Morgunblaðið - 01.09.2002, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 01.09.2002, Blaðsíða 45
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. SEPTEMBER 2002 45 ÞAÐ er fátt ánægjulegrapresti en að hitta verð-andi fermingarbörn íupphafi vetrar og svo aðfá að vera í hópi þeirra næstu vikur og mánuði, spjallandi um daginn og veginn, gleði og sorgir, og raunar allt á milli himins og jarðar. Og ógleymanlegt er að mega upplifa að sjá einlæga og bjarta gleði þeirra, er sjálfur ferm- ingardaginn loks rennur upp og þau standa og krjúpa við grát- urnar og endurnýja skírnarheitið. Íslensk börn fædd árið 1989 eru alls 4.628 talsins, þar af piltar 2.401 og stúlkur 2.227. Langflest þeirra eru nú í áðurnefndum sporum þetta haustið, eru að leggja á brautina og koma til með að fræð- ast þar um marga góða hluti, sem óefað eiga eftir að sitja í hjarta þeirra um ókomna tíma. Íslenska orðið ferming er dregið af latneska orðinu confirmare, sem merkir „að staðfesta“, en líka „að styrkja“. Að hafa sérstaka athöfn greinda frá skírninni hófst í Vest- urkirkjunni á 5. öld og fundu menn rök fyrir henni í 8. kafla Post- ulasögunnar, versunum 14–17: Þegar postularnir í Jerúsalem heyrðu, að Samaría hefði tekið við orði Guðs, sendu þeir til þeirra þá Pétur og Jóhannes. Þeir fóru norður þangað og báðu fyrir þeim, að þeir mættu öðlast heilagan anda, því að enn var hann ekki kominn yfir neinn þeirra. Þeir voru aðeins skírðir til nafns Drottins Jesú. Nú lögðu þeir hendur yfir þá og fengu þeir heilagan anda. Á 12. öld fóru menn að telja ferminguna til sakramenta kirkj- unnar og lengi vel máttu aðeins biskupar fremja þessa athöfn. Var hún því oft nefnd biskupun. Hún gekk þannig fyrir sig, að kross- mark var gert á enni ferming- arbarnsins, með blöndu af ólífuolíu og viðsmjöri eða balsami; þetta efni nefndist krisma. Biskup hafði vígt það á skírdegi, og átti það að endast allt árið. Aldur fermingarbarna var mis- munandi, því ytri aðstæður – þ.e.a.s. hvenær börnin komust á fund biskups eða hann þeirra – réðu þar miklu. Annað var það, að upphaflega var engrar fræðslu eða þekkingar krafist sem undanfara fermingarinnar. Þetta átti að vera gjöf, þar sem heilagur andi væri móttekinn. Börnin gátu því verið allt frá nokkurra vikna gömul og upp í það að vera sem næst full- vaxta. Síðar, eftir að farið var að krefjast einhvers lærdóms til grundvallar, og þar sem mögulegt var að koma á annarri fastri skip- an, voru börnin þó yfirleitt fermd á aldrinum 7–12 ára. Skilningur manna á ferming- unni breyttist mikið við siðbreyt- inguna, á 16. öld, af því að lúth- erska kirkjan taldi hana ekki sakramenti, heldur viðurkenndi einungis tvö, þ.e.a.s. skírn og kvöldmáltíð. Kaþólskir menn við- urkenndu hins vegar sjö, þ.e.a.s. skírn, kvöldmáltíð, fermingu, skriftir, hjónavígslu, prestsvígslu og hinstu smurningu. Í röðum lútherskra var hin gamla ferming talin óþörf og skaðleg, enda talin geta varpað skugga á og dregið úr eðli skírnarinnar. Má því segja, að sú fermingarathöfn hafi verið lögð niður og ekki framkvæmd í lúth- erskum kirkjum á þeim tíma eða síðar. Hins vegar