Morgunblaðið - 22.08.2002, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.08.2002, Blaðsíða 1
 Æptu/22 ingar við rannsókn málsins. Voru dæmi þess að fólk hefði komið með börn sín á staðinn, sem síðan brustu í grát þegar foreldrarnir gerðu að- súg að Carr. Ástandið varð verst þegar hún var flutt á brott frá dómshúsinu. Þá hafði fólksfjöldinn margfaldast og átti lögregla fullt í fangi með að hemja fólkið, sem vildi ná til hinnar ákærðu. MAÐUR með heimagert skilti, sem á stendur „tökum samstundis aftur upp hengingar“, í hópi fólks, sem safnaðist saman við dómshúsið í Peterborough í Bretlandi í gær- morgun. Þar var lesin upp ákæra á hendur Maxine Carr. Carr er unn- usta Ians Huntley, sem ákærður er fyrir að hafa myrt tvær breskar tíu ára stúlkur, en Carr var í gær form- lega ákærð fyrir að hafa veitt lög- reglu vísvitandi rangar upplýs- Gríðarleg reiði í Bretlandi Reuters 195. TBL. 90. ÁRG. FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 22. ÁGÚST 2002 TÍU FÓRUST og um tíu þúsund misstu heimili sín þegar 125 ára gömul stífla brast í Madhya Prad- esh-fylki á Indlandi, að sögn emb- ættismanna í gær. Íbúar á svæðinu voru fluttir í flóttamannabúðir eft- ir að um fimm metra breið sprunga kom í stífluna á þriðjudag en vatnsflaumurinn svipti svo allri stíflunni með sér nokkrum klukkutímum síðar. Á myndinni sjást fórnarlömb flóða í Bihar-fylki yfirgefa heimili sín en alls hafa nærri 950 manns farist í miklum flóðum í Suð- austur-Asíu undanfarna tvo mán- uði, þar af að minnsta kosti 376 á Indlandi. AP Stífla brast á Indlandi  Neyðarástandi/24 RÚMLEGA þrítug kona hefur verið ákærð í Bandaríkjunum fyrir að hafa stefnt lífi barna sinna í hættu en þrjú korna- börn hennar sólbrunnu illa á útihátíð sem haldin var nýverið í heimabæ hennar, Brilliant í Ohio-ríki. Konan á yfir höfði sér fimmtán ára fangelsisdóm verði hún fundin sek. Fred Abdalla, sýslumaður í Jefferson-sýslu í Ohio, sagði að ekki hefði verið annað hægt en handtaka konuna, Eve Hibbits, því andlit barna hennar, sem eru tveggja ára og tíu mánaða gömul, hefðu verið „eldrauð“ eftir að þau höfðu verið úti í sól- inni heilan dag, í 35 stiga hita, án nokkurra sólarvarna. Ákærð fyrir sólbrunann Washington. AP, AFP. MICHAEL Kopper, sem áður var einn af stjórnendum bandaríska orkufyrirtækisins Enron, játaði fyrir rétti í gær að vera sekur um fjársvik og peningaþvætti. Var þetta í sam- ræmi við samkomulag sem hann gerði við saksóknara en í því felst einnig að Kopper mun skila aftur fé að jafnvirði um milljarður króna, sem hann viðurkennir að hafa aflað sér með sviksamlegum hætti. Kopper var yfirmaður fjármála- deildar Enron undir stjórn Andrew Fastows fjármálastjóra, en hætti hjá Enron nokkrum mánuðum áður en fyrirtækið varð gjaldþrota og tók við dótturfyrirtækinu Chewco. Chewco er eitt af mörgum sem notuð voru til að fela skuldir Enron að frumkvæði Fastows. Þá eru þeir Kopper og Fastow einnig sagðir hafa notað fyr- irtækin til að skjóta undan milljörð- um íslenskra króna sem þeir eiga að hafa stungið í eigin vasa. Saksóknarar rannsaka nú hvort stjórnendur Enron, þar á meðal Kenneth Lay fyrrverandi stjórnar- formaður og Jeff Skilling fyrrver- andi forstjóri, vissu um net aðildar- félaga, sem aðallega voru keypt fyrir hlutafé í Enron og notuð til að fela skuldir og ýkja hagnað móðurfélags- ins. „Það er alltaf mikilvægt þegar tekst að snúa innanbúðarmanni,“ sagði Stephen M. Ryan, fyrrverandi saksóknari. „Hann getur bent á tengsl skjala og fundargerða og sagt frá því sem raunverulega gerðist.