Morgunblaðið - 13.08.2002, Page 44
DAGBÓK
44 ÞRIÐJUDAGUR 13. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156,
sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT-
STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Skipin
Reykjavíkurhöfn:
Hrappur kemur í dag.
Bitland fer í dag.
Hafnarfjarðarhöfn: Oz-
ernitsa, Novator, Er-
idan, og Bitland komu í
gær, Brúarfoss kom til
Straumsvíkur í gær,
Örvar fór í gær.
Fréttir
Mæðrastyrksnefnd
Kópavogs, Hamraborg
20a. Lokað vegna sum-
arleyfa frá 1. júlí til 23.
ágúst.
Mannamót
Aflagrandi 40. Kl. 9 og
kl. 13 vinnustofa og bað
Árskógar 4. Kl. 9 bað-
þjónusta, kl. 9.30 dans,
kl. 9.30 Íslandsbanki á
staðnum, kl. 13.30 frjáls
spilamennska. Púttvöll-
urinn opin kl. 10–16
alla daga. Allar upplýs-
ingar í s. 535 2700.
Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8–
13 hárgreiðsla, kl. 8.30–
14.30 böðun, kl. 9–16
handavinna, kl. 9–17
fótaaðgerð.
Félagsstarfið Dalbraut
18–20. hárgreiðslu-
stofan opin kl. 9–17 alla
daga nema mánudaga.
Félagsstarfið, Löngu-
hlíð 3. Kl. 8 böðun, kl.
10 hársnyrting, kl. 13
föndur og handavinna.
Félag eldri borgara
Hafnarfirði, Hraunseli,
Flatahrauni 3. Brids og
frjáls spilamennska, kl
13.30. Pútt á Hrafn-
istuvelli kl. 14–16. Á
morgun miðvikudag
pílukast kl 13.30. Or-
lofsferð að Hrafnagili
við Eyjafjörð 19.–23.
ágúst, munið að greiða
gíróseðlana sem fyrst.
Orlofsferð að Höfða-
brekku 10.–13. sept.
Skráning og uppl. í
Hraunseli kl. 13–17.
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði
Glæsibæ. Kaffistofan
opin virka daga frá kl.
10–13. Kaffi – blöðin og
matur í hádegi. Félagið
hefur opnað heimasíðu
www.feb.is. Miðviku-
dagur: Göngu-hrólfar
ganga frá Ásgarði
Glæsibæ kl. 10.
Fimmtudagur: Brids kl.
13. Hringferð um Norð-
austurland 17.–24.
ágúst. ATH. þarf að
ganga frá farseðli fyrir
13. ágúst. Fundur verð-
ur með leiðsögumanni
15. ágúst kl. 14 í Ás-
garði, Glæsibæ. Ath.
nokkur sæti laus vegna
forfalla. Þjórsárdalur,
Veiðivötn Fjallabaks-
leið nyðri, 27.–30.
ágúst. Staðfesting-
argjald þarf að greiða
fyrir 14. ágúst. Nokkur
sæti laus. Fyrirhugaðar
eru ferðir til Portúgals
10. september í 3 vikur
og til Tyrklands 30.
september í 12 daga
fyrir félagsmenn FEB,
skráning er hafin, tak-
markaður fjöldi. Silf-
urlínan er opin á mánu-
og miðvikudögum kl.
10–12 í s. 588 2111.
Skrifstofa félagsins er
flutt að Faxafeni 12 s.
588 2111. Félagsstarfið
er áfram í Ásgarði
Glæsibæ. Upplýsingar
á skrifstofu FEB.
Félagsstarfið, Hæð-
argarði 31. Kl. 9–17
hárgreiðsla, kl. 12.40
Bónusferð.
Gerðuberg, félagsstarf.
frá 9–16.30 vinnustofur
opnar, m.a. perlusaum-
ur, umsjón Kristín
Hjaltadóttir, frá hádegi
spilasalur opinn, kl. 13
boccia Veitingar í Kaffi
Berg. Miðvikudaginn
21. ágúst ferðalag í
Rangárþing, skráning
hafin. Allar uppl. um
starfssemina á staðnum
og í síma 575 7720.