fór að bera á áherslu lútherskra manna fyrir aukinni kennslu í grundvallaratriðum kristinnar trúar. Almenningur varð núna að læra og kunna ákveð- in atriði til að fá að ganga til alt- aris. Og brátt varð til endurskoðuð útgáfa fermingarinnar, löguð að hinum breytta sið, evangelísk- lútherskri kristni. Fermingarald- urinn var nokkuð breytilegur, allt eftir því hvernig börnin eða ung- mennin voru stödd í fræðunum; kirkjan setti ákveðnar þekking- arkröfur fram, sem þau urðu að standast. Á 18. öld voru ferming- arbörnin þó venjulegast á aldr- inum 9–12 ára. Síðar fóru menn að efast um, að börn á þeim aldri væru nægilega þroskuð til að geta tekið fermingarathöfnina með þeim skilningi og alvöru sem nauð- synlegt þótti. Fyrir miðja 18. öld var hin lúth- erska ferming (sem var allt annað en hin kaþólska, sbr. áðurnefnt) lögfest um gjörvallt danska ríkið; gengu fyrirmæli þess efnis í gildi hér á landi árið 1741. Með þeirri tilskipun var fermingaraldurinn líka ákveðinn; mátti einungis ferma barn er það var orðið fjórtán ára og gildir sú regla í stórum dráttum enn í dag. Ferma átti ann- aðhvort í kringum Úrbanusmessu (25. maí) eða að haustinu til, um Mikjálsmessu (29. september). Þessi tilhneiging er enn við lýði á okkar dögum, einkum þó vortím- inn, og mest þá um páska og hvíta- sunnu. Margir kristnir trúflokkar (sér- kirkjur eða kirkjudeildir) við- urkenna ekki barnaskírn, heldur telja að maður verði að hafa ákveðna þekkingu til að bera áður en skírn er framkvæmd. Og eins hitt, að fara þurfi niður í vatnið, á kaf. Þær kirkjudeildir eru ekki með fermingu. Börnunum er ung- um gefið nafn og þau blessuð, og þegar aldur er talinn nægilegur (og þroski) ákveða þau sjálf hvort þau vilja láta skírast. Oft er það um svipað leyti og ungmenni ferm- ast, þ.e.a.s. í kringum 14 ára ald- urinn, en getur þó verið bæði fyrr og síðar. Ég bið þessum ungmennum öll- um, árgangi 1989, Guðs blessunar og óska þeim velfarnaðar á þeirri göngu, sem framundan er, ekki bara til vors, heldur áfram, í heimi fullorðinna. Árgangur 1989 sigurdur.aegisson@kirkjan.is Í lífi hins kristna ein- staklings markar fermingin skilin á milli bernskunnar og unglingsáranna, víð- ast hvar a.m.k. Sigurður Ægisson hugsar til á fimmta þúsund ungmenna, sem um þessar mundir eru að hefja nám í ferming- arfræðum í söfn- uðum landsins. Staður Nafn Sími 1 Sími 2 Akranes Jón Helgason 431 1347 431 1542 Akureyri Skrifstofa Morgunblaðsins 461 1600 Bakkafjörður Stefnir Elíasson 473 1672 Bifröst Bára Rúnarsdóttir 435 0054 Bíldudalur Pálmi Þór Gíslason 456 2243 Blönduós Gerður Hallgrímsdóttir 452 4355 868 5024 Bolungarvík Nikólína Þorvaldsdóttir 456 7441 867 2965 Borgarnes Þorsteinn Viggósson 437 1474 898 1474 Breiðdalsvík María Jane Duff 475 6662 Búðardalur Anna María Agnarsdóttir 434 1381 Dalvík Halldór Reimarsson 466 1039 862 1039 Djúpivogur Sara Dís Tumadóttir 478 8161 Egilsstaðir Páll Pétursson 471 1348 471 1350 Eskifjörður Björg Sigurðardóttir 476 1366 868 0123 Eyrarbakki R. Brynja Sverrisdóttir 483 1513 699 1315 Fáskrúðsfjörður Jóhanna Sjöfn Eiríksdóttir 475 1260/853 9437/475 1370 Flateyri