Morgunblaðið - 13.08.2002, Qupperneq 24
LISTIR
24 ÞRIÐJUDAGUR 13. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
RAGNARÖK er þróunarverkefni
unnið í leiksmiðju þar sem þjálfun,
markvissar tilraunir og rannsóknir á
efni og formi geta af sér leiksýningu.
Efniviður er að mestu sóttur í Eddu-
kvæðin íslensku og skoðaður með að-
ferðum tilraunaleikhússins, innblást-
ur er sóttur víða, m.a. í smiðju
japanska leikhúslistamannsins Tad-
ashi Suzuki.
Rúnar Guðbrandsson og Steinunn
Knútsdóttir, listrænir stjórnendur
verkefnisins, rekja upphaf þess til
námskeiðs er þau sóttu í Svíþjóð fyrir
ári þar sem þau hrifust mjög af
kennslu Anne Lise Gabold sem hefur
starfað og notið þjálfunar í leikhúsi
Suzuki í Japan.
„Upphaflega hugmyndin var henn-
ar að vinna sýningu sem byggðist á
námskeiði og hún kom hingað í maí og
hélt þriggja vikna námskeið fyrir
hópinn. Síðan réðu aðstæður því að
hún gat ekki fylgt verkefninu frekar
eftir en við tókum við því og fengum
Heddu Sjögren til að halda áfram
Suzuki þjálfuninni og hófum æfingar í
byrjun júlí sem hafa staðið sleitulaust
síðan og lýkur með 7 sýningum fyrir
almenning þessa viku,“ segir Stein-
unn.
Edda og Suzuki
engar andstæður
Þau leggja mikla áherslu á til-
rauna- og rannsóknareðli verkefnis-
ins og því sé ekki um neina eina
ákveðna frumsýningu að ræða. „Við
skulum frekar segja að frumsýning-
arnar séu sjö talsins, þar sem stefnu-
mót við áhorfendur er einungis hluti
af því stefnumóti sem við höfum átt
við efnið, ólíkar vinnuaðferðir og síð-
ast en ekki síst við hvert annað en
hópurinn er skipaður sviðslistafólki
sem kemur úr ýmsum áttum af Norð-
urlöndunum,“ segir Rúnar.
Það er tilraunaleikhópurinn Lab
Loki sem stendur að verkefninu en
með stuðningi leiklistardeildar
Listaháskólans, menntamálaráðu-
neytisins, Reykjavíkurborgar og
Nordisk Kulturfond.
Þau sem taka þátt í verkefninu eru
leikararnir Annika Britt Lewis, Árni
Pétur Guðjónsson, Harpa Arnardótt-
ir, Hedda Sjögren, Ingvar E. Sig-
urðsson, Magnús Þór Þorbergsson,
Margrét Vilhjálmsdóttir, Morten
Traavik, Rúnar Guðbrandsson,
Ragnheiður Skúladóttir, Steinunn
Knútsdóttir. Egill Ingibergsson,
Kristina R. Beman og Móeiður
Helgadóttir sjá um lýsingu, leikmynd
og búninga og Jón Hallur Stefánsson
sér um tónlistina.
„Með því að leiða saman sviðslista-
menn sem koma úr ólíkum áttum en
hafa sameiginlegan áhuga á rann-
sóknum á sviði leiklistar og menning-
ar vildum við þróa nútímalega aðferð
til að tjá og túlka okkar forna menn-
ingararf. Markmiðið var að endur-
skoða og blása nýju lífi í gamla texta á
borð við Eddukvæðin með því að
stefna saman mismunandi frásagnar-
hefðum og aðferðum leiklistarinnar,“
segir Steinunn. Þau segja að það hafi
komið þeim í opna skjöldu að hin
formfasta japanska leikhúsaðferð
hafi ekki reynst sú mótsögn við form
Eddukvæðanna sem fyrirfram var
gert ráð fyrir. „Þetta tvennt féll full-
komlega hvort að öðru svo við urðum
að leita að sameiginlegri andstæðu í
nútímanum við þessi form. Þannig
verður sýningin að blöndu af tveimur
leikstílum þar sem hinn formlegi jap-
anski leikstíll og fullkomlega nútíma-
legur leikur sem er nánast enginn
leikur í okkar huga kallast á með
ýmsum hætti,“ segir Rúnar.
