Morgunblaðið - 01.09.2002, Side 4

Morgunblaðið - 01.09.2002, Side 4
FRÉTTIR 4 SUNNUDAGUR 1. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ HRÖÐ bráðnun jökla á norður-heim- skautssvæðinu gæti orðið til þess að svokölluð norðvestursiglingaleið frá Atlantshafi yfir á Kyrrahaf verði fær flutningaskipum innan nokkurra ára- tuga eða jafnvel eins áratugar ef marka má bjartsýnustu spámennina, að því er segir á fréttavef CNN. Norðmaðurinn Roald Amundsen fór leiðina fyrstur á skipinu Gjöa í upphafi síðustu aldar en hún hefur aldrei verið fær venjulegum flutn- ingaskipum. Verði leiðin fær í fram- tíðinni myndi það stytta siglingaleið- ina milli Asíu og Evrópu um fjögur þúsund kílómetra auk þess sem menn myndu sleppa við bæði gjöld og tafir sem fylgja því að sigla um Pan- amaskurð. Raunar er skurðurinn ekki fær stærstu nútímaflutninga- skipunum og skipafélögin verða því að velja annan hvorn kostinn að not- ast við minni skip eða láta stóru skipin sigla um Hornhöfða, fyrir odda Suð- ur-Ameríku. Sérfræðingar taka þó fram að norðvesturleiðin yrði aðeins fær að sumar- og haustlagi og í svartsýnustu spám er ekki gert ráð fyrir að hún verði fær fyrr en seint á þessari öld. Myndi spara mikið fé og tíma Þór Jakobsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir þessar spár ekki koma á óvart; ísinn á þessu svæði og raunar á Norður-Íshafinu almennt hafi þiðnað á undanförnum áratugum. Minnkun íss við Austur-Grænland sé t.d. ein vísbendingin um þetta en ísinn þar hafi væntanlega ekki verið jafnlít- ill í aldaraðir. „Rannsóknir hafa bent til þess að ísinn á þessu svæði hafi al- mennt þynnst síðustu 40 til 50 árin. Menn eru vitaskuld spenntir fyrir leiðinni milli sundanna í Norður-Kan- ada, svokallaðri norðvesturleið, það myndi spara mikinn tíma og fé ef hún yrði greiðfærari en nú er. Þetta á raunar einnig við um norðausturleið- ina norðan Síberíu, milli Atlantshafs og Kyrrahafs. Þá leið hafa skipalestir getað farið í um þrjá mánuði á ári, að vísu með ísbrjót í fararbroddi en hún hefur þó ekki þótt fýsilegur kostur til þessa en það kann að breytast í fram- tíðinni.“ Þór segist hafa bent á að ef norð- austurleiðin yrði greiðfærari væri ef til vill tilvalið að koma upp umskip- unarhöfn hér á Ísland, annaðhvort í Reykjavík eða á Austfjörðum. Þótt ekki færi nema mjög lítill hluti um- ferðarinnar um þá höfn gæti það skipt Íslendinga mjög miklu máli. „Nei, það er nú ekki alveg víst að við verðum komin undir græna torfu þegar þetta verður. Það er líklega langt í land að ísinn hverfi en það myndi muna mikið um einhverja minnkun að því er siglingarnar varð- ar,“ segir Þór. Jóni Indíafara leist illa á norðvestursiglinguna Allt frá því seint á sextándu öld leit- uðu menn að norðvesturleiðinni til Kyrrahafs og snemma á nítjándu öld þótti sannað að hún væri til þótt Amundsen yrði fyrstur til að sigla hana nærri öld síðar. Leitin að siglingaleiðinni kostaði ófá mannslíf. Á meðal þeirra sem gerðu út leiðangur til þess að finna leiðina var Kristján IV, konungur Danmerkur-Noregs og Íslands. Kapteinninn Jens Munk sigldi tveim- ur skipum með 64 manna áhöfn frá Kaupmannahöfn vorið 1619 til þess að finna leiðina. Hann neyddist til að hafa vetrarsetu í Hudson-flóa þar sem menn hans hrundu niður úr skyr- bjúg en illa á sig komnum tókst Jens Munk og tveimur öðrum að sigla ann- arri skútunni til baka sumarið eftir og komast heim. Vestfirðingurinn og konunglega byssuskyttan Jón Indíafari var við staddur þegar verið var að munstra menn á skip Munks til fararinnar en harðneitaði að skrá sig þótt mjög væri