Morgunblaðið - 22.08.2002, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 22.08.2002, Qupperneq 15
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 2002 15 50%afsláttur ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U RV 1 85 46 08 /2 00 2 HEILLANDI HEIM UR Reykjavík sími 580 0500 • Selfossi sími 480 0800 www.blomaval.is Útsalan heldur áfram! Heimilisblómvöndur 499 kr. af öllum kaktusum og þykkblöðungum Mold 10l. 199 kr. SÍÐASTI Tuborgdjass sum- arsins á heitum fimmtudegi í Deiglunni verður í kvöld kl. 21.30. Þá verður Andreukvöld; með Andreu Gylfadóttur söng- konu, Kjartani Valdimarssyni píanó, Eðvarð Lárussyni gítar og Jóni Rafnssyni kontrabassa. Laugardaginn 24. ágúst verður söguganga um Neðri- brekku á vegum Minjasafnsins kl. 14. Lagt verður af stað frá Akureyrarkirkju og gengið undir leiðsögn arkitektanna Finns Birgissonar og Árna Ólafssonar. Á sunnudag verða tónleikar kl. 17 í Ketilhúsinu. Gerður Bolladóttir sópran- söngkona og Júlíana Rún Indr- iðadóttir píanóleikari flytja norræn sönglög eftir Edvard Grieg, Jean Sibelius og Pál Ís- ólfsson. Í Ketilhúsinu standa yfir þrjár sýningar – Hrefna Har- aldsdóttir sýnir í litla sal á jarð- hæð, Ilana Halperin og Adam Putnam sýna í aðalsal og Rann- veig Helgadóttir á svölum. Sýn- ingunum lýkur 31. ágúst. Í Deiglunni stendur yfir sýning Benedikts S. Lafleur sem einn- ig stendur til 31. ágúst. Dagskrá Listasumars HÉRAÐSDÓMUR Norðurlands eystra hefur dæmt tæplega tvítugan karlmann til greiðslu sektar að upp- hæð 100 þúsund krónur í ríkissjóð og til greiðslu alls sakarkostnaðar, auk þess sem hann var sviptur ökurétt- indum í eitt ár. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa stolið bifreið og ekið henni und- ir áhrifum áfengis og án ökuréttinda sl. vor. Maðurinn viðurkenndi brot sín fyrir dómi en með brotunum rauf hann skilorð frá síðasta ári. Verði sektin ekki greidd innan fjögurra vikna frá birtingu dómsins kemur til 14 daga fangelsi. Ölvaður og réttinda- laus á stoln- um bíl KYLFINGAR í Golfklúbbi Akureyr- ar bættu enn einni skrautfjöður í hatt sinn um síðustu helgi. Sveit GA sigraði þá í sveitakeppni stúlkna 16-18 ára á Íslandsmóti unglinga í golfi, á golfvelli GKG í Garðabæ. Sveit GA sigraði með glæsibrag á mótinu, spilaði 12 leiki og vann 11 en tólfti leikurinn tapaðist á síðustu holu. Sveit GR hafnaði í öðru sæti og sveit GKG í því þriðja. Eins og fram hefur komið varð Sigurpáll Geir Sveinsson GA Ís- landsmeistari karla í golfi á dög- unum og fyrr í sumar sigruðu þær María Jónsdóttir og Helena Árna- dóttir í sínum flokkum á Íslands- móti unglinga í holukeppni. Þær voru báðar í sigursveit GA um síð- ustu helgi. Íslandsmót unglinga í golfi Stúlknasveitin frá GA sigraði Morgunblaðið/Kristján Stúlkurnar í sigursveit GA á Íslandsmóti unglinga í golfi með þjálfara sinn, Birgi Haraldsson, í fanginu. F.v.: Sunna Sævarsdóttir, Guðlaug Harðardóttir, María Jónsdóttir og Helena Árnadóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.