Morgunblaðið - 13.08.2002, Qupperneq 41
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. ÁGÚST 2002 41
Útibú Eignast‡ring Eignafjármögnun Fyrirtækjasvi› Marka›svi›skipti
www.isb.is
Gott mál
Íslandsbanki styrkir
Reykjavíkurmaraflon.
Vertu me›
í Reykjavíkurmarafloni
17. ágúst!
Andleg móðir
Eitt orð féll niður í grein Bjargar
Bjarnadóttur sl. laugardag um
Steindór Steindórsson, þar sem hún
talar um tengsl hans við Ólöfu frá
Hlöðum. Þar á að standa: Andleg
móðir hans (Alma mater), skáldkon-
an Ólöf frá Hlöðum.
Þetta leiðréttist hér með.
LEIÐRÉTT
„Á SÓLRÍKUM síðsumar-
kvöldum eru litir náttúrunnar
oft djúpir og draumkenndir.
Þess vegna verður umhverfis-
listaverk R. Serra skoðað í
göngunni í Viðey í kvöld. Gang-
an sjálf mun hefjast við Viðeyj-
arkirkju og þaðan haldið að
vesturhluta eyjunnar sem hef-
ur að geyma listaverkið, en það
heitir Áfangar. Áætlað er að
fara þar um og kynna verkið í
stuttu máli. Skilyrði fyrir að
það sé gert er að náttúrann
verði manni hliðholl og bjóði
bjart kvöld, þar sem náttúran
leikur aðalhlutverkið í verkinu.
Að öðrum kosti verður farin
hefðbundin ganga um Viðey
með söguskoðun og útiverunn-
ar notið fjarri skarkala borgar-
innar. Haldið verður með Við-
eyjarferjunni yfir til eyjunnar
kl. 19:30 og kostar farið aðeins
kr. 500 fyrir fullorðna og kr.
250 fyrir börn,“ segir í frétta-
tilkynningu.
Viðeyjar-
ganga
HEIMDALLUR, félag ungra sjálf-
stæðismanna í Reykjavík, mótmælir
m.a. auknum ríkisútgjöldum í stjórn-
málaályktun sem samþykkt var á að-
alfundi félagsins sl. föstudag. Þar
segir að útgjöld hins opinbera hafi
aukist undanfarin misseri og að
stjórnvöld séu allt of undanlátssöm
gagnvart kröfum ýmissa þrýstihópa
um „óþarfa ríkisútgjöld“, eins og það
er orðað. „Þessari þróun þarf að
snúa við. Stjórnmálaflokkur sem
kennir sig við minni ríkisafskipti á
ekki að setja fordæmi um aukin rík-
isútgjöld og meiri umsvif. Auknum
útgjöldum verður að mæta með
auknum sköttum. Slíku hafnar
Heimdallur algerlega.“
Í ályktuninni segir að Heimdallur
fagni lækkun tekjuskatts fyrirtækja
úr 30% í 18%. „Ungir sjálfstæðis-
menn vilja engu að síður sjá frekari
lækkanir skatta í framtíðinni.
Lækka á skatta á launþega í landinu
töluvert ásamt því að fella niður
eignarskatt. Tolla á innfluttar og út-
fluttar vörur skal leggja niður.“
Í ályktuninni mótmælir Heimdall-
ur hugmyndum um ríkisábyrgð á út-
gáfu skuldabréfa vegna fjármögnun-
ar nýrrar starfsemi Íslenskrar
erfðagreiningar. „Heimdallur telur
að það sé ekki hlutverk hins opin-
bera að taka þátt í einkarekstri. Hið
opinbera á ekki að gangast í ábyrgð
fyrir einkafyrirtæki og taka þannig
áhættu með fé skattborgaranna.“
Heimdallur fagnar sölu á 20% hlut
ríkisins í Landsbanka Íslands nú í
vor og hvetur ríkisstjórnina til að
stíga fleiri skref við einkavæðingu
ríkisfyrirtækja. Mikilvægt sé að sölu
á Landsbanka og Búnaðarbanka Ís-
lands verði lokið áður en kjörtímabil-
ið sé á enda. „Þá er mikilvægt að
Ríkisútvarpinu verði breytt í hluta-
félag og selt hið fyrsta. Heimdallur
leggur til að einkaleyfi Áfengis- og
tóbaksverslunar ríkisins (ÁTVR) á
sölu á áfengum drykkjum verði af-
numið og ÁTVR verði í kjölfarið lögð
niður.“
Heimdallur telur stöðu Íslands
gagnvart Evrópusambandinu
tryggða með samningnum um hið
evrópska efnahagssvæði og hafnar
alfarið aðild að sambandinu. „Þá
hvetur Heimdallur stjórnvöld til að
beita sér fyrir frjálsum viðskiptum
með fríverslunarsamningum við
önnur ríki,“ segir síðan í ályktuninni.
