Morgunblaðið - 22.08.2002, Síða 37
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 2002 37
Silfurstigamót í
sumarbrids helgina
7.–8. sept.
Helgina 7.–8. sept. næstkomandi
ætlar sumarbrids að halda bridshá-
tíð með tvímenningskeppni á laug-
ardag og sveitakeppni á sunnudag.
Spilarar eru beðnir um að taka
helgina frá, því það verður væntan-
lega mikið fjör. Það er upplagt að
hefja undirbúning fyrir næsta tíma-
bil með þátttöku í þessu stórmóti.
Dagskráin:
Laugardagurinn 7. sept.:
Monrad-barómeter, opinn tví-
menningur, hefst klukkan 11.00 og
lýkur um kl. 18.00. Skráningarfrest-
ur til kl. 22 föstud. 6. sept.
Sunnudagurinn 8. sept.:
Monrad-sveitakeppni, 8 spila leik-
ir, 7 umferðir, einnig frá kl. 11.00 til
18.00. Skráningarfrestur til kl. 10.45
sunnud. 8. sept.
Skráning er hafin hjá Matthíasi
(860 1003) og hjá BSÍ (587 9360), það
verður tekið við skráningum, innan
frests, á meðan húsrúm leyfir. Þátt-
tökugjald í hvort mót er tvö þús. kr.
á spilara og rennur stór hluti þess í
verðlaun, en auk peningaverðlauna
verða ýmis önnur góð verðlaun veitt.
Að sjálfsögðu verður spilað um silf-
urstig í báðum mótum. Matthías
mun glaður hjálpa áhugasömum
spilurum að finna makker og/eða
sveitarfélaga, sé þess óskað.
22 pör mættu til leiks í tvímenn-
inginn 16. ágúst og 7 sveitir tóku þátt
í miðnætur-monrad að honum lokn-
um.
Efstu spilarar:
NS
Daníel M. Sigurðss. – Heiðar Sigurjónss. 259
Guðm. Baldursson – Sævin Bjarnason 256
Anton R. Gunnarss. – Jörundur Þórðars. 242
Emma J. Axelsd. – Davíð Lúðvíksson 220
AV
Eggert Bergsson – Friðrik Jónsson 264
Þröstur Ingimarss. – Þórður Björnss. 258
Geirlaug Magnúsdóttir – Torfi Axelsson 246
Hrafnhildur Skúlad. – Guðl. Sveinss. 221
Björn Friðriksson – Björn Árnason 221
Staða efstu sveita í Monrad varð
þessi:
Heiðar Sigurjóns (Vilhj. Sig. jr.,
Sverrir Kr. jr., Daníel Már Sig.) 59
Alda Guðnad. (Kristj. B. Snorra,
María Haralds, Þórður Sigf.) 51
Baldur Bjartm. (Eyþór Hauks,
Eggert Bergs, Friðrik Jóns) 51
23 pör skráðu sig til keppni mánu-
daginn 19. ágúst og urðu þessi hlut-
skörpust:
NS
Helga Sturlaugsd. – Anna Þóra Jónsd. 257
Sigrún Pétursdóttir – Gróa Guðnadóttir 242
Halldóra Magnúsd. – Hermann Friðr. 222
Eðvarð Hallgrímss. – Jón Stefánsson 219
AV
Vilhjálmur Sig. jr. – Daníel Már Sig. 281
Jóhann Stefánsson – Birkir Jónsson 275
Helgi Sigurðsson – Helgi Jónsson 258
Halldór Svanb. – Kristinn Kristinss. 239
Allar nauðsynlegar upplýsingar
um sumarbrids, lokastöðu spila-
kvölda, bronsstigastöðu og fleira má
finna á heimasíðu Bridssambands
Íslands, www.bridge.is, og á síðu 326
í textavarpi sjónvarpsins. Í Sumar-
brids 2002 er spilað alla virka daga
kl. 19.00 í Síðumúla 37.
