Morgunblaðið - 13.08.2002, Page 52

Morgunblaðið - 13.08.2002, Page 52
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 13. ÁGÚST 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. VIÐ alvarlegu fjöldaslysi lá þegar stórt regnskyggni féll ofan á tugi manna sem voru að fylgjast með skemmtidagskrá á Ingólfstorgi í tengslum við Hinsegin daga sl. laug- ardag. Voru 23 áhorfendur fluttir á slysadeild, þar af 15 börn og um tugur manna til viðbótar fór á eigin vegum á slysadeild til aðhlynningar. Gekk með brákaða hálsliði frá Ingólfstorgi að Dómkirkjunni Þrettán ára stúlka, Brynhildur Bolladóttir, var meðal þeirra sem slösuðust þegar skyggnið féll ofan á hana en hún rotaðist og kom í ljós við sneiðmyndatöku að tveir háls- liðir voru brákaðir. Vinkona hennar slasaðist einnig og fékk samfall á hryggjarlið. „Ég man fyrst eftir mér þegar ég sá blóðdropa á götunni og náði í gleraugun mín. Ég vissi aldrei að ég hefði rotast en var að drepast í bak- inu, hálsinum og höfðinu og fór há- grátandi í burtu,“ segir Brynhildur en í öllum látunum eftir að skýlið féll gekk hún allt frá Ingólfstorgi að Dómkirkjunni til að reyna að ná símasambandi og fá hjálp. Það var ekki fyrr en hún var komin að kirkj- unni sem tvær konur tóku eftir því að eitthvað amaði að og buðu aðstoð sína. Hún reyndi að hringja í pabba sinn úr farsíma en náði ekki í gegn vegna álags á símkerfið. Settist hún þá niður til að senda honum SMS- skilaboð úr símanum. Skilboðin voru: „Tad datt a mig tak. Mer er illt. Nadu i mig.“ Pabbi hennar sem var í gönguferð við Hafravatn, botn- aði ekki í skilaboðunum en hann náði ekki símasambandi við dóttur sína þar sem álagið á kerfið var svo mikið. Hringdi hann því í móðurina sem dreif sig af stað niður í miðbæ til að sækja stúlkuna og kom henni á slysadeild. Lét undan þunga fólks sem hafði klifrað upp á skyggnið Ástæður slyssins voru þær að fólk hafði komið sér fyrir ofan á skyggn- inu uns það lét undan þunganum. Mikill fjöldi fólks var á torginu þeg- ar slysið varð og reyndist torvelt fyrir sjúkralið og lögreglu að kom- ast að. Um 30 manns slösuðust þegar skyggni féll á áhorfendur á Ingólfstorgi Morgunblaðið/Árni Sæberg Mæðgurnar Ásta Thoroddsen og Brynhildur Bolladóttir eru þakklátar fyrir að ekki fór verr. Brynhildur þarf að vera með hálskraga næstu sex vikurnar. „Það datt á mig þak – mér er illt“  Slysið kom öllum/6 SAMÞYKKT var á fundi stofnfjár- eigenda Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis í gær að falla frá ákvæð- um í samþykktum SPRON um tak- mörk á fjölda hluta í eigu einstakra stofnfjáreigenda. Ari Bergmann Einarsson, formaður Starfsmanna- sjóðs SPRON, sem gert hefur stofn- fjáreigendum tilboð í hlut þeirra á genginu 5,5, segir að þessi samþykkt sé forsenda fyrir því að tilboðið nái fram að ganga. Jón G. Tómasson, stjórnarformað- ur SPRON, sagði að stjórnin væri samþykk tillögunni en áfram stæði það ákvæði í samþykktum SPRON að hver stofnfjáreigandi færi ekki með meira en 5% magn atkvæða. Aðalumræðuefni fundarins var yf- irtökutilboð Búnaðarbanka Íslands og greinargerð frá Fjármálaeftirlit- inu um réttmæti þess að stofnfjár- eigendum sé heimilt að selja hluti sína. Lýsti ánægju með tilboð Starfsmannasjóðsins