Morgunblaðið - 13.08.2002, Qupperneq 6
FRÉTTIR
6 ÞRIÐJUDAGUR 13. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
ÞRETTÁN ára stúlka, Brynhildur Bolladótt-
ir, gekk með brákaða hálsliði frá Ingólfstorgi
að Dómkirkjunni, þar sem móðir hennar sótti
hana, eftir slysið sem þar varð á laugardag-
inn á Hinsegin dögum, Gay Pride-hátíð-
arhöldunum, þegar skýli féll á hóp fólks.
Stúlkan var hágrátandi, nötraði og skalf en
það var ekki fyrr en hún var komin að Dóm-
kirkjunni sem tvær konur tóku eftir því að
eitthvað amaði að og buðu fram aðstoð sína.
Brynhildur stóð, þegar hátíðarhöldin voru
að hefjast, ásamt vinkonu sinni undir skýli
sem hafði verið komið fyrir á norðanverðu
Ingólfstorgi. „Ég man fyrst eftir mér þegar
ég sá blóðdropa á götunni og náði í gler-
augun mín. Ég vissi aldrei að ég hefði rotast
en var að drepast í bakinu, hálsinum og höfð-
inu og fór hágrátandi í burtu,“ segir Bryn-
hildur sem var útskrifuð af sjúkrahúsinu í
gær.
Hún reyndi að hringja í pabba sinn úr far-
síma en náði ekki í gegn vegna álags á sím-
kerfið. Hún settist þá niður til að senda hon-
um SMS-skilaboð úr símanum. Skilaboðin
voru: „Tad datt a mig tak. Mer er illt. Nadu i
mig.“ Pabbi Brynhildar, Bolli Héðinsson, var
í gönguferð við Hafravatn og botnaði ekki í
skilaboðunum, en ekki er hægt að nota ís-
lenska stafi í smáskilaboðum úr farsímum og
því varð „þak“ að orðinu „tak“. Hann hringdi
því í móðurina, Ástu Thoroddsen, sem dreif
sig af stað niður í miðbæ til að sækja Bryn-
hildi. Hún náði ekki símasambandi við dóttur
sína þar sem álagið á kerfið var svo mikið.
Brynhildur varð viðskila við vinkonu sína í
öllum látunum eftir að skýlið féll. Kona, sem
þarna var stödd, reyndi að koma henni í
sjúkrabíl um leið og fyrsti bíllinn kom á stað-
inn, en sjúkraflutningamennirnir vildu fyrst
sjá allan hópinn til að meta hverjir ættu að fá
forgang. Brynhildur fór þá af vettvangi og
gekk suður Aðalstræti og síðan austur Vall-
arstræti á Austurvöll til að reyna að ná síma-
sambandi. Þegar hún var komin að Póst-
hússtræti náði móðir hennar sambandi við
hana og spurði hana hvort hún gæti gengið
að Dómkirkjunni, þar sem svo mikill mann-
fjöldi var í bænum að ómögulegt var að kom-
ast á bíl þangað.
Brynhildur treysti sér til þess og þegar hún
hafði beðið í nokkra stund við kirkjuna komu
tvær konur sem buðu fram hjálp sína og biðu
með henni eftir móður hennar.
„Þegar ég kem þarna niður voru tvær
elskulegar konur sem biðu með henni. Hún
nötraði og skalf frá hvirfli til ilja, hágrét og
kvartaði mikið undan höfðinu og bakinu og
var með lausa tönn. Ég áttaði mig á því að
hún þyrfti að komast strax á slysadeild og
velti því fyrir mér hvort ég ætti að ná í
sjúkrabíl því hún talaði um að henni væri svo
illt í handleggjunum. Ég óttaðist að áverki
frá hálsinum væri að leiða út í handleggi,“
segir Ásta sem er hjúkrunarfræðingur, en
mikilvægt er að hreyfa sjúklinga með háls-
eða hryggáverka sem allra minnst.
„Ég hafði mætt fjórum sjúkrabílum á leið-
inni niður í bæ þannig að þegar Brynhildur
sagði mér að það hefði fallið þak, áttaði ég
mig á því að það hefði eitthvað alvarlegt
gerst í bænum. Ég hélt að fjöldi manns væri
jafnvel stórslasaður og því gæti verið erfitt
að fá sjúkrabíl.“
Ásta ákvað því að keyra sjálf á sjúkrahúsið.
Brynhildur fór mjög varlega inn í bílinn og
móðir hennar keyrði eins varlega og hún gat.
