Morgunblaðið - 02.08.2002, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 02.08.2002, Qupperneq 10
FRÉTTIR 10 FÖSTUDAGUR 2. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ LANDSSÍMINN hefur gert umtalsverðar breytingar á gjaldskrám sínum, bæði til hækkunar og lækkunar, sem tóku gildi í gær, 1. ágúst. Samkvæmt útreikningum Landssímans hækkar meðalsímreikningur heimila í talsímaþjónustu um 5,9%, reikn- ingur heimila með einn GSM-síma og einn fastlínusíma hækkar að meðaltali um 4,1% en fyrir þau heimili sem eru með einn fast- línusíma og tvo GSM-síma hækkar síma- kostnaðurinn um 3,3% að meðaltali. Seðil- gjald fyrir útsenda reikninga hækkar um 58% og mánaðargjöld fyrir svonefndar ATM- og IP-þjónustur hækkað um 10%. Lækkun er hins vegar á ADSL-þjónustu um allt að 42% og farsímaþjónusta jafnt hækkar og lækkar. Þá er boðuð hækkun á afnota- gjöldum talsímans eftir 1. september þegar Síminn hyggst hækka heimtaugagjald í heildsölu um 16%. Vægi símaþjónustu er 2,7% í vísitölu neysluverðs og er hlutur Landsímans þar langstærstur. Til samanburðar má geta þess að vægi bensíns í vísitölunni er 3,8%. Á vísi- töludeild Hagstofunnar treystu starfsmenn sér ekki til þess í gær að reikna út áhrif verðbreytinga Símans á vísitölu neyslu- verðs. Sögðu að það tæki sinn tíma sökum flókinnar gjaldskrár en bentu á að næsta mæling Hagstofunnar á vísitölunni væri væntanleg 13. ágúst nk. Þar myndi áhrif- anna gæta. Áfram ein lægstu símagjöld meðal OECD-ríkja Í tilkynningu frá Símanum segir að þrátt fyrir verðbreytingarnar muni landsmenn áfram búa við einna lægstu símagjöldin inn- an OECD-ríkjanna, að teknu tilliti til kaup- máttar. Breytingarnar nú séu einkum gerð- ar til að laga tekjur einstakra þjónustueininga að útlögðum kostnaði við veitingu viðkomandi þjónustu. Þá megi rekja hluta breytinganna til hækkana sem orðið hafi á tengigjöldum annarra síma- fyrirtækja hér á landi. Samkvæmt útreikningum Landssímans er meðalsímareikningur heimila í venjulegri talsímaþjónustu 4.693 kr. á mánuði en mun hækka um 277 kr. í 4.970 kr., eða um 5,9%. Meðalsímareikningur í GSM-þjónustu er sagður vera 3.501 kr. á mánuði en mun nú hækka um 55 kr. í 3.556 kr., eða um 1,6%. Fyrir heimili með einn fastlínusíma og einn GSM-síma hækkar símakostnaður að með- altali um 4,1% en hækkunin nemur 3,3% á þeim heimilum sem eru með tvo GSM-síma og einn venjulegan talsíma. Allt að 36% hækkun á símtölum í kerfi annarra farsímafyrirtækja Breytingin í farsímakerfi Símans er tví- þætt, annars vegar er lækkað mínútuverð GSM-símtala í öll fastlínukerfi en hins vegar er verð símtala sem hringd eru í GSM-síma hjá Tali og Íslandssíma hækkað. Síminn segir þessi fyrirtæki hafa undanfarna mán- uði verið að hækka verð fyrir tengingu í sín kerfi og þessum hækkunum hafi Síminn ekki hleypt út í verðlagið fyrr en nú. Frá 1. ágúst mun dagtaxti GSM-símtala í GSM- síma hjá Tali og Íslandssíma hækka úr 21,90 kr. í 23,90 kr., eða um 9,1%. en nætur- og kvöldtaxti hækkar úr 14,60 kr. í 19,90 kr., eða um 36%. Verð á SMS-skeytum send til GSM-síma hjá Íslandssíma og Tali hækkar úr 9 í 10 kr. og upphafsgjald fyrir hringingar í kerfi þessara fyrirtækja hækkar jafnframt. Verð á GSM-símtölum í NMT-síma hækk- ar úr 18 kr. í 23,90 kr. á dagtaxta en úr 13 kr. í 19,90 kr. á kvöld-, helgar- og næt- urtaxta. Upphafsgjald símtala mun verða óbreytt. Engin verðbreyting verður á sím- tölum úr þjónustunni Frelsi. Samkvæmt upplýsingum frá Símanum munu GSM-símtöl í fastlínukerfi Tals, Halló og Símans lækka úr 17 kr. í 15 kr. á mínútu, eða um tæp 12%. Mínútuverð GSM-símtala í fastlínukerfi Íslandssíma lækkar minna, eða úr 17 kr. í 15,27 kr. vegna hækkunar Ís- landssíma á gjöldum fyrir tengingu í sitt kerfi. Þá mun upphafsgjald