Morgunblaðið - 22.08.2002, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 22.08.2002, Blaðsíða 43
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 2002 43 MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun frá Fuglavernd- arfélagi Íslands vegna Þjórsárvera: „Stjórn Fuglaverndarfélags Ís- lands harmar mjög úrskurð Skipu- lagsstofnunar um stíflun Þjórsár við Norðlingaöldu. Margoft kemur fram í úrskurðinum, að um veruleg, óaft- urkræf umhverfisáhrif sé að ræða. Auk þess telur stjórnin margt í matsskýrslu Landsvirkjunar, sem úrskurðurinn byggist á, vera grund- vallað á röngum forsendum. Norð- lingaöldulón myndi ná að hjarta frið- landsins í Þjórsárverum, breyta mjög ásýnd landsins, sökkva gróð- urlendum og spilla búsvæðum fugla langt út fyrir bakka lónsins. Sérstak- lega átelur stjórnin þau vinnubrögð, að fjalla ekki um íslenska heiðagæsa- stofninn í heild sinni í mati og úr- skurði, en áætlað er að saxa á kjör- lendi hans með framkvæmdum víða um land, svo sem við Kárahnjúka, í Arnardal við Jökulsá á Fjöllum og í Þjórsárverum. Þjórsárver eru mikilvægasta varpsvæði heiðagæsa í heiminum og alþjóðlegar skuldbindingar því um- talsverðar. Í umfjöllun um heiða- gæsir er lítið sem ekkert gert til að skoða áhrif á heiðagæsirnar í Þjórs- árverum, önnur en fjölda hreiður- stæða sem færu á kaf við gerð Norð- lingaöldulóns. Beitilönd hverfa undir vatn, sem hefur stofnvistfræðileg áhrif á heiðagæsirnar í öðrum hlut- um Þjórsárvera, t.d. hugsanlega vegna aukins beitarálags á þau gróð- urlendi í Þjórsárverum sem eftir yrðu. Ekki er fjallað um aukna sam- keppni um hreiðurstæði í verunum. Athyglisvert er hversu lítið er gert úr mikilli fækkun heiðagæsa í Þjórs- árverum eða sem nemur um 40% um öll verin, en 47% í Þúfuveri á árunum 1981–1996 og ekki er reynt að skýra þessa fækkun, en líklegt er að gerð Kvíslaveitna eigi þar nokkurn hlut að máli, en við gerð þeirra hefur rennsli til veranna minnkað um 40%, auk þess sem um 8 km² gróðurlendis fóru undir vatn. Talsmaður Náttúru- fræðistofnunar hélt því fram nýverið í sjónvarpsviðtali, að ofbeit réði þess- ari fækkun. Hann byggði málflutn- ing sinn á rúmlega 25 ára gömlum spádómi um ofbeit! Á síðari árum hefur aldrei verið sýnt fram á ofbeit í verunum. Hlýnandi veðurfar á und- anförnum árum, ásamt mun minni sauðfjárbeit, hefur skilað sér í betra ástandi gróðurs um allt land og á það ekki síður við um Þjórsárver, en ann- ars staðar á landinu og hefði átt að skila sér í batnandi lífsskilyrðum fyr- ir gæsirnar. Ljóst er að við gerð Norðlinga- öldulóns mundu tapast mikilvæg beitarsvæði heiðagæsanna, alls 7,2 km². Varpútbreiðsla heiðagæsa á Ís- landi sýnir vel, hversu nátengd út- breiðslan er við legu jökuláa á há- lendi landsins og útbreiðslu gróður- vera. Þessi gróðurlendi liggja flest á stöðum, sem fjallað er um í ramma- áætlun um nýtingu vatnsorku og því hætt við að heiðagæsastofninn á Ís- landi mundi missa verulegan hluta mikilvægustu varp- og beitarsvæða sinna undir virkjanalón á næstu ára- tugum, ef haldið verður áfram með sama hraða í gerð vatnsorkuvera, sem verið hefur á síðustu áratugum og gert er ráð fyrir í áætlunum. Sam- kvæmt frumskýrslu um áhættumat fyrir heiðagæsastofninn vegna rammaáætlunar um nýtingu vatns- orku, er gert ráð fyrir að búsvæðum um 15.000 heiðagæsavarppara verði raskað og 4.700 til 5.000 hreiðrum yrði sökkt. Stjórn Fuglaverndarfélags Ís- lands telur að gerð Norðlingaöldu- lóns brjóti í bága við Ramsar-sam- þykktina og Bernar-samþykktina, ásamt Ríó-samningnum, sérstaklega í ljósi þess að Landsvirkjun fyrir- hugar einnig að spilla öðrum varp- löndum heiðagæsanna á Íslandi, t.d. með gerð Kárahnjúkavirkjunar. Því ætti að fjalla um samanlögð áhrif þessara virkjana á heiðagæsastofn- inn.“ Harmar úr- skurð skipu- lagsnefndar MIKIL og góð sjóbleikjuveiði hefur verið í Brunná í Öxarfirði að und- anförnu og hefur að sögn leigutaka verið einkar líflegt frá verslunar- mannahelgi. Holl sem var í ánni um síðustu helgi veiddi t.d. 17 fiska, 14 bleikjur og þrjá urriða og eins og þeir vita sem þekkja til Brunnár var meðalþunginn mikill, flestir fiskarn- ir yfir 3 pund og urriðarnir þrír allir um 6 pund. Þeir var sleppt sam- kvæmt reglum sem gilda um ána. Að sögn sáu menn mikið af fiski, einkum í ánni ofanverðri, frá Lind- arfossum og upp úr. Sáu menn allt að 30 til 40 fiska í einstökum hyljum. Stórfiskur úr Litluá Leigutaki Litluár, Pálmi Gunnars- son, segir bleikjuveiðina yfir há- sumarið í Litluá í Kelduhverfi hafa gengið vonum framar og margir fengið fínan afla. Hann segir sjóbirt- ing vera farinn að sýna sig, einkum neðst þar sem áin mætir jökulánni niðri á sandi, þar hafi nokkur góð skot komið að undanförnu og allt að 15 punda birtingar veiðst. Birtingar byrjaðir að ganga Samkvæmt upplýsingum frá Stangaveiðifélagi Keflavíkur hefur sjóbirtingsganga skilað sér í Fossála á Síðu, nokkrir fiskar voru dregnir úr ánni fyrir fáum dögum og í einum hylnum stökk fiskur viðstöðulaust og stórfiskur sást á sveimi neðan við brú á þjóðvegi númer eitt. Þá hafa veiðst vænir birtingar, allt að 8,5 pund í Fitjaflóði að undan- förnu og ljóst að sjóbrtingsvertíðin er að skríða af stað. Glæðist á sjóbleikjuslóðum Veiðimenn í Eyjafirði hafa beðið misjafnlega þolinmóðir eftir breyt- ingu til batnaðar í sjóbleikjuveiði í Eyjafjarðará. Hvort veiðin glæðist í heild sinni verður að koma í ljós, en fyrir skömmu kom þó einn mjög góð- ur dagur, á svæði 4, er 29 bleikjur voru dregnar á þurrt, margar þeirra 3–4 pund og eitt tröll, 8–9 punda, slapp. Ein frétt að vestan í leiðinni. Besta hollið í Gufudalsá veiddi eigi færri en 185 bleikjur á tveimur dögum fyrir skemmstu. Var mok um alla á og fylgdi sögunni að veiðimenn hefðu sett í og misst annað eins a.m.k. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? Stórganga í Brunná Tvær stórbleikjur úr Brunná.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.