Morgunblaðið - 23.08.2002, Qupperneq 18
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
18 FÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
veitinga til einstaklinga. Ljóst er að
sú mikla skuldaaukning sem átt
hefur sér stað hjá heimilunum í
landinu á síðustu árum kemur nú
fram m.a. í aukningu árangurs-
lausra fjárnáma hjá einstaklingum
og í gjaldþrotum smærri fyrir-
tækja,“ segir í tilkynningu.
Vaxtatekjur SPRON námu rúm-
um 2 milljörðum á fyrstu sex mán-
uðum ársins og drógust saman um
tæp 9%. Vaxtagjöld drógust saman
um rúm 16% frá fyrra ári og námu
tæpum 1,4 milljörðum króna.
Hreinar vaxtatekjur jukust því um
11,3%. Vaxtamunur var á tímabilinu
3,5% samanborið við 3,4% á sama
tímabili í fyrra. Aðrar rekstrar-
tekjur drógust saman um 62% og
önnur rekstrargjöld jukust um 20%.
Útlán SPRON námu tæpum 25
milljörðum króna í júnílok og dróg-
ust saman um 2% frá áramótum. Þá
jukust innlán um 11,8% á sama tíma
og námu 24,5 milljörðum í lok júní
sl. Þessi jákvæða þróun er í tilkynn-
ingu sögð hafa leitt til mjög sterkr-
ar lausafjárstöðu sparisjóðsins. Eig-
ið fé SPRON nam rúmum 3
milljörðum í júnílok. Eiginfjárhlut-
fall samkvæmt CAD-reglum er
10,2%.
SPARISJÓÐUR Reykjavíkur og
nágrennis, SPRON, tapaði 132
milljónum króna á fyrstu sex mán-
uðum ársins en á sama tímabili í
fyrra nam hagnaður sparisjóðsins
464 milljónum. Afkoman versnar
því um 596 milljónir króna á milli
ára. Tap fyrir skatta nam 161 millj-
ón króna og er það 815 milljóna
króna lakari afkoma en á sama
tímabili árið áður.
Versnandi afkoma sparisjóðsins
er m.a. skýrð með því að nær 21%
af heildareignum sparisjóðsins eru
bundin í markaðsskuldabréfum,
markaðshlutabréfum og hlutabréf-
um fyrirtækja er tengjast samstarfi
sparisjóðanna í landinu. Stærstur
hluti markaðshlutabréfaeignar
SPRON er í Kaupþingi banka hf. en
í markaðsskuldabréfum vega hús-
bréf og húsnæðisbréf mest. Tekjur
af framangreindum eignum námu á
tímabilinu rúmlega 256 milljónum
og þykir ljóst að lág ávöxtun þess-
ara eigna hafi mikil áhrif á afkomu
sparisjóðsins. „Á fyrri helmingi árs-
ins varð sparisjóðurinn fyrir nokkr-
um stórum útlánatöpum en jafn-
framt lagði sparisjóðurinn til hliðar
verulegar upphæðir í afskrifta-
reikning vegna margra smærri lán-
SPRON tapar
132 milljónum
$
%&
!
,#,/,
'#/)(
!
3-)
'"
+,)
',-
!
.'-(
! !
*)#*+3
*#'-,
"#$
''1,2
!
!
"
"
#
#
TAP á rekstri Sparisjóðabanka Ís-
lands hf. á fyrstu sex mánuðum
þessa árs nam 95 milljónum króna,
að teknu tilliti til áætlaðra tekju-
skattsáhrifa. Á sama tímabili í fyrra
nam hagnaður bankans tæplega 22
milljónum króna.
Reikningsskilaaðferðum Spari-
sjóðabankans hefur verið breytt til
samræmis við breytingar á lögum
um ársreikninga. Ef beitt hefði verið
óbreyttum aðferðum við gerð reikn-
ingsskilanna hefði tap bankans á
fyrri helmingi þessa árs orðið 16
milljónum króna meira en raun varð
á vegna áhrifa verðleiðréttinga á
reksturinn.