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson
Njálsgötu 86 - sími 552 0978
10-70% afsláttur
Tilboðsdagar
Opið laugardag kl. 11-14
Rúmfatnaður • Handklæði
Barnafatnaður
Bridsdeild Félags eldri
borgara í Reykjavík
Tvímenningskeppni spiluð í Ás-
garði, Glæsibæ, mánudaginn 12.
ágúst. 19 pör. Meðalskor 216 stig.
Árangur N-S:
Magnús Oddss. – Magnús Halldórss. 261
Albert Þorsteinss. – Bragi Björnss. 245
Sigtryggur Ellertss. – Þórarinn Árnas. 242
Sæmundur Björnss. – Olíver Kristóf. 242
Árangur A-V:
Halldór Magnúss. – Bergur Þorvaldss. 274
Björn E. Péturss. – Hilmar Ólafss. 250
Eysteinn Einarss. – Viggó Nordquist 247
Tvímenningskeppni spiluð fimm-
tud. 15. ágúst. 16 pör. Meðalskor
168 stig.
Árangur N-S:
Eysteinn Einarss. – Viggó Nordquist 224
Ingibjörg Stefánsd. – Þorsteinn Davíðss.
185
Ragnar Björnss. – Haukur Guðmundss.
173
Árangur A-V:
Elín Jónsd. – Soffía Theódórsdóttir 198
Júlíus Guðmundss. – Rafn Kristjánss. 182
Albert Þorsteinss. – Bragi Björnss. 181
– – –
Norður
♠ xxx
♥ xx
♦ xxx
♣10xxxx
Vestur Austur
♠ Gxx ♠ ÁKxx
♥ ÁDGx ♥ Kxx
♦ KGxxx ♦ Á10x
♣x ♣ÁDx
Suður
♠ Dxx
♥ 10xxx
♦ Dx
♣KGxx
Austur var sagnhafi í 7 gröndum.
Flest pörin spiluðu 6 grönd sem er
mun viðráðanlegri samningur.
Útspil var lítið hjarta. Sagnhafi
sá að hann varð fyrst að finna tígul-
drottningu og síðan athuga málið.
Hann tók fyrsta slag á hjarta-
drottningu, spilaði litlum tígli og
tók á ás, aftur tígli og drottningin
féll og aftur tígul á tíuna. Nú tók
hann sér umhugsunartíma. Útspil í
hjarta frá engum hónor gat gefið til
kynna að hann væri að verja hó-
nora í hinum litunum, þ.e. spaða-
drottningu og laufakóng. Það gat
einnig verið að hann ætti ekkert til
að verja. Ef laufakóngur var hjá
norðri þá var spilið unnið með ein-
faldri svíningu. Aftur á móti vannst
spilið á óverjandi kastþröng ef suð-
ur átti laufakóng og spaðadrottn-
ingu. Það er alltaf skemmtilegt að
vinna spil á kastþröng svo að aust-
ur tók síðari kostinn. Hann tók ás
og kóng í spaða og síðan hjarta-
kóng og aftur hjarta. Nú spilaði
hann rauðu litunum í botn. Þegar 3
spil voru eftir þá var staðan þessi:
Norður
♠ x
♥ –
♦ –
♣xx
Vestur Austur
♠ G ♠ –
♥ – ♥ –
♦ x ♦ –
♣x ♣ÁDx
Suður
♠ D
♥ –
♦ –
♣KG
Þegar síðasta tígli var spilað þá
var suður í óverjandi kastþröng.
Hann lét að sjálfsögðu laufagosa.
Sagnhafi spilaði nú laufi og tók
með ás og laufadrottning varð 13.
slagur. Meðspilari hefði sennilega
litið á sagnhafa með undrunarg-
lampa í augum ef laufakóngur hefði
eftir allt saman legið rétt! Það
koma að sjálfsögðu oft fyrir
skemmtileg spil í keppni hjá eldri
borgurum. Þeir kunna ýmislegt
fyrir sér í spilinu eins og sjá má
hér að neðan. Það er oft verið að
tala um sagnhörku yngri spilar-
anna en þessi 7 grönd hljóta að
flokkast undir sagnhörku en þá er
bara að spila vel úr. Þátturinn fékk
spilið sent frá umsjónarmönnum
FEB.