að degi til í fastlínusíma hjá Íslandssíma hækka úr 2 kr. í 2,40 kr og kvöld-, nætur- og helgartaxtinn hækkar úr 13 kr. í 13,22 kr. Fyrsta hækkun dagtaxta í fastlínukerfinu í fimm ár Mínútuverð fyrir símtal á dagtaxta í fastl- ínukerfi Símans hækkar nú eftir að hafa verið óbreytt frá árinu 1997. Dagtaxti fer úr 1,56 kr. í 1,69 kr. en kvöld-, nætur- og helg- artaxti fer úr 0,85 kr. í 0,99 kr. Hið sama mun gilda um símtöl í fastlínukerfi Tals og Halló. Upphafsgjald símtala mun hins vegar verða óbreytt 3,45 kr. Síminn segir að vegna hækkana á tengigjöldum Íslandssíma hækki símtöl í fastlínukerfi þess fyrirtækis meira. Þannig fer upphafsgjaldið úr 3,45 kr. í 3,84 kr., dagtaxti fer í 1,97 kr. og kvöld-, nætur- og helgartaxti í 1,22 kr. Símtöl úr fastlínukerfi Símans í GSM- kerfi fyrirtækisins breytast ekki að degi til en kvöldtaxti hækkar úr 14 kr. í 14,60 kr. Upphafsgjald breytist ekki. Hins vegar hækka símtöl úr fastlínukerfinu í GSM-kerfi Tals og Íslandssíma um allt að 18%, mest á dagtaxta. Þá munu símtöl úr fastlínukerfi Símans í NMT-síma hjá Símanum hækka á dagtaxta úr 16,60 kr. í 18,86 kr. og úr 14,60 kr. í 16,16 kr. um kvöld, nætur og helgar. Upphafsgjald þessara símtala er áfram 3,45 kr. Í tilkynningu Símans kemur ennfremur fram að meðalsímtal í upplýsingaveitur (t.d. 118) hækki um rúm 19%. Upphafsgjaldið fer úr 27 kr. í 37 kr., sem er hækkun um 37%, en mínútuverðið helst óbreytt. Meðalsímtal í upplýsingaveitur varir í um 30 sekúndur og kostar eftir hækkunina tæpar 62 kr. en Sím- inn segir sambærilegt símtal hjá hinum nor- rænu símafyrirtækjunum kosta frá 58 til 105 kr. Símtöl í þjónustuver Símans verða áfram gjaldfrjáls. Seðilgjald hækkar um 58% Síminn lækkar mánaðargjald á hærri flutningshraða innan ADSL-þjónustunnar en verð á minni flutningshraða er óbreytt. Mánaðarverð fyrir 512 Kb ADSL-tengingu lækkar um þriðjung, eða úr 5.000 kr. í 3.500 kr. Verð á 1536 Kb tengingu lækkar meira, eða um rúm 42% og fer úr 12.000 kr. í 6.860 kr. Með þessari lækkun segist Síminn vera að koma til móts við þá viðskiptavini sem noti Netið hvað mest og þá sem óski eftir meiri flutningsgetu. Seðilgjald vegna útsendra reikninga hækkar úr 95 kr. í 150 kr., eða um 58%, og byggir Síminn þá ákvörðun á raunkostnaði við meðhöndlun og útsendingu reikning- anna. Bendir fyrirtækið á að símnotendur geti komist hjá seðilgjaldinu með því að nálgast reikninga sína á Netinu. Landssíminn gerir breytingar á gjaldskrá sinni bæði til lækkunar og hækkunar Boða hækkun á afnotagjaldi tal- símans í haust Mínútuverð í talsíma hækkar en ADSL-þjónusta lækkar HALLÓ – Frjáls fjarskipti hf. hafa komið mótmælum á framfæri við Póst- og fjarskiptastofnun og Sam- keppnisstofnun við boðaðri hækkun Landssímans á heimtaugagjald um rúm 16% hinn 1. september næst- komandi. Segir fyrirtækið hækk- unina vera gerða í krafti einokunar og með þessu sé Landssíminn að hækka símreikning heimilanna um eða yfir 200 milljónir króna á ári, án þess að forsendur hafi verið lagðar fram við almenning. Boðuð hækkun á heim- taugargjaldinu sé langt umfram 5,9% meðaltalshækkun á fastlínuþjónustu Landssímans. „Enn einu sinni tekur Landssíminn sér það vald að færa til sín tekjur frá samkeppnisaðilum, sem bersýnilega gengur í berhögg við stefnu stjórn- valda,“ segir í tilkynningu sem Halló sendi frá sér síðdegis í gær í tilefni af gjaldskrárbreytingum Símans. Segir fyrirtækið hækkun á heimtaugar- gjaldinu undanfarin misseri hafa ver- ið umfram verðlag, eða sem nemur 328% á undanförnum 30 mánuðum. Á þeim tíma hafi gjaldið farið úr 301 kr. í 1.290 kr. frá 1. september nk. Í tilkynningunni segir að Halló muni ekki að svo stöddu hækka taxta í fastlínukerfi sínu, er nefnist Halló Jörð, utan símtala í