Morgunblaðið - 01.09.2002, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 01.09.2002, Blaðsíða 37
unum Sigríði Björk og fjölskyldu, Berglindi og fjölskyldu og Skúla Magnússyni bróður hennar og fjöl- skyldu. Margrét Guðmundsdóttir og fjölskylda. Allt veraldar líf er eitt vængjablak hins volduga Guðs, og þúsundir ára eitt andartak hins eilífa Guðs. (Páll J. Árdal.) Síminn hringir, það er miðviku- dagskvöld. Ég fæ ekki skilið það sem við mig er sagt, það frýs eitthvað hið innra. Þótt ég faðmi syrgjendur sem gráta, þá eru mín tár bundin klaka- böndum, þar til þíðan brýst fram og bræðir og ekkert fæst við ráðið. Það svíður í auga og í hjarta, sársaukinn er ótrúlegur. Hvernig gat þetta gerst? Yndislegar konur, vinir og félagar, eru horfnar eins og hendi sé veifað og mér því fyrirmunað að segja þeim á kveðjustund, hvað mér þótti vænt um þær og hvað ég mat störf þeirra og vináttu mikils. Ég veit það var bros á vör og gleði í hjarta eftir ynd- islegan dag, þegar ferðin stóra yfir móðuna miklu hófst. Sú fullvissa er huggun í sárri sorg. Hverjar voru þessar konur? Þær voru starfsfélagar mínir og vinir í tugi ára sem aldrei brugðust. Við hlið mér stóðu þær sem sterkir óbifan- legir klettar hvað sem á gekk. Og vináttan hélst þótt ég léti af störfum. Á hverju ári hittumst við sem hópur og stundum oftar og áttum saman ómetanlegar samverustundir, sem aldrei verða fullþakkaðar. Í dag er Sólveig Matthíasdóttir ljósmóðir til moldar borin. Þegar hún kom síðast í heimsókn til mín færði hún mér undurfagra gjöf, sem mér á þessari stundu finnst táknræn fyrir það sem nú hefur gerst. Ég sá hana síðast þegar ég færði henni slæðuna sem hún gleymdi í þeirri heimsókn. Að auki hittumst við oft þegar ég fór með foreldrahópana mína í skoðun- arferð á deildina hennar. Alltaf var faðmurinn jafn stór, hlýjan og brosið eins ljúft og kveðjan til Söndru gleymdist aldrei. Sólveig átti ekki að- eins stóran faðm fyrir sín eigin börn, barnabörn og fjölskyldu, það var einnig pláss fyrir okkur hin. Það mun ekki gleymast, enda áhrifin varanleg. Orð eru svo fátækleg og máttvana á slíkri stundu. Gull af manni er gengin, langt um aldur fram. Eftir standa minningarnar góðu, sem munu fegra líf okkar sem eftir erum, þegar sorgartakið sleppir. Blessuð sé minning einstakrar konu. Elsku Sigríður og Berglind. Al- mættið styrki ykkur og fjölskyldu ykkar á sorgarstund. Hafið þökk fyr- ir þá fegurð sem einnig þið færðuð mér. Ef sál þín er sorta um vafin, og sér hvergi ljósbjarma hér, þá líttu til lausnarans góða, því ljósið sitt gefur hann þér. (Jón Hj. Jónsson.) Hulda Jensdóttir. „Svona gamlar frumbyrjur eru aldrei látnar fæða sitjandi fæðingu.“ Það tók mig nokkra stund að átta mig á þessum orðum Sólveigar. Ég var á 32. aldursári og hafði mestar áhyggjur af því að vera alltof ung til að takast á við móðurhlutverkið. Þó að ég ætti erfitt með að sætta mig við að geta ekki fætt barnið mitt með eðlilegum hætti, fann ég innst inni til mikils léttis, því ég eygði von um að Sólveig myndi samþykkja að vera hjá mér. Og það var hún, á erfiðustu og bestu stund ævi minnar. Þegar hún rétti mér drenginn minn, þrýsti hún andlitum okkar saman til að hann fyndi af mér lykt- ina og hjálpaði mér að halda utan um hann í stutta stund. Svo fór hún með hann. Dagana sem á eftir komu, var Sól- veig mér ólýsanleg stoð. Hún var á allan hátt ótrúleg kona sem hafði þann fágæta hæfileika að vekja ör- yggiskennd hjá öðrum. Það var yfir henni kyrrð sem fylgir þeim sem hef- ur náð sátt við sjálfan sig og um- hverfi sitt. Ég kynntist Sólveigu barn að aldri og þótti alla tíð afskap- lega vænt um hana en þessa daga í september fyrir þremur árum skildi ég