Morgunblaðið - 01.09.2002, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 01.09.2002, Blaðsíða 54
Sjónvarpið Á vetrardagskrá Sjónvarpsins verður þráðurinn að sumu leyti tek- inn upp á ný hvað varðar innlent dagskrárefni og munu gamlir kunn- ingjar skjóta upp kollinum á nýjan leik. At-ið verður aftur á dagskrá en þó með breyttu sniði, Mósaík verður á þriðjudagskvöldum í vetur og Jón Ólafsson gerir 20 nýja þætti í syrp- unni Af fingrum fram. Gísli Mar- teinn Baldursson færir sig um set frá störfum í Kastljósinu og situr við stjórnvölinn í léttum spjall- og skemmtiþætti á laugardagskvöldum áður en fimmmenningarnir í Spaug- stofunni halda uppteknum hætti að kitla hláturtaugar landsmanna. Elín Hirst sér um þáttinn Líf og lækn- isfræði þar sem fjallað verður um sex algenga sjúkdóma, auk þess sem boðið verður upp á kennsluþátt í ís- lensku fyrir útlendinga. Sigurður H. Richter sér að vanda um Nýjustu tækni og vísindi og Heima er best og Gettu betur verða á sínum stað. Stundin okkar verður að vanda á sunnudögum en umsjónarmenn hennar í vetur verða þau Jóhann G. Jóhannsson leikari og Þóra Sigurð- ardóttir, fyrrum starfsmaður íþróttadeildar Sjónvarpsins. Þau verða jafnframt kynnar Morgun- sjónvarps barnanna um helgar. Af góðkunningjum utan úr heimi þykir vænlegast að kynna fyrst til sögunnar nýjar þáttaraðir af Bráða- vaktinni, Beðmálum í borginni, Fraiser, Star Treck og Soprano-fjöl- skyldunni. Sjónvarpið tekur einnig til sýn- ingar nýja erlenda sjónvarpsþætti eins og bresku spennuþættina Spooks, gamanþáttaröðina Bóka- búðina, Scrubs hvar gert er grín á kostnað spítalaþátta og bresku syrpurnar The Office og Happiness. Matreiðslumaðurinn Nigella sýnir réttu handtökin í eldhúsinu og á miðvikudögum verða sýndir heim- ildamyndaþættir um listir og menn- ingu. Íþróttirnar verða á sínum stað. Beinar útsendingar frá úrvalsdeild- inni í Þýskalandi, Markaregn, Ryd- erkeppnin í golfi og Helgarsportið er meðal þess sem í boði verður. Skjár 1 Fjöldi góðkunningja Skjás eins mun dúkka aftur upp á komandi vetri en Skjárinn mun einnig kynna til sögunnar nýtt efni og verður gerð nokkur grein fyrir því hér. PoppPunktur er spurningaþáttur í umsjón Gunna og Felix. Ekki þó sama tvíeykis og stjórnaði Stundinni okkar á sínum tíma heldur er sami Felix Bergsson nú í slagtogi við Dr. Gunna, Gunnar Lárus Hjálmarsson, tónlistarmann og höfund rokksög- unnar Eru ekki allir í stuði? Popp- Punktur er spurningakeppni þar sem tónlistarfólk af öllum stærðum og gerðum etur kappi hvað við ann- að um hverjir eru best að sér í popp- sögunni og öllum þeim fræðum er henni tengjast. 16 lið skipuð liðs- mönnum þekktustu hljómsveita landsins síðustu fjörutíu árin eða svo reyna með sér í riðlakeppni þar til ein sveit stendur uppi sem sigurveg- ari. PoppPunktur er á dagskrá á laugardögum kl. 21 og hefjast sýn- ingar hinn 14. september næstkom- andi. Finnur Vilhjálmsson situr í vetur í Heita pottinum og fær ofan í til sín marga góða gesti. Finnur hyggst sjá til þess að potturinn verði kraum- andi af spennandi umræðum, gríni og tónlist. Þættinum verður skipt upp í hólf og hverju tileinkað ákveð- ið umræðuefni; fréttum, menningu og slúðri. Heiti potturinn er á dag- skrá á föstudögum kl. 19.50 og hefj- ast