Morgunblaðið - 13.08.2002, Blaðsíða 9
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. ÁGÚST 2002 9
Engjateigi 5, sími 581 2141.
Opið virka daga frá kl. 10.00–18.00, laugardaga frá kl. 10.00–15.00.
Verðhrunið
heldur áfram
Síðasta útsöluvika
Matseðill
www.graennkostur.is
22/7-29/7 frá GRÆNUM KOSTI, Skólavörðustíg 8.
Opið mánudaga-laugardaga kl. 11.30-21.00,
sunnudaga kl. 13.00-21.00. Pantanir í síma 552 2028,
skrifstofa 552 2607, fax 552 2607
Þri 13/8: Koftas & kartöflukarrý & koftas
m/fersku salati, hrísgrjónum
& meðlæti.
Mið 14/8: Spínat la la la lasagna & fleira
gott m/fersku salati, hrísgrjónum
& meðlæti.
Fim 15/8: Smalabaka & piparrótarsalt
m/fersku salati, hrísgrjónum
& meðlæti.
helgin 17. & 18/8: Grænmetisgratin í
estragonsósu m/fersku salati,
hrísgrjónum & meðlæti.
Mán. 19/8: Fylltar papikur & himneskt salat.
Bankastræti 14, sími 552 1555
Það kostar ekki mikið að
klæða sig upp hjá okkur
Góðar vörur
Póstsendum
Laugavegi 4, sími 551 4473
Útsölulok
Aukaafsláttur
Fallegar haustvörur!
Leður- og rúskinnsjakkar o.m.fl.
Álfheimum 74, Glæsibæ, Reykjavík, s. 553 2347
Fataprýði, sérverslun. Sérhönnun st. 42-56
Neðst við Dunhaga, sími 562 2230 Opið laugardag kl. 10-14
frá
Ný haustsending
Vorum að taka upp
flottan haustfatnað frá
St. 36—56
EYÐIBÝLIÐ Arnórsstaðir í efri
Jökuldal á Norður-Héraði brann til
grunna aðfaranótt sunnudags. Til-
kynnt var um eld í húsinu til lög-
reglunnar á Egilsstöðum um
klukkan 1.30 eftir miðnætti og
kom hún á vettvang hálftíma síðar.
Slökkvilið Austur-Héraðs kom í
kjölfarið en þá var eldurinn orðinn
það mikill að ekki tókst að ráða
niðurlögum hans.
Samkvæmt upplýsingum lög-
reglunnar var húsið í ágætu
ástandi þrátt fyrir að það hafi ver-
ið yfirgefið fyrir nokkrum árum,
en húsið hafði verið leigt út ein-
stöku sinnum á liðnum árum. Ekki
er vitað um eldsupptök en málið er
í rannsókn hjá lögreglunni á Egils-
stöðum. Í húsinu voru rafmagns-
ofnar og er talið hugsanlegt að eld-
urinn hafi kviknað út frá rafmagni.
Eyðibýli
brann
til grunna
Ljósmynd/EBB
Morgunblaðið/Sig. Aðalsteinsson
SKOTIÐ var úr riffli á Húsavík á
sunnudagsmorgun inni í miðri íbúa-
byggð á Baughóli. Enginn slasaðist
en bifreið og húsgluggi skemmdust
nokkuð í skotinu. Fjölskylda var inni í
húsinu sem kúlan, sem er svokölluð
sprengikúla, lenti á. Að sögn lögregl-
unnar á Húsavík var skotið „óhapp“.
Þegar skotið reið af barst hvellur-
inn til eyrna manns sem staddur var
inni í húsinu. Þegar hann leit út um
gluggann sá hann að rúða í bíl hans
var brotin og hringdi hann þá á lög-
reglu. Ennfremur brotnaði ytra gler-
ið í húsglugganum, þar sem kúlan
endaði ferð sína, en glugginn er í
svefnherbergi í húsi mannsins. Engin
svaf í herberginu, að sögn lögreglu.
Þegar lögregla kom á vettvang sá
hún fljótt að byssukúla hefði valdið
skemmdunum. Hún segir að riffillinn,
sem skotið var úr, hafi verið nokkuð
öflugur.
Skotið mun hafa riðið af fyrir slysni
er gestur í gleðskap komst í tæri við
skotvopnið. Að sögn lögreglu virðist
sem viðkomandi hafi dottið á skot-
vopnið með þeim afleiðingum að skot
hljóp úr rifflinum. Ólöglegt er að vera
með hlaðið skotvopn í þéttbýli.
Skemmdir eru töluverðar vegna
þessa, ekki síst á bifreiðinni.
Enginn var nærri utandyra þegar
skotið reið af en margir heyrðu hvell-
inn eða vöknuðu upp við hann án þess
að átta sig á því hvað gerst hafði, að
sögn lögreglu. Rannsókn málsins er
lokið og telst það upplýst.
Þetta er í þriðja skiptið á skömm-
um tíma sem lögregla er kölluð til
vegna háskalegrar skotvopnameð-
ferðar í þéttbýli. Fyrsta tilvikið kom
um verslunarmannahelgina þegar
lögregla hafði mikinn viðbúnað vegna
drukkins manns með haglabyssu inni
hjá sér á Álftanesi. Þá mætti ungling-
ur nýlega í samkvæmi í Hafnarfirði
vopnaður óhlaðinni haglabyssu föður
síns og ógnaði gestum.
Atvikið á Húsavík er þriðja tilvikið
og jafnframt hið fyrsta þar sem riffill
kemur við sögu og skemmdir verða
vegna skots.
Skotið á bíl og
hús með riffli
Þriðja byssumálið í þéttbýli frá
því um verslunarmannahelgina
Gjafavara – matar- og kaffistell .
All ir verðflokkar.
- Gæðavara
Heimsfrægir hönnuðir
m.a. Gianni Versace.
VERSLUNIN
Laugavegi 52, s. 562 4244.