Hjördís Guðjónsdóttir 456 7885 Garður Álfhildur Sigurjónsdóttir 422 7310 699 2989 Grenivík Ólína H. Friðbjarnardóttir 463 3131 Grindavík Kolbrún Einarsdóttir 426 8204 426 8608 Grímsey Ragnhildur Hjaltadóttir 467 3148 Grundarfjörður Bjarni Jónasson 438 6858/854 9758/894 9758 Hella Brynja Garðarsdóttir 487 5022 892 1522 Hellissandur Sigurlaug G.Guðmundsdóttir 436 6752 855 2952 Hnífsdalur Auður Yngvadóttir 456 5477 893 5478 Hofsós Jóhannes V. Jóhannesson 453 7343 Hólmavík Ingimundur Pálsson 451 3333 893 1140 Hrísey Siguróli Teitsson 466 1823 Húsavík Bergþóra Ásmundsdóttir 464 1086 893 2683 Hvammstangi Gunnar Þorvaldsson 451 2482 894 5591 Hveragerði Imma ehf. 483 4421 862 7525 Hvolsvöllur Helgi Ingvarsson 487 8172/893 1711/853 1711 Höfn Rannveig Á.Gunnlaugsdóttir 478 2416 862 2416 Innri-Njarðvík Eva Gunnþórsdóttir 421 3475 868 3281 Ísafjörður Auður Yngvadóttir 456 5477 893 5478 Keflavík Elínborg Þorsteinsdóttir 421 3463 821 3463 Kirkjubæjarkl. Birgir Jónsson 487 4624 854 8024 Kjalarnes Haukur Antonsson 566 8378 895 7818 Kópasker Hrönn Guðmundsdóttir 465 2112 Laugarás Jakob Þórðarson 486 8983 Laugarvatn Berglind Pálmadóttir 486 1129 865 3679 Neskaupstaður Sólveig Einarsdóttir 477 1962 848 2173 Ólafsfjörður Árni Björnsson 466 2347 866 7958 Ólafsvík Laufey Kristmundsdóttir 436 1305 Patreksfjörður Björg Bjarnadóttir 456 1230 Raufarhöfn Alda Guðmundsdóttir 465 1344 Reyðarfjörður Guðmundur Fr. Þorsteinsson 474 1488/892 0488/866 9574 Reykholt Bisk. Guðmundur Rúnar Arneson 486 8797 Reykhólar. Ingvar Samúelsson 434 7783 Reykjahlíð Mýv. Pétur Freyr Jónsson 464 4123 Sandgerði Sigurbjörg Eiríksdóttir 423 7674 895 7674 Sauðárkrókur Ólöf Jósepsdóttir 453 5888/854 7488/865 5038 Selfoss Jóhann Þorvaldsson 482 3375 899 1700 Seyðisfjörður Margrét Vera Knútsdóttir 472 1136 863 1136 Siglufjörður Sigurbjörg Gunnólfsdóttir 467 1286 467 2067 Skagaströnd Þórey og Sigurbjörn 452 2879 868 2815 Stokkseyri Kristrún Kalmansdóttir 867 4089 Stykkishólmur Erla Lárusdóttir 438 1410 690 2141 Stöðvarfjörður Sunna Karen Jónsdóttir 475 8864 Suðureyri Tinna Sigurðardóttir 456 6244 Súðavík Ingibjörg Ólafsdóttir 4564936 Tálknafjörður Sveinbjörg Erla Ólafsdóttir 456 2676 Vestmannaeyjar Jakobína Guðlaugsdóttir 481 1518 897 1131 Vík í Mýrdal Hulda Finnsdóttir 487 1337 698 7521 Vogar Hrönn Kristbjörnsdóttir 424 6535 557 5750 Vopnafjörður Svanborg Víglundsdóttir 473 1289 473 1135 Ytri-Njarðvík Eva Gunnþórsdóttir 421 3475 821 3475 Þingeyri Þór Líni Sævarsson 456 8353 Þorlákshöfn Ragnheiður Hannesdóttir 483 3945 483 3627 Þórshöfn Ragnheiður Valtýsdóttir 468 1249 Dreifing Morgunblaðsins Hér eru upplýsingar um þá sem dreifa blaðinu á landsbyggðinni  Innilegar þakkir til fjölskyldu minnar, vina, vandamanna og heimahlynningar Krabbameins- félagsins í tilefni 90 ára afmælis míns 18. ágúst og gerðu mér daginn ógleymanlegan. Guð blessi ykkur öll. Ólafía Thorlacius, Nóatúni 32. HUGVEKJA ÍSLENDINGAR tóku í sumar þátt í Ólympíuleikum í stærðfræði í átjánda sinn. Kepptu þar fyrir Íslands hönd þau Þorbjörn Guðmundsson, Hösk- uldur Pétur Halldórsson, Ragnheiður Helga Haraldsdóttir, Líney