eftir gengið og vel boðið. Og ástæðan: „eg afneitaði með öllu, því um nóttina í svefni var mjer sú reisa bönnuð, “ segir Jón í Reisubók sinni. Þynning jökla á norðurheimskautssvæðinu gæti breytt siglingaleiðum Spáð að norðvesturleiðin verði fær innan fárra áratuga                                                                     HALLSTEINN Haraldsson, sem séð hefur um mælingar á ummáli Snæfellsjökuls síðan 1975, segir að helsta ástæða þess að hann hafi stundað mæling- arnar sé áhugi hans fyrir jöklin- um auk þess sem hann hafi verið beðinn að taka mælingarnar að sér. Hallsteinn tók við umsjón þeirra af föður sínum, Haraldi Jónssyni, en hann var bóndi í Gröf í Breiðuvík og var Hallsteinn einnig bóndi þar þangað til hann flutti í bæinn fyrir fjórum árum. Hann segir að þeir feðgar hafi um tíma staðið saman að mælingunum, en um fjörutíu ár eru liðin frá því Haraldur hóf að mæla ummál jökulsins. „Frá því ég var um fermingu fór ég gjarnan með föður mínum að mæla jökulinn, en í dag fer konan mín oftast með mér,“ segir Hallsteinn. Aðspurður segir Hallsteinn að það sé ekki sérlega tímafrekt verkefni að mæla ummál jökulsins, en það gerir hann á hverju ári í byrjun septem- ber. Verkefnið taki ekki nema hluta úr degi en hann mælir jökulinn frá föstum merkjum sem eru á tveimur stöðum á jöklinum. „Ég sendi svo niðurstöðurnar til Odds Sigurðsson- ar á Orkustofnun, en hann sér um jöklamælingar á öllu landinu.“ „Hefur þynnst ískyggilega“ Hann segir að töluvert miklar breytingar hafi orðið á Snæfellsjökli á þeim tíma sem hann hefur stundað mælingar á honum. „Jökullinn skreið töluvert mikið fram alveg fram til ársins 1996 en þá fór hann að hopa aftur. Á þessum tíma hefur hann einnig þynnst nokk- uð mikið en það er fyrst og fremst vegna minni úrkomu undanfarna vetur.“ Hallsteinn segir að sér þyki orðið vænt um jökulinn. „Mér þætti heldur leiðinlegt ef hann færi að hverfa. Hættan á því er nú kannski ekki mikil eins og er, en hann hefur þynnst ískyggilega mikið undanfarin ár,“ segir Hallsteinn. Hallsteinn Haraldsson Hallsteinn Haraldsson mælir ummál Snæfellsjökuls árlega „Leiðinlegt ef jökullinn færi að hverfa“ BRYNJÓLFUR Helgason, framkvæmdastjóri fyrirtækja- sviðs og staðgengill banka- stjóra Landsbankans, segir að bankinn muni lækka vexti sína til samræmis vaxtalækkunum Seðlabankans í aðalatriðum. Í frétt Morgunblaðsins í gær kom fram að bankastjórn Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans í endurhverfum viðskiptum við lánastofnanir um 0,3% í 7,6% frá næsta uppboði sem haldið verður næstkomandi þriðju- dag. „Landsbankinn fylgir þeim vaxtalækkunum sem eru á vöxtum Seðlabankans á sama hátt og hann hefur gert til þessa,“ segir Brynjólfur. Vaxtalækkun Seðlabankans Lands- bankinn lækkar vexti GUÐMUNDUR Ingi Kristjánsson, bóndi og skáld að Kirkjubóli í Bjarnardal í Önundar- firði, andaðist á öldrun- arheimilinu Sólborg á Flateyri 30. ágúst síð- astliðinn. Guðmundur Ingi fæddist 15. janúar 1907 að Kirkjubóli í Bjarnar- dal, en foreldrar hans voru hjónin Kristján Guðjón Guðmundsson, bóndi, og Bessabe Hall- dórsdóttir. Hann stundaði nám í eldri deild Alþýðuskólans að Laugum 1929–1930 og í eldri deild Samvinnu- skólans 1931 til 1932. Guðmundur Ingi var kennari í Mosvallahreppi með hléum 1927 til 1974 og þar af skólastjóri heimavist- arskólans í Holti 1955 til 1974, en hann var bóndi á Kirkjubóli frá 1944. Félagsmál voru hugleikin Guð- mundi Inga og hann gegndi mörgum trúnaðarstörfum. Hann var t.d. í stjórn Umf. Bifrastar 1922 til 1937 og 1938 til 1942, ritari Héraðssambands Umf. Vestfjarða 