Morgunblaðið - 23.08.2002, Side 6

Morgunblaðið - 23.08.2002, Side 6
FRÉTTIR 6 FÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ VEÐURGUÐIRNIR voru Fær- eyingum afar hliðhollir á fyrsta degi opinberrar heimsóknar Davíðs Oddssonar til Færeyja þar sem var hið besta sumarveður. Dagurinn hófst á heimsókn í færeyska Lög- þingið en miklar endurbætur hafa verið gerðar á gamla þinghúsinu, tréhúsi sem var byggt árið 1854, í dæmigerðum færeyskum stíl. Forseti þingsins, Edmund Joen- sen, tók á móti forsætisráðherra og fylgdarliði hans. Rakti hann sögu hússins og sagði arkitektinn sem teiknaði viðbygginguna og hafði yf- irumsjón með endurbótunum frá þeirri vinnu. Færeyskir þingmenn með stærri borð „Mér fannst mjög gaman að hitta forseta þingsins, gamlan starfs- bróður minn. Hann var lögmaður Færeyja og heimsóttum við hvor annan á þeim tíma. Það var fróðlegt að sjá hvernig þeir hafa breytt þinginu og skapað ný skilyrði fyrir þingmenn. Halda upp á hið gamla en jafnframt að færa það í nútíma- legt horf sem hægt er að nota vel. Mér fannst það athyglisvert og skemmtilegt,“ segir Davíð í samtali við Morgunblaðið. Sagði hann aðstöðu færeyskra þingmanna hafa farið batnandi á síðustu árum, rétt eins og hún hafi gert hjá íslenskum þingmönnum. „Borðin þeirra eru reyndar dálítið stærri en okkar en það helgast af okkar litla sal og fjölda þing- manna.“ Ánægjulegt að sjá munina komna til síns heima Frá Lögþinginu var haldið á Þjóðminjasafn Færeyja. Fyrr í sum- ar komu gaflar úr kirkjubekkj- unum í Kirkjubæjarkirkju aftur til Færeyja en árið 1874 þegar end- urbætur voru gerðar á kirkjunni var allt tréverk tekið úr kirkjunni og nýtt sett í staðinn. Voru mun- irnir fluttir til Danmerkur þar sem þeir hafa verið til sýnis á Forn- norræna safninu í Kaupmannahöfn. Við upphaf Ólafsvökunnar fyrr í sumar var sýning á munum sem Danir skiluðu aftur til Færeyinga, „Úr útlegd“, opnuð. Munirnir úr Kirkjubæ voru 16 kirkjubekkjagafl- ar, tveir gaflar af lestrarpúlti og skriftarstóll og helgigöngukross. Elstu munirnir eru frá 14. öld. Var Davíð ánægður með heim- sóknina í safnið, sérstaklega hefði verið gaman að sjá munina úr Kirkjubæ. „Þetta hefur verið mikið metnaðarmál fyrir Færeyinga að fá þessi miklu menningarverðmæti til baka, sem eru mjög dýrmæt fyrir þá og reyndar stórmerkileg í sögu- legu samhengi. Þetta eru mjög merkir forngripir og var ánægju- legt að sjá þá komna aftur til síns heima og sjá hversu vel þeim eru gerð skil,“ segir Davíð. Davíð játar því að þetta minni nokkuð á baráttu Íslendinga fyrir að fá handritin heim. Segist hann vel skilja gleði Færeyinga yfir að endurheimta þessa muni. Meðal annarra muna sem Færeyingar hafa endurheimt má nefna skírn- arfonta úr steini frá því um 1000 og messuklæði frá því í kringum 1500. „Við gerðum samning þegar við fengum handritin um að gera ekki frekari kröfur í danska þjóðminja- safnið, það var vegna þess að hand- ritin skiptu okkur svo gríðarlegu máli. Danir sýndu mikla vinsemd, ótrúlega vinsemd miðað við það sem aðrar þjóðir gera í því sam- bandi, sem við gleðjumst enn þá yf- ir.“ Þá var gengið yfir að Hoyvik þar sem fallegur bóndabær frá 19. öld er til sýnis. Húsin voru byggð á ár- unum 1810–1860 en í Hoyvík hefur verið reynt að endurskapa anda þriðja áratugar þeirrar aldar. Ganga þar kindur, hænur og endur laus um svæðið og hefur húsunum verið vel við haldið. Langafi og föð- urbróðir Pouls Mohrs, konsúls Ís- lendinga í Færeyjum, bjó í Hoyvík. Davíð Oddsson og íslenska sendi- nefndin snæddi að því loknu hádeg- isverð í boði bæjarstjórnar Þórs- hafnar. Skálað fyrir vináttu Íslands og Færeyja Tæplega 180 íslenskir ríkisborg- arar eru búsettir í Færeyjum og bauð forsætisráðherra þeim til mót- töku í Listasafni Færeyja síðdegis í gær. Rúmlega 50 Íslendingar á öll- um aldri mættu til móttökunnar, aðallega íbúar á Straumey og Aust- urey og einnig nokkrir Færeyingar. „Mér þykir sérstaklega vænt um það að þið gátuð skotist hingað inn úr góða veðrinu, úr þessu majorka- veðri sem er búið að vera í Fær- eyjum í sumar, og heiðrað okkur með nærveru ykkar,“ sagði Davíð í skálarræðu í móttökunni. Sagði hann það sérstakt ánægjuefni að Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, skyldi geta verið viðstödd móttökuna. Var þá skálað fyrir Íslandi og vináttu Íslendinga og Færeyinga. Anfinn Kallsberg, lögmaður Fær- eyja, bauð forsætisráðherra