Rannsóknir og til-
raunir í leiklist
Hann leggur áherslu á mikilvægi
þess að geta stundað rannsóknir í
leiklist án umhugsunar um markaðs-
öflin. „Starfsemi atvinnuleikhúsanna
miðast öll við framleiðslu leiksýninga
innan ákveðins tímaramma. Tilraunir
og rannsóknir eru í eðli sínu óháðar
slíku. Það má hins vegar ætla að þær
skili sér með ýmsum hætti inn í starf-
semi atvinnuleikhúsanna þar sem
þáttakendur í verkefni á borð við
Ragnarök koma þaðan og fara þang-
að aftur reynslunni ríkari. Það er
megintilgangurinn að víkka mörk
leiklistarinnar og gefa sviðslistafólki
tækifæri til að vinna á öðrum forsend-
um en það gerir alla jafna,“ segir
Rúnar Guðbrandsson, sem er nýráð-
inn prófessor í leiktúlkun við leiklist-
ardeild Listaháskóla Íslands.
Stefnumót við efni,
form og áhorfendur
Í kvöld kl. 21 verður
frumsýnt leikverkið
Ragnarök í Smiðjunni
við Sölvhólsgötu en það
er tilraunaleikhópurinn
Lab Loki sem stendur
að þessu samnorræna
verkefni.
Morgunblaðið/Þorkell
Ragnheiður Skúladóttir leiklistardeildarforseti tekur við leiðbeiningum
frá prófessor Rúnari Guðbrandssyni.
KAMMERTÓNLEIKAHÁTÍÐIN
árlega á Kirkjubæjarklaustri hófst í
tólfta sinn í félagsheimilinu Kirkju-
hvoli á laugardagskvöldið var að við-
stöddu fjölmenni. Hátíðin, sem frá
upphafi hefur notið listrænnar for-
sjár Eddu Erlendsdóttur píanóleik-
ara, stendur nú sem óhagganlegur
áfangi í ört vaxandi sumartónleika-
haldi landsmanna sem líklega elzta
hátíð af því tagi eftir Sumartón-
leikana í Skálholti. Þar við bætist að
fáar landsbyggðarhátíðir geta státað
af tilkomumeiri náttúru en þar
eystra undir smaragðsgrænum foss-
bryddum hlíðum Skaftárhrepps, þar
sem forðum var miðstöð andlegrar
íhugunar í Benediktsnunnuklaustri
því sem nú er verið að grafa upp.
Töfrar umhverfis og árur aldanna
mynduðu í sameiningu sérstæða um-
gjörð um tónlistina, og væri fagnað-
arefni ef yrði til að tengja náttúru-
perlur landsins við bitastæðari
hljóman en grenjandi graðhest-
arokkið sem menn eiga til að klína á
jafnvel fegursta landslag í kvikmynd-
um og sjónvarpi.
Tónleikarnir hófust með Circus
Parade eftir P. M. Dubois, minnst
þekkta höfund hátíðarinnar, og hefði
mátt ætla að vekti svölunarverða for-
vitni hlustenda. Svo var þó ekki að
sjá af tónleikaskrá, því líkt og á flest-
um hérlendum sumarhátíðum núorð-
ið var hvergi eytt prentsvertu í höf-
unda og verk heldur látið nægja að
tíunda starfsferil flytjenda. Sem þó
ber ekki að lasta, enda athyglisvert í
sjálfu sér að enn skuli fólk fást til að
leggja á sig áratuga nám í hljóðfæra-
leik til þess eins að flytja sögufirrtum
lífsstílsfroðufleytendum nutímans
hugverk löngu látinna – og m.a.s. oft-
ast erlendra – tónskálda fyrir sult-
arlaun.
En aftur að monsér Dubois, sem
trúlega fáir viðstaddir könnuðust við
þótt gefið fengist upp að hefði lifað
1930-95. Tvíþætt hringleikaskrúð-
ganga hans bar sterkan keim af
kabarettmúsík millistríðsára og ný-
klassíkur, og nöfn eins og Satie (Par-
ade), Walton (Façade), Weill og
Stravinskíj (Sirkuspolki og Sagan af
dátanum) komu fljótt upp í hugann.
Sumt hefði og hæglega getað verið
fylgitónlist við launhæðin látbrögð
Marcels Marceau. Sigurður Flosason
og Pétur Grétarsson túlkuðu verkið
af líflegri sviðsrænni tilfinningu fyrir
parísku götuleikhúsi.