1932 til 1951, í stjórn Búnaðarfélags Mosvallahrepps 1927 til 1947 og formaður Bún- aðarsambands Vest- fjarða. Hann var í hreppsnefnd Mosvalla- hrepps, oddviti og sýslunefndarmaður. Í stjórn Kaupfélags Ön- firðinga 1935 til 1938 og 1939 til 1978, formaður skólanefndar héraðsskólans að Núpi, fulltrúi á aðalfundum Stéttarfélags bænda og í stjórninni. Eftir Guðmund Inga liggja m.a. ljóðabækurnar Sólstafir, Sólbráð, Sóldögg og Sólborgir, Austurfarar- vísur, og greinar og kvæði í blöðum og tímaritum. Eftirlifandi kona hans er Þuríður Gísladóttir, fædd 6. júlí 1925. Andlát GUÐMUNDUR INGI KRISTJÁNSSON JÓN Kristjánsson, heilbrigðis-og tryggingamálaráðherra, undirrit- aði samning í gær um tilrauna- verkefni fyrir fjarlækningar og bráðarannsóknir. Samningurinn var undirritaður í tengslum við aðalfund Eyþings, sem stóð yfir í Mývatnssveit í gær og fyrradag. Markmið tilraunaverkefnis er að koma á fjarlækningasambandi milli heilsugæslustöðvar og sjúkrahúss. Daði Einarsson, stjórnsýslufræðingur hjá heil- brigðis- og tryggingamálaráðu- neytinu, segir nýmælið í verkefn- inu það að reynt verði að nota fjarlækningar í tengslum við heilsugæsluna. Í verkefninu á að athuga hvernig og hvaða stuðning sér- fræðingar á Fjórðungssjúkrahús- inu á Akureyri og Húsavík geta veitt við heilsugæslu og heim- ilislækningar. Gert er ráð fyrir því að samskipti verði á milli Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga (HSÞ) á Þórshöfn og HSÞ á Húsavík í formi göngudeildar- þjónustu og við Fjórðungssjúkra- húsið á Akureyri (FSA) á sviði bráðalækningaþjónustu (slysa- deilda), sem gert er ráð fyrir að veitt sé allan sólarhringinn. „Samskipti við deild sem veitir sólarhringsþjónustu er nýtt í þessu, en þetta er hluti af stærra verkefni um uppbyggingu á Ís- lenska heilbrigðisnetinu og áætl- anir miða við að fari í loftið á vormánuðum 2003 en það hefur verið að þróast frá því gengið var frá verkáætlun árið 2000,“ segir Daði. Hann leggur áherslu á að fjar- lækningum sé ætlað að rjúfa þá einangrun sem hætt er við að heilbrigðisstarfsfólk úti á landi verði fyrir, sérstaklega á litlum stöðum þar sem jafnvel er aðeins einn læknir. Lýkur í ágúst 2003 Í verkefninu er ætlunin að gera tilraunir með og öðlast reynslu á mismunandi formi fjar- lækningaþjónustu við heilsu- gæslustöðvar úti á landsbyggð- inni, að prófa fjarlækningabúnað og meta gildi mismunandi ein- inga og mælitækja, að ákvarða hverjir veita fjarlækningaþjón- ustu og hvernig hún verður skipulögð. Einnig að veita þjón- ustu frá deild sem er með sólar- hringsvaktþjónustu og að draga úr sjúkraflugi og kostnaði vegna þess. Gert er ráð fyrir að verkefninu ljúki í ágúst 2003 og að kostn- aður Íslenska heilbrigðisnetsins vegna samningsins verði 5,2 milljónir króna. Ætlað að rjúfa einangrun heil- brigðisstarfsfólks Tilraunir með fjarlækningar og rannsóknir á Norðausturlandi SJÖ ungmenni á aldrinum 14–16 ára voru færð á lögreglustöðina aðfara- nótt laugardags eftir að til ryskinga kom við lögreglu eftir að partí hafði verið leyst upp í Unufelli í Breiðholti. Að sögn lögreglu voru skemmdir unnar á póstkössum í blokkinni og 25 krökkum á aldrinum 14–16 ára vísað úr húsinu. Einhverjir vildu komast aftur inn og ætluðu að ýta lögreglu úr vegi. Kvartað hafði verið undan hávaða frá ungmennunum. Foreldr- ar sóttu ungmennin sjö sem voru færð á lögreglustöðina. Rólegt var í miðborg Reykjavíkur um nóttina, lögregla taldi að um 400 manns hefðu verið í borginni þegar mest var. Sjö ungmenni færð á lögreglustöð

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.