Fimmtudaginn 15. ágúst kom
þetta spil fyrir.
N-S: Eysteinn Einarsson –
Viggó Nordquist
A-V: Júlíus Guðmundsson – Rafn
Kristjánsson
ALCOA hefur hleypt af stokkunum
íslenskri vefsíðu – www.alcoa.is –
sem ætlað er að tryggja að Íslend-
ingar eigi ávallt kost á nýjum og ná-
kvæmum upplýsingum um hugsan-
lega umhverfisvæna álverksmiðju
við Reyðarfjörð.
Viljayfirlýsing um formlegt sam-
starf vegna 295.000 tonna álverk-
smiðju á Austurlandi var undirrituð í
júlí af Alcoa, ríkisstjórn Íslands og
Landsvirkjun.
„Alcoa er mikið í mun að Íslend-
ingar eigi kost á nákvæmum íslensk-
um upplýsingum um stöðu
verkefnisins, umhverfis-, efnahags-
og öryggismál. Þá mun vefsíðan
einnig gefa Íslendingum kost á að
kynna sér hvernig Alcoa hefur staðið
að sambærilegum verkefnum annars
staðar í heiminum og hvernig fyrir-
tækið stóð að því að draga úr um-
hverfisáhrifum þeirra.
Þrátt fyrir að kannanir sýni að
meirihluti Íslendinga líti verkefnið
jákvæðum augum gerir Alcoa sér
grein fyrir áhyggjum fólks vegna
mögulegra áhrifa þess á Austurland.
Erfitt er að komast hjá því að verk-
efni af þessari stærðargráðu hafi
áhrif á umhverfið en með vefsíðunni
vill Alcoa gera öllum hlutaðeigandi
ljóst hver þessi áhrif geta orðið og
hvernig fyrirtækið hyggst bregðast
við þeim. Með íslensku vefsíðunni er
leitast við að svara öllum þeim
spurningum sem kunna að brenna á
fólki.
Vefsíðan inniheldur allar þær
fréttatilkynningar sem sendar hafa
verið út um verkefnið, auk saman-
tektar af fréttum úr íslenskum fjöl-
miðlum. Þá eru skoðanir ýmissa
áhrifamanna úr íslensku þjóðlífi á
verkefninu birtar.
Til þess að koma til móts við þá
sem kunna að vilja upplýsingar frá
þriðja aðila býður vefsíðan upp á
tengla inn á aðrar vefsíður og efni
sem tengist verkefninu. Nefna má að
hægt er að nálgast umhverfismat
vegna verkefnisins frá Skipulags-
stofnun og komast á heimasíðu Nátt-
úruverndarsamtaka Íslands,“ segir í
fréttatilkynningu frá Alcoa.
Alcoa opn-
ar íslenska
vefsíðu
EINN af lokaviðburðum sumarsins
á Minjasafni Austurlands verður
fimmtudaginn 22. ágúst kl. 13.30, en
þá verður lagt af stað á einkabílum
frá Minjasafni Austurlands í lerki-
sveppatínslu. Helgi Hallgrímsson
sér um leiðsögn, þátttökugjald 400
kr. Fólki bent á að taka með sér
nesti, brauðhníf, tusku og körfu. All-
ir eru velkomnir.
Lerkisveppir
tíndir
UNGMENNASAMBAND
Borgarfjarðar stendur fyrir
kvöldgöngu fyrir alla fjölskyld-
una annað hvert fimmtudags-
kvöld í sumar.
Þann 22. ágúst verður farið í
skóggöngu um trjásafnið í
Stálpastaðalandi í Skorradal,
einnig fræðst um villta sveppi.
Leiðsögumaður er Ágúst Árna-
son og hefst gangan kl 19:30.
