Morgunblaðið - 13.08.2002, Page 25

Morgunblaðið - 13.08.2002, Page 25
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. ÁGÚST 2002 25 STEVE Martin er einn af snjallari gam- anleikurum samtímans en lítið hefur farið fyrir dramatískum hlutverkum á löngum ferlinum, helst mætti nefna The Spanish Prisoner eftir David Mamet, þar sem Martin leikur ósvífinn svikahrapp, sem dæmi um mynd þar sem áhorfendur fá að kynnast annarri og dekkri hlið á leikaranum. Í þessu samhengi mætti reyndar líka nefna hina af- ar góðu, og undarlega vanmetnu, Leap of Faith þar sem Martin sýnir stórleik sem samviskulaus farandpredikari. En þrátt fyr- ir að hafa einstaka sinnum brugðið út af vananum er Martin dáður sem líkamlegur gamanleikari sem gjarnan gefur persónum sínum fjarstæðukenndan undirtón. Það var því með nokkurri eftirvæntingu sem ég horfði á Novocaine þar sem Martin fer með hlutverk dr. Franks Sangsters, hægláts tannlæknis sem flækist inn í hringiðu glæpa og spillingar. Aðdáendur gamanleikarans eru reyndar fljótir að tengja persónu Sangsters við eitt eftirminnilegasta hlutverk Martins fyrr og síðar, tannlækninn í Litlu hryllingsbúðinni þar sem hann fór á kostum. Samanburðurinn er reyndar áhugaverður, og hefur eflaust verið Martin ofarlega í huga, því ekki sést minnsti vottur af sadist- anum og hlátursgasfíklinum úr þeirri mynd í túlkun hans hér. Vegurinn þar á milli er reyndar svo langur að ætla má að Martin hafi bókstaflega unnið með nýju persónuna sem fullkomna andstæðu fyrri tannlækn- isins. Sangster er að öllu leyti fyrirmyndar- tannlæknir; samviskusamur, löghlýðinn og lætur sér annt um sjúklinga sína. Hann á í hlýju ástarsambandi við síglaða og mynd- arlega aðstoðarkonu sína Jean (Lauru Dern) og allt virðist leika í lyndi. Eða þar til flæk- ingskonan Susan (Helena Bonham Carter) kemur inn í líf hans og snýr öllu á annan endann. Hrifning Franks vaknar samstundis og er hann því tregur að kæra hana þegar hún lætur greipar sópa um lyfjaskápinn kvöld eitt, og líta má á það sem fyrstu ör- lagaríku mistökin því uppfrá því verður ekki aftur snúið. Leikstjórinn David Atkins vinnur hér mjög meðvitað með „film noir“ hefðina, bæði í útliti myndarinnar sem og frásagnarform- gerð. Reyndar liggur einn af styrkleikum myndarinnar í þessari meðvituðu úrvinnslu því endalokin byggjast á því að snúa út úr væntingum þeirra sem vel þekkja til „noir“- hefðarinnar. Myndinni eru líka gefin mjög skemmtileg útlitseinkenni sem þematískt tengjast tannlæknastarfinu (röntgen-mynd- ir) sem einnig má tengja við innihald hennar þar sem eitt helsta viðfangsefni Novocaine, sem og annarra „noir“ mynda, er hinn þekk- ingarfræðilegi vandi sem skapast í sam- skiptum fólks, og einkum í samskiptum kynjanna – enda kjarnast vandinn í tengslum karlkynssöguhetjunnar og tál- kvendisins. Þá stendur Steve Martin sig af- ar vel í hlutverki hins velmeinandi en ofsótta tannlæknis, hann ljær persónunni viðkunn- anlega dýpt og hvergi örlar á ýktum gam- anleikaratöktunum sem eru svo vel þekktir. Ekki er heldur hægt að skilja við myndina án þess að minnast á frábært gestahlutverk Kevins Bacon sem hér kemur fram í hlut- verki hollywoodískrar stjórstjörnu sem er að undirbúa sig fyrir lögguhlutverk og fer þar með eitt fyndnasta atriði myndarinnar. Þetta er vel heppnuð spennumynd sem ætti að höfða sérstaklega til þeirra sem gaman hafa af „noir“-kvikmyndum og eru kunnugir helstu frásagnarlögmálum tegundarinnar. Tannlæknir í vanda KVIKMYNDIR Háskólabíó, Sambíóin Álfabakka