Morgunblaðið - 13.08.2002, Side 12

Morgunblaðið - 13.08.2002, Side 12
Morgunblaðið/Ómar Þessi þátttakandi í Hinsegin dögum var með glæsilega and- litsmálningu. MILLI 25 og 30 þúsund manns tóku þátt í dagskrá Hinsegin daga, eða Gay Pride, sem voru haldnir í fjórða sinn í Reykjavík um helgina. Líf og fjör var í fjöl- mennri skrúðgöngu sem fór niður Laugaveg á laugardag og endaði á Ingólfstorgi þar sem boðið var upp á fjölmörg skemmtiatriði. Að sögn Heimis Más Péturs- sonar, framkvæmdastjóra Hinseg- in daga í Reykjavík, fór þátttaka í dagskránni í ár fram úr björt- ustu vonum aðstandenda. Hinseg- in dagar hófust með tónleikum og uppákomu á skemmtistaðnum Spotlight á föstudag, en hápunkt- ur skemmtunarinnar var á laug- ardag, þegar fjölmenn skrúð- ganga hélt frá Hlemmi áleiðis á Ingólfstorg. Fólk frá útlöndum og hópar utan af landi „Ég geri ráð fyrir að þeir sem alls tóku þátt í þeirri skemmtun hafi verið á bilinu 25 til 30 þús- und manns sem er enn fleira fólk en tók þátt í deginum í fyrra. Það er nokkuð um að fólk komi er- lendis frá til að taka þátt í þessu með okkur og það er að aukast þar sem við höfum verið iðin við að kynna hátíðina í útlöndum,“ segir Heimir. Hann segir að skipulögð atriði í göngunni niður Laugaveginn hafi verið rúmlega 30 og nokkur hundruð manns hafi tekið þátt í þeim. Mikil vinna sé að undirbúa hátíð sem þessa, undirbúningur taki 10 til 11 mánuði. Heimir Már segir að fyrir utan slysið sem varð þegar skyggni hrundi á Ingólfstorgi hafi allt farið vel fram. Meira hafi verið lagt í hátíðina en fyrr, bæði at- riði á sviði og í göngu. Þá hafi í fyrsta sinn verið áberandi þátt- taka utan af landi en frá Akur- eyri hafi komið 15 manns með skipulagt atriði og einnig hafi hópur frá Ísafirði verið á staðn- um. Yfir 25 þúsund þátttakendur í Hinsegin dögum í Reykjavík um helgina Morgunblaðið/Arnaldur Mikið hafði verið lagt í þau skemmtiatriði sem boð- ið var upp á á Ingólfstorgi. Morgunblaðið/Arnaldur Fáni samkynhneigðra blakti víða meðal áhorfenda á Ingólfstorgi. Morgunblaðið/Ómar Páll Óskar var kynnir atrið- anna á Ingólfstorgi en hann sést hér taka lagið ásamt Helgu Möller söngkonu. Mesta þátttaka frá upphafi Morgunblaðið/Ómar Skrautlegir búningar voru áberandi og þessi búningur hefði sómt sér vel á kjötkveðjuhátíð í Ríó. FRÉTTIR 12 ÞRIÐJUDAGUR 13. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ Í FORSÍÐUGREIN færeyska dag- blaðsins Dimmalætting er því haldið fram að íslenska umboðsskrifstofan Icelandic Models, sem sé í eigu Kol- brúnar Aðalsteinsdóttur, hafi haft fé af auðtrúa færeyskum stúlkum sem hafi sýnt áhuga á módelstörfum. Kol- brún segir á hinn bóginn að þessar fullyrðingar séu alrangar og raun um rógburð að ræða. Í grein Dimmalættings segir að stúlkurnar hafi greitt fyrirtæki Kol- brúnar á bilinu 200 til 260 þúsund ís- lenskar krónur vegna ferðar til New York þar sem þær hafi átt að taka þátt í módelsamkeppni. Ferðinni hafi síðan af óþekktum ástæðum verið af- lýst og stúlkurnar ekki fengið pen- inga sína