Morgunblaðið - 01.09.2002, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 01.09.2002, Blaðsíða 25
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. SEPTEMBER 2002 25 ENSKA ER OKKAR MÁL Innritun í fullum gangi Ensku talnámskeið Einnig önnur fjölbreytt enskunámskeið Susan Taverner Hringdu í síma 588 0303 FAXAFENI 8 www.enskuskolinn.is enskuskolinn@isholf.is Julie Ingham Sandra Eaton John O’Neill Susannah Hand Joanne Rinta Kennsla í Reykjavík, Selfossi og á Akureyri Haustið í Prag frá kr. 25.450 með Heimsferðum Verð kr. 29.950 Flug og hótel í 3 nætur, 11. nóv. M.v. 2 í herbergi á Quality Hotel. Með 8.000 kr. afslætti. Skattar innifaldir. Gildir alla mánud. í okt./nóv. til Prag og alla fimmtud. í okt./nóv. frá Prag. Verð kr. 25.450 Flugsæti til Prag, 14. okt., með 8.000 kr. afslætti. Flug og skattar. Gildir alla mánud. í okt./nóv. til Prag og alla fimmtud. í okt./nóv. frá Prag. Prag er nú orðinn einn vinsælasti áfangastaður Íslendinga til að sækja heim, enda ein fegursta borg heimsins sem geymir mörg hundruð ára sögu á hverju horni og mannlíf og andrúmsloft sem á ekki sinn líka í Evrópu. Gullna borg- in, borg hinna þúsund turna, gimsteinn Evrópu, borg töfranna, það er ekki að undra að þessari stórkostlegu borg hafi verið gefin öll þessi nöfn. Heimsferðir bjóða nú ein- stakt tækifæri til að kynnast þessari ótrúlegu borg. Í boði eru góð 3 og 4 stjörnu hótel og spennandi kynnisferðir um kastalann og gamla bæinn, eða til hins einstaklega fagra heilsubæjar Karlovy Vary, með íslenskum fararstjórum Heimsferða. Flug fimmtud. og mánud. í okt. og nóv. 14. okt. – 33 sæti 17. okt. – uppselt 21. okt. – 37 sæti 24. okt. – uppselt 28. okt. – laus sæti 31. okt. – 26 sæti 4. nóv. – 42 sæti 7. nóv. – uppselt Bókaðu meðan enn er laust. Sjá fleiri dags. í nóv. í bæklingi. 26. sept. – uppselt 30. sept. – 24 sæti 3. okt. – 11 sæti 10. okt. – uppselt Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Ef þú bókar í ferð frá mánudegi til fimmtudags í október eða nóvember, getur þú tryggt þér 8.000 kr. afslátt. Fyrstu 300 sætin. 8.000 kr. afsláttur. „ÍSLENSKI dansflokkurinn mun hefja leikárið með nokkuð óvenju- legum hætti sé litið til undanfarinna ára,“ sagði Ása Richardsdóttir framkvæmdastjóri Íslenska dans- flokksins við setningu leikárs Borg- arleikhússins í gær. „Í stað þess að frumsýna ný verk að hausti, mun flokkurinn leggja áherslu á sýningarferðalög um Evr- ópu og samstarf við Leikfélag Reykjavíkur í Borgarleikhúsinu. Með því erum við að stíga næsta skref á þeirri braut sem við höfum markað okkur, að stækka markaðs- svæði okkar og auka samstarf og fjölbreytni í viðfangsefnum. Við hefjum leikinn í Kaupmanna- höfn 27. – 30. september þar sem flokkurinn mun taka þátt í nýrri danshátíð sem nefnist Primo. Íslenski dansflokkurinn mun sýna þarna þrjú íslensk dansverk eftir jafnmarga íslenska höfunda, NPK, eftir listdansstjóra flokksins, Katr- ínu Hall, Elsu eftir Láru Stef- ánsdóttur og Maðurinn er alltaf einn eftir Ólöfu Ingólfsdóttur. Næst mun flokkurinn koma fram í þremur borgum í Þýskalandi og er ferðin skipulögð og fjármögnuð af einni virtustu umboðsskrifstofu Þýsklands, Norddeutsche Konz- ertdirektion, en nýgerður þriggja ára samningur flokksins við hana er okkur afar mikilvægur, samningur sem við væntum mikils af. Frá Þýskalandi höldum við Caen í Frakklandi þar sem verk Láru Stef- ánsdóttur, Elsa, verður sýnt á al- þjóðlegri dans- og bókmenntahátíð. Þessi sýningaferðalög eru vitn- isburður um árangur þeirrar stefnu sem Íslenski dansflokkurinn mark- aði sér um miðjan síðasta áratug, það er, að leggja áherslu á ræktun íslenskrar danslistar og koma henni á framfæri erlendis jafnframt því að fá marga af fremstu danshöfundum Evrópu til liðs við flokkinn,“ segir Ása. „Að öðrum verkefnum ólöstuðum er sérstakt tilhlökkunarefni koma Merce Cunningham og dansflokks- ins hans frá Bandaríkjunum 24. september. Þetta er stórviðburður í íslensku listalífi. Jafnframt er spennandi koma þýska danshöfund- arins Henriettu Horn 22. september og dansflokks hennar. Hin árlega febrúarsýning Ís- lenska dansflokksins er þegar í und- irbúningi. Þar munu þrír danshöf- undar skapa ný verk fyrir flokkinn. Listrænn stjórnandi hans, Katrín Hall, semur nýtt verk fyrir flokkinn en auk hennar munu Itzik Galili og Ed Wubbe, tveir af fremstu dans- höfundum Evrópu, semja ný verk. Næsta vor bjóðum við upp á há- tíðarsýningu í tilefni af 30 ára af- mæli ÍD þar sem litið verður yfir farinn veg og sýnd brot úr nokkrum af eftirminnilegustu sýningunum. Í tilefni afmælisins mun Lára Stef- ánsdóttir, danshöfundur og dansari við flokkinn til margra ára, semja nýtt verk. Þannig má segja að á há- tíðarsýningu flokksins næsta vor muni gamli og nýi tíminn mætast,“ sagði Ása Richardsdóttir. Sýningar- ferðalög og afmæl- issýning Morgunblaðið/Golli Lára Stefánsdóttir mun semja nýtt dansverk í tilefni 30 ára afmælis Ís- lenska dansflokksins 2003. Hér er hún í hlutverki sínu í Through Nanás eyes sem verður sýnt á ferð dansflokksins í Þýskalandi í haust. Íslenski dansflokkurinn ATVINNA mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.