Morgunblaðið - 13.08.2002, Page 31

Morgunblaðið - 13.08.2002, Page 31
hækkar þá ekki frá því sem nú er heldur lækkar! WWF leggur mikla áherslu á rask eða meinta eyðileggingu eins stærsta víðernis Evrópu, svæðisins norðan við Vatnajökul. Hálslón verður 57 ferkílómetrar að flatar- máli eða álíka og Blöndulón. Stífl- ur við Kárahnjúka eru ekki langt inni á hálendinu eða rúma 10 kíló- metra innan við næsta byggða ból í Hrafnkelsdal. Nýr vegur yfir heið- ina og mannvirki í Jökulsá í Fljóts- dal og Kelduá norðan Eyjabakka eru í norðurjaðri þess svæðis sem ýmsir hafa bent á sem mögulegan þjóðgarð. Landsvirkjun hefur ávallt haldið því fram að þjóðgarð- ur og virkjun geti vel farið saman við þessar aðstæður. Framkvæmd- in auðveldar aðgengi að svæðinu og víðernin verða sunnan við veg og stíflur. Fulltrúar íslenskra stjórnvalda, Landsvirkjunar og Al- coa hafa undirritað viljayfirlýsingu um að styðja hugmynd um þjóð- garð á þessu svæði. Í þessu sambandi er rétt að minna á að gerðar hafa verið margháttaðar breytingar á fyrir- komulagi væntanlegrar virkjunar á Austurlandi af náttúruverndar- ástæðum. Til dæmis var fallið frá miðlunarlóni á Eyjabökkum, marg- ar smærri veitur hafa verið felldar brott og rask vegna fram- kvæmdanna verður takmarkað eins og kostur er. Auðvitað hljóta margvísleg umhverfisáhrif að fylgja Kárahnjúkavirkjun en þá verður líka að hafa í huga að stærð hennar og orkuframleiðslugeta jafnast á við um það bil fjórar af þeim stórvirkjunum sem byggðar hafa verið á Íslandi. Við Íslendingar erum öll nátt- úruverndarsinnar, líka þeir sem eru fylgjandi Kárahnjúkavirkjun eins og hún er nú fyrirhuguð. Við skulum endilega rökræða áfram um þetta mikla hagsmunamál þjóð- arinnar og Austfirðinga en halda okkur þá fyrir alla muni við stað- reyndir og leggja út af þeim en byggja ekki málatilbúnaðinn á ýkj- um, upphrópunum eða röngum fullyrðingum. Höfundur var verkefnisstjóri við mat á umhverfisáhrifum Kárahnjúkavirkjunar. UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. ÁGÚST 2002 31 H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA 1. flokkur 1989: Nafnverð: 500.000 kr. 50.000 kr. 5.000 kr. Innlausnarverð: 1.667.467 kr. 166.747 kr. 16.675 kr. 1. flokkur 1990: Nafnverð: 500.000 kr. 50.000 kr. 5.000 kr. Innlausnarverð: 1.472.168 kr. 147.217 kr. 14.722 kr. 2. flokkur 1990: Nafnverð: 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 2.971.945 kr. 297.195 kr. 29.719 kr. 2. flokkur 1991: Nafnverð: 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 2.762.494 kr. 276.249 kr. 27.625 kr. 3. flokkur 1992: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 12.190.944 kr. 2.438.189 kr. 243.819 kr. 24.382 kr. 2. flokkur 1993: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 11.247.015 kr. 2.249.403 kr. 224.940 kr. 22.494 kr. 2. flokkur 1994: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 9.645.700 kr. 1.929.140 kr. 192.914 kr. 19.291 kr. 3. flokkur 1994: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 9.469.369 kr. 1.893.874 kr. 189.387 kr. 18.939 kr. Innlausnardagur 15. ágúst 2002. Innlausnarverð húsbréfa Innlausn húsbréfa fer fram hjá Íbúðalánasjóði, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum og liggja þar einnig frammi upplýsingar um útdregin húsbréf. Húsbréf Á SÍÐASTLIÐNUM tveimur árum hafa þeir sem ferðast hafa með Flugleiðum á vegum Alþingis fengið umbun í formi „frípunkta“. Viðskiptaverðlaun af þessu tagi hafa ver- ið í tísku að undan- förnu. Það er í sjálfu sér ekkert við það að at- huga þótt Flugleiðir verðlauni viðskipta- menn sína með ein- hverjum hætti til að gera þá ánægða í þeim tilgangi að auka viðskiptin eða halda þeim. Framkvæmdin er hins vegar þeim vonda annmarka háð að stundum lenda verðlaunin hjá öðr- um en hinum raunverulega við- skiptaaðila. Alþingismenn eða aðr- ir sem ferðast með Flugleiðum á vegum hins opinbera hafa ekkert til þess unnið að fá þessi verðlaun. Þau ættu eðli máls samkvæmt að renna til ríkisins. Sem betur fer er ekki sjáanleg hætta á því að þeir alþingismenn sem þessa umbun fá geti haft áhrif á það hvert viðskipt- unum er beint í þeim tilgangi að vinna sér inn þessi persónulegu verðlaun. Ef svo væri í einhverjum tilvikum jaðrar aðferðin við mútu- gjafir. Þetta fyrirkomulag vekur