Morgunblaðið - 13.08.2002, Page 16

Morgunblaðið - 13.08.2002, Page 16
LANDIÐ 16 ÞRIÐJUDAGUR 13. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ SUÐURNES SAMNINGUR Sorpeyðingarstöðv- ar Suðurnesja sf. og Héðins hf. vegna nýrrar sorpmóttöku- og sorp- brennslustöðvar í Helguvík verður kynntur sveitarstjórnarmönnum í veitingahúsinu Jenný í Grindavík í kvöld. Héðinn hf. bauð tæpar 8,8 milljónir evra í verkið, sem sam- svarar um 730 milljónum íslenskra króna. Sorpeyðingarstöðin hefur óskað eftir því að sveitarstjórnir staðfesti samninginn og tilkynni niðurstöðu sína til stöðvarinnar eigi síðar en 20. ágúst nk. Tilboði Heklu og Járnbendingar rift Í apríl sl. var tekið tilboði lægst- bjóðanda, Heklu og Járnbendingar, eftir útboðsferli vegna nýrrar sorp- móttöku- og sorpbrennslustöðvar. Eftir að tilboðinu hafði verið tekið kom í ljós að Hekla/Járnbending taldi sig ekki geta staðið við tilboðið og því rift. Að ráðleggingu Ríkis- kaupa, sem annaðist útboðið, var í kjölfarið sett af stað samninga- kaupaferli þar sem tilboðsgjöfum úr fyrra ferlinu var gefinn kostur á að endurnýja eða koma með ný boð. Sjö fyrirtæki lögðu inn tilboð og lauk samningskaupaferlinu 23. júlí sl. Ákvað stjórn Sorpeyðingarstöðv- arinnar að ganga til samninga við fyrirtækið Héðin hf. en tilboð þess hafði hlotið hæstu einkunn í stiga- gjöf matsnefndar. Stjórnin veitti einnig heimild til undirritunar samnings við Héðin hf. með fyr- irvara um staðfestingu sveitar- stjórnanna sem aðild eiga að Sorp- eyðingarstöðinni. Samningur þess efnis var und- irritaður 27. júlí sl. og er í honum gert ráð fyrir að búið verði að afla staðfestingar allra sveitarstjórna í síðasta lagi 20. ágúst nk. Samningur um nýja sorpbrennslu- stöð kynntur Grindavík SÍÐUSTU helgina í ágúst verða Sandgerðisdagar haldnir. Um er að ræða fjölbreytta hátíð fyr- ir alla fjölskylduna sem haldin hefur verið í bænum undanfarin ár. Nína Óskarsdóttir, einn af skipuleggjundum hátíðarinnar, segir að dagskráin verði margs- konar og að burtfluttir Sand- gerðingar séu sérstaklega boðn- ir velkomnir. Tjaldstæði verða við íþróttamiðstöðina af þessu tilefni. „Við leggjum áherslu á að á hátíðinni skemmti Sandgerð- ingar Sandgerðingum,“ segir Nína. Að hennar sögn er enn verið að bæta við dagskrána en meðal þess sem í boði verður má nefna Listasmiðju og körtubíla fyrir börnin. Hátíðin fer að mestu fram á Vitatorgi. Hátíð í bæ Sandgerði ÍBÚAR Voga á Vatnsleysuströnd gerðu sér glaðan dag á laugardag- inn ásamt vinum og vandamönnum. Þar var haldinn sérstakur Fjöl- skyldudagur í Aragerði og var mæting mjög góð enda dagskráin fjölbreytileg og veður ákjósanlegt til útiveru. Brunavarnir Suðurnesja voru með körfubíl á staðnum og buðu gestum að skoða bæinn frá nýju sjónarhorni. Voru skoðunarferð- irnar úr körfunni vinsælar og féllu sérlega vel í kramið hjá yngri kyn- slóðinni. Á tjörninni var boðið upp á kanóróður og að lokinni „sjóferð“ um tjörnina lögðu börnin mörg hver leið sína í hoppkastalann í Aragerði, þar sem einnig var hægt að fá andlitsmálningu og gæða sér á pylsum í boði bæjarins. Um kvöldið var svo slegið upp dansiballi í Glaðheimum. Lítil kisa eða kannski ljónynja að verða til? Morgunblaðið/Hilmar Bragi Biðröð myndaðist fljótt við hoppukastalann í Aragerði. Vel heppn- aður fjöl- skyldudagur Vogar Á SKÓGRÆKTARDEGINUM síð- astliðinn laugardag opnaði Skóg- ræktarfélag Siglufjarðar með formlegum hætti svonefndan Jó- hannslund í skógræktinni í Siglu- firði. Jóhannslundur er nefndur eftir Jóhanni Þorvaldssyni en hann var um áratugaskeið ötull forvíg- ismaður skógrækar í Siglufirði. Upphafið að ræktun í Jóhanns- lundi var