Morgunblaðið - 02.08.2002, Síða 37
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. ÁGÚST 2002 37
✝ BergsveinnBreiðfjörð Gísla-
son fæddist 22. júní
1921 í Rauðseyjum á
Breiðafirði. Hann
lést á hjartadeild
Landspítalans við
Hringbraut 26. júlí
síðastliðinn. Foreldr-
ar hans voru Gísli
Bergsveinsson, f. 13.
júlí 1877 í Bjarneyj-
um á Breiðafirði, d.
15. maí 1939, sjó-
maður, formaður,
smiður og síðar
bóndi, og seinni kona
hans Magðalena Lára Kristjáns-
dóttir, f. 13. nóvember 1897 í
Sviðnum á Breiðafirði, d. 23. apríl
2001. Gísli og Magðalena bjuggu
fyrst í Rauðseyjum á Breiðafirði
en síðan í Akureyjum á Gilsfirði, í
Fagurey á Breiðafirði og síðast í
Ólafsey á Hvammsfirði. Systkini
Bergsveins eru: Ingveldur, f. 4.
apríl 1904, Lárus Ágúst, f. 17.
ágúst 1905, d. 2. nóvember 1990,
Jóna Sigríður, f. 8. janúar 1909, d.
6. ágúst 1999, Svava, f. 13. sept-
ember. 1915, d. 22. janúar 1920,
Kristinn Breiðfjörð, f. 9. október
1919, Svava f. 11. september 1922,
d. 16. desember 1997, Kristjana, f.
23. janúar 1925, uppeldisbróðir
Bergsveins er Magnús Guðmunds-
son, f. 11. ágúst 1920.
Bergsveinn hóf sambúð árið
1946 með Sigrúnu Sigurðardóttur,
f. 23. nóvember 1920. Foreldrar
hennar voru Sigurður Einarsson,
bóndi í Gvendareyjum á Hvamms-
firði, og Magnúsína Guðrún
Björnsdóttir kona hans. Berg-
sveinn og Sigrún slitu samvistir
1983. Börn Bergsveins og Sigrún-
ar eru: Brynja f. 11. ágúst 1947,
maki Theodór Guðmundsson, f.
15. september 1943. Synir: Guðni
Sveinn, f. 1967, maki Dýrfinna
aðir eru nú liðnir undir lok að
mestu og eyjar og jarðir flestar í
eyði. Þetta líf mótaði Bergsvein og
hafði áhrif á framtíðarstarf hans
sem var við skipasmíðar og hafn-
argerð.
Við andlát föður síns vorið 1939
stóð Bergsveinn fyrir búi í Ólafsey
á Hvammsfirði, ásamt systkinum
sínum, með móður þeirra til
hausts 1941 er þau bregða búi.
Önnuðust þeir Kristinn bróðir
hans þá um tíma áætlunarsigling-
ar frá Stykkishólmi inn á Skógar-
strönd á báti sínum Sigurfara.
Enginn vegur var þá um Skógar-
strönd.
Bergsveinn lærði skipasmíðar á
Akureyri 1941–45 hjá Gunnari
Jónssyni skipasmíðameistara.
Bergsveinn vann við skipasmíðar í
Landssmiðjunni og í Bátalóni í
Hafnarfirði. Hann réðst sem teikn-
ari til Vita- og hafnamálastjórnar-
innar 1947. Hann varð síðan verk-
stjóri hjá stofnuninni við
hafnargerðir. Því starfi gegndi
hann þar til hann lét af störfum
fyrir aldurs sakir 1991, að undan-
skildum tveimur árum er hann var
sveitarstjóri í Stykkishólmi, 1966–
68.
Bergsveinn var mikill áhuga-
maður um bridds og spilaði um
áratugaskeið með Breiðfirðinga-
félaginu í Reykjavík. Bergsveinn
var félagi í Verkstjórafélagi
Reykjavíkur og sat í trúnaðarráði
þess frá 1976-88. Hann starfaði
einnig við útgáfu tímarits félags-
ins, Breiðfirðings. Hann stundaði
einnig söfnun örnefna í Breiða-
firði um langt skeið og skráði nið-
ur mikinn fróðleik um þau. Berg-
sveinn var áhugamaður um
laxveiðar og laxeldi og tók þátt í
tilraun við að rækta upp laxa-
gengd í Fagradalsá á Skarðströnd.
Hann stjórnaði einnig smíði
margra laxastiga í laxveiðiár.