“ Einn stjórnenda játar sekt sína Houston. AP, The Los Angeles Times. Kaflaskil í Enron-málinu ÞRÁTT fyrir töluverða andstöðu hefur Pervez Musharraf, forseti Pakistans, samþykkt breytingar á stjórnarskrá landsins sem fela í sér töluverða aukningu á völdum hans, þar á meðal rétt til að rjúfa þing. Áhrif hersins á stjórnmál í landinu aukast einnig til muna og segir Musharraf það gert til að minnka lík- ur á að herinn ræni völdum. „Pak- istan gengur nú í gegnum breytinga- tímabil sem ráða mun úrslitum fyrir framtíð landsins,“ sagði forsetinn á blaðamannafundi í gær. „Við erum að breyta Pakistan úr lýðræðislegu einræðisríki í eiginlegt lýðræðis- ríki.“ Stjórnarskrárákvæðið sem vakið hefur hvað mesta athygli kveður á um stofnun þjóðaröryggisráðs, sem í munu eiga sæti fulltrúar ríkisstjórn- ar, stjórnarandstöðu og hersins. „Ég fullyrði að eigi að halda hernum utan við stjórnmál verði að bjóða honum inn,“ sagði hann. „Valdarán hersins munu heyra sögunni til vegna þess að við höfum hleypt þeim inn [í ráðið] sem geta tekið fljótfærnislegar ákvarðanir.“ Hlutverk þjóðarörygg- isráðsins verður að gefa sitjandi rík- isstjórn ráð varðandi mikilvæg inn- an- og utanríkismál. „Það mun ekki skipta sér af stjórn landsins,“ sagði forsetinn. Herinn sagður of valdamikill Musharraf, sem tók sér forseta- tign eftir valdarán hersins árið 1999, tilkynnti einnig í gær að hann myndi sitja áfram í embætti forseta og yf- irmanns heraflans næstu fimm árin. Þessi framlenging á umboði hans var samþykkt í umdeildri þjóðarat- kvæðagreiðslu í apríl síðastliðnum, en stjórnarandstæðingar segja stuðningsmenn forsetans hafa staðið fyrir umfangsmiklu kosningasvindli til að fá fram niðurstöðu sem þeim var þóknanleg. „Breytingaskeiðið er mjög mikilvægt þannig að ég sé að mín verður þörf,“ sagði hann. Kvað hann hlutverk sitt vera of mikilvægt til að hann gæti látið það af hendi. Eins og áður segir mun Musharraf hafa vald til að rjúfa þing landsins hvenær sem er. Þingið hefur ekki komið saman frá því að herinn rændi völdum fyrir þremur árum, en boðað hefur verið til þingkosninga tíunda október næstkomandi. Forsetinn hætti þó við að samþykkja stjórnar- skrárákvæði sem hefðu fært honum vald til að reka ráðherra í ríkisstjórn landsins. Hafa fulltrúar stjórnarandstöðu gagnrýnt stjórnarskrárbreytingarn- ar harðlega, sérstaklega stofnun ör- yggisráðsins, sem þeir segja munu stefna lýðræði í landinu í voða. Hafa þeir af því áhyggjur hve hernum eru tryggð mikil völd með stjórnarskrár- breytingunum, en hann hefur farið með stjórn landsins í samtals 27 ár af þeim 55 árum sem liðin eru frá stofn- un Pakistans. Umfangsmiklar stjórnarskrárbreytingar í Pakistan Völd hersins aukin til muna Islamabad. AP, AFP. Bandaríkin styðja við umbætur Washington. AFP. BANDARÍKJASTJÓRN hyggst hrinda úr vör áætlun sem hefur það að markmiði að stuðla að lýðræðisleg- um umbótum í Mið-Austurlöndum. Tilgangurinn er að draga úr fæð sem íbúar þessa heimshluta leggja á Bandaríkin. Búist er við að Colin Powell utan- ríkisráðherra opinberi áætlunina og útskýri áformin i stefnuræðu um miðjan næsta mánuð en verkefnið mun að sögn embættismanna eink- anlega snúast um þróun efnahags- legra verkefna og að treysta pólitíska öryggisventla, eins og komist er að orði. Ætlunin er að styðja fjárhagslega við umbætur á sviði efnahags-, stjórn- og menntamála. Þá verður fjármunum varið til þess að þjálfa pólitíska athafnamenn, blaðamenn og forystumenn launþegasamtaka. Er þetta liður í endurskoðun og úttekt á skilvirkni efnahagsaðstoðar Banda- ríkjamanna við ríki í Mið-Austurlönd- um, sem nemur um 85 milljörðum ís- lenskra króna á ári. Telja stjórnvöld í Washington að bandarískum hags- munum stafi hætta af vaxandi fátækt og einræði í Mið-Austurlöndum. Mið-Austurlönd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.