Hafnar sérstöku
auðlindagjaldi
Í ályktuninni segir að Heimdallur
leggi áherslu á að hið opinbera beiti
borgarana ekki ómálefnalegri mis-
munun né traðki á grundvallar-
mannréttindum þeirra. „Heimdallur
harmar þær aðgerðir stjórnvalda að
beita erlenda ferðamenn frelsis-
skerðingu við komu þeirra til lands-
ins fyrr á þessu ári. Ferðamenn
þessir komu í þeim tilgangi að mót-
mæla mannréttindabrotum og skoð-
anakúgun kínverskra stjórnvalda.
Fráleitt er með öllu að þessi kúgun
kínverskra stjórnvalda skuli hafa
verið framlengd hingað til lands með
hjálp íslenskra stjórnvalda,“ segir
m.a.
Í ályktuninni segir m.a. að Heim-
dallur telji að eignarréttur og fram-
seljanlegar veiðiheimildir séu undir-
stöðuatriði í farsælli stjórnun
fiskveiða. „Félagið hafnar öllum
hugmyndum um sérstakt auðlinda-
gjald.“ Þá segir að Heimdallur fagni
því ef meiri friður verði um sjávarút-
vegsstefnuna en „lætur í ljós þá
skoðun að ekki megi kaupa þann frið
of háu verði“.
Heimdallur hvetur þingmenn til
að gæta frelsis einstaklinganna af
meiri árverkni en tíðkast hefur.
„Sérstaklega leggur félagið áherslu
á að dregið verði úr þeim skerðing-
um á samningafrelsi einstaklinganna
sem velviljaðir meinlokumenn hafa
náð fram á undanförnum árum. Vax-
andi samkeppnisreglur og fyrirmæli
til borgaranna um það hvernig þeir
semja um sín mál, eru dæmi um þró-
un sem þarf að snúa við.“
Heimdallur fagnar lögum um
áhugamannahnefaleika sem sam-
þykkt voru á Alþingi síðasta vetur og
að lokum segist Heimdallur telja að
lög um tóbaksvarnir feli í sér skerð-
ingu á tjáningarfrelsi einstaklinga,
en það séu meðal mikilvægustu rétt-
inda manna. „Heimdallur harmar
mjög afstöðu þeirra þingmanna
Sjálfstæðisflokksins sem lögðu
blessun sína yfir þessi lög.“
Stjórnmálaályktun aðalfundar Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík
Hafna aðild að
Evrópusambandinu
SKRÚÐGANGA Hins-
egin daga frá Rauðarár-
stíg niður Laugaveg og
að Ingólfstorgi, setti
svip sinn á borgina á laugardag og
tóku 5 lögreglumenn á mótorhjólum
þátt í því að umferðin gengi vel fyrir
sig vegna göngunnar.
Lögreglumenn voru fótgangandi
við eftirlit í miðborginni á laugardag
en um 25–30 þúsund manns tóku
þátt í skrúðgöngunni sem endaði
með skemmtiatriðum á Ingólfstorgi.
Það hefur eflaust farið framhjá
fáum að skyggni við Hlöllabáta á
torginu hrundi á áhorfendur. Nokkr-
ir höfðu farið upp á skyggnið með
þeim afleiðingum að festingar gáfu
sig. Erfitt var fyrir sjúkralið og lög-
reglu að komast á bifreiðum að slys-
stað til að sinna störfum sínum
vegna fólksfjöldans. Flytja þurfti 23
á slysadeild Landspítalans, þar af 15
börn, fleiri fóru þangað sjálfir vegna
minni meiðsla.
Tilkynnt var um16 umferðar-
óhöpp til lögreglu um helgina, en
ekki vitað um slys á fólki. Níu voru
kærðir fyrir að hafa ekið gegn rauðu
ljósi, 18 fyrir að hafa ekki sinnt
stöðvunarskyldu og 28 fyrir of hrað-
an akstur.
Fólk er greinilega meðvitað um
hættuna sem stafar af því að vera
undir áhrifum vímugjafa við akstur
því reglulega berast tilkynningar til
lögreglu þar sem fólk lætur vita ef
það grunar einhvern um slíkt glap-
ræði. Um helgina voru 4 ökumenn
handteknir grunaðir um ölvun við
akstur og einn var handtekinn grun-
aður um að reyna stjórna ökutæki
undir áhrifum örvandi eða deyfandi
efna.