Bergsveinn og Sigrún bjuggu í
Kópavogi 1951–1966, í Stykkis-
hólmi 1966–1969 og frá 1969 í
Reykjavík, lengst af á Laugarás-
vegi 3. Síðustu árin átti Berg-
sveinn heimili á Skúlagötu 20.
Útför Bergsveins fer fram frá
Fossvogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.
Sigurjónsdóttir, f.
1971. Dætur: Theo-
dóra, f. 1998, og Elísa-
bet Auður, f. 2001
Hlynur Snær, f. 1970,
maki Guðlaug Björk
Guðlaugsdóttir, f.
1971. Börn: Valtýr
Freyr, f. 1992, Brynja
Sif, f. 1994, og Sæ-
björg Eva, f. 1999.
Bergsveinn, f. 1982,
unnusta Kolbrún Guð-
mundsdóttir, f. 1984.
Sigurður f. 22. júní
1949, maki Helga
Bárðardóttir f. 27.
ágúst 1949. Dætur: Sigrún, f. 1974,
maki Ari Sigfússon, f. 1975. Sonur:
Viktor Páll, f. 1997. Dröfn, f. 1978,
unnusti Hringur Pjetursson, f.
1976, Bryndís, f. 1981, unnusti
Gunnar Páll Ólafsson, f. 1977.
Lára, f. 20. ágúst 1953, maki Guð-
mundur Guðjónsson, f. 22. ágúst
1950. Börn: Sigurlaug Helga, f.
1982, unnusti Karl Gauti Stein-
grímsson, f. 1977, Ríkarður Leó, f.
1985, Alma, f. 1. september 1955,
maki Guðni Magnússon, f. 6. nóv-
ember 1953. Synir: Janus Freyr, f.
1977, Magnús Már, f. 1981, Kári, f.
1986. Freyja, f. 8. janúar 1958, bú-
sett í Garðabæ, maki Guðlaugur
Þór Pálsson, f. 29. maí 1955. Börn:
Arnþór, f. 1977, unnusta Sigrún
Pétursdóttir, f. 1978, Björk, f.
1979, unnusti Valtýr Örn Árnason,
f. 1976, Sandra, f. 1981, unnusti
Haukur Logi Karlsson, f. 1979, Eg-
ill, f. 1993.
Bergsveinn Breiðfjörð ólst upp
við eyjabúskap í Breiðafirði en á
uppvaxtarárum hans var mikil
byggð við Breiðafjörð. Forfeður
hans höfðu búið í og við Breiða-
fjörð um aldir. Margir af forfeðr-
um og frændum Bergsveins voru
afkastamiklir skipasmiðir. Þeir
búskaparhættir er þar voru stund-
Bergsveinn mágur minn var
borinn og barnfæddur í Breiða-
fjarðareyjum og var alla tíð tengd-
ur hinu breiðfirska umhverfi
sterkum böndum.
Bernskuminning mín kallar
fram mynd af Bergsveini sem afar
gjörvilegum ungum manni. Hann
átti þá heima í Ólafsey, sem er
næsta eyja við Gvendareyjar, þar
sem ég ólst upp. Fimm eyjar voru
þá enn í byggð í klasa þeim sem
gjarnan er kallaðar Suðureyjar, og
var samhjálp mikil með þeim sem
þar bjuggu, ekki síst um flutninga
hvers konar. Bræðurnir í Ólafsey,
þeir Bergsveinn og Kristinn, fóru
á þeirri tíð um sund og strauma á
gangmikilli trillu, Sigurfara, sem í
mínum barnshuga stafaði nokkrum
ljóma af. En rómantíkin átti líka
sinn stað í eyjunum meðal þeirra
sem þar ólust upp til fullorðinsára.
Að minnsta kosti höguðu atvikin
því svo að þeir bræður úr Ólafsey
urðu báðir mágar mínir.
Bergsveinn stundaði iðnnám á
unga aldri og lauk prófi í skipa-
smíðum. Hann gerðist snemma
starfsmaður Vita- og hafnamála-
stjórnarinnar og stjórnaði um ára-
tuga skeið byggingu hafnarmann-
virkja víða um land. Ég fékk að
reyna það hve örugglega hann
gekk til verks á þeim vettvangi
þegar ég á skólaárunum starfaði
hjá honum nokkur sumur. Unnið
var þá að hafnarbótum á ýmsum
stöðum á Suðurnesjum, svo og að
gerð sjóvarnargarða. Einnig var
starfað að því sumarpart að lengja
bryggju í Kópavogi. Bergsveinn
var mjög góður verkstjóri, skipti
aldrei skapi, var hófsamur í orðum
og sýndi mikla gætni, enda ekki
vanþörf á þar sem unnið er með
stórvirk vinnutæki.