endurgreidda. Heimildarmenn Dimmalættings halda því fram að alls hafi um tíu fær- eyskar stúlkur greitt Kolbrúnu vel á þriðju milljón vegna slíkra ferða sem síðan voru ekki farnar. Kolbrún segir þessar fullyrðingar vera alrangar, þessi ferð til New York hafi verið farin tólf sinnum og allir þátttakendur verið ánægðir með ferðina. Alltaf hafi verið í gildi sömu reglur um greiðslur og fyrirkomulag vegna ferða, hótela, rútubifreiða, mat og þ.h. og þá sé bæði foreldrum og nemendum gerð grein fyrir því að greitt sé til þess að ná niður kostnaði fyrir hópinn og ekki sé til neitt sem heiti endurgreiðsla hætti menn af einhverjum ástæðum við. Kolbrún segir að fyrsta árið hafi 28 manna hópur farið frá Færeyjum til New York á vegum Icelandic Models og hópurinn hafi verið ánægður með ferðina. Átján stúlkur hafi síðan staðfest að fara í ferðina sem Dimmlætting greinir frá en ell- efu hafi síðan hætt við, m.a. vegna hryðjuverkarárásarinnar 11. sept- ember. „Við getum auðvitað ekki neytt fólk til þess að fara,“ segir Kol- brún. „En við buðum stúlkunum samt að koma til Íslands um páskana til þess að fara yfir stöðu mála, sjö stúlkur komu og voru hér í viku á okkar kostnað.“ Kolbrún segir að síðan hafi stúlk- unum verið boðið á Midnight Sun Fashion Show sem sé alvöru sýning og ekki bara keppni og aftur hafi allt verið greitt fyrir stúlkurnar. Þær stúlkur, sem hafi verið alvara með þáttöku allan tímann, séu ánægðar og margar þeirra hafi náð frábærum árangri hér. Og jafnt hafi verið látið yfir alla ganga í málinu. Jafnt látið ganga yfir alla Dimmalætting segir íslenska módelskrifstofu hafa haft fé af færeyskum stúlkum RANNSÓKNARNEFND flug- slysa í Danmörku vinnur að rann- sókn á alvarlegu flugatviki sem varð yfir Grænlandi í byrjun ágúst, þegar Cessna 404, frá Flugfélaginu Jórvík, féll úr þrett- án þúsund fetum í tvö þúsund fet. Steen Halvorsin, formaður nefnd- arinnar, segir að niðurstöðu sé ekki að vænta fyrr en eftir um sex mánuði. Þá verði skýrsla um at- vikið gefin út. „Rannsóknin er í gangi og við þurfum að safna gögnum og vinna úr þeim áður en við getum sagt nokkuð,“ segir Halvorsin. Hann segir að nefndin njóti aðstoðar ís- lensku flugslysanefndarinnar við öflun gagna. Þá hafi verið rætt við flugmann vélarinnar. Segir Halv- orsin að nefndinni sé skylt að yf- irheyra alla sem geta gefið upp- lýsingar um atvikið og gefa þeim kost á að segja sitt álit á drögum að skýrslu um atvikið, þegar þau liggja fyrir. Því megi gera ráð fyr- ir því að rannsóknin taki um hálft ár. „Ef við komumst að því á rann- sóknartímanum að einhverju sé ábótavant munum við strax hafa samband við Flugmálastjórn Danmerkur þannig að hægt verði að grípa til viðeigandi ráðstaf- ana,“ segir Halvorsin. Hann segir að nefndarmenn muni líklega ekki koma til Íslands í tengslum við rannsóknina heldur vera í síma- sambandi við rannsóknarnefnd flugslysa hér á landi. Rannsóknarnefnd flugslysa í Danmörku Niðurstöðu að vænta eftir 6 mánuði

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.