Morgunblaðið - 23.08.2002, Page 23
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST 2002 23
LÍKT og á tónleikum Kristins H.
Árnasonar og Berglindar M. Tómas-
dóttur mánuði áður var fulltlangt
fram í anddyri á sumartónleikum í
Myndlistarsafni Sigurjóns Ólafssonar
sl. þriðjudag. Ef fram heldur sem
horfir virðist safnið því þurfa að huga
að húsnæðisstækkun, enda greinilega
löngu komið í hóp vinsælustu kamm-
ersala Reykjavíkur og nágrennis.
Verkefnaval kvöldsins var að mestu á
lýrískum nótum. Franskur ljóðasöng-
ur í byrjun, óperuaríur í lokin og tvö
alvarleg sönglög Kaldalóns ásamt
tveim gullfallegum kínverskum þjóð-
lögum í miðju. Myndaði uppákoman
hæfilega langa sumartónleikalengd
eða um eina klukkustund án hlés.
Byrjað var á léttasta enda með
„Cinq mélodies populaires Grec-
ques“, fimm grískum þjóðlögum er sí-
ðimpressjónistinn Maurice Ravel
(1875–1937) útsetti 1907, ári fyrir
Gæsamömmusvítuna. Þetta voru ör-
stutt lög, nánast aðeins míníatúrur,
en fersk og heillandi. Eftir Gabriel
Fauré (1845–1924) voru flutt Nell og
Automne úr Op. 18 og hið íðiltæra
Calir de lune, nr. 2 úr Op. 46. Öllu
viðameiri lög og eftir einhvern fág-
aðasta söngvasmið Frakka sem ekki
er allur þar sem hann er séður. Xu
Wen, sem eins og nafnið bendir til er
af kínversku bergi brotin, söng lög
beggja höfunda með fíngerðri og vel
skólaðri sópranrödd, þó að raddbeit-
ingin væri líkt og hjá svo mörgum óp-
erusöngvurum fullmikið eins að mín-
um smekk. Framburðurinn var hins
vegar furðuskýr af háum sópran að
vera, nema hvað frönsku sérhljóðin
voru sum ekki nægilega aðskilin. Pí-
anóleikur Önnu Rúnar Atladóttur var
hér sem síðar bráðskýr, fylginn til
fyrirmyndar og tillitssamur í hví-
vetna. Freistandi hefði kannski verið
að æskja ögn djarfari dýnamískra til-
þrifa á köflum, einkum í seinni hluta
dagskrár, þó ekki væri nema á örmjó-
um „toppum“, en aftur á móti má til
sanns vegar færa að hinn litli
kammersalur myndlistarsafnsins
veitir að jafnaði lítið svigrúm til slíks.
Betlikerling Kaldalóns og Leitin
eftir sama höfund buðu upp á harm-
þrungnari paþos sem þær Xu skiluðu
með hæfilegri dramatík og eftirtekt-
arvert skýrum íslenzkum texta. Há-
punkti kvöldsins hvað innileika varð-
ar náðist þó í næsta atriði, tveimur
kínverskum þjóðlögum frá héruðun-
um Ynnan og Qinghai (útsetjara var
ekki getið), þ.e.a.s. Litli lækurinn og
Árstíðirnar fjórar – með íslenzkum
þýðingum söngkonunnar í tónleika-
skrá – þar sem pentatónísk kínversk
náttúrulýríkin streymdi óþvingað af
vörum og fingrum svo unun var á að
hlýða.
Aría Líúar ambáttar úr Turandot
Puccinis, Tu che di gel sei cinta, var
sungin af tæknilegu öryggi og glæsi-
legu tenútó-úthaldi. Í Caro nome
Gildu úr Rigoletto Verdis virtist ör-
yggið nokkru minna hvað inntónun og
flúr varðar, en var samt tekið með
kostum og kynjum. Loks var hin
(miðað við harmrænt viðfangsefnið)
furðuléttúðuga aría Juliette úr Róm-
eó og Júlíu Gounods frá 1867, Ah! Je
veux vivre, sem Xu Wen söng með
töluverðum tilþrifum, enda þótt rödd-
in mætti vera aðeins þéttari og fyllri á
neðra sviði. Í uppklappi fluttu stöll-
urnar ónafngreint en fallegt kín-
verskt þjóðlag að undangengnum
fjallferskum þokka, þar sem píanist-
inn var kominn yfir á fiðlu, og er Anna
Rún líklega ein um slíka fjölbreytni í
íslenzkri undirleikarastétt.