Bergsveinn var meðalmaður á
hæð en þéttur á velli og áreið-
anlega rammur að afli. Hann var
handstór og handtakið afar þétt,
sem eins og undirstrikaði hið hlý-
lega viðmót sem honum var svo
eiginlegt.
Þótt Bergsveinn ætti heima hér
syðra mikinn hluta ævinnar hélt
hann ávallt nánum tengslum við
Breiðafjörð. Mörg hin síðari ár átti
hann trillu sem hann hafði komið
sér upp og geymdi í Stykkishólmi.
Við Margrét minnumst með mikilli
ánægju vorferða sem við fórum
með honum á árum áður á trillunni
út í eyjar að leita að svartbaks-
eggjum. Ein hin síðasta og minn-
isstæðasta slíkra ferða var þegar
við leituðum Gjarðeyjar fyrir
Daníel bónda á Dröngum. Auk
okkar þriggja voru með í för Jón
faðir Daníels, áður bóndi í Hval-
látrum, og Ívar Orgland, hið góð-
kunna norska skáld og þýðandi.
Nú eru allir þessir heiðursmenn
látnir, Bergsveinn, Jón og Ívar.
Þau Bergsveinn og Sigrún systir
mín áttu lengst af sinni búskap-
artíð heima í Kópavogi, en síðast í
Reykjavík. Börn þeirra eru fimm,
allt vel gert fjölskyldufólk, og af-
komendurnir eru orðnir 26 talsins.
Bergsveinn hafði átt við hjarta-
sjúkdóm að stríða hin síðari ár, en
fór þó sinna ferða. Hann hélt
myndarlega upp á áttræðisafmæli
sitt fyrir rúmu ári, og sérlega
ánægjulegt er til þess að hugsa að
einungis tæpri viku fyrir andlát
sitt fóru þeir bræður, Bergsveinn
og Kristinn, saman frá Stykkis-
hólmi og inn um eyjar Breiða-
fjarðar, rétt eins og þeir höfðu svo
oft gert allt frá æskudögum.
Því miður getum við Margrét
ekki fylgt Bergsveini til grafar
vegna fjarveru erlendis, en við
þökkum honum góð og ánægjuleg
kynni fyrr og síðar og vottum að-
standendum hans innilega samúð.
Einar Sigurðsson.
Það var fyrir fáeinum árum, í
erfidrykkju eftir þann mikla hag-
leiksmann Sigurð Jakob Magnús-
son, sem ég hitti Bergsvein Breið-
fjörð Gíslason fyrst.
Við tókum tal saman, og ég man
ekki hvers vegna, en man þó, að
brátt barst umræðan að Gretti
sterka og Drangeyjarsundi hans
og því flími sem haft er uppi um
karlmennsku kappans þá hann
vaknar morguninn eftir volkið.
Þessi umræða um Gretti og sund-
afrek hans varð til þess að ég
kynntist Begga og hans ákveðnu
skoðunum á Íslendingasögunum –
og þótt við værum fráleitt sam-
mála um kirtlastarfsemi og ástríð-
ur allra fornkappa Íslendingasagn-
anna tókst með okkur ágætur
kunningsskapur sem varð til þess
að Beggi kom gjarnan hingað út á
Laugarnestanga, þegar vel viðraði,
og aðstoðaði mig við smíðar, eða
rétti Aðalsteini frænda sínum
hjálparhönd. Ég vissi að hann átti
við veikindi að stríða, en honum
virtist ánægja af að taka sér
smíðatól í hönd þegar heilsan
leyfði. Beggi var óvenju handlag-
inn og listrænn í því handverki
sem hann tók að sér. Í vor tjáði
hann mér að hann hefði nýlega
sótt sérstakt námskeið í útskurði á
tré og vildi gjarnan sýna mér hvað
hann gæti. Ég sagði honum að mig
hefði lengi langað til að prýða
norðurgafl hússins með útskornum
vindskeiðum. Bergsveinn sam-
þykkti að taka það verk að sér og
Aðalsteinn fann fyrir hann forláta
rauðviðarfjalir. Beggi tók þær með
sér og ætlaði að skera út í þær
minningar úr Íslendingasögunum.
Beggi var „eyjamaður“ og í vor
kom hann hér eitt kvöldið og
spurði hljóðlega: Heldurðu að
gæsin sé byrjuð að verpa! – Ég á
hér svartbaksegg, svaraði ég. – Æ,
það fer einhver fiðringur um mig í
þessari vorbirtu – bara eitt egg og
þá er ég kominn í samband! Svo
breiddist unglingslegt bros yfir
andlitið og í augunum brá fyrir
glóð sem ég hafði ekki séð áður.
