Morgunblaðið - 22.08.2002, Side 8
FRÉTTIR
8 FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Námstækni – vinnubrögð í námi
Net og
námstækni
NÁMSTÆKNI eröllum námsmönn-um mikilvæg,
hvort sem þeir eru ungir
eða aldnir, á skólabekk eða
heima við tölvuna. Margar
rannsóknir hafa sýnt að ef
rétt er á málum haldið má
ná mun betri árangri í
námi, og láta sér líða betur
á sama tíma. Þess vegna er
öllum námsmönnum, og
fjölskyldu þeirra líka, mik-
ilvægt að átta sig á helstu
atriðum sem skipta máli í
námstækni. Ásta Kr.
Ragnarsdóttir er ráðgjafi
hjá nema.is, sem veitir
þjónustu og ráðgjöf á sviði
náms- og starfsráðgjafar.
Morgunblaðið ræddi við
Ástu um námstækni al-
mennt, og um ný námskeið
sem hún ásamt Kristínu Guð-
mundsdóttur, hjá fyrirtækinu
SamVil, standa að.
– Hver er tilgangur námskeið-
anna?
„Að kynna fyrir fólki náms-
tækni og vinnubrögð í námi með
fjarkennslu. Allt nám kallar á
skipulögð, öguð vinnubrögð, og
líkt og í öllu öðru námi er nauð-
synlegt að setja sig í nýjar stell-
ingar við fjarnám. Það er tákn
nýrra tíma að fólk um allt land
geti stundað nám með aðstoð
tölvu og símalínu, en til þess að fá
sem mest nám út úr fjarnámi þarf
að skilgreina vel hvernig er best
að læra og öðlast skilning á við-
fangsefninu. Þetta námskeið
hentar reyndar öllum sem vilja
bæta námstækni sína og vinnulag
og ég hef ekki hitt marga náms-
menn sem telja sig fullnuma í
námstækni.“
– Hvernig eru námskeiðin
hugsuð?
„Þau eru unnin í samstarfi við
Kristínu Guðmundsdóttur, sem
sér um vefinn www.konur.is, þar
sem í boði eru mörg fjarnámskeið
á ýmsum sviðum, bæði fyrir konur
og karla. Fyrsta námskeiðið á
sviði félagsvísinda er um náms-
tækni, og þar fær hún mig til sam-
starfs. Ég legg fram efni sem ég
hef þróað og notað lengi, og kynnt
er á síðunni www.nema.is. Ég hef
haldið fjölmörg námskeið um
námstækni, en þetta er í fyrsta
sinn með fjarnámssniði. Foreldr-
ar hafa gjarnan samband við mig
vegna náms barna sinna og hug-
myndin er því að foreldrar og
námsmenn geti farið á námskeið í
námstækni með hjálp nýjustu
tölvutækni. Þörfin er mikil og
kröfur menntakerfisins minnka
ekki. Margir aðstandendur eru
ekki vel að sér í nútíma náms-
tækni og miða eðlilega kunnáttu
sína við námsár sín. Með bættri
undirstöðukunnáttu má veita mik-
ilvægan stuðning á heimilinu og
bregðast rétt við álagi af völdum
námsins. Nútíma menntakerfi er
ógnandi í augum margra og þessu
námskeiði er ætlað að koma til
móts við þarfir þeirra sem námið
stunda hvort sem það
er í gegnum fjarnám
eða staðbundið nám.
Því er einnig ætlað að
mæta þörfum þeirra
sem að námsfólkinu
standa og vilja leggja sitt af mörk-
um til stuðnings og hvatningar
þeim til handa.“
– Á hverju þurfa þeir, sem eru í
fjarnámi, sérstaklega að halda?
„Viðkomandi stendur sjálfstæð-
ur að náminu og þarf að beita sig
enn meiri aga en við staðbundið
nám í skóla. Unnið er á eigin for-
sendum og oft þarf að fella námið
inn í bókaða dagskrá, til dæmis ef
námið er stundað samhliða vinnu.
Skipulagning tímans er því mjög
mikilvæg. Viðkomandi verður að
búa sér til nokkurs konar gulrót
sem dregur hann áfram í náminu
og gera lestur námsefnis að virku
atferli.“
– Á hvern hátt má gera lestur
námsbókanna árangursríkari?
