Morgunblaðið - 01.09.2002, Síða 25

Morgunblaðið - 01.09.2002, Síða 25
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. SEPTEMBER 2002 25 ENSKA ER OKKAR MÁL Innritun í fullum gangi Ensku talnámskeið Einnig önnur fjölbreytt enskunámskeið Susan Taverner Hringdu í síma 588 0303 FAXAFENI 8 www.enskuskolinn.is enskuskolinn@isholf.is Julie Ingham Sandra Eaton John O’Neill Susannah Hand Joanne Rinta Kennsla í Reykjavík, Selfossi og á Akureyri Haustið í Prag frá kr. 25.450 með Heimsferðum Verð kr. 29.950 Flug og hótel í 3 nætur, 11. nóv. M.v. 2 í herbergi á Quality Hotel. Með 8.000 kr. afslætti. Skattar innifaldir. Gildir alla mánud. í okt./nóv. til Prag og alla fimmtud. í okt./nóv. frá Prag. Verð kr. 25.450 Flugsæti til Prag, 14. okt., með 8.000 kr. afslætti. Flug og skattar. Gildir alla mánud. í okt./nóv. til Prag og alla fimmtud. í okt./nóv. frá Prag. Prag er nú orðinn einn vinsælasti áfangastaður Íslendinga til að sækja heim, enda ein fegursta borg heimsins sem geymir mörg hundruð ára sögu á hverju horni og mannlíf og andrúmsloft sem á ekki sinn líka í Evrópu. Gullna borg- in, borg hinna þúsund turna, gimsteinn Evrópu, borg töfranna, það er ekki að undra að þessari stórkostlegu borg hafi verið gefin öll þessi nöfn. Heimsferðir bjóða nú ein- stakt tækifæri til að kynnast þessari ótrúlegu borg. Í boði eru góð 3 og 4 stjörnu hótel og spennandi kynnisferðir um kastalann og gamla bæinn, eða til hins einstaklega fagra heilsubæjar Karlovy Vary, með íslenskum fararstjórum Heimsferða. Flug fimmtud. og mánud. í okt. og nóv. 14. okt. – 33 sæti 17. okt. – uppselt 21. okt. – 37 sæti 24. okt. – uppselt 28. okt. – laus sæti 31. okt. – 26 sæti 4. nóv. – 42 sæti 7. nóv. – uppselt Bókaðu meðan enn er laust. Sjá fleiri dags. í nóv. í bæklingi. 26. sept. – uppselt 30. sept. – 24 sæti 3. okt. – 11 sæti 10. okt. – uppselt Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Ef þú bókar í ferð frá mánudegi til fimmtudags í október eða nóvember, getur þú tryggt þér 8.000 kr. afslátt. Fyrstu 300 sætin. 8.000 kr. afsláttur. „ÍSLENSKI dansflokkurinn mun hefja leikárið með nokkuð óvenju- legum hætti sé litið til undanfarinna ára,“ sagði Ása Richardsdóttir framkvæmdastjóri Íslenska dans- flokksins við setningu leikárs Borg- arleikhússins í gær. „Í stað þess að frumsýna ný verk að hausti, mun flokkurinn leggja áherslu á sýningarferðalög um Evr- ópu og samstarf við Leikfélag Reykjavíkur í Borgarleikhúsinu. Með því erum við að stíga næsta skref á þeirri braut sem við höfum markað okkur, að stækka markaðs- svæði okkar og auka samstarf og fjölbreytni í viðfangsefnum. Við hefjum leikinn í Kaupmanna- höfn 27. – 30. september þar sem flokkurinn mun taka þátt í nýrri danshátíð sem nefnist Primo. Íslenski dansflokkurinn mun sýna þarna þrjú íslensk dansverk eftir jafnmarga íslenska höfunda, NPK, eftir listdansstjóra flokksins, Katr- ínu Hall, Elsu eftir Láru Stef- ánsdóttur og Maðurinn er alltaf einn eftir Ólöfu Ingólfsdóttur. Næst mun flokkurinn koma fram í þremur borgum í Þýskalandi og er ferðin skipulögð og fjármögnuð af einni virtustu umboðsskrifstofu Þýsklands, Norddeutsche Konz- ertdirektion, en nýgerður þriggja ára samningur flokksins við hana er okkur afar mikilvægur, samningur sem við væntum mikils af. Frá Þýskalandi höldum við Caen í Frakklandi þar sem verk Láru Stef- ánsdóttur, Elsa, verður sýnt á al- þjóðlegri dans- og bókmenntahátíð. Þessi sýningaferðalög eru vitn- isburður um árangur þeirrar stefnu sem Íslenski dansflokkurinn mark- aði sér um miðjan síðasta áratug, það er, að leggja áherslu á ræktun íslenskrar danslistar og koma henni á framfæri erlendis jafnframt því að fá marga af fremstu danshöfundum Evrópu til liðs við flokkinn,“ segir Ása. „Að öðrum verkefnum ólöstuðum er sérstakt tilhlökkunarefni koma Merce Cunningham og dansflokks- ins hans frá Bandaríkjunum 24. september. Þetta er stórviðburður í íslensku listalífi. Jafnframt er spennandi koma þýska danshöfund- arins Henriettu Horn 22. september og dansflokks hennar. Hin árlega febrúarsýning Ís- lenska dansflokksins er þegar í und- irbúningi. Þar munu þrír danshöf- undar skapa ný verk fyrir flokkinn. Listrænn stjórnandi hans, Katrín Hall, semur nýtt verk fyrir flokkinn en auk hennar munu Itzik Galili og Ed Wubbe, tveir af fremstu dans- höfundum Evrópu, semja ný verk. Næsta vor bjóðum við upp á há- tíðarsýningu í tilefni af 30 ára af- mæli ÍD þar sem litið verður yfir farinn veg og sýnd brot úr nokkrum af eftirminnilegustu sýningunum. Í tilefni afmælisins mun Lára Stef- ánsdóttir, danshöfundur og dansari við flokkinn til margra ára, semja nýtt verk. Þannig má segja að á há- tíðarsýningu flokksins næsta vor muni gamli og nýi tíminn mætast,“ sagði Ása Richardsdóttir. Sýningar- ferðalög og afmæl- issýning Morgunblaðið/Golli Lára Stefánsdóttir mun semja nýtt dansverk í tilefni 30 ára afmælis Ís- lenska dansflokksins 2003. Hér er hún í hlutverki sínu í Through Nanás eyes sem verður sýnt á ferð dansflokksins í Þýskalandi í haust. Íslenski dansflokkurinn ATVINNA mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.