Morgunblaðið - 02.08.2002, Page 12

Morgunblaðið - 02.08.2002, Page 12
FRÉTTIR 12 FÖSTUDAGUR 2. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ JÓN STEINAR Gunnlaugsson, lög- maður fimm stofnfjáreigenda í Sparisjóði Reykjavíkur og nágrenn- is (SPRON), segist undrandi á fram- göngu formanns efnahags- og við- skiptanefndar Alþingis í málefnum SPRON. Uppi sé réttarágreiningur milli aðila sem varði m.a. skýringu á lögum um viðskiptabanka og spari- sjóði. Vilhjálmur Egilsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Al- þingis, sagði í Morgunblaðinu í gær að menn stæðu frammi fyrir því álitamáli hvernig túlka bæri laga- ákvæði um hámarksatkvæðisrétt í sparisjóði. Hann sagði það hugsan- legt að hópur stofnfjáreigenda sem komnir væru í samband við þriðja aðila gæti ekki farið með meira en 5% atkvæðamagn sameiginlega. Hóta afturvirkri lagasetningu „Annar aðili þessa ágreinings, sem stendur höllum fæti í lagalegum efnum, ákallar alþingismenn og hvetur þá til þess að breyta lögum vegna ágreiningsins,“ sagði Jón Steinar. „Það er haldinn fundur í efnahags- og viðskiptanefnd sem varð að eins konar pólitísku tilfinn- ingaralli. Markmið þessa fundar, ef eitthvert var, er að hóta afturvirkri lagasetningu um málið. Daginn eftir kemur formaður nefndarinnar fram í Morgunblaðinu og segir að ekki þurfi að setja lög því fyrirsvarsmenn SPRON og Búnaðarbankans ætli að tala saman um málið annars staðar en í fjölmiðlum. Í dag [í gær] lætur hann síðan hafa eftir sér að kannski missi stofnfjáreigendur strax at- kvæðisrétt sinn við að gera samning sem á að koma síðar til framkvæmda og þá því aðeins að tiltekin skilyrði gangi eftir,“ sagði Jón Steinar. Jón segir hugleiðingar um þetta vera alveg út í bláinn. Það sé mikið áhyggjuefni að sjá hversu auðvelt stjórnmálamenn eiga með að glata dómgreind sinni ef þeir telji mál til vinsælda fallin heima í héraði. „En ég óska formanni efnahags- og við- skiptanefndar engu að síður skjóts og góðs endurbata,“ sagði Jón Stein- ar. Ari Bergmann Einarsson, for- maður stjórnar Starfsmannsjóðs SPRON, var spurður hvort sjónar- mið Vilhjálms Egilssonar gætu átt við tilboð Starfsmannasjóðs SPRON. Hann sagði að hópurinn væri að fara yfir þessi atriði með lögmönnum sínum. Hann bætti við að atkvæðamagninu yrði dreift á fundinum og því teldi hann þessi sjónarmið ekki eiga við. „Það fer enginn með meira en eitt umboð og við erum ekki í vandræðum með fólk til að fara með umboð vegna þess að við erum það mörg,“ sagði hann og benti á að eingöngu starfsmenn væru yfir hundrað stofnfjáreigend- ur. Hann sagðist ekki hafa tölur yfir hversu margir stæðu að baki tilboð- inu. Talsmenn stofnfjáreigenda í SPRON um ákvæði um 5% atkvæðamagn Telja ákvæðið ekki eiga við MORGUNBLAÐINU hefur borist svohljóðandi yfirlýsing frá stjórn SPRON: „Stjórn SPRON vill að gefnu til- efni taka fram að ekki hafa verið gef- in út ný stofnfjárbréf í Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis í rúmlega eitt og hálft ár. Stjórnin hefur heim- ild til þess að fjölga stonfjárhlutum um rúmlega 5.000 en núverandi stofnfjáreigendur eiga samkvæmt samþykktum sjóðsins forkaupsrétt ef til útgáfu nýrra stofnfjárbréfa kæmi. Fullyrðingar svokallaðra fimm- menninga í yfirlýsingu frá í dag (fimmtudag) um að stjórn SPRON hafi gripið til þess að gefa út ný stofnfjárbréf eru með öllu tilhæfu- laus áburður.