Morgunblaðið - 22.08.2002, Síða 35
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 2002 35
NÚGILDANDI bú-
vörusamningur sem
mjólkurframleiðendur
fá greitt eftir meira en 4
milljarða árlega rennur
út árið 2005. Þrátt fyrir
þetta knýja mjólkur-
framleiðendur nú á um
viðræður um fram-
lengdan samning með
einhverjum lagfæring-
um til ársins 2010 og
bera því við að annars
sé rekstraröryggi
mjólkurframleiðslunn-
ar ekki tryggt. Vissu-
lega er betra að hafa
öruggt skjól í átta ár en
þrjú, um það verður ekki deilt, en
hvað liggur annars á? Er líka ekki
ástæða til að staldra við og spyrja
hvort það sé hagfellt fyrir ríkið,
þ.e.a.s. skattgreiðendur og neytendur
að hafa lítið breyttan hátt á þessum
málum til lengri tíma? Jú, vissulega
sýnist manni full ástæða til að skoða
málin miðað við þær miklu ölmusu-
greiðslur sem framleiðendur land-
búnaðarafurða þiggja árlega frá
skattgreiðendum.
Nú stendur fyrir dyrum ný samn-
ingalota hjá WTO heimsviðskipta-
stofnuninni um viðskipti í heiminum.
Meðal meginmála í þeim samningum
verða niðurgreiðslur með landbúnað-
arvörum sem ákveðið hefur verið að
reyna að draga úr. Þau ríki sem
greiða mest með landbúnaði eru Ís-
land, Noregur, Sviss og Japan,
þ.e.a.s. nokkur auðugustu ríki heims.
Greiðslur þessara ríkja með landbún-
aði nema rúmlega 60% af framleiðslu-
verði landbúnaðarvara í umræddum
löndum. Þetta er dýrt
sport og ekki á færi
annarra en hinna auð-
ugustu. Innan Evrópu-
sambandsins nema
greiðslur með landbún-
aðarvörum um 35% af
framleiðsluverði. Á Ís-
landi hafa þessar
greiðslur lækkað örlítið
eða frá tæpum 70% í
rúm 60% á síðustu ár-
um, en eru samt í efstu
mörkum eins og áður
sagði. Það skyldi þó
ekki vera, að asi kúa-
bænda varðandi fram-
lengingu búvörusamn-
ingsins orsakaðist af ótta við að í
nýjum samningi WTO verði ákvæði
um niðurskurð styrkja með landbún-
aðarvörum og því þyki betri staða að
hafa samning til 2010?
Kúabændur kvarta einnig yfir lágu
verði á nautakjöti eða innan við 300
kr. á kg til framleiðenda en sam-
keppni við aðrar kjöttegundir og hár
kostnaður í vörukeðjunni á milli
bænda og neytenda valdi þessu. Slát-
urhús og kjötvinnslur eru flestar í
eigu framleiðenda þannig að vart er
við aðra að sakast en eigin fyrirtæki.
Ekki er ástæða til að ætla að smásölu-
aðilar telji sig þurfa hærri sölulaun
fyrir nautakjöt en aðrar kjöttegundir
þannig að ekki verður þeim kennt um
lágt skilaverð til framleiðenda nauta-
kjöts. Að sjálfsögðu verður þessi
framleiðsla að una því að markaður-
inn ákveði hvaða verð hann er tilbú-
inn að greiða fyrir vöruna enda dettur
líklega engum í hug að hverfa aftur til
miðstýrðrar verðlagningar, sem einn-
ig væri ólöglegt vegna samkeppnis-
laga. Það er svo annað mál að enn lifir
eitt slíkt verðstýringarapparat sem er
nefnd er ákveður heildsöluverð
mjólkurvara. Þetta telja SVÞ að sé
ólöglegt batterí og óskuðu eftir úr-
skurði um að svo væri frá Samkeppn-
isstofnun hinn 15. nóvember á síðasta
ári. Enn hefur ekki borist svar við
þessu erindi annað en það sem barst
eftir skriflega fyrirspurn í sumar um
stöðu málsins. Þar var upplýst að í
fyrsta lagi mætti vænta niðurstöðu í
september nk. við þessu erindi,
þ.e.a.s. tæpu ári eftir að það var sent
til Samkeppnisstofnunar.
SVÞ telja afar mikilvægt að opin-
berar stofnanir, ráðuneyti og þing séu
skilvirk í störfum sínum. Það á ekki
að taka óratíma að svara hinum ein-
faldari erindum, og hafa verður í huga
að slíkt kostar mikla peninga í mörg-
um tilvikum. SVÞ vona að kúabændur
fái málefnalega og eftir atvikum
skjóta afgreiðslu erinda sinna hjá við-
komandi yfirvöldum, en ítreka að
nauðsynlegt er að skoða hvort þetta
kerfi á að binda í samningum til langs
tíma.
Hvað liggur á nýjum
búvörusamningi?
Sigurður Jónsson
WTO
Meðal meginmála, segir
Sigurður Jónsson,
verða niðurgreiðslur á
landbúnaðarvörum.
Höfundur er framkvæmdastjóri SVÞ
– Samtaka verslunar og þjónustu.
Ekki fara út án undirfata
Kringlan 568 9300
Kynnum Underwear for LipsTM
Fullkomið undirlag fyrir varir
og Underwear for Lids TM
Mýkjandi undirlag á augnlokin
Fyrst kom Underwear For Lashes
sem byggir upp litlu augnhárin.
Nú kemur Origins með nýja tvennu
af undrum. Underwear For Lips rennur
mjúklega á, myndar fyllri varir og dregur
úr fínum línum. Underwear For Lids
sléttir áferð augnloksins svo augnskugginn
fari betur, sé bjartari og endist lengur.
Komdu og uppgötvaðu
þessar nýjungar ásamt
haustlitunum frá Origins
og taktu með þér heim
prufur af A Perfect World,
húðvernd með hvítu tei
og Eye relief, rakagefandi
augnkremi.*
Förðunarfræðingur
veitir ráðgjöf.
*Meðan birgðir endast