Aðfaranótt laugardags fór kona á
slysadeild Landspítalans þar sem
hún var brotin á handlegg eftir rysk-
ingar við nágranna sinn. Á kafffihúsi
einu í miðborginni kom til slagsmála
um svipað leyti milli nokkurra
manna og endaði einn starfsmaður á
slysadeild vegna þess að hann hafði
verið bitinn í handlegg af gesti stað-
arins. Á myndavélum lögreglu sást
snemma á laugardagsmorgunn er
ráðist var á mann í miðborginni og
féll hann í átökunum í götuna. Lög-
regla og sjúkrabifreið var send á
staðinn. Maðurinn var fluttur á
slysadeild með áverka. Lögreglan
handtók tvo menn sem grunaðir
voru um árásina og flutti á lögreglu-
stöð og voru þeir vistaðir í fanga-
geymslu vegna rannsóknar málsins.
Á myndavélum lögreglu sást einn-
ig er maður tók veski þess sem þá lá í
götunni og fór með það. Lögreglan
handtók skömmu síðar tvo menn
sem voru grunaðir um aðild að
veskjaþjófnaðinum. Málin eru í
rannsókn.
Fleiri innbrot en
um síðustu helgi
Innbrot og þjófnaðir voru ívið
fleiri nú um helgina en þá síðustu og
af ýmsum toga. Farið var inn í hús í
vesturborginni aðfaranótt föstudags
og verðmætum fyrir hátt í 300 þús-
und stolið. Á laugardagskvöld var
kona handtekin í lyfjaverslun með
vörur inn á sér fyrir rúmar 30 þús-
und kr. og einnig hafði hún reynt að
svíkja út lyf með lyfseðli á nafni syst-
ur sinnar. Málin eru í rannsókn.
Á föstudagskvöld var hverfislög-
reglumaður að fylgjast með útivist
barna í Mosfellsbæ er hann kom að
þremur unglingum þar sem þeir
voru að fara neyta fíkniefna. Farið
var með þá á Mosfellsstöð, haft sam-
band við foreldra og þeim síðan ekið
heim. Lögregla hafði afskipti af
tveimur stúlkum sem gengu á um-
ferðareyju á Miklubrautinni og veif-
uðu auglýsingu frá DV framan í veg-
farendur. Þetta var á háannatíma á
föstudagseftirmiðdegi og var þeim
gert að hætta athæfinu enda trufl-
andi fyrir umferð og hætt við slys-
um. Aðfaranótt laugardags var mað-
ur fluttur á slysadeild Landspítalans
með snert af reykeitrun en kviknað
hafði í sænginni hans þar sem hann
var að reykja uppi í rúmi. Sængin
var ónýt og minniháttar reyk-
skemmdir voru í íbúðinni en segja
má að maðurinn hafi sloppið með
skrekkinn. Um hálffjögur á sunnu-
dag mótmæltu sex manns við
bryggjuna á Örfirisey veru herskips
frá Rússlandi, þeir fóru er lögreglan
kom á vettvang.
Nokkuð var um afskipti lögreglu
af fólki vegna ölvunar. Flest þau mál
voru leyst á vettvangi en nokkrir
gistu fangageymslur lögreglu. Há-
vaðaútköllin bæði utan sem innan-
dyra voru alls 42, en þau eru fastur
liður í störfum lögreglu um helgar.
Úr dagbók lögreglunnar 9. til 12. ágúst
Skrúðganga setti svip á borgina
VAKIN er athygli á því að
tímasetning á fyrirlestri Saskiu
Sassen hefur breyst. Áður var
auglýst að fyrirlestur hennar
„Cities: Between Global Dyn-
amics and Local Conditions“
yrði í Norræna húsinu, mið-
vikudaginn 14. ágúst klukkan
fjögur, en hið rétta er að hann
hefst ekki fyrr en klukkan
17.00. Þá mun dr. Emmanuel
Brunet-Jailly, prófessor í
stjórnmálafræði við University
of Victoria í Kanada, halda op-
inn fyrirlestur á vegum Borg-
arfræðaseturs í vikunni.
Fyrirlestur Brunet-Jailly
nefnist „Economic Integration
and the Governance of Cross-
Border Urban Regions: North
American Functional Regions
and European Territorial Reg-
ions“. Brunet-Jailly sérhæfir
sig í samanburðarstjórnmálum
á milli borga, eða nánar tiltekið
efnahagslega aðlögun í Evrópu
og Norður Ameríku, og virkni
og hlutverk landamæraborga
og er talinn annar af tveimur
helstu sérfræðingum Kanada á
sviði borgar- og sveitarstjórn-
mála, segir í fréttatilkynningu.
Fyrirlesturinn verður föstu-
daginn 16. ágúst í Norræna
húsinu og hefst klukkan 14.00.
Breytt
tímasetning
Fyrirlestrar á
vegum Borgar-
fræðaseturs