þegar Jóhann var gerður að heiðursfélaga í Skógræktar- félagi Íslands á áttræðisafmæli hans árið 1989. Voru honum af því tilefni færðar að gjöf 80 plöntur sem plantað var ofarlega í landi skógræktarinnar þar sem nú er Jóhannslundur. Nú hafa trén í lundinum vaxið í rúm 10 ár og því þótti við hæfi að opna lundinn nú. Skógrækt í Siglufirði hófst með skipulegum hætti árið 1938, þegar félagar í Rotaryklúbbi Siglu- fjarðar hófu gróðursetningu í landi Hóls, en Jóhann var í stjórn Rotaryklúbbsins á þeim tíma. Þetta land reyndist síðar ekki hafa þá kosti sem til þurfti og árið 1948 var plöntun hætt. Sigurður Jóns- son skógarvörður benti þá á land sem hann taldi hentugra til skóg- ræktar og árið 1950 hófst gróð- ursetning í landi í Skarðsdal þar sem skógrækt hefur verið stunduð síðan. Bar Jóhann hitann og þungann af þessari ræktun lengi, en hann lést árið 1999. Nú hafa hæstu trén í skógræktinni í Siglufirði náð um 10 metra hæð. Morgunblaðið/Brynja Svavarsdóttir Sigríður Jóhannsdóttir, elsta barn Friðþóru Stefánsdóttur og Jóhanns Þorvaldssonar, í Siglufirði, afhjúpaði hlið Jóhannslundar, sem mágur Jóhanns, Friðgeir Jóhannsson, Dalvík, skar út. Jóhannslundur formlega opnaður í skógræktinni Siglufjörður ÞAÐ tók ellefu sundmenn aðeins rúmar fimm klukku- stundir að synda frá Reykjavík til Akraness sl. föstudag en um var að ræða árlegt fjáröflunarsund Sundfélag Akraness, sem oftast er nefnt Faxaflóasund. Að venju synti aðeins einn sundmaður í einu og var misjafnt hve lengi hver synti hverju sinni, en vegalengdin er um 11 sjómílur. Tveir sundmenn úr Sundfélaginu Ægi voru með í för en það voru þeir Jakob Jóhann Sveinsson og Hjörtur Már Sigurðsson en aðspurður sagði Jakob að honum hafi alltaf þótt það spennandi tilhugsun að synda uppá „Skaga“ og því hafi hann falast eftir því að fá að vera með að þessu sinni. „Ég varð ekki fyrir vonbrigðum og þetta er skemmtileg reynsla,“ sagði Jakob er Morg- unblaðið hitti sundfólkið að máli í Jaðarsbakkalaug þar sem réttu hitastigi var náð í kroppinn á ný eftir sjóbaðið. Veður var gott er sundfólkið lagði af stað um miðjan dag og engin sjóveiki gerði vart við sig í hópnum. Guðgeir Guðmundsson, einn af „eldri“ sundmönnum hópsins sagði að froskalappir hefðu hjálpað sundfólkinu að halda uppi góðum hraða og jafnframt hefðu blautbúningar séð til þess að sundfólkið hélt á sér hita í köldum sjónum. „Það var misjafnt hve lengi hver og einn synti en sá sem var lengst í sjónum var í rúman hálftíma en það var ónefnd stúlka sem átti metið í því að vera styst ofaní. Hún var rétt rúmar tvær mínútur ofaní og hafði þá fengið nóg,“ bætti Guðgeir við og gaf í skyn að karlarnir fimm hefðu lagt meira af mörkum að þessu sinni en dömurnar sex gáfu lítið fyrir þau ummæli. Sundið er stór þáttur í fjáröflun félagsins og er þetta í ellefta sinn sem synt er með þessum hætti á vegum Sundfélagsins. Morgunblaðið/Jim Smart Hópurinn áður en lagt var af stað til Akraness. Vel heppnað Faxaflóasund Akranes UM SÍÐUSTU helgi var formlega gangsett á ný heimarafstöð í Vestra- gili í Skaftafelli. Rafstöð þessi hefur verið endurgerð í nær upprunalegri mynd en hún var í notkun frá 1925 í um hálfa öld og framleiddi rafmagn fyrir Bölta og Sel. Margir hafa komið að verki við endurbygginguna en mest í því á Bjarni Þór Jakobsson rafvirkja- meistari, Höfn, en hann er fæddur og uppalin í Bölta í Skaftafelli. Nokkurt fjölmenni var viðstatt gangsetninguna, þar á meðal menn frá RARIK og Landsvirkjun en þau fyrirtæki styrktu verk þetta.Morgunblaðið/Sigurður Gunnarsson Framleiddi rafmagn fyrir Bölta og Sel Skaftafell

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.