Morgunblaðið - 22.08.2002, Blaðsíða 50
50 FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Sýnd kl. 10. Sýnd kl. 6.
Sýnd kl. 8 og 10.40. B. i. 14.Sýnd kl. 6 og 8.
„Besta mynd ársins til þessa“
1/2HÖJ Kvikmyndir.com
„Ein besta mynd þessa árs.
Fullkomlega ómissandi.“
SV Mbl
HK DV
Radíó X
The Sweetest Thing
Sexý og Single
Yfir 20.000 MANNS
kl. 4, 7 og 10.
Sýnd kl. 5, 8, 10 og Powersýning kl. 11. B. i. 14.
Miðasala opnar kl. 15.30 HUGSAÐU STÓRT
Sýnd kl. 4 og 6 með íslensku tali.
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. með E. tali.
Stúart lendir í ótrúlegum ævintýrum með kettinum Snjóber og
fuglinum Möggu Lóu! Frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna.
Stúart lendir í ótrúlegum ævintýrum með kettinum Snjóber
og fuglinum Möggu Lóu! Frábær skemmtun
fyrir alla fjölskylduna.
„Besta mynd ársins til þessa“
1/2HÖJ Kvikmyndir.com
„Ein besta mynd þessa árs.
Fullkomlega ómissandi.“
SV Mbl
HK DV
Radíó X
Yfir 15.000 MANNS
Sýnd kl. 8 og 10. Sýnd kl. 4, 6 og 8. B.i. 10 ára
Yfir
35.000
MANNS
Powersýning
kl. 11.
Yfir 20.000 MANNS
„meistaraverk sem lengi mun lifa“
ÓHT Rás 2
i l i li
EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS
;
%' / %'
% ; % / 2
& ; %'
; @ 2
;
"A "
< /
"$
" .
2 $&
" % /
;
%2
&'
""
A "
< / %B
$8 /
/ @$2
";
;
* '$2
Eva³
& ;
%
%'
;
%@
%'
9;
"# &'
%'
!" !#
JAFNT ungir sem aldnir sjónvarps-
áhorfendur kannast trúlega flestir
við fimmmenningana í Spaugstof-
unni. Í tíu ár skemmtu þeir lands-
mönnum einu sinni í viku yfir vetr-
armánuðina, tóku púlsinn á því sem
var að gerast í þjóðfélaginu og
gerðu grín að öllu saman.
Þeir Karl Ágúst Úlfsson, Pálmi
Gestsson, Randver Þorláksson, Sig-
urður Sigurjónsson og Örn Árna-
son ætla nú í vetur að leiða saman
hesta sína á sömu brautir og áður
undir formerkjum Spaugstofunnar.
Blaðamaður Morgunblaðsins ræddi
við þá Pálma, Randver og Örn að
þessu tilefni.
Þjóðin kallaði
„Það var þjóðin sem fór fram á
það að við kæmum saman aftur,“
byrjar Pálmi og Randver bætir við:
„Já, þjóðin kallaði!“
Örn er þó ekki jafn borubrattur
og félagar hans og segir ákvörð-
unina um áframhaldandi samstarf
vera tvíþætta.
„Það var bæði og. Við heyrðum
frá fólki sem vildi fá okkur aftur
saman og svo langaði okkur líka að
gera eitthvað skemmtilegt,“ segir
hann.
Fjöldi litríkra persóna hefur
fram að þessu sett mark sitt á þætti
Spaugstofumanna og nægir að
nefna þá Ragnar Reykás, Kristján
Ólafsson, Pétur Teitsson og Ófeig
fréttamann til sögunnar. En munu
allir þessir gömlu góðkunningjar
áhorfenda fara aftur á stjá?
„Tja, ég veit ekki hvort þeir eru á
lífi ennþá,“ segir Pálmi en bætir við
að það sé einmitt nú verið að kanna
það mál nánar.
Fyrsta útsending Spaugstof-
unnar verður þann 12. október
næstkomandi og verða þær viku-
lega eftir það, á laugardögum, og
standa fram í apríl. Þeir félagar
segja þáttaröðina vera smám sam-
an að mótast en ekkert sé enn byrj-
að að taka upp.
