Morgunblaðið - 23.08.2002, Qupperneq 34
MINNINGAR
34 FÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Pálmi Þórissonfæddist á Akra-
nesi 19. febrúar
1979. Hann lést af
slysförum 2. ágúst
síðastliðinn. Foreldr-
ar hans eru hjónin
Sigrún Áskelsdóttir,
f. 7. október 1953 á
Drangsnesi í
Strandasýslu, starfs-
maður hjá Orkuveitu
Reykjavíkur, og Þór-
ir Ólafsson, f. 2. maí
1950, að Búðum í Fá-
skrúðsfirði, fv.
skólameistari á
Akranesi, nú starfsmaður í
menntamálaráðuneytinu. For-
eldrar Sigrúnar eru Vigdís
Björnsdóttir, f. 11. mars 1932 í
Göngustaðakoti í Svarfaðardal,
og Áskell Jónsson, f. 4. júlí 1924
á Kaldrananesi í Strandasýslu.
Þau eru búsett á Akranesi. For-
eldrar Þóris eru Alma Pálma-
dóttir, f. 26. janúar 1932 að Búð-
um í Fáskrúðsfirði, og Ólafur
Jónsson, f. 23. febrúar 1927 í
Hvammi í Fáskrúðsfirði. Þau búa
í Reykjavík. Systkini Pálma eru
tvö: 1) Dagur Þórisson, rafvirki,
f. 11. febrúar 1974 á Akranesi.
Hann er kvæntur Hjördísi Dögg
Grímarsdóttur, nemanda í Kenn-
araháskóla Íslands, f. 16. maí
1980 á Akranesi.
Þau búa í Grinda-
vík. 2) Vigdís Þór-
isdóttir, nemandi í
Háskóla Íslands, f.
13. júlí 1975 á Akra-
nesi. Vigdís á eina
dóttur, Sigrúnu Am-
ina Wone, f. í
Reykjavík 6. apríl
1997. Þær mæðgur
búa í Reykjavík.
Pálmi bjó með
foreldrum sínum á
Akranesi þar til í
lok sl. árs er þau
fluttu til Reykjavík-
ur. Pálmi lauk stúdentsprófi frá
Fjölbrautaskóla Vesturlands á
Akranesi vorið 1999. Hann stund-
aði nám í Tækniskóla Íslands í
eina önn en hóf nám í rafvirkjun
haustið 2001 og var nemandi í
Iðnskólanum í Reykjavík er hann
lést. Með námi vann Pálmi ýmis
störf og síðast í verksmiðju Ís-
lenska járnblendifélagsins á
Grundartanga. Pálmi lék körfu-
bolta með meistaraflokki á Akra-
nesi í nokkur ár og skemur með
Skallagrími í Borgarnesi, ÍS og
unglingaliði í Örebro í Svíþjóð.
Pálmi var ókvæntur og barnlaus.
Pálma verður minnst í Bú-
staðakirkju föstudaginn 23. ágúst
og hefst athöfnin klukkan 13.30.
Það er margt í þessu lífi sem við
eigum erfitt með að skilja, þar ofar-
lega á lista er dauðinn. Oft á tíðum
knýr hann á dyrnar þegar við eigum
síst von á því.
Ég á enn erfitt með að trúa því að
hann sé farinn frá okkur. Söknuður-
inn er svo mikill og sorgin svo djúp að
það virðist óhugsandi að fá hugarró á
ný. Það er á stundum sem þessum
sem við hugleiðum hversu dýrmætt
lífið er en jafnframt ósanngjarnt.
Það er erfitt að líta yfir farinn veg
og vita til þess að ég mun ekki fá
tækifæri til að hitta hann aftur. En
svona er lífið. Við þurfum að vera
sterk og taka því sem að höndum ber.
Eftir sitja allar góðu minningarnar
sem ég á um hann.
Það var alltaf gaman að hitta
Pálma þar sem hann var einstaklega
laginn við að grínast og hafa gaman.
Það var sjaldan sem maður hitti hann
öðruvísi en brosandi. Þannig var það
þegar við hittumst í síðasta sinn. Þau
systkinin ásamt Sigrúnu Amínu
höfðu gert sér ferð í Grindavíkina til
að eiga notalega kvöldstund með okk-
ur. Við borðuðum saman, spjölluðum
og höfðum gaman. Þessa stund er ég
þakklát fyrir og mun seint gleyma.
Með þessum orðum kveð ég góðan
vin með söknuði.
Hjördís Dögg Grímarsdóttir.
Hann Pálmi er dáinn. Þessar frétt-
ir sem við fengum frá Íslandi 2. ágúst
s.l. þar sem við vorum staddir á Mall-
orka með foreldrum okkar eru þær
erfiðustu, sem við höfum nokkurn
tíma fengið.
Við bræðurnir og Pálmi vorum
systkinabörn og áttum við heima í
næsta nágrenni við hann nærri því
alla okkar ævi. Pálmi var mikill vinur
okkar, þrátt fyrir töluverðan aldurs-
mun. Körfubolti var uppáhaldsíþrótt
okkar allra frændanna, og við lékum
saman körfubolta frá unga aldri.