Kvöldganga
í Skorradal
Í DAG, 22. ágúst kl. 14, verður Há-
skólinn í Reykjavík settur í fimmta
sinn og fer skólasetningin fram í
Borgarleikhúsinu. „Alls munu rúm-
lega 1.260 stúdentar stunda nám við
skólann í vetur – þar af eru nýstúd-
entar rúmlega 500. Kynjaskipting er
óvenju jöfn miðað við aðra háskóla;
karlkyns stúdentar eru ívið fleiri eða
um 55%.
Skólasetningin markar tímamót í
starfi Háskólans í Reykjavík í tvenn-
um skilningi. Fyrstu stúdentarnir í
lagadeild eru að hefja nám við skól-
ann, alls 81 stúdent sem valdir voru
úr hópi rúmlega 240 umsækjenda.
Jafnframt verða forsetalistar
hverrar deildar tilkynntir; en for-
setalistinn er listi yfir þá nemendur
sem ná afburða góðum námsárangri
innan hverrar deildar og fá fyrir vik-
ið felld niður skólagjöld. Á komandi
námsönn munu þar af leiðandi 32
nemendur sem hlutu framúrskar-
andi einkunnir á prófunum síðast-
liðið vor hljóta skólastyrki.
Dagskrá skólasetningar:
Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar,
flytur ávarp
Þórður S. Gunnarsson, forseti
lagadeildar, flytur ávarp
Hrafn Loftsson, forseti tölvunar-
fræðideildar, veitir nemendum á for-
setalista tölvunarfræðideildar viður-
kenningu
Agnar Hansson, forseti viðskipta-
deildar, veitir nemendum á forseta-
lista viðskiptadeildar viðurkenningu
Sigrún Hjálmtýsdóttir (Diddú)
syngur
Atli Rafn, formaður stúdenta-
félagsins Visku, flytur ávarp
Guðfinna S. Bjarnadóttir, rektor
flytur ávarp
Að lokinni athöfn verður boðið
upp á kaffi í matsal Háskólans í
Reykjavík,“ segir í fréttatilkynn-
ingu.
Skólasetning
Háskólans í
Reykjavík
„LAUGARDAGINN 24. ágúst nk.
fer fram í annað sinn Íslandsmótið í
KUBB. Leikið verður í Hljómskála-
garðinum (neðan við Bragagötu) og
hefst mótið kl 13. Þátttökuliðum
verður skipt í riðla og munu efstu lið
hvers riðils síðan leika um sæti með
útsláttarfyrirkomulagi (Palme-fyrir-
komulagið). Þátttaka er öllum heim-
il og fer skráning fram á íslenska
KUBB vefnum http://users.rcn.com/
ragnar/kubb/ en þar er að finna allar
upplýsingar um KUBB. Auk þess
verða fréttir af undirbúningi móts-
ins birtar á www.kreml.is sem er að-
alstyrktaraðili mótsins.
KUBB er ævaforn sænskur vík-
ingaleikur sem slegið hefur í gegn í
Svíþjóð. Hvar sem fólk kemur sam-
an í skemmtigörðum og við frí-
stundamiðstöðvar í Svíþjóð er nú
spilað KUBB. Árlega fer fram
heimsmeistaramót í KUBB og er
stefnt að því að Íslendingar taki þátt
að ári. Fimmtudaginn 22. ágúst kl.
17.30 verður boðið upp á KUBB æf-
ingu á keppnisstað í Hljómskála-
garðinum og eru þeir sem áhuga
hafa á þátttöku í Íslandsmóti hvattir
til að mæta,“ segir í fréttatilkynn-
ingu.
Íslandsmót í
sænskum
víkingaleik
SÍÐASTI markaður sumarsins í
Lónkoti verður haldinn sunnudaginn
25. ágúst. Er markaðurinn opinn frá
klukkan 13 til 17. Hægt er að panta
söluborð eða fá upplýsingar hjá
Ferðaþjónustunni Lónkoti.
Markaður í
Skagafirði