„Þættirnir verða byggðir á sömu
forsendum og áður, þetta verður
svona þjóðfélagsrýni,“ segir Pálmi.
En er ekki mikið puð að fylla
hálftíma þátt á viku með ferskum
og fyndnum fréttum úr samfélag-
inu?
„Það fer auðvitað allt eftir því
hvað þjóðin er dugleg,“ segir
Pálmi. „Það er búið að vera nóg um
að vera í þjóðfélaginu upp á síðkast-
ið og við höfum oft nagað okkur í
handarkrikana yfir því að vera ekki
með þáttinn til að gera grín að þess-
um hlutum.“ Pálmi er þó algerlega
ófáanlegur að nefna einhver nöfn
eða ákveðna frétt í þessu samhengi.
„Það má kalla þáttinn okkar
„spéspegil samtímans“,“ heldur
Örn áfram og segir þætti af þessu
tagi geta gengið áfram endalaust.
„Þetta er svosem engin refsivöndur
heldur skoðum við bara málin frá
ýmsum hliðum.“
„Hann getur þó virkað sem gagn-
rýni á samfélagið,“ segir Randver.
„Eitt er víst að við verðum mikið
uppi á hálendinu í haust,“ segir Örn
og þeir skella allir upp úr.
Gaman þegar Örn fer í kjól
„Þetta er fyrst og fremst dæg-
urmálagagnrýni,“ segir Pálmi og
bætir við að þættir á borð við þenn-
an hafi oft verið nefndir þriðja,
fjórða eða fimmta fréttastofa lands-
ins.
„Svona samtímaspegill finnst í
einhverri mynd í hverju einasta
landi í kringum okkur, hvort sem
það er í formi brúðuleikhúss, teikni-
mynda eða leikins efnis. Undan-
farin ár hefur þó lítið borið á þessu
hér á landi og við verðum því að
taka það að okkur því það er alveg
nauðsynlegt hverju samfélagi.“
Síðustu ár Spaugstofunnar fyrir
fríið góða voru leikkonurnar Erla
Ruth Harðardóttir og Linda Ás-
geirsdóttir þeim fimmmenningum
til fulltingis. Verður eitthvað svipað
uppi á teningnum í ár?
„Nei, okkur finnst svo gaman
þegar Örn fer í kjól og leikur kon-
ur,“ segir Pálmi.
„Nei, nei,“ segir Örn hógvær.
„Eins skemmtilegt innskot og það
er að hafa aukaleikara var tekin sú
ákvörðun að Spaugstofan yrði að
þessu sinni aðeins mönnuð okkur
fimm. Við tókum þessa ákvörðun en
getum þó alltaf gripið til aukaleik-
ara ef þurfa þykir.“
„Eins og skáldið sagði: Vertu þú
sjálfur,“ sönglar Randver.
Gamlar lummur?
Nafngiftina á sjónvarpsþættinum
segjast þeir félagar ekki hafa
ákveðið en þeir munu halda áfram
að koma fram undir formerkjum
Spaugstofunnar.
„Fyrst vorum við ’89 af Stöðinni,
svo ’90 á Stöðinni og loks Enn ein
Stöðin. Hvað það verður nú kemur
bara í ljós,“ segir Örn og segist
bara vonast eftir stuðningi þjóð-
arinnar.
„Við viljum auðvitað að þjóðin
taki okkur opnum örmun þó við
séum kannski, eins og einhver
sagði, gamlar lummur,“ segir Örn.
En Pálmi þvertekur fyrir það síð-
astnefnda: „Við erum ekkert gaml-
ar lummur!“
„Nei, við erum kannski gamlar
lummur,“ dregur Örn í land. „En
við verðum bornir fram með ferskri
og góðri sultu.“
„Við erum ungir menn á uppleið
og erum rétt að byrja,“ segir Pálmi.
„Ég held að við séum bara að
gera það sem við erum góðir í, að
gera grín að samtímanum,“ segir
Örn.
„Já, þetta er frekar kallað þjóð-
arandstaða heldur en stjórnarand-
staða,“ segir Pálmi.