Það var líka gaman að heimsækja
Pálma og hlusta á músik með honum
eða bara spjalla við hann. Okkur
fannst líka gaman þegar Pálmi bauð
okkur á rúntinn til að spjalla um
körfubolta og margt fleira.
Hann kom líka nokkrum sinnum til
okkar í vor til að horfa með okkur á
uppáhaldsliðið okkar í NBA-deildinni
í úrslitakeppninni, sem er LA Lak-
ers. Það voru góðar stundir.
Við viljum kveðja Pálma með þess-
um vísum, sem langafi okkar orti:
Hörð er dauðans hönd
héðan slitna bönd
ungur fórstu upp til himins sala
þar sem þroska nær
þrautum jarðar fjær,
börn í hæðum blessuð við hann tala
Víst þó veik sé trú
vonin tengir brú,
milli heima mildur drottinn leiðir
og um eilífð þá
ástvin búum hjá.
Meistarinn oss gæfuveginn greiðir
( Björn Guðm. frá Bæ.)
Blessuð sé minning hans.
Áskell og Andri Jónssynir.
Ég man þig með hlýju.
Ég man blíðu augun.
Ég man þig umvefjandi.
Ég man eftir brosinu þínu.
Þú gafst svo mikið með tilveru þinni.
(Nanna Þóra Áskelsdóttir.)
Guð vaki yfir okkur öllum sem
syrgjum þig og veiti okkur styrk á
þeim tímum sem fara í hönd.
Þín frænka
Nanna Þóra.
Þann 2. ágúst bárust okkur þær
sorgarfréttir að Pálma frænda væri
saknað eftir bílslys í Hvítá. Það er
erfitt að sætta sig við að Pálmi sé dá-
inn, hann sem að átti allt lífið fram-
undan. Pálmi var einstaklega ljúfur
og góður og alltaf stutt í brosið.
Við áttum margar góðar stundir
með Pálma og fjölgaði þeim eftir að
hann flutti til Reykjavíkur um ára-
mótin s.l. Litlu frænkurnar Sigrún og
Alma nutu góðmennsku hans í ríkum
mæli þar sem hann lét sér sérstak-
lega annt um þær. Um miðjan júlí var
Pálmi samferða okkur upp í sum-
arbústað þar sem að fjölskyldan var
saman komin til að halda upp á af-
mæli Vigdísar. Dreif Pálmi sig í
heitapottinn með þeim Sigrúnu og
Ölmu þar sem aðrir gestir voru ekk-
ert of spenntir að fara í pottinn vegna
þess hve veðrið var leiðinlegt. Um
kvöldið var hann síðan samferða okk-
ur aftur í bæinn, ekki grunaði okkur
að þetta væri í síðasta skipti sem að
við hittum hann. Lífið er óútreikn-
anlegt og reynum við að finna hugg-
un í sorg okkar og trúum því að hans
bíði mikilvægt hlutverk á nýjum stað.
Elsku Pálmi, það er erfitt til þess
að hugsa að eiga aldrei eftir að sjá þig
aftur en við munum geyma í hjörtum
okkar fallegar minningar um þig.
Elsku Þórir, Sigrún, Vigdís, Sig-
rún Amína, Dagur og Hjördís, við
vottum ykkur okkar dýpstu samúð.
Guð varðveiti ykkur og styrki í
þessari miklu sorg.
Linda, Hafsteinn og Alma.
Við hjónin kynntumst Þóri og Sig-
rúnu, foreldrum Pálma, þegar við
fluttumst til Akraness fyrir 23 árum
síðan. Þá var Pálmi á fyrsta ári. Þau
urðu fljótt meðal nánustu vina okkar.
Við höfum notið þeirrar gæfu að eiga
samleið með þeim allar götur síðan.
Við höfum fylgst með börnum þeirra
vaxa úr grasi, myndarlegum og vel
gerðum. Dagur elstur, Vigdís í miðið,
bæði flutt að heiman. Pálmi var
yngstur og bjó enn heima við gott at-
læti og mikla umhyggju. Hann var
frekar feiminn og hafði sig lítt í
frammi. En hann var í eðli sínu kátur
og hlýr og ekki hægt annað en að
þykja vænt um hann. Körfubolti var
líf hans og yndi og lék hann ásamt
bróður sínum lengi með Skagaliðinu.
Í febrúar sem leið varð Pálmi tuttugu
og þriggja ára. Hann var glæsilegur
ungur maður með alla framtíðina fyr-
ir sér. En örlögin urðu á annan veg.