Pétur Blöndal alþingismaður og einn þeirra fimm stofnfjáreigenda, sem með buðu stofnfjáreigendum með stuðningi Búnaðarbankans að kaupa hlut þeirra, kvaðst ánægður með tilboð Starfsmannasjóðs SPRON, sem væri miðað við gengið 5,5. Sagðist hann styðja stjórnina heils hugar í því að taka því tilboði að fengnu samþykki Fjármálaeftirlits- ins. Fram kom í máli Jóns G. Tómas- sonar að stjórnin telur grundvöll fyr- ir vexti og viðgangi SPRON með til- boði Starfsmannasjóðs SPRON um viðskipti með stofnfé að fengnu sam- þykkti Fjármálaeftirlitsins. Sagði Jón þann grundvallarmun á tilboði fimmmenninganna og Starfsmanna- sjóðsins að við tilboð fimmmenning- anna myndi sparisjóðurinn renna inn í Búnaðarbankann en tilboð Starfsmannasjóðsins gerði ráð fyrir að hann starfaði áfram sem sjálf- stæður sparisjóður. Yfir 500 manns á fundi stofnfjáreigenda SPRON Fallið frá takmörkunum á hlut stofnfjáreigenda Morgunblaðið/Arnaldur Biðröð myndaðist í anddyri og út á bílastæði við Grand hótel þegar stofnfjáreigendur streymdu á fundinn.  Munum ekki/4 FORSETI Lettlands, Vaira Vike- Freiberga, kom til Íslands í gær í tveggja daga opinbera heimsókn ásamt eiginmanni sínum, Imants Freibergs, og um 40 manna við- skiptasendinefnd. Með gestunum er einnig hópur lettneskra frétta- manna. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, tók á móti Vike- Freiberga á Bessastöðum í gær- morgun og kynnir hana hér fyrir Davíð Oddssyni forsætisráðherra og fleiri íslenskum ráðamönnum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Forseti Lettlands í heimsókn  Stuðningur/26 Í ATHUGASEMDABRÉFI sem Kópavogsbær hefur sent borgaryfir- völdum í Reykjavík og undirritað er af Sigurði Geirdal bæjarstjóra vegna tillögu að deiliskipulagi Norðlinga- holts, sem nú er í kynningu, er lagt til að fallið verði frá jafnþéttri byggð og ráðgert er að reisa á svæðinu. Bent er á að 3.000–3.300 manna byggð með sex hæða blokkum ásamt atvinnuhúsnæði og tveimur bensín- stöðvum í Norðlingaholti muni slíta tengslin milli útivistarsvæðis við Rauðavatn annars vegar og útivistar- svæða við Rauðhóla og Elliðavatn hins vegar. Segir þar að byggðin í Norðlingaholti muni mynda „fimbul- stíflu“ og verða taktleysa milli fjöl- sóttra útivistarsvæða. Minnt er á að í lögsögu Kópavogs, á svokölluðu norðursvæði Vatnsenda, sé gert ráð fyrir 8,5 íbúðum á hvern hektara en að þéttleiki byggðar í Norðlingaholti sé 26 íbúðir á ha. Ennfremur er bent á að fjögurra til sex hæða blokkir, sem fyrirhugað er að reisa suðvestast á deiliskipulags- svæðinu, séu aðeins í 50–60 m fjar- lægð frá bakka Bugðu. Í umhverf- isáætlun Reykjavíkurborgar – Stað- ardagskrá 21, komi hins vegar fram að unnið verði að stofnun fólkvangs og friðlýsingu á 100–200 m svæði um- hverfis Úlfarsá, Leirvogsá og vatna- svæði Elliðavatns, þ.e. Bugðu, Suðurá og Hólmsá. Að sögn Helgu Bragadóttur, skipu- lagsfulltrúa Reykjavíkur, er svæðið utan hins sk. Græna trefils eins og hann kemur fram á svæðisskipulagi og aðalskipulagi og liggur austan við svæðið og vestan við Rauðhóla. Kópavogsbær gagnrýnir tillögu að deiliskipulagi Norðlingaholts Slítur tengsl á milli útivist- arsvæða  Reginmunur á/14

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.