Þegar þær mægður komu á slysadeildina í
Fossvoginum var Brynhildur strax tekin í
forgang, fór tvisvar í röntgenmyndatöku en
það var ekki fyrr en hún fór í sneiðmynda-
töku sem í ljós kom að tveir hálsliðir væru
brákaðir. „Ef ég hefði fengið aðeins þyngra
högg hefði ég getað lamast fyrir neðan háls
og niður úr,“ segir Brynhildur. Ásta segir að
enginn hafi átt von á því að hún væri brotin,
kannski sérstaklega þar sem hún hafði geng-
ið alla þessa leið.
Brynhildur var tvær nætur á sjúkrahúsinu
og þarf að vera með hálskraga í sex vikur.
„Ég má ekki fara í sund eða leikfimi og ekki
fara á fimleikaæfingu fyrr en eftir að
minnsta kosti tvo mánuði. Svo er ég að læra á
þverflautu og veit ekki hvort ég get æft mig á
flautuna,“ segir hún.
Vinkona Brynhildar fékk skrámur í andlit,
stóra kúlu á höfuðið og samfall á hryggjarlið.
Hún fór með sjúkrabíl á sjúkrahúsið en ein-
hverjir þeirra sem sátu undir skyggninu leit-
uðu inn á kaffihús í nágrenninu og biðu þar
eftir sjúkrabíl.
„Það er með ólíkindum að fólki skuli detta í
hug að fara upp á þetta skýli, sem var bara
plasttjald sem var haldið uppi af járn-
stöngum. Eftir myndunum að dæma voru það
ekki bara einn eða tveir sem fóru þarna upp.
Maður skilur ekki hugsunarleysið og þarna
var fullt af fólki fyrir neðan,“ segir Ásta.
Hún furðar sig einnig á því að enginn veg-
farandi hafi boðist til að hjálpa Brynhildi á
leið hennar frá Ingólfstorgi að Dómkirkjunni
þar sem hún var hágrátandi og var greinilegt
að eitthvað amaði að. Mestu máli skipti þó, að
ekki fór verr, fyrir það sögðust þær mæðgur
vera þakklátar.
Gekk með brákaða
hálsliði frá Ingólfs-
torgi að Dómkirkju
VIÐ alvarlegu fjöldaslysi lá þegar
stórt regnskyggni fyrir ofan Hlölla-
báta við Ingólfstorg féll ofan á tugi
manna sem voru að fylgjast með
skemmtidagskrá í tengslum við
Hinsegin daga. Mikill fjöldi fólks var
samankominn á torginu þegar slysið
varð og voru 23 áhorfendur fluttir á
slysadeild Landspítalans, þar af 15
börn. Um tugur manna til viðbótar
fór á eigin vegum á slysadeild til að-
hlynningar.
Ástæður slyssins voru þær að fólk
hafði komið sér fyrir ofan á skyggn-
inu með þeim afleiðingum að það lét
undan þunganum. Gríðarlegur fjöldi
fólks var á torginu þegar slysið varð
og reyndist torvelt fyrir sjúkralið og
lögreglu að komast að til að sinna
störfum sínum.
Jón Ragnar Jónsson, verkefna-
stjóri Hins hússins, sagði Morgun-
blaðinu í gær að skyggnið væri á
ábyrgð Hins hússins, en hins vegar
annaðist Hitt húsið ekki öryggis-
gæslu á Ingólfstorginu þegar svæðið
væri leigt út til annarra samtaka,
Samtakanna ’78 að þessu sinni.
Hann segir að þeir sem klifruðu upp
á skyggnið hljóti að vera ábyrgir fyr-
ir því hvernig fór á laugardaginn og
bætir við að hann hafi aldrei orðið
þess var að fólk hafi klifrað upp á
skyggnið. „Reyndar var starfsmaður
frá Hinu húsinu á torginu þegar
þetta gerðist og reyndi að hindra að
fólk færi upp, en án árangurs,“ sagði
Jón Ragnar.
Slysið kom lögreglu og aðstand-
endum hátíðahaldanna algjörlega í
opna skjöldu og jafnvel starfsmönn-
um Hlöllabáta sem höfðu staðið í því
að reka fólk niður af skyggninu áður
en slysið varð. Sagði Sigurður Garð-
arsson, eigandi Hlöllabáta, að fólk
hefði farið upp á skyggnið á Gay
Pride í fyrra en þá hefðu starfsmenn
einnig reynt að reka fólk niður og
fengið til þess aðstoð lögreglunnar.
Þessar öryggisráðstafanir hefðu þó
verið gerðar þar sem hætta var á að
fólk dytti sjálft niður en þá hefði eng-
um dottið í hug að sjálft skyggnið
þyldi ekki þunga fjölda manna. Sig-
urður tekur fram að skyggnið teng-
ist ekki á neinn hátt Hlöllabátum.