og sendinefndinni íslensku til kvöld- verðar. Með forsætisráðherra eru í för Helgi Ágústsson sendiherra, Guðmundur Árnason skrif- stofustjóri, Snjólaug Ólafsdóttir skrifstofustjóri, Albert Jónsson deildarstjóri og Illugi Gunnarsson, aðstoðarmaður forsætisráðherra. Í dag fer forsætisráðherra í sigl- ingu á Brimli, nýju varðskipi Fær- eyinga, til Vogeyjar og munu Davíð og Kallsberg funda um borð í skip- inu. Þá verður Atlantic Seafood í Vogey heimsótt og framleiðslan skoðuð auk þess sem forsætisráð- herra mun heimsækja fiskeldisstöð. Fjölbreytt dagskrá á fyrsta degi opinberrar heimsóknar forsætisráðherra til Færeyja nina@mbl.is Um 50 Íslendingar, búsettir í Færeyjum, mættu til móttöku sem forsætisráðherra hélt þeim til heiðurs í Listasafni Færeyja. Frá vinstri: Systurnar Jóhanna og Ása Traustadætur, Davíð Oddsson, Sigrid Jespersen og Poul Mohr, ræðismaður Íslands í Færeyjum. Davíð Oddsson og Anfinn Kallsberg hlýða á Edmund Joensen, forseta Lögþingsins, segja frá sögu hússins. Þingsalurinn hefur nýlega verið gerður upp og standa nú framkvæmdir sem hæst við viðbyggingu við húsið sem mun hýsa skrifstofur. Hitti Íslendinga búsetta í Færeyjum Davíð Oddsson for- sætisráðherra bauð Íslendingum búsett- um í Færeyjum til móttöku í Listasafni Færeyja á fyrsta degi opinberrar heimsókn- ar hans til landsins. Þá skoðaði hann einn- ig Lögþingið, sem er nýuppgert eftir breyt- ingar, og kirkjubekki frá 14. öld sem Færeyingar hafa ný- lega endurheimt frá Dönum. Nína Björk Jónsdóttir fylgdist með því sem fram fór. Morgunblaðið/Nína Björk Þessi kind gekk um laus í Hoyvik þar sem bær frá 19. öld er til sýnis og fangaði athygli íslensku sendinefndarinnar. Frá vinstri má sjá Davíð Oddsson forsætisráðherra, þá Helga Ágústsson sendiherra, Guðmund Árnason skrifstofustjóra, Illuga Gunnarsson, aðstoðarmann ráðherra, Snjólaugu Ólafsdóttur skrifstofustjóra og Albert Jónsson deildarstjóra. KAFBÁTAVARNARÆFING á vegum Varnarliðsins á Keflavíkur- flugvelli hefst um helgina vestur af Íslandi og stendur til 9. sept- ember næstkomandi. Er þetta umfangsmesta æfing af þessu tagi sem fram hefur farið á N-Atlants- hafi. Að sögn Friðþórs Eydal, upp- lýsingafulltrúa Varnarliðsins, taka um 1.500 manns frá níu þjóðum þátt í æfingunni sem haldin er við Íslandsstrendur í áttunda sinn. Auk flugvéla Varnarliðsins og sex annarra ríkja NATO taka fjögur bandarísk herskip, eitt danskt varðskip og norskur kaf- bátur þátt í æfingunni og koma þau skip til Reykjavíkur í dag og morgun til að hvíla áhafnir og taka vistir. Friðþór Eydal sagði við Morg- unblaðið að æfingin nú, sem miðar að því að æfa leit og varnir gegn díselknúnum kafbátum, væri sú umfangsmesta til þessa. Oftast hefði verið um nokkurs konar námsstefnu að ræða en nú væri einnig lögð mikil áhersla á vett- vangsæfingar á sjó og í lofti. Að sögn Friðþórs verða aðgerðir samhæfðar og einnig prófaðar nýjar baráttuaðferðir sem jafnan væru í þróun. Æfingin er alfarið á vegum Varnarliðsins, sem býður flotum annarra ríkja NATO til þátttöku, og taka Íslendingar ekki þátt í henni. Yfirmaður Varnarliðsins mun stjórna æfingunni, er gengur undir vinnuheitinu KEFTACEX 02, og munu kafbátaleitarflugvél- arnar gerðar út frá Keflavíkur- flugvelli á meðan á æfingunni stendur. Um 1.500 manns taka þátt í kafbátavarnaræfingu UMHVERFIS- og heilbrigðisnefnd Reykjavíkur samþykkti í gær drög að samþykkt um takmörkun búfjár- halds og bann við lausagöngu búfjár í Reykjavík. Fyrir borgarráði liggur að fjalla um samþykktina og því næst borgarstjórn, áður en hún verður send landbúnaðarráðherra, sem þarf að staðfesta hana svo hún öðlist gildi. Í 1. gr. samþykktarinnar segir m.a. að markmið borgarstjórnar sé að tryggja sem best skipulag, stjórn og eftirlit með búfjárhaldi í Reykja- vík með ákvæðum um vörsluskyldu ábyrgðarmanna búfjárins. Í 2. gr. kemur fram að búfjárhald sé óheim- ilt í Reykjavík nema þar sem sér- staklega sé gert ráð fyrir því í skipu- lagi. Vegna frétta undanfarið af sauðfé í Esju vill Vignir Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur, koma því á framfæri að hann harmi að hafa sakað Harald Jónsson á Varmadal um að hafa hleypt fénu út úr Kollafjarðarrétt skömmu eftir að því hafði verið smal- að úr Esjuhlíðum. Reglur um búfjárhald í Reykjavík Samþykktar í umhverf- is- og heilbrigðisnefnd

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.