fyrst hvað hún lifði innihaldsríku lífi. Því miður sagði ég henni aldrei hvað nærvera hennar og aðstoð við fæðingu barnsins míns skipti mig miklu. Það er örlítil huggun, að tveggja barna móðir sem tók á móti fjórum barnabörnum sínum og ótal- mörgum börnum öðrum, vissi án efa vel hvernig mér var innanbrjósts. Ég votta Berglindi, vinkonu minni, Sirrý, systur hennar og fjölskyldum þeirra dýpstu samúð mína. Sólveigu þakka ég innilega fyrir samleiðina. Hanna Styrmisdóttir. Kveðja frá ljósmæðrum Ég kvíði að heyra haustvængsins snögga þyt. (E. Ben.) Harmafregn – þrjár konur létust í bílslysi – allar ljósmæður; Sólveig Matthíasdóttir, Sigurbjörg Guð- mundsdóttir og Margrét Hinriks- dóttir. Harmafregn allri þjóðinni, ástvinum hjartasár. Við íslenskar ljósmæður kveðjum og söknum þess- ara góðu kvenna og farsælu ljós- mæðra með mikilli virðingu og þakk- læti og einlægri samúð til þeirra mörgu sem hafa misst. Blessuð sé þeirra minning. Þegar hefja átti skipulega fræðslu ljósmæðra árið 1761 lagði Bjarni Pálsson, okkar fyrsti landlæknir, svo ráð á að til ljósmæðrastarfa yrðu valdar þær konur er þekktar væru fyrir skynsemi, ráðvendni og mikla reynslu hefðu. Þessi ráð landlækn- isins hafa ekki glatað gildi sínu. Ís- lenskar ljósmæður hafa borið gæfu til þess að valda sínu fallega starfs- heiti – með skynsemi, ráðvendni og reynslu auk menntunar og þekking- ar – að því ógleymdu að bera virð- ingu fyrir lífinu og starfinu. Ljósmæðrafélag Íslands var stofn- að árið 1919 og hefur félagið átt marga trausta og farsæla stjórnar- menn. Þeirra á meðal voru þær sem við sjáum nú á bak. Sólveig og Sig- urbjörg unnu um langt árabil í stjórn félagsins. Manngerð þeirra, greind og félagsþroski lyftu stéttarvitund- inni upp til mikils metnaðar og mik- ilvægra starfa. Árið 1975 kaus félag- ið ritnefnd til þess að sjá um og framkvæma útgáfu stéttarblaðs ljós- mæðra er bæri heitið Íslenskar ljós- mæður. Í þessa mikilvægu nefnd var Sólveig kosin formaður og Sigur- björg ritari m.a. Þar ríkti einhugur og mikið var unnið. Þær góðu ljós- mæður er við sjáum nú á bak lögðu hug og hönd og ómælda vinnu til þess að stéttartalið yrði Ljósmæðra- félagi Íslands til sóma og varpaði ljósi á sérstöðu ljósmæðrastéttarinn- ar fyrr og nú. Í mikið var ráðist – stéttartalið skyldi ná aftur til hinnar fyrstu ljósmóður á Íslandi árið 1761 – það tókst – ritverkið Ljósmæður á Íslandi kom út árið 1984 í tveim bind- um og geymir mikinn fróðleik. Í þessum hughrifum saknaðar, minninga og þakklætis leita ég í orð skáldsins Stefáns frá Hvítadal úr kvæði hans Aðfangadagskvöld: Guð er eilíf ást, engu hjarta er hætt. Ríkir eilíf ást, sérhvert böl skal bætt. Lofið Guð, sem gaf, þakkið hjálp og hlíf. Tæmt er húmsins haf, allt er ljós og líf. Steinunn Finnbogadóttir, fyrrverandi formaður Ljós- mæðrafélags Íslands. Það var haustið 1957, við vorum mættar tíu ungar konur til að hefja nám í Ljósmæðraskóla Íslands. Eins og gefur að skilja vorum við spenntar að heyja námið sem þá tók eitt ár og skylda að búa í heimavist, tvær sam- an í herbergi og útivistarbann eftir kl. 23.30 á kvöldin. Þessi tíu kvenna hópur, sem var að mörgu leyti ólíkur, féll ótrúlega vel saman. Sólveig var ein úr þessum hópi, glæsileg kona sem strax varð hvers manns hugljúfi. Alltaf jafn þægileg, með sitt jafnaðargeð. Þessi tími okkar í LMSÍ og heimavistinni var ótrúlegur, hamingja frá a-ö. Fæstar okkar höfðu komið inn á sjúkrahús áður en námið hófst, okk- ur var bara skellt á vakt. Það var eins og að koma í heim þar sem allir eru fullkomnir og maður sjálfur eins og lítil mús. En þessi heimur var og er stórkostlegur því í flestum tilfellum er maður að taka þátt í sigrum. Þetta