Hjálmar H. Ragnarsson hefur sett
leikhústónlistaratriði sín við Yermu
eftir Garcia Lorca saman í óþætta
svítu undir nafninu Ljóð án orða fyrir
sópran, slagverk og flautu sem hér
var flutt af Signýju Sæmundsdóttur,
Pétri Grétarssyni og Sigurði Flosa-
syni. Þótt komin væri hátt á tvíræð-
isaldur hélt tónlistin enn óskertri
dramatískri kynngi með litríkri en
samt sparneytinni notkun á ekki sízt
slagverki þar sem engu var ofaukið.
Hljóðfæraleikurinn var fyrsta flokks,
og vókalísur Signýjar Sæmundsdótt-
ur í hlutverki harmrænnar örlagadís-
ar voru í einu orði sagt magnaðar.
Virtist í fljótu bragði næsta torséð
hver meðal hérlendra söngkvenna
ætti að geta túlkað vandmeðfarinn
söngpart verksins betur, er spannaði
gríðarmikið tilfinningasvið, og varð
manni helzt hugsað til liðinna stór-
stjarna á við Cathy Berberian.
Píanóhlutverkið í hinni frekar
stuttu en mergjuðu C-dúr Sellósón-
ötu Beethovens Op. 102 var í höndum
Eddu Erlendsdóttur. Um sellóleik-
inn sá hinn bandaríski gestur Scott
Ballantyne er eftir fjarveru nótna-
stóls að dæma virtist þaulkunnugur
verkinu, enda túlkun hans við vel
samstilltan mótleik píanistans prýði-
leg, kannski burtséð frá einstaka inn-
tónunaróhappi í hæðinni. Hryns-
kerpan hefði að vísu stundum mátt
vera ögn hvassari, t.a.m. hin dæmi-
gerðu Beethoven-sforzandi, og
„draugalegu“ raddskörunarstaðir
seinni þáttar milli píanós og sellós –
sérstaklega áberandi vegna umlykj-
andi alþagna – fóru, eins og ekki er
óalgengt, að mestu í vaskinn nema sá
allra síðasti.
Af þjóðlagaútsetningum Beethov-
ens fyrir einsöng og píanótríó (að
beiðni Edinborgarforleggjarans
Thomsons um 1814-18) voru að són-
ötu lokinni flutt fimm lög – á þýzku,
enda þótt a.m.k. tvö væru frá Bret-
landseyjum. Richard Simm leiddi
hljóðfærasamleikinn við slaghörpuna
af snyrtilegri röggsemi og Signý
söng af tilfinningu, þótt hvergi jafn-
aðist túlkunin á við hina undan-
gengnu meistarameðferð á Yermu.
Síðasta atriði föstudagstón-
leikanna var fyrsti skammtur hátíð-
arinnar af þremur af „þjóðlegum
spuna“ tónsmíðadúósins Sigurðar
Flosasonar og Péturs Grétarssonar
úr flokknum Raddir þjóðar. Byggðist
flutningurinn á segulbandsupptök-
um úr þjóðminjadeild Árnastofnunar
af „liðnu og lifandi“ fólki að kveða,
raula eða segja sögur, sem þeir fé-
lagar hrærðu saman, beint eða hljóð-
breytt, við fyrir fram upptekin raf-
ræn eða raunræn („konkret“)
bakgrunnshljóð og spunnu við í raun-
tíma á blásturs- og slagverkshljóð-
færi. Verkefnið hafði áður verið
frumflutt á nýliðinni Listahátíð í
Reykjavík. Þótt of langt mál væri að
rekja framvinduna í smáatriðum var
útkoman furðuheilsteypt og raunar
illgreinanleg frá mörgu alskrifuðu
nútímatónverki ef eyrun væru ein til
frásagnar. Nýstárlegri en að mörgu
leyti vel heppnaðri tilraun þeirra fé-
laga var enda tekið með fögnuði af
þakklátum tónleikagestum. Lauk
þannig líklega fjölskrúðugustu tón-
leikum á Kirkjubæjarlaustri um ára-
bil.
Fjölbreytni
í faðmi nátt-
úrunnar
TÓNLIST
Kirkjuhvoll
Verk eftir P. M. Dubois, Hjálmar H. Ragn-
arsson, Beethoven og Sigurð Flosason &
Pétur Grétarsson [„Raddir þjóðar“]. Sig-
urður Flosason, saxófónn; Pétur Grét-
arsson, slagverk; Signý Sæmundsdóttir
sópran; Edda Erlendsdóttir, Richard
Simm, píanó; Scott Ballantyne, selló; Sif
Tulinius, fiðla. Föstudaginn 9. ágúst kl.
21.