Í tilkynningu frá Sparisjóðabank-
anum segir að fyrri hluti þessa árs
hafi einkennst af samdrætti í starf-
seminni og andsnúinni þróun á inn-
lendum og erlendum verðbréfa-
mörkuðum. Útistandandi skuldir
sparisjóða við bankann hafi lækkað
um rúma 2 milljarða króna frá ára-
mótum og útlán til annarra við-
skiptamanna um tæplega 2 millj-
arða. Að hluta sé um að ræða áhrif af
breytingum á gengi íslensku krón-
unnar en einnig samdrátt í lánastarf-
semi.
Tvöfalt framlag
á afskriftareikning
Niðurstöðutala efnahagsreiknings
bankans lækkaði úr 54 milljörðum
króna í árslok 2001 í tæplega 50
milljarða í lok júní sl. Þá lækkuðu
vaxtatekjur úr 2,0 milljörðum í 1,8
milljarða milli tímabila. Vaxtagjöld
lækkuðu reyndar einnig og í heild
hækkuðu hreinar vaxtatekjur um
rúmar 65 milljónir milli samanburð-
artímabila. Á móti þessari hækkun
hreinna vaxtatekna kom lækkun á
öðrum rekstrartekjum þannig að í
heild lækkuðu hreinar rekstrar-
tekjur milli tímabila um 25 milljónir
eða úr 339 milljónum í 314 milljónir.
Launakostnaður og annar al-
mennur rekstrarkostnaður Spari-
sjóðabankans hækkaði úr samtals
240 milljónum í 277 milljónir og er
það í samræmi við áætlanir. Fram-
lag í afskriftareikning útlána rúm-
lega tvöfaldast milli tímabila, úr 51
milljón í 120 milljónir. Segir í til-
kynningu bankans að þar komi til al-
mennt varúðarsjónarmið vegna vax-
andi vanskila og erfiðleika hjá
einstaka viðskiptamönnum og lækk-
unar á verðmati fullnustueigna.
Eiginfjárhlutfall bankans var
12,2% í lok fyrri árshelmings 2002 en
í árslok 2001 var hlutfallið 11,5%.
Í tilkynningu Sparisjóðabankans
segir að á næstunni verði leitast við
að auka tekjur bankans og samtímis
dregið úr rekstrarkostnaði hans með
ýmsum hætti. Þá verði lögð áhersla á
að styrkja útlánastarfsemina og gera
hana arðbærari.
Sparisjóðabankinn
tapar 95 milljónum
TAP varð á rekstri Sparisjóðs
Hafnarfjarðar, SPH, á fyrstu sex
mánuðum ársins sem nemur 70 millj-
ónum króna og er það 183 milljónum
króna lakari afkoma en á sama tíma-
bili í fyrra. Tap fyrir skatta nam 78
milljónum og versnaði sú afkoma um
249 milljónir á milli ára.
Vaxtatekjur SPH námu tæpum
1,7 milljörðum á fyrri hluta ársins og
lækkuðu um tæp 17% á milli ára.
Vaxtagjöldin lækkuðu einnig, um
17%, og voru röskir 1,2 milljarðar
króna. Hreinar vaxtatekjur lækkuðu
alls um 16,3%.
Aðrar rekstrartekjur drógust
saman um 41% og skýrist það af 500
milljóna söluhagnaði sem reiknaðist
í milliuppgjörinu 2001. Hreinar
rekstrartekjur dragast því saman
um alls 28%. Önnur rekstrargjöld
dragast saman um 8% en framlag í
afskriftareikning útlána eykst um
12%.
Innlán jukust um 13% en
útlán stóðu í stað
Heildarútlán SPH námu tæpum
23 milljörðum króna í júnílok og hafa
nánast staðið í stað frá því á sama
tíma á síðasta ári. Innlánaaukning
varð hins vegar meiri en gert var ráð
fyrir, innlán jukust um 13,3% frá
áramótum og námu rúmum 18 millj-
örðum króna í lok júní. Eigið fé
Sparisjóðsins var tæpir 2,5 milljarð-
ar í lok tímabilsins og lækkaði um
2,8% frá áramótum. Eiginfjárhlutfall
samkvæmt CAD-reglum var 11,3%
en 11,7% í árslok 2001.
