Morgunblaðið - 02.08.2002, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 02.08.2002, Qupperneq 36
MINNINGAR 36 FÖSTUDAGUR 2. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Ragnar Ed-vardsson var fæddur í Reykjavík 24. júní 1922. Hann lést 25. júlí síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Sigurlaug Guðnadóttir, hús- móðir, f. 31.10. 1901, d. 8.7. 1986, og Edvard Bjarna- son, bakarameistari, f. 2.6. 1901, d. 15.6. 1969. Systir Ragn- ars var Guðrún, f. 21.5. 1921, d. 26.7. 1995. Ragnar kvæntist 1942 Jónínu R. Þorfinnsdóttur, síðar kenn- ara, f. 16.9. 1921, d. 10.4. 1992. Börn þeirra eru: 1) Ómar Þor- finnur, f. 16.9. 1940. Maki hans er Helga Jóhannsdóttir og hafa þau eignast sjö börn og sautján barnabörn. 2) Edvard Sigurður, f. 4.8. 1943. Maki hans er Jó- hanna Magnúsdóttir og eiga þau fimm börn og tvö barnabörn. Maki Edvards í fyrra hjónabandi var Þorbjörg Jónsdóttir og eiga þau þrjú börn og þrjú barna- börn. 3) Jón Rúnar, f. 12.1. 1945. Maki hans er Petra Baldursdóttir og eiga þau þrjú börn og níu barnabörn. 4) Ólöf, f. 16.6. 1948. Maki hennar er Ólafur Jóhann Sigurðsson og eiga þau þrjú börn. 5) Guðlaug, f. 20.8. 1951. Maki hennar er Sigurjón Leifs- son og eiga þau níu börn og eitt barna- barn. 6) Sigurlaug Þuríður, f. 17.7. 1964. Sambýlismað- ur hennar er Jóhann Vilhjálms- son og eiga þau tvö börn. Fyrri sambýlismaður hennar var Hrafn Magnússon og eiga þau tvö börn og eitt barnabarn. Ragnar var vörubílstjóri 1940–1947, en nam bakaraiðn 1947–1950 og stofnsetti og rak bakarí 1950–1954. Hann var vörubílstjóri 1954–1976 og ör- yggisfulltrúi hjá Reykjavíkur- borg 1976–1992. Útför Ragnars fer fram frá Grafarvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Nú skil ég stráin, sem fönnin felur, og fann þeirra vetrarkvíða. Þeir vita best, sem vin sinn þrá, hve vorsins er langt að bíða. En svo fór loksins að líða að vori og leysir mjallir og klaka. Ég fann, að þú varst að hugsa heim og hlaust að koma til baka. Þú hlýtur að vera á heimleið og koma með heita og rjóða vanga, því sólin guðar á gluggann minn, og grasið er farið að anga. (Davíð Stef.) Þú minn sálufélagi, þú minn elsku pabbi. Lánsemi mín var að eiga þig, þú áttir hug minn og hjarta. Glöð að hafa fengið að vera hjá þér og rugga þér inn í svefninn langa. Að hugga þig, að biðja með þér og hvísla þér orð í eyra. Orðin áttum við, þú og ég, allt sem við þráðum að heyra. Síðasta stundin var þrungin gleði og sorg, hún situr nú við hjartarætur. Nótt- in svo fögur, rétt eins og þú, í húmi langrar nætur. Ég kúrði hjá þér, þína síðustu nótt, það eitt gefur mikið til kynna. Ég varð eftir en þú, elsku pabbi minn, þú varðst að fara til himna. Að lokum vil ég fara með ferm- ingarbænina þína sem þér þótti svo vænt um: Vertu Guð faðir, faðir minn í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (Hallgr. Pét.) Ég kveð þig að sinni, við hittumst aftur, elsku hjartans pabbi minn. Nú kúrir þú hjá mömmu. Ég bið fyrir kveðju til hennar. Megi algóð- ur Guð vaka yfir ykkur. Þín einlæg „mússa“ Sigurlaug. Afi minn var sérstakur afi. Hann varð ungur faðir og eignaðist sex