Morgunblaðið - 13.08.2002, Síða 20

Morgunblaðið - 13.08.2002, Síða 20
ERLENT 20 ÞRIÐJUDAGUR 13. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ RÚMLEGA hundrað og fimmtíu manns hafa látist í Evrópu og Asíu undanfarna daga vegna óveðurs og mikilla flóða sem dunið hafa yfir, en í Bandaríkjunum og á sumum svæð- um í Suðaustur-Asíu kvarta íbúar sáran undan miklum þurrkum og sjá margir bændur fram á slaka upp- skeru í haust vegna þessa. Ekkert lát virðist á úrkomunni í Evrópu og hafa veðurfræðingar spáð enn meiri rigningu á næstu dögum. Sumir vís- indamenn segja veðurfyrirbrigðið El Niño vera ástæðuna fyrir ham- förunum , en aðrir segja óvenjulega mikla úrkomu í Evrópu undanfarna daga koma til af köldum loftmassa sem lokast hafi inni yfir álfunni. Neyðarástandi hefur verið lýst yf- ir í borginni Salzburg í vesturhluta Austurríkis vegna vatnavaxta og brýr voru lokaðar í gær þar sem yf- irborð árinnar Salzach fer enn hækkandi. Tveir hafa látist vegna flóðanna, þýskur ferðamaður og austurrískur slökkviliðsmaður. Flóð hafa náð hámarki í norðaust- urhluta Austurríkis en eru hins veg- ar að færast í aukana annars staðar í landinu. Ferðamenn flýja landið og hefur hvert umferðaröngþveitið rek- ið annað á austurrískum þjóðvegum, aðallega vegna flótta þýskra ferða- langa. Hefur aukið á erfiðleikana að tugir vega hafa teppst vegna skriðu- falla eða vatnselgs. „Við sjáum ekki svona lagað nema tvisvar til þrisvar á öld,“ sagði veðurfræðingurinn Pierra Bessemoulin um ástandið í Austurríki. Talið er að tjón af völd- um flóðanna í Austurríki hlaupi á tugum milljarða íslenskra króna. Fjöldi vega er ónýtur og brýr hafa margar skolast burt. Að mati sér- fróðra verða samgöngumannvirki ekki komin í samt lag fyrr en um næstu áramót. Prag í hættu Ástandið er litlu skárra í Bæjara- landi í suðurhluta Þýskalands. Þar hafa að minnsta kosti þrír látist síð- ustu daga og 10 slasast. Þá þurfti að loka aðalhraðbrautinni á svæðinu, en í gær var hún á eins og hálfs metra dýpi á sumum stöðum. Tugir bæja eru nú undir vatni að meira eða minna leyti og neyðarástandi hefur verið lýst yfir í sumum hér- uðum Bæjaralands. Tékkar hafa ekki farið varhluta af óveðrinu undanfarna daga, en fyrir nokkrum dögum fórust sex manns í óveðri í landinu. Þá undirbjó borg- arstjórnin í Prag í gær brottflutning íbúa þeirra hverfa sem liggja að Moldá, en vatnsborð hennar hækk- aði mjög í gær. Stjórnvöld í Suður-Rússlandi hafa skyldað alla sem staddir eru á ferða- mannastöðunum við Svartahaf til að gangast undir bólusetningu við lifr- arbólgu og taugaveiki, en að minnsta kosti 58 manns fórust í skyndiflóðum á fimmtudag. Hugsan- legt er að tala látinna muni enn hækka, en um tuttugu manns er enn saknað. Flestir þeirra sem létust voru ferðamenn annars staðar frá í Rússlandi, en Svartahafsströndin er vinsæll ferðamannastaður þar í landi. Samkvæmt nýjustu tölum eyðilögðust um 350 hús í flóðunum og meira en fimm þúsund skemmd- ust. Ýmist í ökkla eða eyra í Asíu Að minnsta kosti 33 manns fórust á sunnudag í aurskriðum í Uttar- anchal-fylki á Indlandi og skyndiflóð skullu á í að minnsta kosti tíu þorp- um í