TÓNLIST
Sigurjónssafn
Kínversk þjóðlög og sönglög og aríur eftir
Ravel, Fauré, Sigvalda Kaldalóns, Pucc-
ini, Verdi og Gounod. Xu Wen sópran og
Anna Rún Atladóttir, píanó. Þriðjudaginn
20. ágúst kl. 20:30
EINSÖNGSTÓNLEIKAR
Fjallfersk
kínversk
náttúru-
lýrík
Ríkarður Ö. Pálsson
SÍÐASTLIÐINN mánudag hófst
söngnámskeið í Söngskólanum í
Reykjavík undir handleiðslu banda-
rísku mezzó-sópransöngkonunnar
Lauru Brooks Rice, fyrir söngvara
og lengra komna nemendur skólans.
Rice er prófessor í söng og óperu-
túlkun við Westminster Choir Col-
lege í Princeton í Bandaríkjunum,
sem er einn virtasti tónlistarháskóli
Bandaríkjanna. Hún er jafnframt yf-
irmaður söngdeildarinnar þar. Nám-
skeiðið fer fram í sal Söngskólans og
taka jafnt útskrifaðir söngvarar sem
upprennandi söngfólk sem enn er í
námi þátt í námskeiðinu, sem sam-
anstendur af söngtímum án áheyrn-
ar, söngtímum með áheyrn og hóp-
tímum, eða „Master-class“.
Nemendur hafa náð
mjög langt
Í samtali við Morgunblaðið segir
Rice íslenska söngnemendur sína
vera mikið hæfileikafólk. „Það er
mjög gaman að vinna með íslenskum
söngvurum,“ segir hún. „Að mestu
höfum við verið að syngja klassísk
verk úr óperum og óratóríum á nám-
skeiðinu. Ég fer með þeim yfir allt
það sem lýtur að söngtækni, ekki
bara í sambandi við túlkun, heldur
einnig öndun, beitingu raddarinnar,
slökun og þar fram eftir götum. Ann-
ars finnst mér þessir íslensku nem-
endur mínir vera mjög vel þjálfaðir í
söng og raddirnar mjög góðar. Það
er því ekki eins og ég sé að segja
þeim nokkuð sem þau vita ekki fyrir,
öllu fremur að staðfesta það sem þau
hafa lært.“
Rice kennir reglulega sjálf á
tveimur stöðum, í Westminster ann-
ars vegar en hins vegar rekur hún
stúdíó í New York þar sem hún held-
ur einkatíma. Nemendur hennar
hafa margir hverjir náð mjög langt í
bandarískum söngheimi og syngja í
stærstu óperuhúsunum bæði vestan-
hafs sem og í Evrópu, til dæmis Met-
ropolitan-óperunni, New York City-
óperunni og Mozarteum í Salzburg,
svo nokkuð sé nefnt. Segir það sitt
um gildi þess fyrir íslenska nemend-
ur að njóta hæfileika Rice. „Nem-
endur mínir í Westminster eru enn í
námi og eru því á leiðinni til frama í
söngheiminum. Margir af nemend-
um mínum í New York hafa hins veg-
ar þegar náð mjög langt, það er
satt,“ segir hún.
Prófessor við virtan skóla
Laura Brooks Rice hefur einnig
getið sér gott orð í tónlistarheimin-
um sem söngkona og sungið við
helstu óperuhús Bandaríkjanna,
m.a. Metropolitan-óperuna og San
Francisco-óperuna og hefur unnið
með stjórnendum á borð við Kurt
Masur og Robert Shaw. Hún er
hingað komin fyrir tilstilli Mar-
grétar Bóasdóttur, söngkonu og
kennara við Söngskólann í Reykja-
vík. Hún segir það mikla gæfu fyrir
íslenska söngvara og nemendur að
njóta tilsagnar hennar. „Ég dvaldi í
námsleyfi við Westminster Choir
College í vor sem leið og sat tíma hjá
Lauru og fleiri prófessorum. Söng-
deild þessa skóla er mjög virt, þó að
kórdeildin sé sú deild sem skólinn er
frægastur fyrir, og mér finnst mjög
jákvætt að geta hafa komið á nokkru
samstarfi milli Íslands og þessa virta
skóla,“ segir Margrét.