mannvænleg börn, þar á meðal föð- ur minn, sem var hans fyrsta barn, en hann eignaðist afi þegar hann var 18 ára. Það skiptust á skin og skúrir í hjónabandi afa og ömmu og þó að þau hafi skilið á efri árum veit ég að hugur þeirra var ávallt hvort hjá öðru. Tíu ár eru síðan amma dó og nú hvíla þau hlið við hlið í hinni hinstu hvílu. Æskuminningar mínar af afa ein- skorðast af hlýju og þakklæti því hann tók alltaf vel á móti manni og gaf sér tíma til að tala við mann. Afi var hafsjór af sögum og talaði oft út í eitt og sjaldan kjaftstopp og var alltaf hrókur alls fagnaðar hvar sem hann kom. Hann var einstak- lega vel lesinn maður þótt ekki hafi hann haft tækifæri til að mennta sig vegna þess hve ungur hann hóf fjölskyldulíf. Hann dýrkaði Halldór Laxness og ljóð voru honum ein- staklega hugleikin. Það var ótrú- legt hve mikið af ljóðum hann kunni og gat farið með. Yngsta systir pabba fæddist tveimur árum á eftir mér og þar sem við gengum í sama skóla var ég oft á heimili þeirra sem barn. Ég minnist þess úr Stórholtinu að afi eldaði matinn, oftast kjöt með sméri, sprellaði í okkur krökkun- um, lét okkur hjálpa sér við að blístra og sýndi okkur galdur með puttunum og þóttist taka hann af. Hann keyrði líka á þeim tíma um á vörubíl sem gaman var að fá að sitja í. Þegar afi lagðist á sjúkrahús fyr- ir fimmtán árum til að freista þess að fá hnéð í lag lánaði hann mér íbúðina sína á meðan, þar sem ég var milli íbúða á þeim tíma. Ég var nýbúin að eignast eldri dóttur mína, Auði, og betri stað fyrir ung- barn var ekki hægt að fá. Innan um allar bækurnar hans afa var rólegt og gott að vera og skondið að hugsa til þess að Auður hefur alltaf verið mjög ljóðelsk og hver veit nema hún hafi fengið það með móður- mjólkinni úr stofunni hans afa. Er ég afa eilíflega þakklát fyrir þessa aðstoð hans. Hnéaðgerðin sem átti að gera afa að nýjum túskildingi dró aldeilis dilk á eftir sér og segja má að frá þeim tíma hafi hann verið sjúkling- ur. Margt hjúkrunarfólk og læknar sem önnuðust afa sögðu að afi væri besti sjúklingurinn þeirra því alltaf gat hann spaugað og létt öðrum sjúklingum lundina. Hann gerði óspart grín að sjálfum sér og sagði svo skemmtilega frá því sem á dag- ana hafði drifið. Afi var góður maður og sást það best á því hve ræktarsamur hann var við Ödda bróður minn, sem er í hjólastól. Afi hafði yndi af því að hitta Ödda og tefla við hann eða bara borða með honum og spjalla. Öddi bróðir er því ekki bara að missa afa sinn, heldur einnig besta vin sinn. Afi var mjög stoltur af fjölskyldu sinni og hann má líka vera það því fjölskylda hans er sannkölluð stór- fjölskylda; sex börn, 34 barnabörn og 31 barnabarnabarn eða alls 71 afkomandi og þó var afi bara 80 ára gamall þegar hann dó. Það er stutt síðan fjölskyldan hittist til að samgleðjast afa með áttræðisafmælið og er gott til þess að hugsa að hann hafi hitt alla fjöl- skylduna og vini sína svo stuttu fyr- ir andlát sitt. Já, afi minn var sérstakur afi, hann gantaðist fram í rauðan dauð- ann. „Rallið er ekki búið fyrr en það er búið,“ sagði hann og átti þar við sjálfan sig og dauðastríð sitt. Það fór