Assam-fylki. Þar misstu um átta þúsund manns heimili sín. Frá því í byrjun júlí hafa 62 farist í flóð- um í Assam-, Mizoram- og Arunach- al Pradesh-fylkjum og hafa um 5,3 milljónir manna misst heimili sín í Assam einu. Indversk stjórnvöld segja tjónið nema um þrjátíu millj- örðum rúpía, eða um fimmtíu millj- örðum íslenskra króna. Mörg hundruð manns til viðbótar hafa farist í flóðum og aurskriðum í Nepal, Kína og Suður- og Norður- Kóreu á síðustu dögum og vikum og var spáð frekari úrkomu í gær og í dag. Í Kambódíu stefnir hins vegar í algeran uppskerubrest vegna mik- illa þurrka og segja yfirvöld í land- inu að einungis sé búið að planta fjórðungi hrísgrjónaplantna og í sumum héruðum hafi plöntun nán- ast ekki byrjað enn. Þrátt fyrir að regntíminn sé hafinn í landinu hefur nánast engin úrkoma verið undan- farna tvo mánuði og streyma hungr- aðir bændur nú til höfuðborgarinnar í leit að mat og annarri aðstoð. Lítið lát á flóðum í Evrópu Milljónir heimilislausar á Indlandi vegna flóða og aurskriðna Salzburg, París. AP, AFP. Reuters Tveir bílar skolast niður götu í tékkneska þorpinu Husinec. Mikil flóð hafa hrjáð íbúa Tékklands undanfarna daga, eins og marga Evrópubúa, og bjuggust íbúar höfuðborgarinnar Prag við því að þurfa að flýja heimili sín. FÉLAGI í grísku hryðjuverkasam- tökunum 17. nóvember hefur viður- kennt að hafa myrt breskan sendi- ráðsmann fyrir tveimur árum. Var það haft eftir lögfræðingi hans í fyrradag. Árásarriffill og skotfæri fundust um helgina rétt við heimili Costis Stephanopoulos, forseta Grikklands. Savvas Xiros var handtekinn í júní síðastliðnum er sprengja, sem hann hugðist koma fyrir, sprakk fyrr en ætlað var. Í kjölfarið tókst yfirvöld- um í Grikklandi loks að fletta ofan af hryðjuverkasamtökunum en þau hafa starfað með mikilli leynd í 27 ár. Hafa nú alls 16 menn verið hand- teknir. Lögfræðingur Xiros, George Agiostratitis, hefur það eftir skjól- stæðingi sínum, að hann hafi skotið Stephen Saunders fjórum sinnum með riffli er hann var á leið til vinnu sinnar í breska sendiráðinu í Aþenu. Var Xiros á vélhjóli ásamt félaga sín- um í 17. nóvember er hann framdi glæpinn. Gengust samtökin við morðinu og sögðu ástæðuna hafa verið þátttöku Breta í loftárásunum á Júgóslavíu 1999. Lögfræðingur Xirosar sagði, að hann hefði einnig játað á sig morðið á gríska skipaeigandanum Costas Peratikos 1997 og auk þess, að hann hefði aðstoðað við morð á tveimur foringjum í Bandaríkjaher, tveimur tyrkneskum sendimönnum, grískum bankamanni, forstjóra, saksóknara og þingmanni. Hryðjuverkasamtök- in hafa áður lýst yfir, að þau hafi myrt 20 manns frá árinu 1975. Yfirvöld í Grikklandi hafa lengi legið undir miklu ámæli, til dæmis Breta og Bandaríkjamanna, fyrir getuleysi í baráttunni við 17. nóvem- ber og þau eru því að vonum mjög hróðug nú þegar loksins hefur verið flett ofan af hryðjuverkasamtökun- um. Félagi í hryðjuverka- samtökunum 17. nóvember Viðurkenn- ir morð á breskum sendimanni Aþenu. AFP. ÞRIGGJA kílómetra þykkt mengun- arský, sem liggur yfir Suður-Asíu, er farið að hafa veruleg áhrif á veðurfar- ið. Þar að auki veldur það alls kyns sjúkdómum í fólki og