Morgunblaðið - 02.08.2002, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. ÁGÚST 2002 43
DAGBÓK
Mikið af blússum og buxum
fyrir verslunarmannahelgina
Nýbýlavegi 12, Kópavogi,
sími 554 4433.
Verð frá kr. 1.790
SUMARBRIDS stendur yf-
ir alla virka daga í húsnæði
BSÍ við Síðumúla 36. Tví-
menningur er keppnisform
sumarsins, nema á föstu-
dagskvöldum, en þá er byrj-
að á hefðbundinni tvímenn-
ingskeppni og svo tekið til
við svokallaða „miðnætur-
sveitakeppni“. Keppendur
kvöldsins splæsa sig saman í
sveitir og spila nokkrar um-
ferðir af stuttum leikjum.
Spilið að neðan kom upp eftir
miðnætti á föstudagskvöldið:
Suður gefur; allir á hættu.
Norður
♠ ÁKG10
♥ D32
♦ KG86
♣D9
Vestur Austur
♠ 87643 ♠ D9
♥ – ♥ ÁG108
♦ 1032 ♦ 9754
♣65432 ♣K108
Suður
♠ 52
♥ K97654
♦ ÁD
♣ÁG7
NS eiga góð spil og
kannski nóg í slemmu. Heið-
ar Sigurjónsson og Daníel
Már Sigurðsson töldu svo
vera:
Vestur Norður Austur Suður
Daníel Heiðar
– – – 1 hjarta
Pass 1 spaði Pass 1 grand
Pass 2 tíglar * Pass 3 hjörtu
Pass 4 grönd Pass 5 tíglar
Pass 6 hjörtu Dobl Pass
Pass Redobl Pass 6 grönd
Pass Pass Dobl Allir pass
Eftir hjartaopnun og
spaðasvar velur Heiðar að
sýna 12–14 punkta með einu
grandi, þrátt fyrir sexlitinn í
hjarta. Daníel krefur í geim
með tveimur tíglum (tví-
hleypunni) og þá stekkur
Heiðar í hjarta. Eftir lykil-
spilaspurningu (með við-
snúnum svörum) hyggst
Daníel ljúka sögnum í
hjartaslemmu, en fyllist efa-
semdum þegar austur dobl-
ar og redoblar til að varpa
ábyrgðinni yfir á makker.
Heiðar axlar þá ábyrgð og
breytir í sex grönd sem aust-
ur gat ekki annað en doblað,
sóma síns vegna.
Vestur kom út með spaða-
áttu. Heiðar horfði vel og
lengi á áttuna, tók svo með
ás í borði og nían kom frá
austri. Ekkert er öruggt í
þessum heimi, en þessi þró-
un í spaðalitnum benti til að
austur ætti D9 tvíspil í
spaða. Hvað um það. Heiðar
tók ÁD í tígli og spilaði
hjarta á drottninguna. Aust-
ur drap með ásnum og spil-
aði gosanum um hæl á kóng
suðurs. Minnugur fyrsta
slagsins spilaði Heiðar nú
spaða á KÓNG og felldi
drottninguna. Hann tók síð-
an fríslagina á spaða og tígli
og þvingaði austur til að
henda einu laufi. Eftir vel
heppnaða laufsvíningu varð
laufsjöan tólfti slagurinn.
BRIDS
Umsjón Guðmundur Páll
Arnarson
Árnað heilla
60 ÁRA afmæli. Mánu-daginn 5. ágúst er
sextugur Jón Pálsson, veit-
ingamaður í Hafnarfirði. Af
því tilefni munu Jón og
Pálmey Ottósdóttir, eigin-
kona hans, halda upp á dag-
inn með fjölskyldu og vinum
í sumarbústað sínum í
Hraunborgum í Grímsnesi
frá kl. 13–17. Fólk er beðið
að gá til veðurs áður en það
leggur á heiðina.
50 ára afmæli. Í dag,föstudaginn 2. ágúst,
er fimmtug Sigurbjörg Ei-
ríksdóttir, framkvæmda-
stjóri, Skaftahlíð 9, Reykja-
vík. Eiginmaður hennar er
Ómar Sigurðsson. Þau
verða að heiman á afmælis-
daginn.