Gjábakki, Fannborg 8.
Handavinnustofan opin,
leiðbeinandi á staðnum
kl. 9.30–12, kl. 14
þriðjudagsganga. Mið-
vikudaginn 14. ágúst kl.
15.15 verður mynda-
stund til kynningar á
alpafjallaferð 1. til 8.
sept. á vegum Teits
Jónassonar.
Gullsmári, Gullsmára
13. Opið alla virka daga
kl. 9–17 hádegismatur,
kaffi og heimabakað
meðlæti.
Hvassaleiti 56–58. Kl.
9.45 bankaþjónusta.
Fótaaðgerð, hársnyrt-
ing. Allir velkomnir.
Hraunbær 105. Kl. 9–
17 fótaaðgerð, kl. 10–11
boccia, kl. 12.15 versl-
unarferð, kl. 13–17 hár-
greiðsla.
Hæðargarður. Hár-
greiðsla kl. 9–17.
Háteigskirkja eldri
borgarar á morgun
miðvikudag, samvera,
fyrir bænastund í kirkj-
unni kl. 11, súpa í Setr-
inu kl. 12, spil kl. 13.
Norðurbrún 1. Vinnu-
stofur lokaðar fram í
ágúst. Kl. 10 ganga.
Hárgreiðsla lokuð
vegna sumarleyfa frá
16. júlí til 13. ágúst.
Norðurbrún 1 og Furu-
gerði 1. Farið verður á
Snæfellsnes 15. ágúst.
Ekið verður að Helln-
um og að Arnarstapa.
Að Snjófelli verður
súpa og brauð um há-
degisbilið.
Leiðsögumaður Tómas
Einarsson. Lagt af stað
frá Norðurbrún 1, kl.
8.30 og teknir farþegar
í Furugerði. Upplýs-
ingar í Norðurbrún,
sími 568 6960 og Furu-
gerði, sími 553 6040.
Vesturgata 7. Kl. 9
fótaaðgerðir og hár-
greiðsla, kl. 9.15–16
handavinna, handa-
vinnustofan opin án
leiðbeinanda fram í
miðjan ágúst. , kl. 13
spilamennska.
Vitatorg. Kl. 9 smiðjan,
kl. 9.30 morgunstund ,
kl. 10.30 boccia, kl. 14
félagsvist. Kl. 9 hár-
greiðsla, kl. 10 fótaað-
gerð.
Félag ábyrgra feðra.
Fundur í Shell-húsinu,
Skerjafirði, á mið-
vikudögum kl. 20, svar-
að í s. 552 6644 á fund-
artíma.
Félag kennara á eft-
irlaunum Sumarferð
FKE verður farin
þriðjudaginn 20. ágúst.
Veitingar á Kirkjubæj-
arklaustri og í Básnum.
Tilkynnið þátttöku í
síðasta lagi 16. ágúst til
skrifstofu Kenn-
arasambands Íslands,
Kennarahúsinu við
Laufásveg, sími
595 1111.
Hallgrímskirkja eldri
borgarar. Vest-
fjarðaferð, dagan 29.–
31. ágúst, farið frá
Hallgrímskirku kl. 10,
gist í Flókalundi, á
Hótel Ísafirði og
Reykjanesi, heimferð
um Steingrímsfjarð-
arheiði, í Hrútafjörð og
þaðan yfir Holtavörðu-
heiði og heim. Uppl. og
skráning veitir Dag-
björt í s. 693 6694 og
561 0408, allir velkomn-
ir.
Minningarkort
Minningarkort Graf-
arvogskirkju.
Minningarkort Graf-
arvogskirkju eru til
sölu í kirkjunni í síma
587 9070 eða 587 9080.
Einnig er hægt að nálg-
ast kortin í Kirkjuhús-
inu, Laugavegi 31,
Reykjavík.
Líknarsjóður Dóm-
kirkjunnar, minn-
ingaspjöld seld hjá
kirkjuverði.
Minningarkort Stóra-
Laugardalssóknar,
Tálknafirði til styrktar
kirkjubyggingarsjóði
nýrrar kirkju í Tálkna-
firði eru afgreidd í síma
456-2700.
