Morgunblaðið - 01.09.2002, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 01.09.2002, Blaðsíða 55
Í kapphlaupi við klukkuna (Two Against Time) Drama Bandaríkin 2001. Skífan VHS. (100 mín.) Öllum leyfð. Leikstjórn og handrit David Anspaugh. Aðalhlutverk Marlo Thomas, Ellen Muth. ÞIÐ sem hafið einhvern tímann horft á Hallmark-stöðina ættuð að vita nákvæmlega hvernig mynd Two Against Time er, líka þið sem horfð- uð einhvern tímann á sjónvarpsmynd- irnar sem Stöð 2 lagði hér áður fyrr í vana sinn að sýna á sunnudagskvöld- um og í raun þið hin til sem fylgist með þættinum Enn og aftur sem Sjón- varpið sýnir á mánudögum. Hér er nefnilega um að ræða þessa dæmi- gerðu hádramatísku fjölskylduör- lagasögu sem sögð er byggjast á sannsögulegum atburðum. Það eru fjölmargir sem kunna vel að meta þessar myndir og nákvæmlega ekk- ert að því. Ég er bara ekki einn af þeim. Ekki það að ég slái hendinni á móti öllum fjölskylduörlagasögum, því fer fjarri, ég bara kann ekki að meta vinnubrögð flestra bandarískra sjónvarpsmyndaleikstjóra þegar kemur að gerð svona mynda því þeir kunna sér jafnan ekki hóf í drama- tíkinni, reyna að nota hvert tækifæri til þess að kreista fram tár úr hvörm- um viðkvæmra áhorfenda en það leiðir svo gjarnan til ofleiks hjá leik- urunum sem eiga fullt í fangi með að valda slíkri dramatík og gera hana trúanlega. Two Against Time fellur því miður í flestar þessar gryfjur. Og þá meina ég að það sé miður, því efniviðurinn, ótrúlegt lánleysi einnar fjölskyldu og aðdáunarverður lífs- vilji, er áhugaverður. Skarphéðinn Guðmundsson Sjúkrasaga mæðgna FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. SEPTEMBER 2002 55  Kínversk hugræn teygjuleikfimi  Tai Chi fyrir byrjendur og lengra komna  Wu Shu Art  Kínverskt Kung Fu  Sjálfsvörn  Qi Gung Hóptímar - einkatímar fyrir börn, unglinga og fullorðna Opið í dag, sunnudag Allir velkomnir Kennarinn er prófessor í Wu Shu Art Ármúla 17a - S: 553 8282 Orka - Lækning - Heimspeki Reuters „Halló, þetta er Ben hérna. Get- ið þið sent slökkviliðið hingað, það var að kvikna í.“ Ben Affleck og Jennifer Lopez Sluppu úr eldhafi NÝJASTA kærustupar Hollywood- borgar, þau Ben Affleck og Jenni- fer Lopez, áttu fótum sínum fjör að launa á dögunum er eldur kom upp í nágrenni íbúðar Afflecks. Hjúin voru í góðu yfirlæti í þak- íbúð leikarans ásamt félaga sínum, leikaranum Joaquin Phoenix, og litla bróður Afflecks, Casey, þegar eldurinn kom upp. Stjörnufansinn slapp allur ómeiddur og lét slökkvilið New York borgar vita. Last Run Endaspretturinn Spennumynd Bandaríkin 2001. Skífan VHS. (94 mín.) Bönnuð innan 16 ára. Leikstjórn Anthony Hickox. Aðalhlutverk Armand Assante, Jürgen Prochnow. MAÐUR gefur því trúlega ekki nægilegan gaum hversu kvikmynda- gerðarmenn þurfa að laga sig að ástandi heimsmálanna. Á níunda áratug síðustu aldar var gósentíð fyrir framleiðendur ódýrra spennu- mynda því kalda stríðið var hið hent- ugasta fóður fyrir hraðsoðnar og lítt grundaðar myndir, algjörlega í anda átakanna sem þá ríktu milli stórveld- anna tveggja. En eftir fall járntjalds- ins og Berlínar- múrsins varð verk- ið vandasamara og handritshöfundar þurftu allt í einu að fara að klóra sér í höfðinu og hugsa.. The Last Run er dæmigerð eftirkaldastríðsmynd. Mynd sem fjallar um gamlan ref sem unnið hefur fyrir bandarísku utan- ríkisþjónustuna það lengi að hann veit að þótt Rússar hafa tekið ást- fóstri við lýðræði þá blundi gamli komminn í þeim enn, einhverjar illar kenndir og bullandi spilling. Armand Assante leikur refinn, sem beðinn er um að greiða úr leiðindaflækju í austri. Hann gerir það vel, enda leik- stjórnin fremur gamaldags og hrá- slagarleg, svona nett austantjalds. Ein fyrir þá sem sakna gömlu þungu spennumyndanna og geta ekki beðið eftir næsta Bondara. Skarphéðinn Guðmundsson Myndbönd Austan strekkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.