önnur farsíma- kerfi. Segir fyrirtækið að viðskipta- vinir í föstu forvali njóti áfram 7% lægri dagtaxta og 14% lægri kvöld- og helgartaxta en hjá Símanum í öll- um fastlínusímtölum. Jafnframt hringi viðskiptavinir Halló á 30% lægra mínútugjaldi sín á milli en hjá Símanum. Þá er það áréttað að þrátt fyrir 30% lækkun Símans á 512Kb ADSL-tengingu niður í 3.500 kr. bjóði Halló sambærilega tengingu á 3.050 kr. á mánuði. Halló mót- mælir boð- aðri hækkun á heim- taugargjaldi tauginni var gefinn frjáls hefur þessi markaður verið að þróast og sam- keppnin að taka á sig mynd. Síminn hefur verið að endurmeta starfsem- ina og sinn rekstur. Út af fyrir sig kemur það mér ekki á óvart að fyr- irtækið þurfi að breyta gjaldskránni. Ég treysti á það að stjórnin meti stöðu fyrirtækisins rétt og að gjald- skráin endurspegli tekjuþörfina. Ég hlýt einnig að treysta því að fyrirtæk- ið fari gætilega í öllum hækkunum. Ef ekki þá höfum við Póst- og fjar- skiptastofnun og Samkeppnisstofnun til að fylgjast með því að símafyrir- tækin gangi ekki ótæpilega fram í verðbreytingum,“ segir Sturla. Hann bendir á að símagjöldin hér- lendis hafi verið lág í samanburði við STURLA Böðvarsson samgönguráð- herra segist í samtali við Morgun- blaðið treysta því að Landssíminn fari gætilega í hækkunum á gjaldskrá sinni. Búast hafi mátt við verðbreyt- ingum og segist ráðherra treysta því að eftirlitsstofnanir fylgist með síma- fyrirtækjunum eins og lög geri ráð fyrir. Sturla segir að stjórn Landssímans hafi farið yfir gjaldskrána mjög ítar- lega að undanförnu og breytingarnar nú séu niðurstaða þeirrar vinnu. Jafnframt sé búið að tilkynna Póst- og fjarskiptastofnun um breytingarn- ar. „Það hefur legið ljóst fyrir að ein- hverjar breytingar yrðu á gjaldskrá Símans. Eftir að aðgangur að heim- önnur OECD-ríki. Mikilvægt sé að Ísland haldi þeirri stöðu. Sturla segir ánægjulega þá lækkun sem eigi sér stað á ADSL-þjónustunni, hún eigi ekki síst að koma fyrirtækjunum vel, einkum í þéttbýli. Tryggja þarf rétt verð á heimtauginni Hvað fyrirhugaða breytingu á af- notagjaldinu varðar, vegna hækkun- ar á heimtaugagjaldi, segir Sturla mjög mikilvægt að Síminn standi klár á þeim þætti eftir að aðgangur að heimtauginni var gefinn frjáls. Verð- lagning á heimtauginni þurfi að vera rétt og sanngjörn fyrir ný símafyr- irtæki á markaðnum, þannig að eðli- leg samkeppni verði tryggð. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra Treysti því að Síminn fari gætilega í hækkunum Morgunblaðið/Kristinn FORRÁÐAMENN Tals og Ís- landssíma segja að að fyrirtæk- in geri ekki breytingar á sínum gjaldskrám í bili, þótt Lands- síminn hafi breytt sinni gjald- skrá. Pétur Pétursson, upplýs- ingafulltrúi Íslandssíma, segir að fyrirtækið breyti ekki gjald- skrá sinni þessi mánaðamót, að öðru leyti en því að 1,5 Mb ADSL-tenging lækki úr u.þ.b. 12.000 kr. á mánuði niður í 6.450 kr., eða ódýrar en Síminn bjóði fyrir sambærilega þjón- ustu. „Við lítum svo á að þessi gjaldskrárhækkun Símans styrki samkeppnisstöðu okkar á markaðnum. Við erum að bjóða mun ódýrari þjónustu en Síminn. Vorum við ódýrir áður á flestum sviðum en erum enn ódýrari nú,“ segir Pétur. Tal skoðar málið í kringum 10. ágúst Þórólfur Árnason, forstjóri Tals, segist vilja sjá betur hvernig gjaldskrárbreyting Símans komi út fyrir fyrirtækið áður en ákvarðanir verði tekn- ar. Í ljósi kostnaðarhækkana almennt segist Þórólfur skilja mjög vel hækkanir Símans. Hann minnir á að upphaf hvers reikningstímabils Tals sé 10. hvers mánaðar og um það leyti verði gjaldskráin skoðuð nánar. Góðan tíma þurfi til að pæla sig í gegnum flókna gjaldskrá Sím- ans. Tal og Íslands- sími aðhafast ekki í bili

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.