Minningarspjöld Frí-
kirkjunnar í Hafn-
arfirði fást í Bókabúð
Böðvars, Pennanum í
Hafnarfirði og Blóma-
búðinni Burkna.
Minningarkort Ás-
kirkju eru seld á eft-
irtöldum stöðum:
Kirkjuhúsinu Lauga-
vegi 31, þjón-
ustuíbúðum aldraðra
við Dalbraut, Norð-
urbrún 1, Apótekinu
Glæsibæ og Áskirkju
Vesturbrún 30 sími
588-8870.
KFUM og KFUK og
Samband íslenskra
kristniboða. Minning-
arkort félaganna eru
afgreidd á skrifstof-
unni, Holtavegi 28 í s.
588 8899 milli kl. 10 og
17 alla virka daga.
Gíró- og kredidkorta-
þjónusta.
Minningarkort Hjarta-
verndar, fást á eft-
irtöldum stöðum í
Reykjavík: Skrifstofu
Hjartaverndar, Lág-
múla 9, s. 535-1825.
Gíró og greiðslukort.
Dvalarheimili aldraðra
Lönguhlíð, Garðs Apó-
tek Sogavegi 108, Ár-
bæjar Apótek Hraunbæ
102a, Bókbær í
Glæsibæ Álfheimum 74,
Kirkjuhúsið Laugavegi
31, Bókabúðin
Grímsbæ v/ Bú-
staðaveg, Bókabúðin
Embla Völvufelli 21,
Bókabúð Grafarvogs,
Hverafold 1–3.
Í dag er þriðjudagur 13. ágúst, 225.
dagur ársins 2002. Orð dagsins:
Helga þá í sannleikanum.
Þitt orð er sannleikur.
(Jóh. 17, 17.)
Víkverji skrifar...
VÍKVERJI er daufur í dálkinnþessa dagana. Uppáhalds
knattspyrnumaðurinn hans hefur
lagt skóna á hilluna. Tony Adams,
fyrirliði Englands- og bikarmeist-
ara Arsenal, kynnti lýðnum þetta
formlega um síðustu helgi en ljóst
hafði verið í nokkrar vikur í hvað
stefndi. Mun kappinn nú setjast á
skólabekk eftir langt hlé og nema
íþróttafræði af einhverjum toga.
Adams hefur lifað langan dag í
boltanum, lék sinn fyrsta leik fyrir
Arsenal árið 1983, aðeins 17 ára að
aldri. 21 árs var hann orðinn fyr-
irliði. Hann er tvímælalaust í hópi
svipmestu sparkenda samtímans.
Kannski ekki með flinkustu og fal-
legustu leikmönnum á velli en bætir
það upp með stöðuvitund, skapfestu
og ódrepandi vilja til að vinna. Tony
Adams færir fjöll til að ná því mark-
miði sínu. Enda á hann sigra í
hvorki fleiri né færri en tíu stórum
keppnum að baki með Arsenal, þar
af fjóra Englandsmeistaratitla. Af
þessum tíu bikurum hefur Adams
hafið níu til lofts sem fyrirliði.
Eitt á hann þó eftir: Að sigra í
meistaradeild Evrópu. Því var Vík-
verji sannfærður um að hann sneri
sperrtur undan feldi í haust og
gerði lokaatlögu að þeim helga
kaleik. Það verður ekki.
x x x
ADAMS er ekki aðeins skelegg-ur sparkandi, líf hans utan
vallar hefur á löngum köflum verið
lyginni líkast. Ungur gaf hann sig
gjálífinu á vald og hafði á köflum
meiri ama af Bakkusi bróður en
marksæknustu miðherjum ensku
knattspyrnunnar. Eftir þrjár vikur
á þröm heljar sumarið 1996 sneri
kappinn hins vegar við blaðinu og
hefur staðið beinn síðan. Les nú
ljóð og leikur á píanó sér til dægra-
styttingar. Þó Víkverji eigi alltaf
jafnvont með að sjá það fyrir sér.