Flestir þeirra sem dvalið hafa í
æsku við Breiðafjörð þekkja trú-
lega þessa bragðsterku tilfinningu
sem fylgir vorkomunni; nýmeti!
Fyrir aðeins viku birtist hann hér
á hlaðinu ásamt kunningjafólki og
spurði hvort hann mætti ekki sýna
því húsið og það sem þeir Að-
alsteinn hefðu verið að smíða. Það
var að sjálfsögðu auðsótt. Ég
spurði hann, hvað vindskeiðunum
liði, og hann kvaðst vera búinn að
hugsa mikið og nú væru þær loks
orðnar klárar – „þær eru klárar
inni í höfðinu á mér og ég er byrj-
aður“ – bætti hann svo við og
brosti útundan sér þessu breiða
kankvísa brosi, sem ég hafði reynt,
að var öruggt merki um að honum
myndi takast vel upp. En nú er
þessi kurteisi og elskulegi sóma-
drengur allur – og víst mun hans
saknað hér á Laugarnestanganum,
þar sem hús og munir munu bera
handverki hans merki á meðan
húsið fær að standa – og ég get
haldið áfram að fantasera um
hvernig vindskeiðarnar hans
Begga hefðu orðið.
Við Edda og Örk litla viljum
með þessum örfáu línum færa fjöl-
skyldu hans og öðrum vandamönn-
um okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Hrafn Gunnlaugsson
kvikmyndaleikstjóri
og rithöfundur.
Fyrir hálfum öðrum áratug fékk
ég það verkefni að skrifa um Suð-
ureyjar á Breiðafirði í Árbók
Ferðafélags Íslands fyrir árið
1989. Ég kom eins og hálfblindur
hvolpur vestur í Stykkishólm og
þekkti eyjarnar ekki nema sem
ferðalangur. Nokkur staðkunnug
góðmenni sigldu því með mig dög-
um saman á smábátum um þessa
tugi eyja sem eitt sinn höfðu verið
byggðar um lengri eða skemmri
tíma og einna drýgstur þeirra var
Bergsveinn. Ég þekkti hann ekki
áður, en eftir hálfan dag var næst-
um eins og við hefðum alist upp
saman.
Bergsveinn var góður sjávar-
fræðikennari fyrir þann sem sjald-
an mé í saltan sjó. Hann þekkti að
sjálfsögðu hverja eyju og gat vísað
á byggðarleifar hennar, vatnsból,
slægjur, mótak og vissi hvaða
lendingu skyldi nota í hverri vind-
átt. Auk eyjanna sjálfra áttu hólm-
ar og sker sína sögu, ýmist kátlega
eða dapurlega, sannsögulega eða
uppdiktaða og færða í stíl af list-
fengum sagnamanni. Þá var einkar
lærdómsríkt að kynnast í návígi
þeim hættum og þeirri gjörþekk-
ingu sem þurfti til að stýra rétt
milli einstakra skerja. Það var
háskaferð líkast að sigla um hina
hörðu strauma í mynni Hvamms-
fjarðar. Bergsveinn kom undirrit-
uðum tossa til nokkurs þroska á
þessu sviði.
Litlu seinna áttum við nokkur ár
samstarf um útgáfu tímaritsins
Breiðfirðingur, ég sem annar rit-
stjóra og hann sem afgreiðslumað-
ur. Bergsveinn átti líka greinar í
ritinu, til að mynda um vinnubrögð
við eyjaflutninga, Bátasmíðastöð
Breiðfirðinga og Oddbjarnarsker,
en hann fylgdist árum saman með
og mældi breytingar á þeirri fornu
og furðulegu verstöð. Einnig var
hann natinn við að útvega ritinu
forvitnilegt efni frá mönnum sem
ekki komu sér að því að bjóða það
sjálfir.
Bergsveinn hafði einkar nota-
lega og upplífgandi návist. Með
þessum orðum skal þakkað fyrir
stutt en góð kynni.
Árni Björnsson.
BERGSVEINN
BREIÐFJÖRÐ
GÍSLASON
,
)
-
.
!/
/
/
6 A?
= ! /
0 (
! ! ! ,, 1 !
(+
,0,,)
= !
*+
, *+
* *+
),
* * *+ /
,
) )
-
!/
<
:
=77
% $'
B@
'/
21 ./
,'
7 )
,'
&'(
,' )
(
,' )
5
- ,.
,'
5
- ,.
(+,
),
'
' /