Afkoma SPH er, samkvæmt til-
kynningu, ekki samkvæmt vænting-
um en unnið hefur verið að víðtæk-
um ráðstöfunum til að bæta
afkomuna, og þess vænst að þær að-
gerðir skili árangri á síðari hluta árs-
ins. Aukin vanskil útlána og aukið
framlag í afskriftareikning útlána
eru sögð muna mestu um afkomuna
en hana megi einnig rekja til hertra
reglna varðandi tekjufærslu vaxta af
gjaldföllnum útlánum og þar af leið-
andi aukinnar vaxtafrystingar. Þá
lækkaði verðmat fullnustueigna sem
sparisjóðurinn hefur leyst til sín.
SPH tapaði 70 milljónum
#
#
#
%
$
%&
!
,#((3
'#)(,
"!
03'
/0*
'+0
.)-
,+#333
,#)'0
$ !$
''1+2
!
"
!
"
"!
"
"!
HAGNAÐUR Vátryggingafélags Ís-
lands hf. nam 342 milljónum króna á
fyrstu sex mánuðum ársins saman-
borið við 316 milljón króna hagnað á
sama tímabili í fyrra.
Í tilkynningu frá VÍS kemur fram
að tryggingarekstur fór heldur batn-
andi á öðrum ársfjórðungi en er þó
ennþá óviðunandi í ýmsum vátrygg-
ingagreinum. Hagnaður af fjármála-
rekstri nam 289 milljónum.
Bókfærð iðgjöld VÍS hækkuðu um
11% miðað við sama tímabil 2001 og
námu 4.650 milljónum samanborðið
við 4,188 milljónir í fyrra, en eigin ið-
gjöld hækkuðu um 15%, úr 2.739
milljónum í 3.159 milljónir króna.
Eigin tjón VÍS hækkuðu um 8% mið-
að við sama tímabil 2001 og námu
2.922 milljónum samanborið við 2.701
milljón króna í fyrra. „Tjónaþróun í
flestum tryggingagreinum var frekar
óhagstæð á fyrri helmingi ársins en
hefur þó farið batnandi síðustu mán-
uði. Félagið hefur fengið á sig fá stór-
tjón en fjöldi meðalstórra tjóna s.s.
brunatjóna hefur vaxið og er afkoma
eignatrygginga slæm. Tjón í umferð-
inni eru enn gríðarlega mikil, þó svo
að afkoma ökutækjatrygginga hafi
farið batnandi,“ að því er segir í til-
kynningu. Rekstarkostnaður tíma-
bilsins var 645 milljónir á móti 615
milljónum á sama tímabili 2001, sem
er tæplega 5% hækkun á milli ára.
Hagnaður varð af vátrygginga-
rekstri á tímabilinu að fjárhæð 184
milljónir króna á móti 556 milljóna
hagnaði fyrstu 6 mánuðina árið 2001.
Fjárfestingartekjur félagsins
námu samtals 1.162 milljónum króna.
Vaxtatekjur og gengismunur hafa
lækkað verulega á milli ára vegna
lækkandi vaxta og lægri verðbólgu.
Þá hefur ávöxtun á erlendum mörk-
uðum verið neikvæð. Hagnaður af
sölu fjárfestinga, einkum hlutabréfa,
nam 594 milljónum. Á móti hefur fé-
lagið gjaldfært samtals 237 milljónir
króna vegna matsbreytinga og tap-
aðra fjárfestinga. Félagið hefur á
tímabilinu lagt 86 milljónir í af-
skriftareikning krafna og skulda-
bréfa til að mæta töpum af þessum
eignaliðum. Hagnaður VÍS fyrir
tekju- og eignaskatt nam 401 milljón
króna. Heildareignir félagsins 30.
júní 2002 námu 23.702 milljónum
króna og bókfært eigið fé var 4.163
milljónir króna. Eiginfjárhlutfall 30.
júní nam 17,6% en var 18,2% um sl.