þó svo að lokum að rallinu lauk og hann fór í mark. Eftir verðum við í fjölskyldunni fátækari. Ég bið Guð að vaka yfir fjölskyldu afa og vinum. Jónína Ómarsdóttir. Hann afi er dáinn. Eftir þó- nokkra baráttu við manninn með ljáinn andaðist hann á hjúkrunar- heimilinu Eiri síðastliðinn fimmtu- dag. Afi var hress karl, sem kunni margar góðar sögur sem hann þreyttist aldrei á að segja okkur. Hann var mikill húmoristi og kunni mörg skemmtileg ljóð og ýmsa frasa sem seint munu gleymast okkur. Sem dæmi má nefna orða- tiltækið ,,eins létt og að drekka hland með nefinu“ og önnur í þeim dúr. Afi kom oft á æskuheimili okkar á gulum Renault sem hann kallaði Túttí frúttí. Þá var farið í rússíbanabílferð um bæinn þar sem við hentumst til og frá aftur í bíln- um og skemmtum okkur konung- lega. Stundum sat hann tímunum saman og tefldi við bræður okkar. Alltaf var gaman að hlusta á hann þegar hann lét gamminn geisa til að reyna að blekkja andstæðing sinn í skákinni. Þá fór hann með vísur og gamanmál og mikið var hlegið. Ein vísa sem hann fór svo oft með er í nokkru uppáhaldi hjá okkur systr- um en hún er svona: Nú er ég hissa! Koppurinn minn er kominn í tvennt. Hvar á ég nú að pissa? Ekki erum við nú vissar um að um alvöruvísu sé að ræða eða eftir hvern hún er en mikið óskaplega fannst okkur hún fyndin. Margt annað brallaði hann afi í gegnum tíðina og aldrei var logn- molla í kringum hann. Hans verður sárt saknað. Lára, Iðunn og Alma. Elsku afi minn, alltaf svo jákvæð- ur og hress. Þú varst mér mikil hvatning í knattspyrnunni og dug- legur að fylgjast með hvernig mér og mínu liði gengi. Þegar þú komst á leiki varstu duglegur að kalla hvatningarorð í minn garð og var nærvera þín einstök. Þegar ég fór í knattspyrnuferðir til útlanda hafði ég það fyrir sið að senda þér nokk- ur orð í korti, því ég vissi að þau myndu gleðja þig svo mikið. Ósjaldan sagðir þú mér ýmsar sögur sem glöddu eyru mín. Þeirra á ég eftir að sakna sárt. Á æskuár- um mínum var alltaf svo gaman þegar þú, afi sprelló, komst blístr- andi upp stigann á heimili okkar, tilbúinn að gantast í okkur systk- inunum. Þú varst einstakur afi sem ég sakna sárt. Þín fótboltastelpa, Margrét Rannveig. Mig langar til að minnast afa míns, Ragnars Edvardssonar, eða afa Ragga eins og ég kallaði hann alltaf. Ég man fyrst eftir honum þegar ég var í pössun hjá honum lítill strákur. Hann passaði alltaf upp á að maður fengi hafragraut á morgnana. Oftar en ekki gengum við svo frá Stórholtinu og niður að Tjörn til að gefa öndunum. Reynd- ar gat þessi ganga tekið drjúgan tíma, að mér fannst þá, ekki nema þriggja til fjögurra ára, því að hann heilsaði öllum sem við mættum og spjallaði við þá flesta. Þetta er kannski eitt af aðaleinkennum hans, hvað hann átti auðvelt með að tala við fólk. Þegar ég var kominn á unglings- árin tók hann mig og Rúnar frænda með sér í billjarð. Þar komu hæfi- leikar hans í þeirri íþrótt fram og máttum við hafa okkur alla við að halda í við afa Ragga því að hann sýndi oft mikla takta þar sem hann hafði spilað biljarð þegar hann var ungur. Öllum brögðum var beitt og reyndi hann meðal