Leikstjóri: David Atkins. Handrit: David Atkins, Paul Felopulos. Aðalhlutverk: Steve Martin, Laura Dern, Helena Bonham Carter, Elias Koteas. Sýningartími: 95 mín. Bandaríkin. Artisan Entertainment, 2001. NOVOCAINE (VERKJASTILLIR)  Heiða Jóhannsdóttir COOL or lame? – Töff eða lummó? – kallar sænska listakonan Elin Wikström sýningu sína í Galleríi Hlemmi og heldur þar fram áætlun sem leit dagsins ljós fyrr í vor, nánar tiltekið í Kunstverein í München. Í heilt ár, eða frá 26. apríl síðastliðnum, til sama dags á næsta ári, frábiður Elin sér að ganga í fatnaði sem hún hefur keypt, eða kaupa frekari fatnað. Hún undanskilur að vísu skófatnað og sokka, en sníður sjálf allt annað sem hún íklæðist. Þetta hefur ekki verið henni auðvelt, enda tók það nokkurn tíma að hún næði nægilegu valdi á skraddaraiðninni svo fötin færu henni sæmilega. Þó situr hún nú við saumavélina á sýningu sinni, í prýðilega sniðnum kjól og skyrtublússu innanundir, úr efni sem fyrrum ástkona Umberto Eco gaf henni úr að moða. Umhverfis eru sníðaborð, fataefni, skæri, snið og málbönd, og annað sem klæðskerum er nauðsynlegt. Listakonan tekur gesti tali og reifar hugmyndir sínar með tilvísun í þá um- ræðu sem er kveikjan að verkinu. Elin Wikström sver sig í ætt við þá listamenn sem beitt hafa félagslegri tækni til að ná til áhorfenda. Cool or lame er engin undantekning frá fyrri sýningum hennar þar sem áhorfendum er gjarnan varpað inn í atburðarásina með ýmsum og á stundum óvæntum hætti. Að þessu sinni fá þeir þó mjúka lendingu í persónulegum samræðum við listakonuna, sem leiðir þá af mikilli sannfæringu í sannleikann um hug- myndir sínar og helstu áhrifavalda. Aðalkveikjan að sýningum Elin Wikström í Kunstverein München og Galleríi Hlemmi er lestur hennar á No Logo, metsölubók kanad- ísku blaða- og baráttukonunnar Naomi Klein, þar sem hinn alþjóðlegi tískufataiðnaður er vændur um að hvíla á botnlausri undirverktöku og saumastofuþrælkun í þriðja heiminum. Rannsóknir Naomi Klein gera sér jafnframt mat úr hinni klassísku táknfræðigreiningu Rol- and heitins Barthes á tískuheiminum í París á sjötta áratugnum, Kerfi tískunnar, eða Sys- tème de la Mode. Sú áhrifamikla bók varð til að Jean Baudrillard ritaði fyrstu þekktu greiningu sína, Le Système des Objects – Kerfi hlutanna – þar sem hann hélt því fram að brýn nauðsyn daglegra hluta væri ekki lengur uppspretta innkaupagleði okkar, heldur stjórnaðist hún mestmegnis af sýndarþörf og stöðurembingi. Þannig afhjúpar Elin Wikström, ef svo mætti segja, hið tvöfalda þrælahald tískunnar. Við fylgjum henni blint af því að okkur finnst sem fötin skapi manninn, en forðumst að leiða hug- ann að vafasömu framleiðsluferli þessara æva- fornu og ómissandi stöðutákna, sem sumpart er haldið gangandi með barnaþrælkun. Reyndar er sýning Wikström það greinargóð að manni hlýtur að vera spurn hvers vegna þessum ný- skipaða prófessor við Listaháskólann í Umeå í Norður-Svíþjóð skyldi ekki vera boðin þátttaka í Documenta 11 í Kassel. Cool or lame hefði fall- ið þar inn eins og flís við rass. Vonandi er þetta bara byrjunin á frekari kynningu Gallerís Hlemms á athyglisverðri, erlendri – þar með talið norrænni – samtímalist. Halldór Björn Runólfsson Hver vill vera púkó? MYNDLIST galleri@hlemmur.is Til 18. ágúst. Opið fimmtudaga til sunnudaga frá kl. 14–18. BLÖNDUÐ TÆKNI ELIN WIKSTRÖM Morgunblaðið/Sverrir Elin Wikström á sýningu sinni – Cool or lame – í Galleríi Hlemmi, við Þverholt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.