tortryggni og mér finnst það nið- urlægjandi fyrir alþingismenn að taka við verðmætum með þessum hætti. Í viðtali við Baldur Guðlaugsson, ráðuneytisstjóra í fjármálaráðu- neytinu, í Morgunblaðinu föstu- daginn 8. ágúst sl. kemur fram að þar á bæ séu ekki uppi fyrirætlanir um að taka til endurskoðunar þær reglur sem í gildi eru um frípunkta til opinberra starfsmanna. Hann finnur því ýmislegt til foráttu, m.a. að það sé flókið og erfitt í fram- kvæmd og helst má skilja á orðum hans að það taki því ekki að rekast í málinu. Það er ekki sæmandi opinberum aðilum að bera ábyrgð á viðskipt- um sem þessum. Það er sjálfsögð krafa að þessu fyrirkomulagi verði breytt strax. Allt tal um að slíkt sé flókið og erfitt í fram- kvæmd er út í hött. Umbun fyrir viðskipti Umbun af þessu tagi hefur viðgengist í vaxandi mæli á und- anförnum árum. Það er almennt ekkert við hana að athuga ef hún snýr að viðskiptum al- mennings við viðkom- andi fyrirtæki. En hún hefur skapað ýmsum fyrirtækjum og starfsmönnum þeirra afar ógeðfelld- an vanda. Yfirmenn og starfsmenn sem í sínu daglega starfi taka ákvarðanir um hvar gerð eru innkaup eða viðskipta- samningar verða tortryggilegir vegna þess að þeirra eigin hags- munir eru dregnir inn í viðskipti fyrirtækisins. Svona aðferðir grafa undan heið- arleika í viðskiptum og ýta undir þann hugsunarhátt að það sé allt í lagi að taka við verðmætum af fyr- irtækjum sem eru í raun að kaupa sér aðgang að viðskiptum við þriðja aðila. Sá sem fær umtalsverða fjár- muni fyrir að beina viðskiptum fyr- irtækisins sem hann vinnur hjá til einhvers viðskiptaaðila gæti sett hagsmuni sína framar hagsmunum fyrirtækisins. Hann verður í raun vanhæfur til ákvarðana vegna eig- in hagsmuna. Þegar hann hefur vanist því að græða á því sjálfur hvert hann beinir viðskiptum fyr- irtækisins finnur hann máske ekki mikinn mun á því að taka við verð- mætum í öðru formi síðar fyrir svipaðar ákvarðanir. Þessar að- ferðir spilla þess vegna viðskipta- siðferðinu í landinu. Þröskuldurinn yfir í það að þiggja beinar mútur fyrir að veita viðskiptum vinnu- veitanda síns til ákveðins aðila lækkar afar mikið með þessum við- skiptaháttum. Það ætti að vera grundvallar- regla vilji fyrirtæki veita viðskipta- mönnum sínum verðlaun fyrir tryggð í viðskiptum að þau verð- laun fari án vafa til þess sem í raun er viðskiptamaður en virki ekki sem mútugjöf til þeirra sem stjórna eða annast viðskipti fyrir hönd vinnuveitenda sinna. Það eru aðallega stór fyrirtæki á íslenskan mælikvarða sem veita viðskipta- verðlaun af því tagi sem hér um ræðir. Það hlýtur að verða að gera þá kröfu til þeirra að þeir grafi ekki undan viðskiptasiðferði í land- inu með þeim hætti sem hér um ræðir. Þeirri kröfu verður að fylgja eftir með atbeina hins op- inbera og forsjármenn þess verða að sýna gott fordæmi með því að líða ekki að fyrirtæki beri fé eða ígildi þess á opinbera starfsmenn til að tryggja viðskiptahagsmuni sína. Frípunktar Jóhann Ársælsson Siðferði Það er sjálfsögð krafa, segir Jóhann Ársælsson, að þessu fyrirkomulagi verði breytt strax. Höfundur er alþingismaður. sjóræningjar voru kallaðir Hund- Tyrkir og landanum stóð stuggur af þeim öldum saman. Nú, 375 ár- um eftir tyrkjaránið, eru hryðju- verk vandlega undirbúin á Íslandi. Að þessu sinni er um innvortis mein að ræða og hryðjuverkin eru framin af Íslendingum; Lands- virkjun og ríkisstjórn landsins. Jafnvel þó að stjórnmálamenn séu kjörnir lýðræðislegri kosningu hafa þeir ekki leyfi til að brjóta fjöregg þjóðarinnar með hryðju- verkum af þessu tagi. Hálendi Ís- lands er helgidómur sem ber að varðveita, friða og ábyrgjast; ekki einungis fyrir íbúa landsins og af- komendur þeirra heldur einnig fyr- ir jarðarbúa því að jörðin er eitt land og mannkynið íbúar þess. Allir mæta verkum sínum fyrr eða síðar. Þeir stjórnmálamenn sem stofna til óhæfuverka munu fá döpur eftirmæli. Höfundur er tryggingaráðgjafi, dag- skrárgerðarmaður og fv. bóndi. Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is lím og fúguefni Síðumúla 24 • Sími 568 0606 Olga borðstofusett Borð 184x108 cm 2x armstólar 4x borðstofustólar Tilboð 149.000,- Meðgöngulínan slit- og spangarolía Þumalína, Lyf og Heilsa, Lyfja, Heilsuhúsið

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.