Morgunblaðið - 01.09.2002, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 01.09.2002, Blaðsíða 53
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. SEPTEMBER 2002 53 SÁLGREINING er kenning innan sálfræði sem lögð var fram í byrjun síðustu aldar af Sigmund Freud. Kenningin skilgreindi bæl- ingu (tilfinningar og hugsanir sem þrýst hefur verið niður í undir- meðvitund) sem helstu orsök sál- rænna kvilla. Af kenningunni spratt meðferðarkerfi sem felur í sér að losa sjúklinga undan bæl- ingum með því að veita þeim að- gang að undirmeðvitundinni. Helstu aðferðir sem notaðar eru til þessa eru frjáls hugrenninga- tengsl, traust samband milli grein- anda og sjúklings og túlkun á orð- um og gjörðum sjúklingsins. Pistillinn hefst á fræðilegu nót- unum en það er betra að þekkja undirstöður sálgreiningar þegar maður les myndasögu vikunnar. Four Women er frásögn konu sem er í meðferð við kvíða og depurð hjá sálfræðingi. Hún segir grein- andanum sögu af ferðalagi sem hún fór í með þremur öðrum vin- konum sínum og lýsir þeim öllum með lifandi hætti. Á ferðalaginu lenda vinkonurnar í ömurlegri lífs- reynslu sem skilur eftir sig miklar sálrænar þrautir sem sögumaður- inn reynir að takast á við. Ég þori að veðja fimm þúsund krónum að höfundurinn, Sam Keith, þekki vel til í heimi sál- greiningar og þá frekar sem sjúk- lingur en greinandi. Sögubygging- in dregur dám af meðferðarviðtali þar sem sjúklingurinn (sögumað- urinn) segir sögu sína með öllum þeim rangfærslum og minningar- lagfæringum sem trámatísk lífs- reynsla leiðir af sér. Greinandinn reynir síðan að rýna í frásögnina og benda á þá hnökra sem þar koma fram og leiðir sjúklinginn í átt að því sem raunverulega gerð- ist og frá þeirri sögu sem hún er búin að mynda í huga sér um at- burðinn. Með þessari aðferð reynir Keith að sýna lesandanum hugsanaferlið á bak við bælinguna og hversu mikið hún getur bjagað sannleik- ann. Tilraun Keiths gengur upp að nokkrum hluta. Það er mjög áhugavert að sjá hvernig sögurnar af sálfræðiviðtalinu annars vegar og minningunum hins vegar, tvinn- ast saman og leiða að lokum til einnar niðurstöðu; úrlausnar sem veitir von um betri tíð. Aðstæður þær sem leiddu til áfallsins eru gríðarlega sterkar og óhugnalegar og þar nær Keith sér best á flug í lýsingu sinni á konunum fjórum. Innilokunin og ógnin sem þær þurftu að þola skila sér frábærlega til lesandans sem verður nánast áþreifanlega var við örvæntinguna í bílnum. Hlutur fyrirgefningar- innar í lokin er einnig einlægur og fallegur. Á hinn bóginn fatast Keith flug- ið í sjálfum greiningarhlutanum. Konurnar fjórar verða aldrei nógu sannfærandi sem persónur og ástæður þess að sögumaðurinn reyni að fela sann- leikann eins og hún gerir eru kannski einum of gagnsæjar og einfaldar. Keith talar um þau sál- rænu átök sem fylgja því þegar sjálfsbjargarviðleitnin og sam- hjálparhvötin takast á en tekst ekki að ná þeim ósagða undirtón sem hefði verið nauðsynlegur til að sagan hefði virkað almennilega sem sálfræðistúdía. Umhverfingin á hlutverkum í huga sögumanns í lokin er vandræðalegt dæmi um ofureinfaldaða notkun á hugtökum sálgreiningarinnar. Undurfallegar teikningar bæta að nokkru fyrir brotalamirnar í sögunni. Notkun Keith á óreglu- legum pennastrikum til skygging- ar er með því besta sem ég hef séð og sjónarhornin sem hann notar lýsa vel huglægu ástandi sögu- mannsins. Sam Keith á heiður skilinn að takast á við viðfangsefni kvíða og bælingar á jafn beinskeyttan hátt og hann gerir hér. Ég held samt að til þess að svona saga gangi al- mennilega upp þurfi sterkari penna; eitthvað sem Keith virðist fullmeðvitaður um og segir hrein- skilningslega frá í inngangi. Æf- intýrið og súrrealisminn hæfa hon- um betur en raunveruleikinn eins og kom fram í síðustu bók hans og einni bestu bók síðast árs, Zero Girl. Tök hans á því ósagða eru ekki nógu sterk til að gefa bókinni nauðsynlega dýpt. MYNDASAGA VIKUNNAR Fyrirgefning syndanna. Myndasaga vikunnar er Four Women eftir Sam Keith. Homage Comics gefur út 2002. Bókin kostar 2.250 krónur og fæst í myndasöguversluninni Nexus. Heimir Snorrason Freud og fjórar konur A I K I D O Sjálfsvarnarlist fyrir alla í anda friðar og samvinnu Opið hús um helgina 11-17 í Faxafeni 8 Ný námskeið hefjast 2. september Frír kynningartími! Unglinga- og fullorðinstímar Upplýsingar í símum 822 1824 eða 897 4675 http://here.is/aikido aikido@here.is SUNDFÖT SEM PASSA Buxur og toppar selt í stöku, einnig sérsaumað eftir máli. Stærðir: XS - XXL, skálar: A - F. • Bikini • Tankini • Sundbolir • Pils • Ungbarna- sundföt Laugavegur 59 • 2.hæð Kjörgarði • sími 561 5588 • www.oops.co.is ÍSLENSK HÖNNUN & FRAMLEIÐSLA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.