Morgunblaðið - 13.08.2002, Síða 19

Morgunblaðið - 13.08.2002, Síða 19
NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. ÁGÚST 2002 19 „ÉG hvet foreldra til að hafa börnin með þegar skólataskan er keypt, láta þau máta, setja bækur í og jafn- vel láta þau ganga eða hlaupa aðeins um með töskuna til að sjá hvort hún sé ekki stöðug á bakinu,“ segir Ingi- gerður Torfadóttir, skólahjúkrunar- fræðingur við Snælandsskóla í Kópavogi. Hún leggur áherslu á að líkamsburður barna sé sem eðlileg- astur með töskuna til að fyrirbyggja vöðvabólgu og bakverki sem stund- um geri vart við sig á unglingsárum. Hún bendir á að í rannsókn sem gerð var í skólum hér á landi fyrir nokkrum árum hafi komið í ljós að að 30% barna í 10. bekk kvörtuðu um bakverki og 17% barna í 6. bekk. „Eflaust liggja þarna ýmsar ástæð- ur að baki eins og röng hæð borða og stóla í skólastofum og fleira en rangt val á skólatösku á þarna lík- lega sinn þátt.“ Má ekki vera meira en 10–20% af líkamsþyngd barnsins Á góðri skólatösku eiga böndin yf- ir axlirnar að vera breið og bólstruð og stillanleg í lengd auk þess sem auðvelt á að vera að herða þau og losa, að sögn Ingigerðar. Þá verður bak töskunnar að vera vel bólstrað og nauðsynlegt er að annaðhvort séu brjóst- eða mjaðmafestingar á töskunni til að hún falli þétt upp að hrygg barnsins. „Taskan má ekki vera of breið því það hindrar eðlileg- ar hreyfingar handleggja og hún má ekki vega meira en 10–20% af lík- amsþyngd barnsins. Sagt er að sex ára börn eigi ekki að bera meira en 2 kg þunga skólatösku.“ Hún bætir við að botninn þurfi að vera stífur svo vel fari um bækurnar en síðan sé mikilvægast af öllu að endur- skinsmerki séu á öllum hliðum tösk- unnar. Uppröðun bóka í töskuna skiptir máli Ingigerður bendir á að uppröðun bóka í töskuna skipti einnig máli. Þyngstu bækurnar eigi að vera innst en hinar léttari utar svo að sem mestur þungi sé sem næst bak- inu. „Þá er nauðsynlegt að endur- nýja skólatöskur á þriggja ára fresti en barnið vex upp úr töskunni þegar það stækkar rétt eins og klæðnaði.“ Hún segir ástandið í þessum mál- um hafa batnað mikið síðustu ár, fleiri börn séu nú með góðar töskur en áður. „Fyrir tveimur árum vant- aði töluvert upp á en í fyrra lagaðist þetta mjög mikið og nú eru langflest yngri barna með góða tösku sem hentar þeim.“ Hún segir hvað mest vera í boði fyrir yngstu börnin en minna fyrir unglingana enda velji þeir gjarnan eftir tísku og oft sé ekki eins auðvelt að hafa áhrif á þá. Rétt að endurnýja skóla- töskur á þriggja ára fresti Morgunblaðið/Þorkell Skólatöskur eiga að falla þétt að bakinu og mega ekki vera þyngri en sem nemur 10–20% af þyngd barnsins. Morgunblaðið/Ásdís Bakið á að vera vel bólstrað og bönd yfir axlir stillanleg í lengd. Hæfileg stærð og góðar festingar eru eitt af því sem þarf að hafa í huga þegar kaupa á skóla- tösku. Mikilvægt er að vanda valið til að fyrir- byggja vöðvabólgu og bakeymsli síðar meir. KOMNAR eru á markað fljótandi gerilsneyddar eggjavörur frá Nesbúi. Um er að ræða fljótandi eggjaköku- mix sem inniheldur hænuegg, auka- skammt af eggjahvítu og salt og pipar og er það því tilbúið til steikingar, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá framleiðanda. Einnig eru fáanleg- ar eggjarauður og -hvítur í brúsum ætlaðar til matargerðar t.d. í bakstur. Vörurnar fást í matvörubúðum. NÝTT Eggjavörur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.