Frá glímu þessari greinir Adams
í æviminningum sínum, Addicted
eða Í fjötrum fíknar, sem út komu
haustið 1998. Dregur hann þar
hvergi undan. Það er engu lagi líkt
hvað maðurinn misbauð líkama sín-
um. Þó hélt hann sínu striki á vell-
inum enda var aðeins ein fíkn
vímunni fremri – fótboltinn.
Margar ótrúlegar sögur eru í
bókinni, sumar hverjar býsna
skondnar. Ein er um það þegar
Adams var dæmdur til fangavistar í
kjölfar ölvunaraksturs árið 1990.
Að dómi gengnum var hann færður
í fangageymslur og handjárnaður
við einhvern smákrimma sem flytja
átti með honum í dýflissuna. Braust
sá síðarnefndi um á hæl og hnakka
og hafði á orði að hann gæti nú fellt
sig við tvö ár í grjótinu en fyrir
hann, Tottenham-aðdáandann, væri
það með öllu óþolandi að vera
hlekkjaður við Tony Adams!
Fyrir þá sem ekki vita er Totten-
ham höfuðandstæðingur Arsenal í
Lundúnum og litlir kærleikar þar á
milli.
x x x
VÍKVERJI hefur engin áformum að hætta að fylgjast með
knattspyrnu af þessu tilefni – eig-
inkonu sinni til armæðu. Leikurinn
góði lifir. Án Tony Adams verður
hann bara ekki alveg eins skemmti-
legur.
Af hverju eiga Flug-
leiðir erfitt með að
segja sannleikann?
UNDANFARIN ár hef ég
flogið til Íslands nokkrum
sinnum á ári og hef þá,
eins og aðrir, neyðst til að
fljúga með Flugleiðum þar
sem ekki er um annað
áætlunarflugfélag að
ræða. Ég get ekki hætt að
undrast það, þegar eitt-
hvað hefur farið úrskeiðis,
hve starfsfólk félagsins er
fljótt að grípa til ósann-
inda, þegar það vill ekki
segja sannleikann eða veit
ekki sannleikann. Síðast
gerðist þetta nú fyrir
stuttu.
Hinn 15. júlí flaug ég frá
Keflavík kl. 16.10 til Kaup-
mannahafnar. Bókunar-
staðfestingin sem fylgdi
flugmiða mínum og sam-
ferðamanna minna gaf það
upp að boðið yrði upp á
„dinner“ á leiðinni. Við
urðum nokkuð hissa þegar
í ljós kom að „dinnerinn“
var hálfþurr, pylsubrauðs-
lík samloka í plastfóðri
með áleggi sem vart var
hægt að finna. Ég sýndi
flugfreyjunni bókunar-
staðfestinguna og fékk það
svar að þetta væri sænsku
ferðaskrifstofunni að
kenna. Hið einkennilega
var hins vegar, að íslensk-
ir samferðamenn mínir
höfðu keypt sína flugmiða
á skrifstofu Flugleiða í
Reykjavík og bókunarupp-
lýsingar þeirra voru þær
sömu og mínar. Erfitt að
kenna sænsku ferðaskrif-
stofunni um það.
Af hverju segja Flug-
leiðir ósatt um svona smá-
atriði? Af hverju eru ekki
gefnar réttar upplýsingar,
í þessu tilviki um veitingar
– ekki sé um „dinner“ að
ræða heldur „snarl“? Er
verið að reyna að gefa far-
þegum í skyn að meira sé
innifalið í fargjaldinu en
það sem raunin er? Ég var
ekki eini farþeginn um
borð sem varð í fyrsta lagi
hissa og ekki síður pirr-
aður á þessu.
Það er leitt að á tímum
frjálsra viðskipta skuli
Flugleiðir halda áfram að
haga sér eins og aðeins
einokunarfyrirtæki getur
leyft sér. Sannar og heið-
arlegar upplýsingar er
nokkuð sem eðlilegt er að
farþegar vænti af fyrir-
tæki eins og Flugleiðum.
En svo virðist sem Flug-
leiðir séu ekki á sama máli.