áramót en félagið greiddi í apríl sl.
50% arð vegna ársins 2001 að fjár-
hæð 270 milljónir króna.
VÍS beitir ekki verðleiðréttingum.
Ef fyrri aðferðum hefði verið beitt
hefði hagnaður félagsins orðið 20,9
milljónum króna hærri og eigið fé fé-
lagsins 86,7 milljónum króna hærra.
Í rekstraráætlun VÍS, sem gerð
var í lok síðasta árs, var gert ráð fyrir
501 milljón króna hagnaði eftir skatta
í ár, hagnaður af vátryggingarekstri
verði 527 milljónir og hagnaður af
fjármálarekstri verði 120 milljónir.
Hagnaður VÍS 342
milljónir króna
TAP Vaka-DNG hf. nam 2,3 millj-
ónum króna á fyrstu sex mánuðum
ársins samanborið við 7 milljóna
króna hagnað á sama tímabili í
fyrra. 5,6 milljóna króna hagnaður
var af rekstri Vaka-DNG hf. á öðr-
um fjórðungi ársins.
Rekstrartekjur félagsins námu
227 milljónum króna á fyrri hluta
ársins 2002 samanborið við 235
milljónir króna á sama tímabili í
fyrra. Rekstrargjöldin drógust sam-
an á milli tímabila, fóru úr 214 millj-
ónum í 211 milljónir króna í ár.
Rekstrarhagnaður félagins fyrir af-
skriftir og fjármagnsliði nam 16,7
milljónum króna en var 20,6 millj-
ónir króna fyrstu sex mánuði ársins
í fyrra.
Veltufé frá rekstri var neikvætt í
lok júní um 6,4 milljónir króna en
var jákvætt um 31,4 milljónir á sama
tíma í fyrra. Eiginfjárhlutfallið er
31,5% og veltufjárhlutfallið var 1,76
30. júní sl.
Í frétt frá félaginu kemur fram að
aukning hefur verið í sölu á fiskeld-
isbúnaði félagsins þrátt fyrir að fisk-
eldismarkaðurinn hafi verið erfiður
vegna lágs afurðaverðs. Kemur þar
til sala á nýjum vörum sem fyrir-
tækið hefur þróað.
Í lok júnímánaðar 2002 stofnaði
félagið einkahlutafélagið Peocon
ehf. og er eignarhlutdeild Vaka-
DNG 75,6%. Tilgangur dóttur-
félagsins er þróun og sala á tækni-
og hugbúnaði, tölvu- og upplýsinga-
kerfum ásamt skyldum atvinnu-
rekstri. Fyrirhugað er að Peocon
ehf. taki yfir markaðssetningu á
búnaði þeim sem Vaki-DNG hf. hef-
ur ásamt öðrum eigendum dóttur-
félagsins þróað undanfarin misseri
og er ætlaður til greiningar á flæði
fólks, m.a. í verslanamiðstöðvum.
Hefur þetta óverulega áhrif á efna-
hag félagsins á fyrri helmingi þessa
árs en áhrifa fer að gæta þegar á
þriðja ársfjórðungi.
„Vegna mikils framboðs hefur
verð á fiskeldisafurðum verið mjög
lágt undanfarið eitt og hálft ár og
hafa framleiðendur haldið að sér
höndum í fjárfestingum. Ekki er út-
lit fyrir miklar breytingar á þessu
ástandi út þetta ár þannig að horfur
á aukningu á sölu fiskeldisbúnaðar
Vaka eru dræmar. Sama má segja
um fiskveiðavörurnar. Áætlanir
gera þó ráð fyrir aukningu í sölu
m.v. síðasta ár, en aukningin kemur
til vegna sölu á nýjum vörum. Áætl-
anir gera ráð fyrir að félagið verði
rekið með hagnaði á árinu,“ að því er
fram kemur í frétt frá Vaka-DNG.
Vaki-DNG
rekinn með tapi