50 ÁRA afmæli. Mánu-daginn 5. ágúst er
fimmtugur Þorsteinn Arth-
ursson, Álfhólsvegi 121,
Kópavogi. Í tilefni af þeim
tímamótum taka hann og
kona hans Guðrún P.
Guðnadóttir á móti gestum í
Kíwanishúsinu í Kópavogi,
Smiðjuvegi 13a, laugardag-
inn 10. ágúst milli kl. 20 til
23. Ættingjar og vinir eru
hjartanlega velkomnir.
LJÓÐABROT
SJÓMANNASÖNGUR
Út til sigurs siglum drengir,
sorta nætur léttir af,
því skal hátt við húna traf
hefja, – meðan þola strengir.
Huga lyftir hrannar bragur,
heillandi’ eins og sólardagur,
færi eldi’ um fold og haf.
Knörinn ristir straum frá ströndum,
stefnir fram á yztu mið;
Snæfellsás á hægri hlið
hrinur sendir voðum þöndum.
Skriður eykst, en skautin togna,
skjálfa rár og siglur bogna,
stormur spyrnir spor í Svið.
Þó að sær um þiljur rjúki,
þolnir göngum starfa að,
réttir menn á réttum stað,
hirðum ei þótt yfir lúki.
Herðum strengi’ á höllu fleyi,
hugreifir á nótt sem degi.
Sæfarendum sæmir það.
Jón S. Bergmann
1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. Rc3 Rf6
4. d4 cxd4 5. Dxd4 Rc6 6.
Bb5 Bd7 7. Bxc6 Bxc6 8. Bg5
e6 9. 0–0–0 Be7 10. Hhe1 0–0
11. Kb1 Da5 12. Dd2 Hfc8 13.
Rd5 Dxd2 14. Rxe7+ Kf8 15.
Rxd2 Kxe7 16. f3 h6 17. Bh4
g5 18. Bf2 Bb5 19. b3 Rd7 20.
Bd4 Re5 21. c4 Ba6 22. a4 b6
23. Rf1 Rg6 24. Re3 Bb7 25.
Rg4 h5 26. Bf6+
Kd7 27. Rh6 Hf8 28.
e5 d5 29. cxd5 Bxd5
Staðan kom upp á
Eurotel-mótinu sem
lauk fyrir nokkru í
Prag. Vassily Ivan-
sjúk (2711) hafði
hvítt gegn Boris
Gelfand (2710). 30.
Rxf7! g4 30... Hxf7
gekk ekki upp vegna
31. Hxd5+ exd5 32.
e6+og hvítur stend-
ur til vinnings. 31.
fxg4 hxg4 32. Rh6
Kc6 33. b4 Bxg2 34. Rxg4
Hac8 35. Hd4 Kb7 36. Re3
Bh3 37. Kb2 Hc7 38. Rc4
Ka8 39. Hed1 Hfc8 40. Hc1
Bf1 41. Hxf1 Hxc4 42. Hxc4
Hxc4 43. Hg1 Rf4 44. Kb3
He4 45. h4 Rd5 46. b5 He3+
47. Kc2 Hh3 48. Hg8+ Kb7
49. He8 Re3+ 50. Kd2 Rf5
51. Hxe6 Rxh4 52. He7+
Kb8 53. e6 Rf5 54. Be5+ Kc8
55. Hc7+ Kd8 56. Hxa7 He3
57. Bf6+ Kc8 58. e7 og svart-
ur gafst upp.
SKÁK
Umsjón Helgi Áss
Grétarsson
Hvítur á leik.
Morgunblaðið/Kristinn
Þessar duglegu stúlkur héldu tombólu og söfnuðu 4.500 kr.
til styrktar Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna. Þær
heita Hjördís Friðbjarnardóttir og Bjarndís Sjöfn Blandon.
STJÖRNUSPÁ
eft ir Frances Drake
LJÓN
Afmælisbörn dagsins:
Þú hugsar stöðugt um það
hvernig þú kemur öðrum
fyrir sjónir. Þú veist hvernig
þú átt að koma fyrir og
hámarka útlit þitt.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Þú ert stórhuga í dag þegar
kemur að eignum, heimili og
samskiptum við fjölskylduna.