“ Ekki gefin út ný stofnfjár- bréf í SPRON ÁRNI Bragason, forstjóri Nátt- úruverndar ríkisins, hefur fengið umbeðið svar frá fjórum land- vörðum við fjallaskála Náttúru- verndar í Drekagili við Öskju og í Herðubreiðarlindum á því af hverju þeir flögguðu í hálfa stöng eftir að íslensk stjórnvöld og Landsvirkjun rituðu undir vilja- yfirlýsingu með álfyrirtækinu Al- coa föstudaginn 19. júlí síðastlið- inn vegna byggingar álvers í Reyðarfirði. Árni segist í samtali við Morg- unblaðið líta málið mjög alvar- legum augum, það samrýmist ekki reglum Náttúruverndar né annarra opinberra stofnana að nota íslenska fánann á þennan hátt. Þá segist hann ekki vera sammála þeim skýringum sem gefnar eru í svarbréfinu. Starfs- menn Náttúruverndar geti ekki með þessum hætti tjáð persónu- legar skoðanir sínar í vinnutíma. Hann segist eiga eftir að taka af- stöðu til þess hvernig hann af- greiði málið í framhaldinu. „Vildum sýna landi okkar samúð“ Svar landvarðanna er eftirfar- andi, samkvæmt afriti sem Morg- unblaðið fékk af bréfinu hjá Nátt- úruvernd ríkisins: „Flaggað var í hálfa stöng á báðum stöðum því við vildum sýna landi okkar samúð eftir að Landsvirkjun og Alcoa undirrit- uðu viljayfirlýsingu um samstarf. Að okkar mati brutum við engin lög, enda segir í reglum um notk- un hins íslenska fána að hann megi nota jafnt á sorgar- og gleðistundum. Við útskýrðum í öllum tilfellum að um persónu- lega tjáningu væri að ræða sem tengdist ekki Náttúruvernd rík- isins eða hennar skoðun á mál- inu.“ Íslenska fánanum var ekki flaggað í hálfa stöng í Hvanna- lindum, þar sem landvörður á vegum Náttúruverndar ríkisins er einnig að störfum, en hins veg- ar var dregið í hálfa stöng við skála Ferðafélags Fljótsdalshér- aðs við Snæfell og í Kverkfjöllum þennan sama dag. Landverðir Náttúruverndar flögguðu í hálfa stöng Forstjóri Náttúruverndar ósammála skýringunum Ljósmynd/Ómar Þ. Ragnarsson Flaggað var í hálfa stöng við skála Náttúruverndar í Herðubreiðarlind- um 19. júlí sl. Forstjóri Náttúruverndar var ekki sáttur við það. MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning frá fimm stofnfjáreigendum SPRON. Tilefnið er fréttir um að Starfsmannasjóður SPRON hafi tryggt sér meirihluta stofnfjáreigenda. „Vegna frétta frá Starfsmannasjóði SPRON ehf. vill miðstöð stofnfjáreig- enda SPRON taka fram eftirfarandi. Við teljum óhugsandi miðað við þau hundruð stofnfjáreigenda sem við höfum rætt við undanfarna tvo daga að Starfsmannasjóður SPRON ehf. hafi náð að gera kaupsamninga um 44% af 14.500 stofnfjárhlutum SPRON. Teljum við að stjórn SPRON hafi selt viðbótarstofnfé til stuðningsmanna sinna án samráðs við stofnfjáreigendur og með því framið fullkomlega siðlausan og ólögmætan gjörning. Förum við fram á að Starfsmanna- sjóður SPRON ehf. fái óháðan aðila til að kanna hvort að yfirlýsing standist með því að bera undirskrifaða samn- inga við stofnskrá SPRON og hvort stofnskrá SPRON hafi breyst á und- anförnum dögum. Í kvöld (fimmtudagskvöld) verður gerð símakönnun á vegum fimm stofnfjáreigenda um fyrirætlanir hinna 1.100 stofnfjáreigenda. Ætlun- in er að komast að því hvort þeir hafi selt eða hyggist selja stofnfé sitt og þá hvert. Útkoman úr könnuninni mun leiða í ljós hvort Starfsmannasjóður SPRON reyni með yfirlýsingu sinni í dag að blekkja stofnfjáreigendur og koma með því í veg fyrir að þeir selji fimm stofnfjáreigendum bréf sín.“ Telja óhugs- andi að yfirlýs- ing starfs- mannasjóðs standist JÓN G. Tómasson, stjórnarformaður SPRON, hefur sent Fjármálaeftirlit- inu svohljóðandi bréf: „Það hefur komið skýrt fram í fréttum, skrifum og auglýsingum síð- ustu daga, að Búnaðarbankinn stend- ur að baki því að lofa stofnfjáreigend- um í SPRON greiðslu fyrir stofnfjárbréf á 4-földu nafnvirði þeirra hinn 14. ágúst nk. – tveimur dögum eftir fund stofnfjáreigenda – og með því eina skilyrði, að stjórn SPRON verði felld og ný kosin í stað- inn, sem muni samþykkja framsal meirihluta stofnfjárbréfa í hendur Búnaðarbankans. Einna skýrast kemur þetta fram í niðurlagi greinar lögmanns