mati Björns Inga Knútssonar, flugvallarstjóra á Keflavíkurflugvelli. Við brotlend- ingu flugvélar, sem var litlu stærri en fisflugvél, lokaðist Keflavíkur- flugvöllur um tíma á mánudags- kvöld vegna þess að einungis ein flugbraut er opin. Aðeins önnur flugbrautin er opin „Einungis önnur brautin er opin vegna þess að unnið er að malbikun hinnar brautarinnar,“ sagði Björn Ingi, og verður hún lokuð fram í lok ágúst. „Við fengum leyfi Rannsókn- arnefndar flugslysa til að fjarlægja flugvélina af brautinni og setja hana í flugskýli til þess að hægt væri að opna fyrir flugumferð á ný.“ Að sögn Björns Inga er mikil umferð um flugvöllinn, en reynt er að hafa tilraunaflug og kennsluflug á tímum þegar minnst er að gera í alþjóðaflugi. „Að mínu mati fer um- ferð af þessu tagi ekki vel saman við alþjóðaflug þotna, og hentar ekki beint umferðarmynstrinu á Keflavíkurflugvelli,“ sagði Björn. Flugnemar hafa leitað á Selfoss, Hellu eða á Bakkaflugvöll til þess að æfa sig, sérstaklega eftir að til- raunaflug, snertilendingar og kennsluflug var takmarkað á Reykjavíkurflugvelli. Samgöngu- ráðuneytið er að skoða hvar flug af þessu tagi sé best niður komið. Telur kennsluflug og alþjóðaflug ekki fara saman

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.