Fyrirætlanir þínar eru fyrsta
skrefið að dásamlegum
breytingum í lífi þínu.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Þú ert bjartsýn(n) á lífið og
tilveruna í dag. Ígrundaðu
þennan eiginleika þinn, svo
þú getir kallað hann fram á
dögum þegar útlitið virðist
svartara.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Þú finnur fyrir göfuglyndi og
örlæti gagnvart öllum í dag.
Hafðu það hugfast þegar þú
hjálpar fólki að sá sem er í
sanni örlátur gefur fólki það
sem það þarfnast.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Þér líður dásamlega í dag,
bæði andlega og líkamlega.
Þú ert reiðubúin(n) að henda
þér út í hringiðuna með ákefð
og þrótti, því þú ert skyndi-
lega full(ur) sjálfstrausts.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Þú býrð yfir heimspekilegri
og andlegri hugmyndaauðgi í
dag. Þú átt gott með að
glöggva þig á gangi tilver-
unnar og hvert þitt hlutverk
er á leiksviði lífsins.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Gættu þín á að fyllast ekki of
mikilli ákefð og lofa vinum
þínum einhverju sem þú
munt síðar sjá eftir. Treystu
á góðar fyrirætlanir þínar en
ekki ætla þér of mikið.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Allt varðandi frama þinn og
orðstír í þjóðfélaginu lofar
góðu í dag.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Þú skalt leggja stund á hvað-
eina í dag sem er heillandi og
mikilvægt. Þú þráir að auka
þekkingu þína á mörgum
málefnum sem þú myndir oft-
ast nær telja skilningi þínum
ofvaxin.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Hugsaðu jákvætt því að þú
munt fá góða hluti upp í hend-
urnar í dag. Þú munt á ein-
hvern máta njóta góðs af auð-
legð annarra, þar á meðal
maka þíns.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Dagurinn er kjörinn til að
njóta samvista við nána vini
og maka.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Leggðu hart að þér í vinnunni
í dag, því þér getur orðið vel
ágengt.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Það er viðbúið að eitthvert
daður verði í gangi í dag.
Taktu á móti deginum með
bjartsýni, því þú getur átt
einkar skemmtilegan dag.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
KIRKJUSTARF
Landakirkja. Kl. 14.30. Helgistund við
setningu þjóðhátíðar í Herjólfsdal. Kór
Landakirkju syngur við undirleik félaga
úr Lúðrasveit Vestmannaeyja. Sr. Krist-
ján Björnsson flytur hugvekju. Beðið
verður fyrir gleðilegri hátíð.
Boðunarkirkjan, Hlíðarsmára 9. Sam-
komur alla laugardaga kl. 11–12.30.
Lofgjörð, barnasaga, prédikun og biblíu-
fræðsla. Barna- og unglingadeildir á
laugardögum. Létt hressing eftir sam-
komuna. Allir velkomnir. Biblíufræðsla
alla virka daga kl. 10, 13 og 22 á FM
105,5.
Hvítasunnukirkjan á Akureyri.
Fríkirkjan KEFAS, Vatnsendabletti 601:
Samkoma fellur niður sunnudaginn 4.
ágúst. Þriðjud.: Bænastund og brauðs-
brotning kl. 20.30. Miðvikud.: Samveru-
stund unga fólksins kl. 20.30. Mikil lof-
gjörð og Orð Guðs rætt. Allir velkomnir.
Ábæjarkirkja, Austurdal í Skagafirði.
Árleg messa verður sunnudaginn 4.
ágúst kl. 14. Sóknarpresturinn sr. Ólaf-
ur Þ. Hallgrímsson predikar og þjónar
fyrir altari. Einsöng syngur Helga Rós
Indriðadóttir óperusöngkona. Kirkjukór
Mælifellsprestakalls leiðir söng, organ-
isti Sveinn Árnason. Kirkjukaffi verður á
Merkigili að lokinni athöfn.
Safnaðarstarf
Hlutavelta