annars að tala okkur í óstuð og oftar en ekki tókst honum það. Á seinni árum skrapp ég stund- um í heimsókn til hans í Árskógana. Hann var ætíð hress og kátur og þá var oft nóg að segja bara já og nei því að hann hélt uppi samræðum fyrir okkur báða og vel það. Þú ert besti afi í heimi. Ég kem til með að sakna þín en ég veit að þú ert kominn á góðan stað. Ég kveð þig með söknuði. Sigurður Ólafsson. Ég vildi ég gæti andað yl inn í þig, vinur minn. Ég vildi ég gæti klappað og kysst kjark í svipinn þinn. Ég vildi ég gæti sungið sól í særða hjarta þitt, sem að gæti gefið þér guðdómsaflið sitt. Ég vildi ég gæti vakið upp vonir í þinni sál, og látið óma, enn á ný, allt þitt hjartans mál. Ég vildi ég gæti gert þig barn, sem gréti brot sín lágt, og vaggað þér í væran svefn, ég veit, hvað þú átt bágt. Á meðan gæti ég sagt þér sögu, – en sagan er á þá leið, að til er sá Guð, sem gleymir engum, en gætir vor bezt í neyð. Ég hlýt að vitja þín, vinur minn, og verma þinn hjarta stað, af því ég veit, að enginn maður annar gerir það. (Jóhannes úr Kötlum.) Ég bið algóðan Guð um að passa tásurnar þínar eins og þú gerðir við mínar. Ég elska þig, elsku besti afi minn. Þín elskandi dótturdóttir, Ollý Anna. Elsku afi minn. Ég geymi þitt hjarta í sálinni minni. Mig dreymir þig. Þú bauðst mér alltaf gotterí og knúsaðir mig. Þú sagðir alltaf brandara og söngst fyrir mig. Elsku afi minn, það var svo gam- an að þekkja þig. Þú varst svo mikil krúsidúlla. Kveðja. Þín Sonja Ríkey. Elsku afi minn. Nú veit ég að þú keyrir um á „Spræk“, léttur í lund eins og alltaf, að ná þér í „kjúlla“ sem er örugglega betri þar sem þú ert núna. Guð veri með þér. Þinn einlægur, Magnús Már. Afi minn. Þú varst svo kátur, í hjólastól. Þinn hlátur sem sól, svo sæll og indæll. Þú varst besti vinur minn. Þinn Sindri. Það var úti í Lundi á Skáni, af öll- um stöðum, sem ég sá Ragnar fyrst. Hann var í heimsókn hjá yngstu dóttur sinni, Sillu, og henn- ar fjölskyldu. Ég sá mikinn mann sitjandi í hjólastól, með annan fót- inn beint út í loftið. Það glampaði á fægðan skallann og bjórflöskuna. Skánska sólin skein sem aldrei fyrr. Það var mikið og stórt bros undir ræktarlegu yfirskegginu. Einhvern veginn fannst mér að þessi maður hefði heiminn allan á sínu valdi. Hann bauð mér sæti í sólinni sænsku og eins og íslendinga er sið- ur spurði hann frétta úr fortíðinni. Það sem honum þótti merkilegast var að ég hafði unnið hjá Eimskip á árum áður. Mér fannst ég nú hafa afrekað ýmislegt merkara en það en svona var kallinn, hafði þann hæfileika að sjá lífið og tilveruna frá öðru sjónarhorni en flestir sam- ferðamenn hans. Mörgum sólardögum eyddum við í að rifja upp aldna vörubílstjóra og kynlega kvisti sem höfðu haft sitt lifibrauð á Eyrinni. Og þeir eru margir sem þar hafa ekið vörubíl- um eða púlað í lestum. Þá félaga, Fats Waller og Louis Armstrong, bar einnig á góma og Ragnar hafði með sér tónlistar- snældur sem ég fékk að hlýða á meðan taflmenn voru færðir til eftir kúnstarinnar reglum. Og alltaf tal- aði kallinn og aldrei meir en þegar ég átti leikinn. Þegar drottning eða hrókur stóðu í uppnámi skullu