„Við lesturinn er best að hugsa
sér að verið sé að hlaða heilann
með upplýsingum. Tölvan er sett
upp á sama hátt og heilinn þegar
allt gengur að óskum. Upplýsing-
ar eru flokkaðar niður, skráðar og
geymdar í tölvunni. Sama gengur
í heilanum ef námið er stundað
með vakandi vitund. Við erum að
vinna upp þekkingarkerfi sem við
byggjum á í framtíðinni. Að sama
skapi þarf að flokka upplýsingarn-
ar svo hægt sé að nálgast þær að
nýju.
Við lestur námsbókanna er gott
að hefjast handa á upprifjun á því
sem síðast var lesið. Með þeim
hætti vinnum við okkur inn í
námsefnið og einbeitum okkur að
viðfangsefninu. Bera má upphaf
námsins saman við myndatöku,
þar sem stilla þarf linsu vélarinn-
ar í samræmi við það sem taka á
mynd af. Um leið og skerpan er
orðin góð er hægt að hefjast
handa. Gott er að hafa í huga
hvernig námsþættir tengjast,
hvernig umræðuefni fléttast sam-
an og mynda eina heild. Þegar
lestri lýkur er einnig nauðsynlegt
að líta yfir efnið sem lesið var í það
skiptið, taka það saman í hugan-
um og komast að niðurstöðu um
hvaða upplýsingum var safnað.“
– Hvenær hefjast
námskeiðin hjá ykkur?
„Þau hefjast í sept-
ember. Við hvetjum
fólk um allt land að
kynna sér úrval nám-
skeiðanna á www.konur.is. Fjar-
nám er spennandi kostur, mögu-
legt hvaðanæva og eykur tækifæri
fjölda fólks til frekara náms.
Tækifærið má ekki láta fram hjá
sér fara.“
Allar nánari upplýsingar um
námskeiðin og hugmyndafræði
námstækninnar má finna á heima-
síðum fyrirtækjanna, www.nema.-
is og www.konur.is.
Ásta Kr. Ragnarsdóttir
Ásta Kr. Ragnarsdóttir fædd-
ist í Reykjavík 25. ágúst 1952.
Hún lauk stúdentsprófi 1973 frá
Menntaskólanum við Tjörnina.
Eftir BA-nám við Háskóla Ís-
lands lauk hún framhaldsnámi í
náms- og starfsráðgjöf frá há-
skólanum í Þrándheimi. Ásta
starfaði um 18 ára skeið sem
námsráðgjafi við Háskóla Íslands
en starfar nú sjálfstætt. Hún er
gift Valgeiri Guðjónssyni tónlist-
armanni og eiga þau þrjú börn.
Fjarnemi þarf
aga og skipu-
lag í náminu
ÚRSKURÐARNEFND fjarskipta-
og póstmála hefur fellt úr gildi úr-
skurð Póst- og fjarskiptastofnunar
frá því í mars sl. þess efnis að Ís-
landspósti á Dalvík sé heimilt að
setja póst til heimilisfólksins í Ár-
gerði í útjaðri bæjarins í póstkassa
við heimreiðina. Telur úrskurðar-
nefndin því að Íslandspósti sé
óheimilt að setja póst í kassann
heldur skal hann borinn heim að
bænum og settur inn um bréfalúg-
una, líkt og heimilisfólkið hafði far-
ið fram á en fengið neitun frá fyr-
irtækinu.
Árgerði hefur póstnúmerið 620
og tilheyrir samkvæmt því svoköll-
uðu þéttbýli Dalvíkur. Húsið er
betur þekkt sem gamli læknisbú-
staðurinn og er á áberandi stað við
veginn þegar komið er til Dalvíkur
frá Akureyri, tæpan kílómetra frá
sjálfu þéttbýli bæjarins.
