Morgunblaðið - 13.08.2002, Qupperneq 1
187. TBL. 90. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 13. ÁGÚST 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
STOFNAÐ 1913
MORGUNBLAÐIÐ 13. ÁGÚST 2002
ÁIN RODL í norðurhluta Austur-
ríkis flæddi í gær yfir bakka sína
og á myndinni sjást afleiðingar
þess í bænum Rottenegg. Mikil
flóð í Mið- og Austur-Evrópu
undanfarna daga hafa valdið
gríðarmiklu mann- og eignatjóni
og er frekari úrkomu spáð á
næstu dögum.
Stjórnvöld í Tékklandi til-
kynntu síðdegis í gær að lýst
hefði verið yfir neyðarástandi í
höfuðborginni Prag og fjórum
öðrum héruðum landsins en sjö
hafa látist undanfarna daga
vegna flóðanna. Fyrr um daginn
hafði neyðarástandi verið lýst yf-
ir í Salzburg í Austurríki.
Er ljóst að a.m.k. 74 hafa farist
í hamförum undanfarinna daga í
Evrópu, þar af 58 í Rússlandi.
Talsmenn samtaka um ferða-
þjónustu í Evrópu segja slæmt
veður í sumar hafa valdið þeim
miklu fjárhagslegu tjóni og að
flóðin nú bæti því gráu ofan á
svart. Sólin var sjaldséð í flestum
ríkjum Evrópu í júlí og miklar
rigningar í byrjun ágúst, sérstak-
lega í Austurríki, Bretlandi og
Þýskalandi, drógu enn frekar
kjark úr ferðamönnum.
Reuters
Víða neyð-
arástand
vegna
vatnavaxta
Lítið/20
FJÖLMIÐLAR í Ísrael sögðu í gær
að Ariel Sharon, forsætisráðherra
landsins, íhugaði nú að boða til kosn-
inga fyrr en gert hefur verið ráð fyr-
ir. Er Sharon sagður velta fyrir sér
að halda þingkosningar strax í jan-
úar – en að öllu óbreyttu ættu kosn-
ingar að fara fram um haustið 2003 –
takist honum ekki að fylkja sam-
steypustjórn sinni á bak við miklar
sparnaðaraðgerðir í tengslum við
fjárlagagerðina fyrir árið 2003.
Ráðherrar Verkamannaflokksins
og Shas-bókstafstrúarflokksins voru
allt annað en ánægðir með sparnað-
araðgerðirnar, sem beinast m.a. að
varnar- og velferðarmálum, þegar
þær voru teknar fyrir á ríkisstjórn-
arfundi 30. júlí sl. Snúist þingmenn
flokkanna gegn fjárlagafrumvarpinu
er næsta víst að það verði fellt.
Fram kom hins vegar í ísraelska
ríkisútvarpinu í gær að Sharon, sem
er leiðtogi Likud-bandalagsins, væri
reiðubúinn að láta sverfa til stáls
þegar ísraelska þingið kemur aftur
saman í október. Var hann sagður
ætla að reka þá ráðherra, sem ekki
greiddu atkvæði með fjárlagafrum-
varpinu, og síðan myndi hann biðja
forseta landsins, Moshe Katsav, um
að rjúfa þing og boða til kosninga.
Ný vonarstjarna hjá
Verkamannaflokknum
Skoðanakannanir í Ísrael þykja
sýna að mjög hefur dregið úr vin-
sældum Sharons undanfarnar vikur
og nú er svo komið að meira en helm-
ingur Ísraela telur að Sharon viti
engan veginn hvernig hann eigi að
fara að því að binda enda á blóðbaðið
í Mið-Austurlöndum, sem varað hef-
ur í 22 mánuði.
Á sama tíma hafa mjög aukist vin-
sældir Amrams Mitzna, borgar-
stjóra í Haifa, og bendir ýmislegt til
að hann gæti hrifsað forsætisráð-
herrastólinn af Sharon. Mitzna, sem
þjónaði í ísraelska hernum um
þriggja áratuga skeið áður en hann
varð borgarstjóri Haifa árið 1993, til-
kynnti í gær að hann sæktist eftir því
að veita Verkamannaflokknum for-
ystu í komandi kosningum. Kannan-
ir benda til að Mitzna, sem hefur
ekki áður tekið þátt í landsmálapóli-
tík, njóti mun meiri vinsælda en Bin-
yamin Ben-Eliezer varnarmálaráð-
herra og ýmsir úr hófsamari armi
Verkamannaflokksins hafa hótað því
að segja skilið við flokkinn ef Ben-
Eliezer verður áfram leiðtogi hans.
Sharon íhugar að
flýta kosningum
Jerúsalem. AFP, AP.
MIKIL spenna er nú í samskiptum
Rússa og Georgíumanna og óttast
sumir að til átaka kunni að koma.
