Morgunblaðið - 22.08.2002, Síða 12
FRÉTTIR
12 FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
ÞRÍR þingmenn Suðurlands sem
Morgunblaðið ræddi við í gær eru
sammála um að það þurfi að endur-
skoða hlutdeild ríkisins í kostnaði
við fráveituframkvæmdir sveitarfé-
laga. Í Morgunblaðinu í gær kom
fram hjá sveitarstjórum á Suður-
landi að kostnaður við fráveitufram-
kvæmdir gæti orðið litlum sveitar-
félögum ofviða. Kom þar m.a. fram
að fráveitunefnd hefur það hlutverk
að styðja fjárhagslega við fram-
kvæmdir sveitarfélaga í fráveitu-
málum og gera tillögu til umhverfis-
ráðherra um úthlutun slíkra styrkja.
Miðað er við að styrkurinn sé um
20% af þeim heildarraunkostnaði
sem viðkomandi framkvæmdir kosta
sveitarfélagið og eru styrkhæfar
samkvæmt lögum. „Ég held það
þurfi að skoða það hvort sveitarfélög
þurfi meiri stuðning við fráveitu-
framkvæmdir,“ sagði Drífa Hjartar-
dóttir, þingmaður Sjálfstæðis-
flokksins á Suðurlandi, m.a. við
Morgunblaðið í gær. „Ég vildi gjarn-
an beita mér fyrir því að ríkið kæmi
meira til móts við sveitarfélögin í
þessum efnum,“ sagði Ísólfur Gylfi
Pálmason, þingmaður Framsóknar-
flokksins í kjördæminu. Margrét
Frímannsdóttir, þingmaður Sam-
fylkingarinnar á Suðurlandi, sagðist
alltaf hafa verið þeirrar skoðunar að
hlutur ríkisins í fráveitufram-
kvæmdum sveitarfélaga væri of rýr.
„Ég held því að það sé nauðsynlegt
að endurskoða hlutdeild ríkisins í
þessum framkvæmdum,“ sagði hún.
Eins og fram hefur komið í Morg-
unblaðinu kynnti landbúnaðarráð-
herra, Guðni Ágústsson, nýlega
skýrslu starfshóps um salmonellu og
kamfýlóbakter í dýrum og umhverfi
á Suðurlandi. Þar kemur m.a. fram
að frárennsli á svæðinu eru víða í
ólestri, einkum við þéttbýliskjarna.
Segir m.a. í skýrslunni að það sé
óviðunandi að lítt eða óhreinsað
skólp renni frá býlum og stórum
þéttbýliskjörnum beint út í um-
hverfið og blandist þar með yfir-
borðsvatni sem sé gjarnan drykkjar-
vatn dýra.
Sveitarstjórar þriggja sveitarfé-
laga á Suðurlandi sögðu í Morgun-
blaðinu í gær að verið væri að vinna
að því að koma fráveitumálum á
svæðinu í viðunandi horf. Undir það
tekur Einar Njálsson, bæjarstjóri
Árborgar. Hann segir að búið sé að
gera framkvæmdaáætlun um bygg-
ingu skólphreinsistöðvar, ræsis og
útrásar o.fl. við Selfoss, til næstu
þriggja ára. Stefnt sé að því að frá-
veitumálin við Selfoss verði komin í
viðunandi horf fyrir árslok 2005,
eins og lög kveði á um. Hann segir
að unnið sé að fyrrnefndum fram-
kvæmdum í sjö áföngum. „Við erum
búin með þrjá áfanga af þessum sjö,
og erum að vinna að þeim fjórða.
Það þýðir þó ekki að við séum hálfn-
uð með verkið, því áfangarnir eru
misjafnlega viðamiklir,“ segir hann.
Einar segir að gróflega megi áætla
að kostnaður við heildarfram-
kvæmdirnar verði á bilinu 400 til 500
milljónir króna. Spurður að því
hvort hann telji að ríkið eigi að auka
fjárveitingar sínar til fráveitufram-
kvæmda segir hann að í sínum huga
sé það ekki nokkur spurning. „Það
er full ástæða til þess að taka til end-
urskoðunar þær áætlanir sem gerð-
ar hafa verið um stuðning ríkis-
valdsins við sveitarfélögin á þessu
sviði,“ segir hann. Hann bendir á að
kröfurnar um betra frárennsli komi
m.a. frá ríkinu, í formi reglugerða og
laga. Ríkið þurfi því að taka tillit til
þess hvaða áhrif slíkar reglugerðir
og lög hafa á sveitarfélögin í land-
inu.
Mál sem þessi verði
alltaf uppi á borðinu
Drífa Hjartardóttir þingmaður
segir aðspurð að hún hafi lengi vitað
að frárennsli væri víða í ólestri á
Suðurlandi. Hún tekur þó fram að á
undanförnum árum hafi verið unnið
að því að koma þessum málum í við-
unandi horf. Innt eftir því hvers
vegna ekki hafi verið unnið að því
fyrr að bæta fráveitumálin á svæð-
inu segir hún að það sé vegna skorts
á fjármagni. „Einnig skiptir máli að
framkvæmdir sem þessar þurfa
mikla skipulagningu,“ bætir hún við.