svonefndra fimm-menn- inga, sem birtist í Morgunblaðinu í gær undir lið 3 um stöðu málsins. Heimildir Fjármálaeftirlitsins til afskifta af starfsemi fjármálastofnana skv. 8. gr. l. nr. 87/1998 eru víðtækar. Og í greinargerð Fjármálaeftirlitsins frá 19. júlí sl. segir: Skv. 93. gr. laga nr. 113/1996 hefur Fjármálaeftirlitið eftirlit með starfsemi viðskiptabanka og sparisjóða. Á grundvelli þessa væri Fjármálaeftirlitinu heimilt og skylt að grípa til aðgerða gagnvart stjórn sparisjóðs sem heimilaði fram- sal á stofnfjárhlut skv. 18. gr. laga 113/1996, ef það teldi að viðskiptin samræmdist ekki lögum. Hefur Fjármálaeftirlitið ekki sömu heimildir – og skyldur – gagnvart stjórn viðskiptabanka, sem vinnur að því með fjármunum bankans að fara á svig við niðurstöðu Fjármálaeftirlits- ins og fjármagna kosningu nýrrar stjórnar í SPRON til þess? Ber ekki Fjármálaeftirlitinu skylda til að grípa til aðgerða – en nú gagnvart stjórn Búnaðarbankans?“ Bréf stjórnar- formanns SPRON Minnt á víðtækar heimildir til afskipta UMBOÐSMAÐUR Alþingis hefur komist að þeirri niður- stöðu, að menntamálaráðuneyt- ið taki til endurskoðunar mál nemanda frá Akureyri, sem sótti um dvalarstyrk til tónlist- arnáms í Reykjavík. Málsatvik eru þau, að nem- andinn á lögheimili á Akureyri, sem telst til sérstaks búsetu- svæðis með tilliti til dvalar- og námsstyrkja, ásamt höfuðborg- arsvæðinu, samkvæmt reglu- gerð. Við umsókn um styrk kom fram, að námið sem nemandinn ætlaði sér að stunda stæði ekki til boða á Akureyri. Hins vegar, í ljósi staðsetningar lögheimilis nemandans, veitti námsstyrkja- nefnd einungis grunnstyrk til nemandans, án uppbótar sem nemendur frá afskekktari og strjálbýlli svæðum geta fengið. Faðir nemandans leitaði álits umboðsmanns Alþingis á úr- skurði menntamálaráðuneytis, þar sem ákvörðun námsstyrkja- nefndar var staðfest. Var þar byggt á reglugerð nr. 746/2000, þar sem landinu er skipt upp í þrjú búsetusvæði, og ákvörðun um rétt til uppbótar tekin í sam- ræmi við reglugerðina. Umboðsmaður telur, að lög um ráðstafanir til jöfnunar á námskostnaði frá árinu 1989, taki skýrt fram, að til að hljóta styrk verði að vera ómögulegt að stunda sambærilegt nám frá lögheimili nemanda. Um það hafi enginn ágreiningur staðið. Hins vegar eru ekki bein ákvæði um það í lögunum að framboð framhaldsskólanáms, á þeim stað þar sem nemandi eigi lög- heimili, eigi að hafa áhrif á möguleika til að fá námsstyrk. Af þeim sökum geti reglugerðin ekki haft áhrif á rétt til uppbótar á námsstyrk. Slík takmörkun á möguleik- um nemanda til þess að fá út- hlutaða uppbót á dvalarstyrk á, að mati umboðsmanns, sér ekki stoð í gildandi lögum. Beinir um- boðsmaður þeim tilmælum til ráðuneytisins, að það taki mál nemandans til endurskoðunar, komi fram ósk þess efnis frá honum. Sömuleiðis er þeim til- mælum beint til ráðuneytisins, að gildandi reglugerð verði tek- in til endurskoðunar. Úrskurð- ur verði tekinn til endur- skoðunar Umboðsmaður Al- þingis skilar áliti um námsstyrk ♦ ♦ ♦ JÓN Sigurðsson, Biskupstungna- hreppi, greiðir hæst heildargjöld skattgreiðenda í Suðurlandsum- dæmi, eða samtals 10,3 milljónir kr. Jóna Sigursteinsdóttir, Þorlákshöfn, greiðir næsthæstu gjöldin, 8,6 millj- ónir, sem og Þröstur Þorsteinsson, Þorlákshöfn. Guðmundur Þorsteinsson, Þor- lákshöfn, er fjórði í röðinni og greiðir 8,3 milljónir og Ragnar Kr. Krist- jánsson, Hrunamannahreppi, greiðir 7,8 milljónir. kr. Alls 12.980 einstaklingar greiða skatt í umdæminu og eru gjöld þeirra samtals um 5,9 milljarðar kr. Skattar í Suðurlandsumdæmi                            ! "#""  # $  # $  # $  #""      %$  $ Jón Sigurðsson greiðir mest

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.