Morgunblaðið - 13.08.2002, Page 45

Morgunblaðið - 13.08.2002, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. ÁGÚST 2002 45 DAGBÓK Opið virka daga frá kl. 10-18. Lokað á laugard. í sumar Sími 567 3718 ÚTSÖLUTILBOÐ Öll undirföt á hálfvirði 30% afsláttur af sundfötum, náttfötum og heimasettum H a u s t v ö r u r Hef opnað AUGNLÆKNASTOFU á Hverfisgötu 76, 101 Reykjavík. Tímapantanir alla virka daga kl. 9–15 í síma 568 0070. Harpa Hauksdóttir AUGNLÆKNIR Tekið er við tímapöntunum og skilaboðum alla virka daga frá kl. 9-17 í síma 511 8040 Ólafur Þór Ævarsson, dr. med., geðlæknir Hef flutt starfsemi mína í læknastofuna Skipholti 50B Á góðum bíl í Evrópu Hringdu til AVIS í síma 591-4000 Pantaðu AVIS bílinn þinn áður en þú ferðast – Það borgar sig (Verð miðast við lágmarksleigu 7 daga) Innifalið í verði er ótakmarkaður akstur, trygging, vsk. og flugvallargjald. Bretland kr. 3.000,- á dag Ítalía kr. 3.700,- á dag Frakkland kr. 3.000,- á dag Spánn kr. 2.200,- á dag Portúgal kr. 2.600,- á dag Danmörk kr. 3.500,- á dag www.avis.is Við reynum betur BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 15. júní sl. af sr. Guð- nýju Hallgrímsdóttur þau Hildur Óskarsdóttir og Gunnar Gunnbjörnsson, heimili þeirra er í Einars- nesi 62a, Reykjavík. Ljósmynd/ Skugginn BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 15. júní sl. í Laug- arneskirkju af sr. Bjarna Karlssyni þau Guðrún Ás- geirsdóttir og Jón Hannes Karlsson. Þau eru til heimilis í Gnoðarvogi 26, Reykjavík. Ljósmynd/ Mynd, Hafnarfirði STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake LJÓN Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þér býðst að læra eitthvað öðruvísi og spennandi, gakktu til verks með opnum huga. Naut (20. apríl - 20. maí)  Láttu ekki formfestuvana þinn og íhaldssemi blinda þig er yfirmaður kemur með nýj- ar tillögur um aðferðir til að bæta starfsframmistöðu þína. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Nýjar ástir kunna að kvikna í dag horfir þú í réttar áttir. Of oft sendum við frá okkur letj- andi skilaboð, ekki gera það í dag. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Alveg ný notkun kunnuglegs hlutar gæti átt sér stað í dag og bætt heimilið eða hjálpað vini eða kunningja með ein- hverjum hætti. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú hefur þörf fyrir andlega uppörvun í dag, vilt gera eitt- hvað sem brýtur upp rútín- una. Þess vegna leitar þú uppi annað fólk en þú um- gengst jafnan. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú kannt að kaupa eitthvað óvenjulegt en þægilegt í dag. Gæti verið dót, tæki eða óþarfa glys og glingur. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú mátt búast við því að verja kvöldinu í framandi umhverfi. Þér finnst þú fjörga lífið og auka bjartsýni með hvatvísri ákvörðun þinni um að breyta til. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Notaðu daginn til þarfra breytinga í einkalífi eða á heimilinu. Taktu mót nýjum tæknilausnum með jákvæð- um huga. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Góður vinur kann að koma þér á óvart í dag. Sýndu sveigjanleika því líklegt er að áætlanir breytist. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Fljóthuga innkaup eru líkleg í dag, líklega kaupirðu eitt- hvað sem lagar stöðu þína gagnvart öðrum, þeir telja þig mikilvægari á eftir. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Fólk sem hefur ólíkar skoð- anir og viðhorf en þú á hug þinn allan í dag. Það eykur þér víðsýni að kynnast því hvernig aðrir lifa lífinu. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Óvænt aðstoð gleður hjartað í dag en það er ótrúlegt hvernig smáskammtur af hugulsemi getur virkað hvetj- andi. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Afmælisbörn dagsins: Andlegt atgervi þitt er óbug- anlegt, þegar þú hefur tekið afstöðu fær ekkert henni hnikað. Svo mikið er hug- rekki þitt að þú getur yf- irstigið ókleifar hindranir, persónuleiki þinn er ein- stakur. