Morgunblaðið - 01.09.2002, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 01.09.2002, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 1. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Á FJÓRÐA hundrað Ís-lendingar á Boeing 747risaþotu FlugfélagsinsAtlanta námu land fyr-ir mánuði í Oshkosh í Wisconsin-fylki, nyrst í miðvest- urríkjum Bandaríkjanna, alveg við landamæri Kanada. Oshkosh er fal- leg sextíu þúsund manna borg þar sem íbúarnir leggja aðallega stund á landbúnað og trjáiðnað og við bæjardyrnar er ævintýralega villt náttúra með tilheyrandi dýralífi. Oshkosh liggur því sannarlega ekki í alfaraleið fólksins er lifir og hrærist í fluginu, einni alþjóðleg- ustu atvinnugrein heimsins. En eina viku á ári hverju flykkist flug- fólk úr víðri veröld til Oshkosh á langstærstu flughátíð heims. Að þessu sinni mættu um 800.000 þús- und manns til leiks. Þetta er sann- kölluð flugveisla fyrir öll skynfæri flugáhugafólks. Flughátíðin mikla er haldin af áhrifamiklum grasrótarsamtökum í fluginu, Experimental Aircraft Association, en að þessu sinni var 50 ára afmæli hennar minnst og því mikið um dýrðir eins og vera ber. Það voru stoltir Íslendingar í Osh- kosh sem unnu hug og hjarta ann- arra flugáhugamanna heimsins með því að mæta til leiks á hvorki meira né minna en Boeing 747 risa- þotu frá Flugfélaginu Atlanta en hún var til sýnis á miðju svæðinu, gnæfði yfir það og blasti hvarvetna við augum eins og stórt og mynd- arlegt íslenskt fjall. Atlanta bauð gestum og gangandi að skoða vél- ina um leið og tækifærið var notað til að kynna Ísland og flugrekstur Atlanta. Ótrúlegt en satt, þá var þetta í fyrsta skipti í sögu flughá- tíðarinnar sem slík risaþota var til sýnis á flughátíðinni. Hetjur háloft- anna Stærsta flughátíð sem boðið er upp á er haldin ár hvert í borginni Oshkosh í mið- vesturríkum Bandaríkjanna. Gunnar Þorsteinsson, far- arstjóri íslenska hópsins, og ljósmyndararnir Ásgeir Long, Tryggvi Valgeirsson og Jim Keepnick voru meðal gesta að þessu sinni. Ljósmynd/Tryggvi Valgeirsson Samhent hjónaband til 34 ára. Bob og Pat Wagner á Waco-tvíþekju. Hann við stjórnvölinn og hún á vængjarölti. Ljósmynd/Jim Keepnick Hjartastaður flugáhugans. 800 þúsund gestir á einni viku. Sýningarflugvélarnar 2.900 myndu ná frá Gróttu upp að Elliðaám ef þeim yrði raðað upp. Ljósmynd/Tryggvi Valgeirsson Gamlar herflugvélar eins og B-25 Mitchell virka eins og segulstál á flugáhuga- menn. Tæplega 10.000 voru smíðaðar og er 41 vél enn í flughæfu ástandi. Ljósmynd/Ásgeir Long Ein athyglisverðasta tækninýjungin í flugi lætur lítið yfir sér. Cartercopter nefnist vélin og er sambland af þremur farartækjum. Ljósmynd/Tryggvi Valgeirsson Ef flugáhugamenn komast ekki í loftið klifra þeir einfaldlega upp á eðalgrip eins og bresku orustuflugvélina Spitfire. Í loftinu er North American Texan-vélin. Ljósmynd/Ásgeir Long Samtök flugáhugamanna vestanhafs leggja mikið upp úr fræðslu. Stefna þeir að því að ein milljón barna hafi farið í flugtúr fyrir aldarafmæli flugsins árið 2003. Flugsýningargestir ráku upp stór augu þegar Boeing 747 risaþota Flugfélagsins Atlanta frá litla Íslandi var aðalsýning- argripurinn með íslenska og bandaríska fánann við hún. Ljósmynd/Tryggvi Valgeirsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.