„Það hefur verið svolítið deyfð
ríkjandi í anda landans. Fólk er svo-
lítið þungbært og fljótt að stökkva á
það neikvæða frekar en það já-
kvæða. Við ætlum því að vera sól-
argeisli vetrarins,“ segir Örn að
lokum.
Verðum bornir fram
með ferskri sultu
Morgunblaðið/Arnaldur
Spaugstofan bregður á leik. Á myndina vantar Sigurð Sigurjónsson.
Endurkoma Spaugstofumanna í nánd
birta@mbl.is
Rímnastríð
á Gauknum
RAPPIÐ og hipp-hoppið verður í
aðalhlutverki á Gauki á Stöng í
kvöld þar sem rapparinn Eyedea
mun koma fram auk þess sem hald-
in verður reffileg rappkeppni.
Kvöldskemmtunin er samvinnu-
verkefni hipp-hoppþáttarins Kron-
ik (á Radíó X), Þrumunnar og
Smash.
Eyedea er
nafn sem nýtur
talsverðrar virð-
ingar í rapp-
heiminum enda
hefur náunginn
unnið ófá mót og
hlotið góða dóma
fyrir það efni
sem hann hefur
sent frá sér á
plasti. Erindið í
kvöld er að
kynna nýju plöt-
una The Many
Faces of Oliver
Hart og sýna
þeim er áhuga
hafa til. Hann
hefur unnið
fjölda MC Battle
móta víðsvegar um heim og ber
hæst Scribble Jam titillinn sem
hann fékk 1999. Áður en Eyedea
kemur fram verður haldin rapp-
keppnin Rímnastríð, sem verður
með svipuðu sniði og Battle of the
MC’s-keppnin sem haldin var á
Gauknum fyrr á þessu ári. Nú
verða vegleg verðlaun í boði fyrir
að lenda í fyrsta sæti keppninnar
en þau eru úttekt hjá Þrumunni og
Smash ásamt veglegum bikar.
Einnig koma fram Öryrkjabanda-
lagið og Dj Total Kayoz. Kvöldið
hefst stundvíslega kl. 21 og stend-
ur til kl. 01. Miðaverð 950 kr. og
aldurstakmark er 18 ár.
Það verður
gagnlegt
fyrir þátt-
takendur í
Rímna-
stríðinu að
berja Eye-
dea augum.
BANDARÍSKA kvikmyndaleikkon-
an Jamie Lee Curtis segist ekki vilja
lengur ýta undir þá ímynd að hún sé
tákn hinnar grönnu og stæltu konu
þar sem hún vilji ekki blekkja grun-
laust fólk á fimmtugsaldri. Hún sat
nýlega fyrir hjá tímaritinu More í
Bandaríkjunum og var ekki feimin við
að sýna að lærin eru orðin heldur
holdmeiri en fyrrum.
„Ég er ekki með frábær læri. Ég er
með mjúkan maga og fitukeppi á bak-
inu,“ sagði Curtis í viðtali við tímarit-
ið. Hún viðurkenndi að hafa farið í
fitusog og aðrar megrunaraðgerðir
en þær hefðu lítið virkað. „Það er
bara blekking að slík-
ar aðgerðir séu varan-
legar. Ég leit miklu
verr út á eftir. Enginn
segir þér að þegar fit-
an er tekin af einum
stað líkamans birtist
hún annars staðar.“
Curtis sagðist m.a. hafa látið sjúga
fitu undan augunum eftir að einhver
sagði henni að þau virtust þrútin.
Curtis segir í viðtalinu að hugsan-
lega muni þessar játningar grafa und-
an leikferli hennar en þær séu hluti af
meðferð sem hún gengst nú undir en
fréttir hafa verið um að hún eigi við
áfengisvandamál að stríða. „Í með-
ferðaráætluninni sem ég tek þátt í er
talað um að flysja lauk og fjarlægja
hin mismunandi lög,“ segir Curtis.
Og hún er ákveðin í að sanna fyrir
öðrum konum að „náttúrulegt“ útlit
sé eftirsóknarvert. „Ég ætla að vera
eins og guð skapaði mig,“ segir hún.
Curtis deilir
á fegrunar-
aðgerðir