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson AFKÖSTIN eru oft erfið í vörninni, ekki síst þegar kastþröng liggur í loftinu. Spilið að neðan kom upp í Bikarleik fyrir skömmu milli sveita Ragnheiðar Nielsen og Þrastar Árnasonar. Suður gefur; allir á hættu. Norður ♠ Á102 ♥ D75 ♦ ÁK8 ♣ÁK108 Vestur Austur ♠ D9765 ♠ G84 ♥ 4 ♥ G86 ♦ 976 ♦ DG103 ♣G542 ♣D93 Suður ♠ K3 ♥ ÁK10932 ♦ 542 ♣76 Á báðum borðum voru sögð 7 hjörtu í NS. Kristján Blöndal og Matthías Þor- valdsson í sveit Ragnheiðar sögðu þannig á spilin: Vestur Norður Austur Suður -- -- -- 1 hjarta Pass 2 lauf Pass 2 hjörtu Pass 3 hjörtu Pass 3 spaðar Pass 4 grönd Pass 5 hjörtu Pass 5 grönd Pass 6 hjörtu Pass 7 hjörtu Allir pass Kristján var sagnhafi í suður og fékk út tromp. Tólf slagir eru upplagðir og tveir möguleikar á þeim þrett- ánda. Annars vegar má spila vestur upp á litlun hjónin í laufi og djúpsvína tíunni (sem ekki gengur) eða spila upp á einhvers konar þving- un með þeim aukamöguleika að fella DG þriðju í laufi. Kristján valdi þann kostinn. Hann spilaði þrisvar trompi, tók svo ÁK í laufi og stakk lauf. En nú þarf að staldra við. Hverju henti vestur í tromp- in? Einum spaða og einum tígli. Fátt virðist eðlilegra, en tígulafkastið frá níunni þriðju er þó banvænt fyrir vörnina. Kristján tók ÁK í tígli, fór heim á spaðakóng og rúllaði niður trompunum: Norður ♠ Á10 ♥ -- ♦ -- ♣10 Vestur Austur ♠ D9 ♠ G8 ♥ -- ♥ -- ♦ -- ♦ D ♣G ♣-- Suður ♠ 3 ♥ 2 ♦ 5 ♣-- Síðasta trompið laðar fram tvöfalda kastþröng. Báðir andstæðingarnir verða að henda spaða, svo að spaðatían varð þrettándi slagurinn. Vörnin hefur betur ef vestur hangir á þriðja tígl- inum og lætur makker sinn um að valda spaðann, en sú vörn er mjög erfið. Al- slemman fór niður á hinu borðinu og sveit Ragnheiðar fékk 20 IMPa fyrir spilið. Árnað heilla SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson 1. d4 d5 2. Rf3 Rf6 3. c4 dxc4 4. e3 e6 5. Bxc4 c5 6. O-O a6 7. a4 Rc6 8. De2 cxd4 9. Hd1 Be7 10. exd4 O-O 11. Rc3 Rb4 12. Re5 Rfd5 13. Re4 b6 14. Ha3 Bb7 15. Hh3 Rc7 16. Dg4 Re8 Staðan kom upp í Ave- Kontakt-flokknum á Olomouc-skákhátíðinni sem lauk fyrir skömmu í Tékklandi. Gamla kempan og stórmeist- arinn frá Slóvakíu, Jan Plachetka (2.439) hafði hvítt gegn Taniu Sachdev (2.140) frá Indlandi. 17. Bxe6! Bxe4 Svartur yrði mát eftir 17...fxe6 18. Dxe6+ Kh8 19. Rg6#. Í framhaldinu á hann sér einnig ekki við- reisnar von. 18. Dxe4 Rf6 19. Df5 Dd6 20. Bb3 Rc6 21. Bg5 og Hvítur á leik. svartur gafst upp. Loka- staða flokksins varð þessi: 1.-2. Jan Plachetka (2.439) og Petr Nauman (2.410) 8 vinninga af 10 mögulegum 3. NeklanVyskocil (2.354) 7½ v 4. Bernd Meissner (2.382) 7½ v. 5.-6. Vladim- ir Shushpanov (2.409) og Konstantin Maslak (2.361) 6½v. 7. Bakalarz Mieczyslaw (2.321) 6 v. 8. Jakub Krejci (2.286) 5 v. 9. Yudania Hernandez (2.264) 4½ v. 10. Gabriela Hitzgerova (2.230) 2½ v. 11. Kumar Himanshu 1½ v. 50 ÁRA afmæli. Í dag,þriðjudaginn 13. ágúst, er fimmtug Ólafía Ottósdóttir, verslunarmað- ur, Klapparbergi 13, Reykjavík. Eiginmaður hennar er Hreinn Ómar Sigtryggsson. Þau eru að heiman í dag. Ljósmynd/ Mynd í Hafnarfirði BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 25. maí sl. í Kópa- vogskirkju af sr.Vigfúsi Þór Árnasyni þau Hólmfríður Ása Guðmundsdóttir og Sigurgeir Már Halldórsson. Þau eru búsett í Reykjavík. LJÓÐABROT ERLA Erla, góða Erla! Ég á að vagga þér. Svíf þú inn í svefninn í söng frá vörum mér. Kvæðið mitt er kveldljóð því kveldsett löngu er. Úti þeysa álfar um ísi lagða slóð. Bjarma slær á bæinn hið bleika tunglskinsflóð. Erla, hjartans Erla, nú ertu þæg og góð! Æskan geymir elda og ævintýraþrótt. Tekur mig með töfrum hin tunglskinsbjarta nótt. Ertu sofnuð, Erla? Þú andar létt og rótt. - - - Stefán frá Hvítadal MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynning- ar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrir- vara fyrir sunnudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistil- kynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og síma- númer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréf- síma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.