Ef svo væri hefðu bókun-
arupplýsingarnar sem
fylgdu miðum okkar sagt
„snack“ en ekki „dinner“
og svör starfsmanna hefðu
verið önnur en þau sem
gefin voru.
Lennart Bernram,
Aspgatan 20,
426 77 V Frölunda,
Svíþjóð.
Brauðið fyrir Einar
Í VELVAKANDA laugar-
daginn 3. ágúst spurði
Einar hvar fá mætti syk-
ur- og gerlaust brauð. Í
Heilsuhúsinu hefur verið
selt sykur- og gerlaust
brauð til fjölda ára. Brauð-
ið er súrdeigsbrauð og er
til í miklu úrvali.
Örn Svavarsson
Heilsuhúsinu.
Timburmenn sem
gaman er að
NÝVERIÐ sá ég í blaðinu
greinarbút þar sem höf-
undur lýsti óánægju sinni
með þáttinn Timburmenn.
Ég er ósammála viðkom-
andi og mun sakna þátt-
anna, og vonast til að sjá
þá félaga aftur á skjánum
næsta sumar. Ég vona að
þeir hlæi sem mest og taki
ekki mark á þrasgjörnum.
Ein ánægð.
Tapað/fundið
Gönguskór á flakki
STAKUR gönguskór
fannst á Næfurholti hjá
Rangárvöllum. Skórinn er
nokkuð vandaður, og til-
heyrir líklega manni sem
finnandi sá taka ljósmynd-
ir á staðnum. Vitja má
skósins í síma 487 5198.
Úlpan hans
Guðbjörns
DRAPPLITUÐ og svört
úlpa með hettu tapaðist á
leikvelli við Suðurvang í
Hafnarfirði um miðjan
júlí. Úlpan er á að giska í
stærð 152 og merkt Guð-
birni. Finnandi er beðinn
að hringja í síma 692 5133
eða 892 1450
Ertu óstundvís
karlmaður?
ÞÁ ERTU máski eigandi
karlmannsúrs sem fannst
við Laugardalshöll mánu-
daginn 5. ágúst sl. Eigandi
úrsins má vitja þess í síma
520 3000.
Úr og
hringir
UTANGÁTTA borgarbúi
glataði fyrir röskum
tveimur vikum úri og fjór-
um hringjum, að öllum lík-
indum í austurhluta
Reykjavíkur.
Úrið er silfurlitað með
blárri, ferkantaðri skífu,
en þrír hringanna eru
gylltir og sá fjórði úr
hvítagulli. Einn gylltu
hringanna er með nk.
perlu en hvítagulls-
hringurinn með glærum
steini. Skilvís finnandi vin-
samlega hafi samband í
síma 694 1143.
Jakki á
Vegamótum
SVARTUR jakki með
sjóliðasniði var tekinn í
misgripum á veitinga-
staðnum Vegamótum 2.
ágúst sl. Jakkinn er blár
að lit með svörtum tölum.
Skilvís finnandi vinsam-
lega hafi samband í síma
822 0979.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15.
Netfang velvakandi@mbl.is
K r o s s g á t a
LÁRÉTT:
1 gistihús, 4 bur, 7 káfa, 8
spottum, 9 þegar, 11
mjög, 13 drótt, 14 styrkir,
15 bás, 17 mynni, 20 bók-
stafur, 22 hænan, 23 urg,
24 deila, 25 bik.
LÓÐRÉTT:
1 lyfta, 2 skjálfa, 3 fugl-
inn, 4 digur, 5 ófrægði, 6
rekkjan, 10 heldur, 12
melrakka, 13 skar, 15
hörfar, 16 sjáum, 18
dæma, 19 ganga saman,
20 ljúka við, 21 auðugt.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
Lárétt: 1 föngulegt, 8 stuna, 9 frísk, 10 fet, 11 aftra, 13
apann, 15 fress, 18 óðals, 21 tel, 22 ruggu, 23 örðug, 24
hindrunin.
Lóðrétt: 2 öfugt, 3 grafa, 4 lyfta, 5 grípa, 6 æska, 7 skin,
12 rós, 14 puð, 15 ferð, 16 eigri, 17 stund, 18 ólötu, 19
auðri, 20 sögn.
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16