KAMMERTÓNLEIKAR Á KLAUSTRI
Ríkarður Ö. Pálsson
MEISTARINN.IS
KAFFIHÚS eru oftar vettvangur
fyrir sýningar á verkum áhugalista-
manna en fagmanna. Inn á milli
læðast þó eftirtektarverðar mynd-
listarsýningar inn í kaffihús, eins og
oft var hjá Sólon Íslandus og
Mokka. Þessi tvö kaffihús voru lengi
hátt skrifuð í myndlistarlífi Reykja-
víkur. En sú tíð er liðin. Sólon Ís-
landus er allur og sýningar í Mokka
hafa dalað mjög vegna óraunhæfs
gjalds sem eigendur kaffihússins
ætlast til að listamenn greiði fyrir
sýningaraðstöðuna. Eigendur Húss
málarans hafa nú tekið upp þá
ágætu stefnu að hafa myndlistar-
sýningar á veggjum kaffihússins.
Hingað til hafa sýningarnar ekki
verið efni í opinbera gagnrýni, en nú
stendur yfir sýning í Húsi málarans
sem á vel erindi í listumræðu á Ís-
landi. Er það sýning á verkum eftir
níu íslenska grafíklistamenn sem
kalla sig Homo Graficus. Þeir eru
Davíð Örn Halldórsson, Hafsteinn
M. Guðmundsson, Halldór Eiríks-
son, Helgi Snær Sigurðsson, Hrapp-
ur Steinn Magnússon, Karl Emil
Guðmundsson, Ólafur Ingibergsson,
Sírnir Einarsson og Sævar Jóhann-
esson.
Eins og sjá má á nafnalistanum
þá er Homo Graficus hópurinn ein-
ungis skipaður karlmönnum, sem
eru, að sögn félagsmanna, deyjandi
kynið í grafíkstéttinni. Til að við-
halda félaginu stefna þeir á að halda
eina samsýningu á ári á opinberum
stöðum eins og í bönkum, börum og
kaffihúsum. Abstraktlist, landslags-
stemmningar og gullrammar er með
öllu bannað í félagsskapnum.
Sýninguna nefna þeir „Ego“ og
fjallar hún um karlmannsímyndina
og sjálfsmynd listamannanna. Hver
meðlimur sýnir 1–2 grafíkmyndir og
eru þær flestar unnar með hefð-
bundnum hætti, þ.e. blindþrykk,
stálætingar, litógrafía, dúkristur og
tréristur. Aðeins einn listamann-
anna, Helgi Snær Sigurðsson, nýtir
sér nútímatækni og vinnur í tölvu-
grafík.
Fyrirmyndir þeirra koma úr ýms-
um áttum. „Ego“ Karls Emils líkist
auglýsingaplakati kvikmyndarinnar
The Truman Show, annað verk
hans, „Grafíkbræður sameinist“, er í
ætt við sósíalrealisma á tímum stal-
ínismans, „Ego mania“ eftir Helga
Snæ hefur sams konar útlit og for-
síða slúðurtímaritsins „Séð og
heyrt“ og karlmannsímynd Halldórs
Eiríkssonar er Jiminy Cricket, engi-
sprettan í teiknimyndinni um Gosa.
Ekki get ég sagt að listamenn-
irnir grafi djúpt til rannsóknar á
egói sínu. Þeir leita frekar í kald-
hæðni og henda gaman að karl-
mannsímyndinni og sjálfsmynd
sinni. Vekja grafíkmyndirnar því lít-
ið meira en bros á vör, en hugmynd-
irnar að baki sýningunni og tilurð
félagsskaparins gefa henni annað og
meira vægi en bara sjónrænn hluti
hennar. Það að minnihlutahópur
karlmanna í grafíkstéttinni þurfi að
stofna eigin félagsskap til þess að
finna fyrir tilvist sinni þykir mér
kómísk staðreynd. Þá deila reglur
og bönn félagsskaparins á yfir-
borðslega rómantík sem snertir
fleiri listgreinar en grafík. Sýningin
er því meira en bara brosleg dægra-
stytting. Hún gefur tilefni til um-
ræðu um stöðu grafíklistar á Íslandi
og auðvitað um stöðu, ímynd og
hlutverk karlmannsins.
Karllæg grafík
Verkið „Ego mania“ eftir Helga
Snæ Halldórsson er unnið í
tölvugrafík.
MYNDLIST
Hús málarans
Sýningin er opin á afgreiðslutíma kaffi-
hússins. Henni lýkur 16. ágúst.
GRAFÍK
HOMO GRAFICUS
Jón B.K. Ransu