Hún tekur þó fram að almennt sé
frárennsli í viðunandi horfi við
bændabýli á Suðurlandi, þótt það sé
víða óviðunandi við þéttbýli.
Drífa segir ennfremur aðspurð að
hún hafi vakið athygli á þessum mál-
um á Alþingi. „Ég hef flutt fyrir-
spurnir um fráveituframkvæmdir á
þingi og spurt hvort hægt væri að
framlengja þann frest sem sveitar-
félögum er gefinn til að koma þess-
um málum í viðunandi horf eða
hvort hægt væri að auka hlut rík-
isins í fráveituframkvæmdunum.“
Spurð að því hvort hún telji ástæðu
til að taka þetta mál upp aftur á
þingi segir hún að mál sem þessi eigi
alltaf að vera uppi á borðinu og í
skoðun.
Ísólfur Gylfi Pálmason þingmaður
segir alveg ljóst að fráveitufram-
kvæmdir séu gríðarlega dýrar.
Einkum séu þær dýrar fyrir þau
sveitarfélög, sem eru t.d. inni í landi,
og hafa ekki góðan skólpviðtaka, en
skólpviðtaki er m.a. hafið, ár eða
lækir. Það þurfi að taka tillit til þess-
ara sveitarfélaga. „Mér finnst í raun
sjálfsagt mál að ríkið komi til móts
við sveitarfélögin í þessum efnum
því að þetta snýr að hreinleika
landsins.“ Ísólfur Gylfi segir að
hann hafi oftsinnis fjallað um frá-
veitumál almennt á þingi en tekur
þó fram að niðurstaða fyrrgreindrar
skýrslu starfshóps landbúnaðarráð-
herra hafi að mörgu leyti komið sér í
opna skjöldu. Hann hafi m.ö.o. ekki
áttað sig á því hve ástand þessara
mála væri alvarlegt á Suðurlandi.
Spurður að því hvort hann telji
ástæðu til þess að taka þetta mál
upp á Alþingi í haust segist hann
vissulega munu beita sér fyrir því.
Kostnaður gæti numið
2 milljörðum
Margrét Frímannsdóttir þing-
maður segir að strax hafi orðið ljóst
að fráveituframkvæmdir yrðu stór
fjárhagslegur biti fyrir sveitarfélög-
in. „Í nánast öllum tilvikum sem ég
veit um hafa þessar framkvæmdir
orðið dýrari en ráð var gert fyrir í
upphafi,“ segir hún. „Ég held við
komumst ekki hjá því að endurskoða
hlutdeild ríkisins í þessum fram-
kvæmdum.“ Aðspurð segist hún
vera tilbúin til þess að beita sér fyrir
því á þingi.
Margrét segist lengi hafa vitað að
fráveitumálin væru víða í ólestri á
Suðurlandi. Innt eftir því hvort hún
muni beita sér í þessu máli á þingi í
haust segir hún að það muni hún
gera. „Þetta hlýtur að verða tekið
upp á þingi í ljósi þess að skýrslan
hefur verið gerð opinber. Ég er
tilbúin að beita mér fyrir því að
þessi mál verði tekin upp á þingi.“
Þess má geta að lokum að í grein
sem Birgir Þórðarson, búfræðingur
og heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigð-
iseftirliti Suðurlands, ritaði í blaðið
Umhverfi í sumar kemur fram að
gera megi ráð fyrir að heildarkostn-
aður vegna byggingar fráveitu- og
hreinsistöðva á Suðurlandi á ára-
bilinu 1996 til 2006 geti numið allt að
tveimur milljörðum en í þeim út-
reikningum er tekið mið af kostnaði
sveitarfélaganna, einstaklinga og
fyrirtækja. Í gegnum fráveitunefnd
geta sveitarfélögin fengið endur-
greidd um 20% af kostnaðinum.
Þingmenn á Suðurlandi vilja kanna hvort auka beri stuðning frá ríkissjóði vegna fráveitumála
Hlutur ríkisins í frá-
veituframkvæmdum
verði endurskoðaður
Morgunblaðið/Sverrir Vilhelmsson
Í nýrri skýrslu landbúnaðarráðherra segir að óhreinsað skólp blandist
víða yfirborðsvatni sem sé gjarnan drykkjarvatn dýra.
FÉLAGSMÁLARÁÐUNEYTIÐ
hefur staðfest úrskurð nefndar, sem
skipuð var af sýslumanninum á Pat-
reksfirði til að fjalla um framkvæmd
sveitarstjórnarkosninganna í
Tálknafjarðarhreppi í kjölfar kæru
Níelsar A. Ársælssonar. Nefndin
kvað upp úrskurð sinn í kærumáli
Níelsar þann 14. júní síðastliðinn og
komst þar að þeirri niðurstöðu að
engin lög hefðu verið brotin við
framkvæmd kosninganna.
Í úrskurði ráðuneytisins, sem birt-
ur er á heimasíðu þess, kemur fram
að Níels hafi talið ýmsa vankanta
vera á framkvæmd kosninganna.