sýningar hinn 27. september. Þættirnir Haukur (Sigurðsson) í horni eru trúlega þeir stystu á vetr- ardagskránni, en þeir eru einungis tvær til þrjár mínútur. Þátturinn er í anda dagskrárliðar í skemmtiþætti Jay Leno sem kallaður er Jay-Walk, en þar rabbar Leno, og nú Haukur í horni, við fólk á förnum vegi og still- ir því upp við vegg með misjafnlega erfiðum spurningum. Þátturinn er á dagskrá daglega. Egill Helgason verður á sínum stað með Silfrið sitt á sunnudögum kl. 12.30, frá og með 22. september. Þau Valgerður Matthíasdóttir og Friðrik Weisshappel fá liðsauka í vetur en í stað Arthúrs Björgvins Bollasonar verður Kormákur Geir- harðsson þriðja hjólið undir vagni Innlits-Útlits. Sýningartíminn er sá sami og venjulega, kl. 21 á þriðju- dögum, og hefjast sýningar á honum 3. september. Sigríður Arnardóttir heldur áfram að fjalla um Fólk af öllum stærðum og gerðum á miðvikudög- um kl. 21. Djúpa laugin heldur ótrauð áfram að koma einhleypum Íslendingum á stefnumót. Þau Hálfdán Steinþórs- son og Kolbrún Björnsdóttir urðu hlutskörpust í kosningu um nýja sundlaugaverði í vor og munu þau sjá um að koma sem flestum út í vet- ur. Djúpa laugin verður að vanda á dagskrá á föstudögum kl. 22 og hefj- ast sýningar hinn 6. september. Stöð 2 Jón Gnarr mun bregða sér í hlut- verk þáttastjórnandans í enn ónefndum þætti í vetur. Þættir hans verða fullir af viðtölum, tónlist og leiknum atriðum þar sem grínið verður að sjálfsögðu í aðalhlutverki. Áætlað er að sýningar hefjist í nóv- ember. Bryndísi Schram þekkja trúlega flestir sjónvarpsáhorfendur. Hún mun í vetur stjórna matreiðslu- keppninni Einn, tveir og elda af mik- illi röggsemi. Þátturinn var áður í umsjón Sigurðar Hall og verður með svipuðu sniði í ár. Einn, tveir og elda verður á dagskrá á miðvikudögum. Sigurður Hall verður þó ekki fjarri góðu gamni því hann sér um ferðaþætti frá öllum heimshornum þar sem matur verður að sjálfsögðu í aðalhlutverki. Jón Ársæll verður enn við stjórn- völinn í Sjálfstæðu fólki þar sem hann heldur áfram að kynna fyrir landsmönnum áhugaverða sam- borgara. Sjálfstætt fólk birtist okk- ur á sunnudögum. Vigdís Jóhannsdóttir leiðir áhorf- endur um heim kvikmyndanna á mánudögum til fimmtudags í Pano- rama. Þorsteinn J. sér um að gefa út ávísanir til þeirra sem til þeirra vinna í spurningaþættinum geysi- vinsæla Viltu vinna milljón? á föstu- dögum í vetur. Andrea Róbertsdóttir heldur áfram að fylgjast með því hvað er heitast í hönnun, tísku, tónlist og myndlist og leyfir áhorfendum að njóta góðs af því á fimmtudögum í vetur. Stöð 2 sýnir í vetur þriggja þátta heimildamyndaröð um eldgosið í Vestmannaeyjum, eftir sömu höf- unda og hlutu Eddu-verðlaunin fyrir þáttaröð um þorskastríðið er nefnd- ist Síðasti valsinn. Þættirnir greina frá þessari örlagaríku nótt í janúar 1973, björgunaraðgerðunum, fólks- flutningunum, lífi í landi eftir gosið og uppbyggingunni í Eyjum. Afi skemmtir börnunum um helg- ar frá kl. 8 til 12 en annað barnaefni er á dagskrá kl. 16 virka daga. Stöð 2 mun taka til sýninga fjölda erlendra þátta í vetur. Sem dæmi má nefna veruleikasjónvarpsþáttinn um Osbourne-fjölskylduna, sem er langt í frá hin venjulega kjarnafjöl- skylda. Þættirnir, sem farið hafa sigurför um heiminn, segja