Halla Kristinsdóttir, Eyvindur Ari Pálsson og Stefán Þorvarðarson. Leikarnir voru í ár haldnir í Glasgow, Skotlandi, og voru þátttökuþjóðir 84. Hvert þátttökuland getur sent allt að sex keppendur, en þeir þurfa að vera und- ir tuttugu ára aldri og mega ekki hafa hafið háskólanám. Keppnin sjálf sam- anstóð af sex dæmum, þremur hvorn keppnisdag. Á meðan voru úrlausnir hinna 480 keppenda metnar af dóm- urum leikanna. Voru þar til kallaðir margir af fræknustu stærðfræðing- um Breta, meðal annars Tim Gowers, sem fékk Fields-verðlaunin í stærð- fræði árið 1998 sem er æðsti heiður sem stærðfræðingum veitist. Áberandi bestum árangri í ár náðu kínversku og rússnesku keppendurn- ir, en tveir Kínverjar og einn Rússi náðu fullu húsi stiga, aðrir stóðu þeim nokkuð að baki. Sé litið til saman- lagðra stiga keppnisþjóðanna, voru Kínverjar jafnframt með flest stig, Rússar voru næstir, en svo talsvert neðar komu næst Bandaríkjamenn, svo Búlgarar og Víetnamar. Enginn íslensku keppendanna náði verð- launasæti, en þrjú þeirra fengu heið- ursviðurkenningar fyrir fulla lausn á dæmi, og reyndar hvert fyrir sitt dæmið: Stefán fyrir fléttufræðidæmi, Ragnheiður Helga fyrir talnafræði- dæmi og Eyvindur Ari fyrir falla- jöfnudæmi. Að samanlögðum stigum náðu Íslendingar sístum árangri Norðurlandaþjóða, eða 66. sæti. Lokaathöfn og verðlaunaafhending fór fram að viðstaddri Önnu Breta- prinsessu. Að undirbúningi og fjár- mögnun fararinnar stóðu mennta- málaráðuneytið, Íslensk erfðagreining, Háskóli Íslands, Reykjavíkurborg og Kópavogsbær. Frá vinstri: Frosti Pétursson liðsstjóri, Líney Halla, Eyvindur Ari, Ragnheiður Helga, Þorbjörn, Höskuldur og Stefán. Kínverjar og Rússar fremstir í stærðfræði HJÁLPARSTARF kirkjunnar efn- ir til ráðstefnu um framtíðar- og friðarhorfur í Ísrael og Palestínu miðvikudaginn 4. sept. Fyrirles- arar eru valdir með það fyrir aug- um að reyna að kynna sjónarmið beggja deiluaðila og erindum er ætlað að vera fræðsluinnlegg í um- ræðu um ástandið fyrir botni Mið- jarðarhafs. Halldór Ásgrímsson utanríkis- ráðherra mun fjalla um friðarhorf- ur og framtíðarsýn, erindi Karls Sigurbjörnssonar biskups nefnist heljarslóð í landinu helga, Stein- unn Jóhannesdóttir rithöfundur fjallar um pólitískar ógöngur íslam og Svala Jónsdóttir, fjölmiðlafræð- ingur og fulltrúi Hjálparstarfs kirkjunnar á mannréttindavakt í Palestínu, um harðlínustefnur í Ísrael. Eftir hlé munu Aðalsteinn Þor- valdsson, guðfræðingur og fulltrúi Hjálparstarfs kirkjunnar á mann- réttindavakt í Palestínu, Óli Tynes fréttamaður, sr. Þorbjörn Hlynur Árnason, formaður mannréttinda- nefndar Lútherska heimssam- bandsins, og Ómar Kristjánsson framkvæmdastjóri leitast við að gefa mynd af átökunum. Eftir hvert innlegg er gert ráð fyrir fyr- irspurnum frá ráðstefnugestum. Fundarstjóri er Einar Karl Har- aldsson, stjórnarformaður Hjálp- arstarfs kirkjunnar. Ráðstefnan verður haldin í safnaðarheimili Grensáskirkju kl. 16–19. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn. Ráðstefna um friðarhorfur í Ísrael og Palestínu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.