Hann mun ekki njóta þeirrar fram-
tíðar sem hann stefndi að og foreldr-
ar, systkini, afar hans og ömmur, og
aðrir vandamenn sáu fyrir sér og ósk-
uðu honum. Þess í stað lét Pálmi lífið í
hörmulegu slysi þegar bifreið sem
hann var farþegi í hafnaði í Hvítá fyr-
ir skömmu. Já, „líf mannlegt endar
skjótt“. Óþarft er að reyna að lýsa
þeim tilfinningum sorgar og vonleys-
is sem fjölskylda og vinir hafa glímt
við og munu glíma við lengi enn. Og
hörmulegt er að ofan á sorgina bætist
sú angist og kvöl sem því fylgir að
enn hefur lík Pálma ekki fundist.
Síðasta minning okkar um Pálma
er frá heimsókn hans til okkar fáum
dögum fyrir slysið. Hann var á leið í
veiðiferð með vinnufélögum og kom
til að fá lánaðar veiðigræjur til að
vera sem best búinn í veiðina. Pálmi
kom inn í stofu þar sem ég sat önnum
kafinn. Pálmi var glaður í bragði og
brá upp þessu sérstaka sposka brosi
sem einkenndi hann. Brosið og
augnaráðið sagði: „Hér er ég og nú er
gaman.“ Ég bað hann að hinkra
augnablik. Hann kinkaði kolli, brosti
breiðar og kom að mér þar sem ég sat
og setti aðra höndina á öxl mér og
þrýsti þéttingsfast. Slík vinahót sýndi
Pálmi oft er við brugðum á leik. Við
höfðum gaman af því að gantast hvor
við annan þegar við hittumst. Ég
spurði kannski „Hver er flottastur?“
Þá svaraði hann, eins og leikur okkar
gerði ráð fyrir: „Ég, auðvitað!“ Veiði-
dót var dregið fram og við vorum
sammála um að hann yrði langbest
útbúinn í veiðiskapinn. Við kvöddum
Pálma og óskuðum honum góðrar
ferðar. Úr þeirri ferð kom hann ekki.
Við munum ekki frekar en aðrir fá að
njóta samvista við hann meir. Hér
eftir verða minningarnar að duga. Og
við getum glaðst yfir því að þær eru
allar ánægjulegar og bjartar. Þær
munum við varðveita um ókomna tíð.
Kæru vinir, Þórir, Sigrún og fjöl-
skylda. Við ítrekum samúð okkar til
ykkar allra. Við minnumst Pálma
með hlýju og söknuði og vonum að
sorgin þoki sem fyrst fyrir góðum
minningum um góðan dreng.
Eiríkur G. Guðmundsson
og fjölskylda.
Pálmi yngsti sonur Þóris og Sig-
rúnar drukknaði í Hvítá föstudaginn
2. ágúst. Hún var þung stundin þegar
Þórir hringdi í okkur tveimur dögum
síðar til að tilkynna okkur þennan
hræðilega atburð. Ætíð þegar þau
hjón hringdu boðaði það að eitthvað
skemmtilegt væri í bígerð. Vinafund-
ur framundan. En ekki í þetta skipt-
ið.
Drengurinn með fallegu augun og
bjarta brosið hafði lent í hræðilegu
slysi. Við munum eftir honum uppi á
Skaga í gamla daga þegar krakkarnir
okkar, stelpurnar okkar og strák-
arnir léku sér saman. Ferðirnar upp
á Skaga með Akraborginni voru æv-
intýraferðir. Frá þeim eigum við hlýj-
ar minningar sem fátt jafnast á við
enda móttökurnar ætíð höfðinglegar.
Börnin okkar eru það dýrmætasta
sem við eigum og ekkert er eins sárt
og þegar þau eru tekin frá okkur allt-
of snemma. Um stund verður allt
einskisvert og allt dægurhjal skiptir
engu máli lengur. Þess vegna er svo
mikilvægt að við sem eftir stöndum
sorgmædd og ráðþrota léttum hvert
öðru sporin.
Á sínum tíma þegar við misstum
Völu dóttur okkar reyndust þau Þór-
PÁLMI
ÞÓRISSON
0
/:
.
/
)&;"" ;"" ( 99
$ $""( '$&6)<&$)
(
! 1
% -
"2 $%
1
)
"**
3&
!
4 5
! 1
%1 !)$ !""
%1 6 !""
$6 $ !""
5=/#.+/4
>
3--
"6
&
7
4
)
")
3 &
!
4 &
!
&
7
4
/ ( )*$ !""
? )*$=-*$$ %1 !)$ !""
5$= ? )*$ !""
#/86/##
//4
= ("@
+!$(1)
&
!
8
3!% -
"# $%!
3!
)
")
( #$ !"" ' 6!'
/A!#$$
1 1
$%
%
68,
7
%!$'!
, 01 '
$0 "
9
)
"**
,%1 )*$$
!( )*$ !""
! )*$$ 8 = -$
1
//8,
75
& "( '$
&#-% 0 <B
# )0-
:
4
& -
" " )& %1$$ ?0 $ !""
/C $ %1$$ %1 D&' !""
1 1
, 7
,:
,:
8
5#84
; 9
"# 5$", E-+0 $$
+0 ,3%!)$$
5$"( ,3%!)$ !""))
-( ,3%!)$$
- ,3%!)$$
" )&,3%!)$$