frá fjöl- skyldulífi rokkarans Ozzy Osbourne … í beinni útsendingu. Joan Cusack fer með hlutverk kjaft- fors framhaldsskólakennara í What About Joan. Í Greg the Bunny er fylgst með sambýli brúða og manna sem oft og tíðum er ansi skrautlegt. The Agency greinir frá málum sem lenda á borði CIA leyniþjónustunn- ar. Framleiðandinn er leikstjórinn Wolfgang Petersen. Big Bad World er breskur myndaflokkur sem segir frá fjórum manneskjum í leit af lífshamingj- unni einu og sönnu. Mind of the Married Man hafa verið nefndir andsvar karlmanna við sjónvarps- þáttunum Sex & the City þar sem giftir karlmenn velta fyrir sér kyn- lífi, framhjáhaldi og konum. Auk þessa verða margir vel kunn- ugir þættir á dagskrá svo sem Six Feet Under, Cold Feet, 24, Just Shoot Me, 60 minutes og 60 minutes II. Popptíví Þó að sjónvarpsstöðin Popptíví hafi fyrst og fremst tónlistarmynd- bönd innan sinna vébanda verða nokkrir sjónvarpsþættir á dag- skránni þar í vetur. Þeir Simmi, Jói og Auðunn stjórna 70 mínútum, Skjöldur sér um Lúkkið og Pikk-Tíví og Geim- Tíví verða á sínum stað. Af erlend- um þáttum má nefna teiknimynda- röðina geysivinsælu South Park, sem sýnd verður á miðvikudögum, Freaks and Geeks á mánudögum, Ibiza Uncovered á föstudögum og Cranks Yankers á miðvikudögum. Sýn Sjónvarpsstöðin Sýn mun sem endranær einblína á íþróttaviðburði. Fleiri útsendingar frá enska boltan- um verða í boði, auk þess sem stöðin mun sýna í auknum mæli frá leikjum 1. deildar þar í landi þar sem all- nokkir íslenskir leikmenn láta til sín taka. Beinar útsendingar frá Evr- ópukeppni félagsliða og Meistara- deild Evrópu verða einnig á dagskrá auk beinna útsendinga frá spænska boltanum og þátta honum tengdum. En boltinn er ekki eina íþróttagrein- in sem Sýn sinnir því auk hans verða í boði hnefaleikar, hreysti, golf, skotveiði og amerískur ruðningur, svo eitthvað sé nefnt. Innlendur íþróttaþáttur birtist svo fjögur kvöld vikunnar eins og hefur verið. Tónleikar og verðlaunaafhending- ar verða einnig í beinni útsendingu en aðaláherslan verður sem áður sagði á íþróttirnar. Nýtt frá Gísla Marteini, Jóni Gnarr og Dr. Gunna og Felix Bryndís Schram stjórnar Einn, tveir og elda á Stöð 2 í vetur. Þau Hálfdán Steinþórsson og Kolbrún Björnsdóttir sjá um að koma Íslendingum á stefnumót í Djúpu lauginni á Skjá einum. Yfir köldustu vetrarmánuðina er fátt notalegra en að koma sér vel fyrir uppi í sófa og horfa á það sem sjónvarpsstöðvarnar hafa upp á að bjóða. Birta Björnsdóttir kynnti sér hvað á boðstólum verður fyrir þá sem hugnast sjónvarpsáhorfið í vetur. birta@mbl.is Morgunblaðið/Arnaldur Spaugstofan skemmtir landsmönnum á laugardagskvöldum í Sjónvarpinu. Fjölbreytt vetrardagskrá sjónvarpsstöðvanna FÓLK Í FRÉTTUM 54 SUNNUDAGUR 1. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Brimborg Reykjav ík Br imborg Akureyr i br imborg. is Það er margt sem kemur á óvart Fáðu meira en áður - fyrir minna en áður. Komdu. Kauptu nýjan Ford Fiesta. er dæmi um meiri bíl. Innrarými Fiesta Ford sendir frá sér tákn um nýjan staðal - nú í hönnun smábíla: Stærri og betur búinn Ford Fiesta! Glæsilegur Fiesta skartar því allra besta frá verðlaunabílunum Focus og Mondeo. Keyrðu hann...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.