Sökuðu stjórnvöld í Georgíu rúss-
neska landamæraverði í gær um að
hafa í annað skipti á einni viku farið
ólöglega inn í landið ásamt aðskiln-
aðarsinnum frá Abkhazíu.
Rússar sögðu ekkert hæft í fullyrð-
ingum stjórnvalda í Tbilisi. Sökuðu
þeir Georgíumenn á móti um að halda
hlífiskildi yfir tsjetsjenskum skæru-
liðum og lýstu því jafnframt yfir að
þeir útilokuðu ekki þann möguleika
að fara með hernaði gegn skæruliðum
sem hafast við í Georgíu.
Abkhazía er hérað í Georgíu en hef-
ur í reynd notið sjálfstæðis frá árinu
1993 þegar skæruliðar báru sigurorð
af stjórnarher Georgíu eftir tveggja
ára stríð. Nutu þeir til þess aðstoðar
rússneskra hermanna og hafa nokkr-
ar hersveitir verið staðsettar í hér-
aðinu æ síðan. Nærvera þeirra hefur
reynst stjórnvöldum í Georgíu mikill
þyrnir í augum.
Vaxandi
spenna í
Georgíu
Tbilisi. AP.
ROBERT Mugabe, forseti
Zimbabve, ítrekaði í gær, að
allar bújarðir hvítra manna
yrðu afhentar svörtum bænd-
um fyrir ágústlok. Varaði
hann hvítu bændurna við og
sagði, að reyndu þeir að þrá-
ast við, yrðu þeir að taka af-
leiðingunum.
Kom þetta fram í ræðu,
sem Mugabe flutti á svoköll-
uðum Hetjudegi en hann er haldinn hátíðlegur í
minningu þeirra, sem börðust gegn yfirráðum
hvítra manna í landinu. Í henni hrósaði hann
þeim stuðningsmanna sinna, sem hafa ráðist á
hvíta bændur og tekið jarðirnar af þeim með
valdi. Kallaði hann árásirnar „glæsilega vörn
gegn vestrænni heimsvaldastefnu“.
Þeir hvítu bændur, sem eftir eru í Zimbabve,
tæplega 3.000 talsins, áttu að vera búnir að
yfirgefa jarðir sínar síðastliðinn fimmtudag en
talið er, að um 60% þeirra hafi ekki gert það í
von um, að Mugabe snerist hugur. Verði þeir
allir neyddir til að hætta búrekstri munu einnig
um 250.000 svartir landbúnaðarverkamenn
missa vinnuna. Með skylduliði er það um ein
milljón manna.
Vestræn ríki beita stjórnvöld í Zimbabve
ýmsum refsiaðgerðum vegna mannréttinda-
brota í landinu og í ræðu sinni hótaði Mugabe
að svara með sams konar refsiaðgerðum. Hrak-
yrti hann Tony Blair, forsætisráðherra Bret-
lands, og kallaði hann „brjálaðan glæpamann“.
Þá sagði hann, að landsmenn þyrftu ekki að
óttast hungur, jafnvel „svikurum og leppum“
yrði gefið að borða.
Zimbabve var í eina tíð mikil matarkista og
mikið flutt út frá landinu. Nú er efnahagslífið
ein rjúkandi rúst og um helmingur landsmanna,
sex milljónir manna, sveltur heilu hungri.
Mugabe hótar hvítum bændum
Jarðirnar verða teknar
af þeim fyrir ágústlok
Harare. AFP.
Robert Mugabe
NOKKRIR áhrifamenn á Banda-
ríkjaþingi létu í það skína í gær að
þeir teldu ekki að George W. Bush
Bandaríkjaforseti hefði fært nægileg
rök fyrir nauðsyn þess að gera inn-
rás í Írak en Bush er sagður und-
irbúa slíka árás. Lítið hefur borið á
umræðu um réttmæti hernaðarað-
gerða gegn Írak fram til þessa en
það virðist nú vera að breytast.
Repúblikaninn Dick Lugar, sem
situr í öldungadeild Bandaríkja-
þings, sagði að innrás í Írak væri
ekki óumflýjanleg en þó „sennileg“
úr því sem komið væri. Bush yrði
hins vegar að útskýra hvers vegna
fyrir bandarísku þjóðinni.
Demókratinn Carl Levin, sem sit-
ur í forsæti hernaðarmálanefndar
öldungadeildarinnar, sagði hins veg-
ar að árás á Írak yrði sennilega til
þess að Saddam beitti gereyðingar-
vopnum sínum „vegna þess að þá
hefur hann engu að tapa“.
Sagðist Levin ekki telja að Sadd-
am notaði gereyðingarvopn sín að
fyrra bragði. Spurningin væri því sú
hvort ekki væri best að leggja höf-
uðáherslu á að halda honum í skefj-
um fremur en ráðast gegn honum.
Bush skýri
mál sitt
Washington. AP.
♦ ♦ ♦