Hjá Reykjavíkurborg fengust þær
upplýsingar að skyggnið væri enda
ekki hluti af uppdrætti húsnæðis
Hlöllabáta.
„Við urðum strax vör við að krakk-
arnir byrjuðu að klifra upp á þakið
hjá okkur, hlaupa yfir hvolfþakið og
út á skyggnið,“ sagði Sigurður. „Það
má enginn vera uppi á þaki og ég hef
brýnt fyrir starfsólki mínu að reka
fólk þaðan niður. Ef það dugar ekki,
eins og í fyrra, þá þarf að sækja lög-
reglu því þessir krakkar rífa bara
kjaft.“ Hann segir þó allmarga hafa
hlýtt starfsmanni sínum og farið nið-
ur. „Þetta skyggni er bara segl á
milli stálbita og svo hafa festingarn-
ar gefið sig.“
Lögreglumenn tóku ekki eftir
fólkssöfnun á skyggninu
Geir Jón Þórisson, yfirlögreglu-
þjónn í Reykjavík, segir lögregluna
ekki hafa gert ráð fyrir slysi af þessu
tagi í undirbúningi sínum fyrir ör-
yggisgæslu í miðbænum. Hann segir
lögreglumenn ekki hafa tekið eftir
því að fólk hafi verið farið safnast
fyrir á skyggninu. Aðspurður segir
hann ekki hafa þótt ástæðu til að
hafa eftirlit með umferð fólks uppi á
skyggninu enda hafi skyggnið ekki
verið þekkt slysagildra. „Þetta er al-
veg nýtt fyrir okkur,“ sagði Geir Jón.
„Það datt engum í hug að þetta væri
slysagildra.“
Aðspurður sagði hann þetta slys
ekki gefa sérstakt tilefni til að gera
úttekt á öðrum mögulegum slysa-
gildrum í tengslum við Menningar-
nótt í Reykjavík 17. ágúst nk. en þá
má búast við mörg þúsund manns í
miðbænum. Aðspurður segir hann
bannað að fara upp á húsþök í erind-
isleysu en hins vegar geti lögreglan
ekki komið í veg fyrir slíkt þegar
hafa þarf gæslu með tugþúsundum
manna. Hann segir aðspurður að
þeir sem hafi farið upp á skyggnið á
laugardaginn hljóti að bera vissa
ábyrgð á því hvernig fór en segir þó
ekki blasa við að hægt sé að gera
þeim upp sök í málinu, nánar að-
spurður hvort þeir hafi gerst sekir
um lagabrot og valdið öðrum líkams-
tjóni með gáleysislegri hegðun sinni.
Við slysið varð um hálftíma töf á
dagskránni á Ingólfstorgi, en dag-
skráin var rétt nýhafin þegar slysið
varð. Heimir Már Pétursson, fram-
kvæmdastjóri Hinsegin daga, segir
skipuleggjendur hátíðarinnar enga
ábyrgð bera á skyggninu enda sé það
hluti af föstum búnaði Ingólfstorgs
sem hátíðin leigði af Hinu húsinu.
Þar að auki hafi hátíðin ekki notað
sviðið undir skyggninu og ekki haft
neina þörf fyrir það. Hann segir allt
að tólf manns hafa verið í gæslu á
vegum hátíðarinnar en enginn þeirra
hafi tekið eftir fólkssöfnun uppi á
skyggninu. Hins vegar hafi starfs-
menn hátíðarinnar rekið fólk niður
af þaki Hlöllabáta með tilkynningum
í gegnum hljóðkerfi hátíðarinnar,
þegar skyggnið hafði látið undan.
Vinnueftirlit ríkisins sendi fulltrúa
sinn á slysavettvang þrátt fyrir að
slysið væri ekki flokkað sem dæmi-
gert vinnuslys. Steinar Harðarson,
umdæmisstjóri fyrir vinnustaðaeft-
irlit, segir starfsmenn Vinnueftirlits-
ins hins vegar oft fara á vettvang
slysa þar sem öryggi starfsmanna sé
ógnað.
Morgunblaðið/Ingibjörg
Hér sést glöggt þegar skyggnið er fallið og fólk rennur undan hallandi tjaldinu. Um 30 manns voru undir skyggninu, sumir talsvert slasaðir.
Slysið kom öllum
í opna skjöldu
Ljósmynd/Hreinn
Nærstaddir áhorfendur reyndu að lyfta skyggninu svo unnt væri að
komast til hinna slösuðu en alls voru 23 fluttir á slysadeild og enn fleiri
fóru þangað á eigin vegum.