Ingveldur Bjarnadóttir býr í Ár-
gerði ásamt fjölskyldu sinni og rek-
ur þar gistiheimili og glervinnu-
stofu. Hún sagðist í samtali við
Morgunblaðið fagna niðurstöðu úr-
skurðarnefndarinnar og vonaðist
til þess að nú væri lokið baráttu
hennar við Íslandspóst sem hefði
byrjað fyrir fimm árum þegar hún
flutti í Árgerði. Hún bjó áður í
Keflavík og starfaði í tæp 30 ár hjá
Pósti og síma á Keflavíkurflugvelli.
Nefndin felldi úrskurð sinn um
miðja síðustu viku og sagðist Ingv-
eldur nú vera farin að fá póstinn
inn um bréfalúguna, eins og hún
hefði barist fyrir til að fá sambæri-
lega þjónustu og aðrir íbúar Dal-
víkur í póstnúmerinu 620. Ingveld-
ur sagði marga hafa verið í sömu
sporum og hún, m.a. eldra fólk sem
byggi í útjaðri Dalvíkur og þyrfti
að sækja sinn póst á pósthúsið.
Í úrskurði sínum frá 20. mars sl.
komst Póst- og fjarskiptastofnun
að þeirri niðurstöðu að Árgerði til-
heyrði ekki þéttbýli Dalvíkur, sam-
kvæmt skipulagsuppdrætti frá
sveitarfélaginu. Vísaði stofnunin til
reglugerðar um grunnpóstþjónustu
sem gæfi Íslandspósti heimild til að
setja póst til Árgerðisfólks í póst-
kassa við heimreiðina. Ingveldur
sætti sig ekki við þessa niðurstöðu
og kærði hana til úrskurðarnefndar
fjarskipta- og póstmála. Íslands-
póstur fór fram á að úrskurður
Póst- og fjarskiptastofnunar stæði.
Úrskurðarnefndin telur m.a. að
með hliðsjón af markmiðum og
ákvæðum nýrra laga um póstþjón-
ustu, nr. 19/2002, og þá sérstaklega
með hliðsjón af jafnræðisreglu lag-
anna að öllum notendum sem búa
við sambærilegar aðstæður sé boð-
in eins þjónusta, þurfi að koma til
mun skýrari og afdráttarlausari
ákvæði í lögum og/eða reglugerð-
um svo hægt sé að neita Ingveldi
um að fá póstinn inn um lúguna.
Segir nefndin að hvorki í lögum um
póstþjónustu né reglugerð um
grunnpóstþjónustu sé kveðið skýrt
á um það hvort bera eigi út með
bréfbera til viðtakanda eða með
landpósti.
„Virðist ákvörðun varðandi mat á
hvar og hvenær nota skuli bifreiðar
við útburð vera algjörlega í hönd-
um Íslandspósts hf. Engar almenn-
ar og hlutlægar reglur virðast vera
í gildi sem takmarki vald Íslands-
pósts hf. til að meta ofangreint,“
segir m.a. í úrskurði nefndarinnar,
sem skipuð var Ólafi Garðarssyni
hæstaréttarlögmanni, Heimi Har-
aldssyni endurskoðanda og Þórarni
K. Ólafssyni verkfræðingi. Vilji að-
ilar málsins bera úrskurðinn undir
dómstóla verður það að gerast inn-
an sex mánaða.
Póstur inn um lúguna
en ekki að heimreið
Úrskurður Póst- og fjarskiptastofnunar vegna
póstburðar í útjaðri Dalvíkur felldur úr gildi
FRAMKVÆMDIR við lagningu á
sverari hitalögn á Kjalarnesi eru nú
í fullum gangi en einnig er unnið
við að leggja þar 11 KW og 33 KW
háspennustrengi.
Að sögn Ólafs Gröndal hjá út-
boðsdeild Orkuveitunnar eru fram-
kvæmdirnar unnar í tengslum við
hið ört stækkandi Grundahverfi á
Kjalarnesi.
Vinnan hefur staðið yfir und-
anfarinn mánuð og segir Ólafur
ráðgert að henni ljúki eftir 2–3 vik-
ur.
Kaflinn sem um ræðir er um
1.100 metra langur en í fyrra voru
lagnir og strengir lögð á 3,7 km
kafla frá Mógilsá.
Þá er einnig unnið við að leggja
símalagnir á umræddum kafla.
Rafmagn
og sverari
lagnir á
Kjalarnes
Morgunblaðið/Kristinn