ógnar landbún- aðarframleiðslunni, hinni efnahags- legu undirstöðu flestra ríkja á þess- um slóðum. Kemur þetta fram í viða- mikilli rannsókn. Meira en 200 vísindamenn stóðu að rannsókninni, sem unnin var á vegum Sameinuðu þjóðanna frá 1995 til 2000. Segja þeir, að mengunin, blanda af ösku, sóti, ýmsum sýrum og öðrum efnum, eigi ekki aðeins rætur að rekja til iðnaðarins í löndunum, heldur ekki síður til viðarofna og mikilla skógarelda. Eru þeir oftar en ekki kveiktir til að ryðja land til ræktunar. Bráðabirgðaniðurstöður rann- sóknarinnar voru kynntar í London í gær en skýrslan verður lögð fyrir umhverfisráðstefnu SÞ í Jóhannes- arborg síðar í mánuðinum. Vísindamennirnir leggja áherslu á, að meiri rannsókna sé þörf en um sumt leikur þó enginn vafi. Öndunar- færasjúkdómar hafa aukist alls stað- ar í Suður-Asíu og ráða má af einni rannsókninni, að á Indlandi valdi mengunin 500.000 ótímabærum dauðsföllum árlega. Land og sjór kólna en loftið hitnar Mengunarskýið dregur úr sólar- ljósinu um 10 til 15% en það veldur því, að landið og vötn og sjór kólna en andrúmsloftið sjálft hitnar. Það virð- ist aftur hafa haft áhrif á monsún- rigningarnar, sem hafa verið mjög miklar og valdið alvarlegum flóðum sums staðar, til dæmis í Bangladesh, Nepal og Norðaustur-Indlandi, en litlar í Pakistan og Norðvestur-Ind- landi. Mikla mengun er ekki aðeins að finna yfir Suður-Asíu, heldur einn- ig yfir Suðaustur-Asíu, Suður-Amer- íku og Afríku og vísindamennirnir leggja áherslu á, að um sé að ræða al- þjóðlegt vandamál en ekki staðbund- ið. Mengunarskýin geti borist um hálfan hnöttinn á einni viku. Þykkt meng- unarský yfir Suður-Asíu Veldur sjúkdómum, minni uppskeru og alvarlegum breytingum á veðurfari London. AP. Reuters Mengunarslæða yfir Kína. Myndin var tekin úr bandarískum gervi- hnetti 11. janúar á þessu ári. Mengunin veldur því, að víða sér ekki í heiðan himin vikum og mánuðum saman. Mengunin yfir Suður-Asíu er jafnvel enn meiri og farin að hafa mikil áhrif á veðurfar, uppskeru og heilsufar fólksins, og er hún sögð draga mjög úr sólarljósi á svæðinu. JOHN Simpson, einn þekktasti fréttamaður breska ríkisút- varpsins, BBC, telur að stjórn- völd hafi njósnað um frétta- menn stofnunarinnar með því að brjótast inn í tölvukerfi hennar. Þessar fullyrðingar er að finna í nýrri bók eftir Simp- son sem breska helgarblaðið The Sunday Telegraph birti kafla úr á sunnudag. Simpson segir að margir fréttamenn BBC hafi fengið símhringingar frá skrifstofu Tony Blairs, forsætisráðherra Bretlands, þar sem gerðar voru efnislegar athugasemdir við fréttir sem þeir höfðu unnið. Fyrir kom að slík símtöl bærust áður en viðkomandi frétt hafði verið send út. Simpson og fleiri telja því að einhverjir hafi brotið sér leið inn í tölukerfi stofnunarinnar og þannig getað lesið efni sem fréttamenn séu að vinna. Þess- ar grunsemdir hafa hins vegar aldrei verið staðfestar. Tals- maður Tony Blairs hefur hafn- að ásökunum Simpsons og sagt þær uppspuna frá rótum. Ráða- menn BBC hafa ekki viljað tjá sig um fullyrðingar Simpsons. Njósnað um frétta- menn BBC?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.