var því mikil upplifun hvern einasta dag. Eftir útskrift fórum við nokkrar að vinna á fæðingargangi, þar á með- al Sólveig, og leigðum svo saman íbúð þrjár úr hópnum, Sólveig, Magdalena og undirrituð. Þetta var dásamlegur tími. Síðar skildi svo leiðir eins og geng- ur. En við héldum alltaf góðu sam- bandi. Þegar Fæðingarheimili Reykja- víkur var stofnað fór Sólveig að vinna þar. Á þessum árum giftum við okk- ur báðar og eignuðumst börn og buru. Hinn 3. september 1967 eign- uðumst við báðar dætur með nokk- urra klukkustunda millibili. Þetta þótti svo sniðugt að tveggja manna stofa var rýmd fyrir okkur og þar dvöldum við saman í átta daga í góðu yfirlæti. Eftir að Fæðingarheimili Reykja- víkur var lokað kom Sólveig aftur til vinnu á sængurkvennagangi og vann þar síðan, alltaf jafn þægileg og góð við sængurkonurnar og naut þar mikillar virðingar. Að hugsa til þess að 45 ár séu liðin frá því við hittumst í LMSÍ er í hug- anum afstætt. Þetta eru nokkur minningabrot um Sólveigu sem koma upp í hugann eftir lát hennar. Það var hastarlegt þegar hringt var og tilkynnt um þetta hræðilega slys, þrjár ljósmæður farast. Ómar Khayyám segir á einum stað: … sjá tíminn, það er fugl sem flýgur hratt, hann flýgur máske úr augsýn þér í kveld. Við vitum ekki fyrirfram hvað dagurinn ber í skauti sér, oft hugsa ég mér að rós sé rauðust þar á reit sem konungsblóði úrhellt var. Þannig var Sólveig, eins og rósin sem ekki fölnar. Ég kveð hana með söknuði, Guð styrki aðstandendur hennar í þeirra mikla missi. Hjördís skólasystir. Leiðir okkar Sólveigar lágu fyrst saman fyrir 11 árum þegar hún byrj- aði að vinna á sængurkvennagangi 22A á kvennadeild Landspítalans þar sem ég starfaði þá. Sólveig hafði unnið á Fæðingarheimilinu við Ei- ríksgötu en flutti sig yfir þegar því var lokað. Ég hafði heyrt af þessari háu og glæsilegu konu sem þar vann og þegar hún hóf störf á deildinni tókst með okkur mikil vinátta. Eftir að ég lét af störfum á deildinni fyrir um þremur árum rofnuðu þessi vin- áttubönd ekki og við héldum sam- bandi okkar á milli. Sólveig var einstök manneskja, það var nánast sama hvað gekk á, hún var alltaf með þetta jafnaðargeð, skipti aldrei skapi. Aldrei heyrðist hún hallmæla neinum og tók ætíð upp hanskann fyrir þann sem minna mátti sín. Í krefjandi vinnu og miklu álagi var alltaf hægt að reiða sig á að hún héldi ró sinni og yfirvegun enda mjög fær og góð ljósmóðir. Þegar kom að því að ég fór að sinna aldraðri móður minni heima við þá var það hún sem studdi mig, taldi í mig kjark og gaf mér góð ráð. Leiðir okkar lágu ekki alveg eins oft saman eftir að ég fór af deildinni en sambandið rofnaði ekki og hittumst við reyndar oftar undanfarið en áður. Við ræddum mikið um matarupp- skriftir, bakstur og prjónaskap. Sól- veig hafði mikinn áhuga á öllu sem tengdist mat og bakstri. Það var ekki svo sjaldan að hún kom með tertu á deildina, þá var hún að prófa nýja uppskrift, sagði hún. En okkar bestu stundir voru þegar við þræddum kaffihúsin í bænum og litum inn í fatabúðirnar, þá var nú gaman, ég fékk mér cappuccino en Sólveig swiss-mokka. Svo voru það terturnar sem við völdum, aldrei eins, því þá gátum við smakkað hvor hjá annarri og spáð í það hvort við ættum upp- skriftir að þeim. Þegar við fórum síð- ast í Kringluna hinn 15. ágúst síðast- liðinn datt mér ekki í hug að ég ætti ekki eftir að hitta vinkonu mína aft- ur. Að morgni fimmtudagsins 22. ágúst sl. barst mér síðan sú frétt að Sólveig hefði verið ein af þeim þrem- ur konum sem lentu í þessu hræði- lega slysi sem ég hafði heyrt af. Þeg- ar harmafregn sem þessi berst er eins og brestur komi í þá veröld sem maður hefur gert sér og verður