Bandaríska söngkonan Laura Brooks Rice með söngnámskeið hér á landi
Íslenskir söng-
nemendur
vel þjálfaðir
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Laura Brooks Rice, mezzósópransöngkona og prófessor í söng, leið-
beinir nemanda á námskeiðinu í Söngskólanum í Reykjavík.
Í fegurð hafsins er
með ljóðum Jó-
hanns Guðna
Reynissonar.
Þetta er fyrsta
ljóðabók Jóhanns
Guðna en hann
hefur m.a. starfað
sem lögreglu-
maður, blaðamað-
ur, kennari og upp-
lýsingastjóri og er
nýráðinn sveit-
arstjóri í Þingeyjarsveit. Ljóð eftir
hann hafa m.a. birst í Lesbók Morg-
unblaðsins.
Jóhann Guðni sækir efnivið sinn
víða en einkum þó í náttúruna og
mannlífið. Ljóðin eru ýmist ort í hefð-
bundnu formi eða óhefðbundnu. Bók-
in er gefin út af höfundi, prentuð í 300
eintökum hjá Prentsmiðju Hafn-
arfjarðar og fæst hjá höfundi og í eft-
irtöldum verslunum í Hafnarfirði:
Fjarðarkaupum, Bókabúð Böðvars við
Reykjavíkurveg og Pennanum-
Eymundsson við Strandgötu.
Ljóð
Listasafn Reykjavíkur -
Kjarvalsstöðum
Sumarsýningunni Maður og
borg lýkur á sunnudag og kl. 15
þann dag verður leiðsögn um sýn-
inguna.
Megin uppistaða sýningarinnar
eru fígúratív verk í ýmsum miðl-
um úr eigu safnsins þar sem við-
fangsefnið er maðurinn í borginni.
Verkin á sýningunni eru eftir
tæplega fimmtíu myndlistarmenn,
þau elstu eru frá árinu 1930 og
þau yngstu frá þessu ári en þar
má meðal annars nefna verk sem
safnið festi nýlega kaup á m.a.
eftir Bjargeyju Ólafsdóttur og
Kristján Eldjárn, Ilmi Stef-
ánsdóttur, Jóhann Torfason, Sæ-
rúnu Stefánsdóttur og Þórodd
Bjarnason.
Á haustmánuðum verður hönn-
un gert hátt undir höfði á Kjar-
valsstöðum en laugardaginn 31.
ágúst verður þar opnuð í miðrým-
inu sýningin Úti er ekki inni –
inni er ekki úti þar sem sýnd
verða líkön og ljósmyndir arki-
tektanna, Jórunnar Ragn-
arsdóttur, Arno Lederer og Marc
Oei.
Um miðjan septmeber verður
síðan opnuð í vestursalnum sýn-
ingin Arne Jacobsen – aldarminn-
ing.
Norræna húsið
Sumarsýningu Norræna húss-
ins, List með lyst – yndi fyrir aug-
að og borðið, lýkur á sunnudag. Á
sýningunni má sjá um fimmtíu
málverk, grafískar teikningar og
nokkurn fjölda listiðnaðarmuna úr
söfnum Nationalmuseet og Mod-
erna Museet í Svíþjóð ásamt upp-
setningar eftir Peter Johansson,
Roland Hæberlein og Konstauto-
maten eða Listsjálfsalan. Þemað
er matur og máltíðir allt frá 16.
öld til okkar tíma.
Á íslenska safnadeginum, 14.
júlí, var brugðið á leik og gestum
boðinn frír aðgangur gegn því að
þeir kæmu með uppskrift að sín-
um uppáhaldsrétti sem rætur á að
rekja til norrænna matarhefða.
Nú má sjá safn uppskrifta í þar til
gerðri uppskriftabók. Leikurinn
verður endurtekinn síðustu sýn-
ingarhelgina og gestir því hvattir
til að leggja sitt að mörkum til að
fylla uppskriftabók Norræna húss-
ins.
Sýningarsalurinn er opinn
þriðjud. til sunnud. frá kl. 12–17.
Listasafn ASÍ
Ásmundarsal
Sýningunni Gler þræðir lýkur á
sunnudag. Þar sýna þau Sigrún Ó.
Einarsdóttir og Søren S. Larsen
glerverk en Ólöf Einarsdóttir
textílverk.Sýningin er opin frá kl.
14 til 18.
Olíuverk eftir Willem Buytewech er á sýningunni List með Lyst.
Matar-
uppskrift-
ir og sýn-
ingarlok