sög- urnar á hlustunum sem aldrei fyrr. Og það eru þær sem ég man, ekki hvor okkar vann skákina. Þetta voru góðir dagar. Vafalaust hefur Louis sungið á stórtónleikum og Fats hamrað pí- anóið þegar nýr gestur af Jörðu labbaði inn í hinn stóra tónleikasal; I see trees of green, red roses too, oh what a wonderful world. Elsku Silla. Guð geymi þig og þína og blessi minningu Ragnars. Guðni Már Henningsson. Fundum okkar Ragnars Ed- vardssonar bar fyrst saman á sjúkrahúsi þar sem við vorum í lamasessi á sömu stofu. Ári seinna vorum við svo saman á öðru sjúkra- húsi og vináttan þar með í höfn. Það var engin lognmolla í kringum Ragnar, eiginlega geisuðu frá hon- um andlegir stormar í allar áttir. Hann var sérlega skrafhreifinn og málefnalegur og lá ekki á liði sínu við að upplýsa hvern sem var um hvað sem var og þar var ekki komið að tómum kofunum. Hann var eins og alfræðiorðabók og fullkomnari að því leytinu að hann kom fyrr með svarið. Orðaforði hans var með ólíkindum og skrautlegur eftir því, sérstaklega það sem hann hafði endurbætt, eða gerði á staðnum. Hann endursagði heilu kaflana úr sögum sem hann hafði lesið eða var að lesa. Þegar við Ragnar hvíldum okkur saman á sjúkrastofum naut ég tilsagnar hans í lífsspeki milli þess sem hann las fyrir mig úr bók- um. Oft sofnaði ég frá lestrinum og vaknaði svo inn í hann nokkrum köflum aftar, því Ragnar hélt sínu striki og var ótrauður í að lyfta líf- inu á hærra plan. Einhverju sinni varð mér á að draga frásögn hans í efa og þá kom þetta: „Albert minn, þú veist að ég lýg aldrei, nema ég komi ekki öðru við.“ Já, ég átti að vita betur sagði hann og hélt áfram að fræða mig um lífið og tilveruna. Ragnar hafði fyrir nokkrum árum lagt til að við færum í Dalakofann vestur í Saurbæ í Dölum og nytum þar saman eins af fegurstu fjalla- sölum sem gerast á Íslandi. Versn- andi heilsa hans kom í veg fyrir það, en ekki að gangur lífsins héldi áfram hjá eldhuganum sem ekkert mannlegt var óviðkomandi. Blessuð sé minning þessa góða drengs. Albert Jensen. Kynni mín af Ragnari Edvards- syni hafa staðið í mörg ár. Hann leitaði til mín vegna sjúkdóms, sem auðvelt var að lækna, þó að tvær aðgerðir þyrfti til. En Ragnar kom síðan aftur á Landspítalann, þegar gert var við hnéliðinn. Fékk sýkingu og átti mörg ár í erfiðleikum þess vegna. Ragnar var alltaf glaðlyndur og kunni vel að segja sögur. Fyrir nokkrum árum flutti Ragn- ar í háhýsi Árskóga 6 sem byggt var fyrir Félag eldri borgara af Byggingarfélagi Gunnars og Gylfa með miklum ágætum. Þarna hitti ég Ragnar og var ánægjulegt að ræða við hann um landsins gagn og nauðsynjar, því Ragnar fylgdist vel með og hafði ákveðnar skoðanir á málunum sem fóru oftast saman hjá okkur. Ég man ennþá eftir hve glaður hann var þegar börn hans buðu honum í sólarlandaferð þrátt fyrir bæklun hans. Sú gleði var fölskvalaus og einlæg. Þegar dvöl Ragnars er lokið hér óska ég honum góðrar ferðar til „sólarlands“ um leið og ég færi að- standendum samúðarkveðjur. Páll Gíslason. RAGNAR EDVARDSSON  Fleiri minningargreinar um Ragnar Edvardsson bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.