aldr- ei söm aftur. Ekki hvarflaði það að mér að einhver nákominn mér hefði lent í þessu slysi, slíkt er eitthvað svo fjarlægt en síðan gerist það. Kallið er komið, komin er nú stundin vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stíð. (V. Briem.) Það tómarúm sem Sólveig skilur eftir verður aldrei fyllt og mun ég alltaf minnast hennar sem þeirrar góðu vinkonu sem hún var. Ég bið góðan guð að geyma hana og votta dætrum hennar, Sigríði og Berglindi, og fjölskyldum þeirra samúð mína. Hafdís. Kveðja frá sængurkvennadeild ,,Öllu er afmörkuð stund,“ var setning sem flaug gegnum huga einnar okkar þegar sú hræðilega frétt barst að Sólveig Matthíasdóttir hefði látist í bílslysi ásamt tveimur vinkonum sínum. Var tími Sólveigar virkilega kominn til að fara á brott úr þessu lífi? Það fannst okkur ekki. Það getur verið hughreystandi að halla sér að forlagatrúnni og segja að þetta hafi átt að gerast, en sárt er það. Það er hreint ótrúlegt að hún komi ekki aftur til vinnu, okkur finnst að hún hljóti að vera í sum- arfríi. Sólveig Matt, eins og hún var gjarnan nefnd meðal starfsfélaga hafði unnið rúman áratug samfleytt á sængurkvennadeild Landspítalans. Það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar hún er nefnd, er glæsileg kona með hlýlegt bros og greinilega um- hyggju fyrir þeim sem hún var að annast. Þess nutu sængurkonur, ný- burar og þeirra aðstandendur. Hún var góð ljósmóðir og lagði alúð í sín störf, einnig þau sem ekki falla undir hefðbundin hjúkrunarstörf. Vinnusemi hennar kom í góðar þarfir á vinnustað. Konur sem hafa eiginleika góðrar húsmóður sinna sínu starfsumhverfi á jákvæðan hátt og fylgjast með hvað gera þarf án þess það standi í starfsreglum. Þann- ig var Sólveig. Það hafa ekki allir þennan eiginleika. Minningabrotin streyma fram – Sólveig með glampa í augum að segja frá árangursríkri aðstoð við brjósta- gjöf eða broslegri hegðun nýbura. Sólveig að sinna mörgum konum á sama tíma líkt og hún hefði margar hendur. Glöð í bragði, sá broslegu hliðina á daglega lífinu þar sem aðrir sáu erf- iðleika. Sólveig að drífa hlutina af, vinna fram í tímann. Stundum svolítið fljót- fær, vissi af því sjálf og gat hent gam- an að því. Sólveig pirruð á seinagangi tölv- unnar sem gat ekki tekið við nema einni skipun í einu. Sólveig Matt sem var auðvelt að leita til ef einhver þurfti að fá skipt vakt eða ef vantaði á vakt. Ekkert mál að breyta öðrum áætlunum. Hún gerði fólki greiða án þess að vita af því. Sólveig Matt sem kom með kræsi- legar kökur gerðar af hennar al- kunnu snilld, ef ske kynni að tími ynnist til notalegrar samveru yfir kaffibolla. Þó að Sólveig væri glaðleg og mannblendin flíkaði hún tilfinning- um sínum takmarkað og bar ekki vandamál á torg. Það kom greinilega fram þegar Bragi eiginmaður hennar greindist með krabbamein sem dró hann til dauða fyrir nokkrum árum. Þannig kringumstæður eru erfiðar, en Sólveig sinnti sínu ljósmóður- starfi með styrkri hugarró að því er virtist. Góðar minningar eru dýrmætar og þakkarvert að hafa átt góðan starfs- félaga. Við söknum Sólveigar Matt mikið. Dætrum hennar, tengdasonum, barnabörnum, bróður og vanda- mönnum öllum sendum við innilegar samúðarkveðjur og óskum þess að góðar minningar létti þeim sorgina og söknuðinn. Starfsfólk sængurkvennadeildar. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. SEPTEMBER 2002 37                                  !" #"$ %&&  '($  !" #"$                    ! "                   #        $ #% &         '   )    $   *    $  +,   $     $   !  $ !    $   -  .                         !  "     #   $%    % &           !  " #$% & 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.