Hann taldi meðal annars að í reynd
hefði verið um listakosningu að ræða
í stað óbundinnar, þar sem gengið
hefði verið með leynd í hús á Tálkna-
firði með nöfn fimm einstaklinga
sem skorað var á kjósendur að
greiða atkvæði sitt.
Þá segir að nefndin hafi hafnað
kröfu Níelsar um að kosningarnar
yrðu úrskurðaðar ógildar og kosið
yrði að nýju með þeim rökstuðningi
að ekkert sem fram hefði komið
benti til þess að gallar hefðu verið á
framboði og framkvæmd kosning-
anna. Úrslitum kosninga til sveitar-
stjórnar í Tálknafjarðarhreppi 25.
maí síðastliðinn yrði því ekki breytt.
Félagsmálaráðuneytið staðfesti
úrskurð nefndarinnar að fullu með
vísan til atriða kærunnar og fyrir-
liggjandi sönnunargagna en Níels
hafði kært úrskurð nefndarinnar til
fjármálaráðuneytisins.
Kosning-
arnar
ekki
ógildar
HÁÞRÝSTIÞVOTTUR fór fram á
húsnæði Seðlabanka Íslands við
Kalkofnsveg í Reykjavík í vikunni
til að undirbúa málun útveggja.
Húsið var tekið í notkun fyrir 15 ár-
um og þarf eðlilega sitt viðhald.
Krafa á hendur stjórnendum bank-
ans um frekari lækkun vaxta er að
nálgast háþrýsting og aldrei að vita
nema þessi verkamaður hafi hugs-
að til þess er hann mundaði há-
þrýstislönguna á dögunum.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Seðlabankinn beittur
háþrýstingi
TÆKNIHÁSKÓLI Íslands, sem áð-
ur hét Tækniskóli Íslands, var settur
af nýjum rektor skólans, Stefaníu
Katrínu Karls-
dóttur, á þriðju-
dag en skólinn er
lögum samkvæmt
orðinn mennta-
stofnun á háskóla-
stigi.
Stefanía sagði
við setningu skól-
ans að með þess-
ari lagasetningu
væri langþráðu
takmarki náð og
hún væri viðurkenning á starfi skól-
ans. Skólinn sé þekktur fyrir að gera
miklar kröfur til nemenda sinna og
útskrifaðir nemendur hafi verið eft-
irsóttir í atvinnulífinu. Með tilkomu
hinna nýju laga um Tækniháskóla Ís-
lands aukist þessar kröfur enn frekar
og jafnframt aukist kröfur til starfs-
fólks skólans. Hún sagði að allt skipu-
lag innan skólans fengi við þessa
breytingu á sig breytta mynd,
áhersla á rannsóknir og fræðavinnu
myndi aukast og meiri kröfur yrðu
gerðar til sjálfsnáms nemenda.
Í samtali við Morgunblaðið sagði
Stefanía að sterk tengsl skólans við
atvinnulífið yrði sérstaða Tæknihá-
skóla Íslands. Mjög margir þeirra
sem hæfu nám við skólann hefðu ann-
að en stúdentspróf sem bakgrunn,
væru með sveinspróf úr iðngreinum,
eða hefðu starfsreynslu. Við skólann
væri undirbúningsdeild á raun-
greinasviði og þar færi fram mikið
nám í raungreinum og í því væru
mestmegnis fullorðnir nemendur
sem hefðu snúið aftur í nám eftir að
hafa verið í atvinnulífinu. Skólinn
mæti starfsreynslu og annað nám
þegar nemendur sæktu um skólann.
Gríðarleg þörf fyrir
tæknimenntað fólk
Stefanía segir að skólinn leggi
mikla áherslu á tengslin við atvinnu-
lífið. „Við lítum mikið til þarfa at-
vinnulífsins og þeirrar þróunar sem
þar á sér stað, sérstaklega í tækni-
greinum. Því er ekki að leyna, að
gríðarleg þörf er fyrir tæknimenntað
fólk í atvinnulífinu, sérstaklega ef á
að fara í virkjunarframkvæmdir víða
um landið,“ segir Stefanía.
Hún segir að hingað til hafi stór
hluti nemenda við Tækniskólann
byrjað í námi hér og haldið svo til
Danmerkur, en Danir hafi menntað
margt íslenskt tæknifólk í gegnum
tíðina. Tækniháskólinn ætli sér í
framtíðinni stærri hlut í menntun
tæknifólks fyrir íslenskt atvinnulíf,
þó með samstarfi við erlenda skóla
þannig að nemendur geti tekið hluta
af námi sínu erlendis eða farið til út-
landa í framhaldsnám.
Ennfremur, segir Stefanía, er
stefnt að því að Tækniháskólinn verði
sýnilegri en hann hefur verið hingað
til. Mikil vinna sé framundan við
stefnumótun og stefnumörkun.
Setti Tækniháskóla Íslands
Sterk tengsl við
atvinnulífið verði
sérstaða skólans
Stefanía Katrín
Karlsdóttir