Morgunblaðið - 01.09.2002, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 1. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Á FJÓRÐA hundrað Ís-lendingar á Boeing 747risaþotu FlugfélagsinsAtlanta námu land fyr-ir mánuði í Oshkosh í
Wisconsin-fylki, nyrst í miðvest-
urríkjum Bandaríkjanna, alveg við
landamæri Kanada. Oshkosh er fal-
leg sextíu þúsund manna borg þar
sem íbúarnir leggja aðallega stund
á landbúnað og trjáiðnað og við
bæjardyrnar er ævintýralega villt
náttúra með tilheyrandi dýralífi.
Oshkosh liggur því sannarlega
ekki í alfaraleið fólksins er lifir og
hrærist í fluginu, einni alþjóðleg-
ustu atvinnugrein heimsins. En
eina viku á ári hverju flykkist flug-
fólk úr víðri veröld til Oshkosh á
langstærstu flughátíð heims. Að
þessu sinni mættu um 800.000 þús-
und manns til leiks. Þetta er sann-
kölluð flugveisla fyrir öll skynfæri
flugáhugafólks.
Flughátíðin mikla er haldin af
áhrifamiklum grasrótarsamtökum í
fluginu, Experimental Aircraft
Association, en að þessu sinni var
50 ára afmæli hennar minnst og því
mikið um dýrðir eins og vera ber.
Það voru stoltir Íslendingar í Osh-
kosh sem unnu hug og hjarta ann-
arra flugáhugamanna heimsins
með því að mæta til leiks á hvorki
meira né minna en Boeing 747 risa-
þotu frá Flugfélaginu Atlanta en
hún var til sýnis á miðju svæðinu,
gnæfði yfir það og blasti hvarvetna
við augum eins og stórt og mynd-
arlegt íslenskt fjall. Atlanta bauð
gestum og gangandi að skoða vél-
ina um leið og tækifærið var notað
til að kynna Ísland og flugrekstur
Atlanta. Ótrúlegt en satt, þá var
þetta í fyrsta skipti í sögu flughá-
tíðarinnar sem slík risaþota var til
sýnis á flughátíðinni.
Hetjur
háloft-
anna
Stærsta flughátíð sem boðið
er upp á er haldin ár hvert í
borginni Oshkosh í mið-
vesturríkum Bandaríkjanna.
Gunnar Þorsteinsson, far-
arstjóri íslenska hópsins, og
ljósmyndararnir Ásgeir
Long, Tryggvi Valgeirsson
og Jim Keepnick voru meðal
gesta að þessu sinni.
Ljósmynd/Tryggvi Valgeirsson
Samhent hjónaband til 34 ára. Bob og Pat Wagner á Waco-tvíþekju. Hann við
stjórnvölinn og hún á vængjarölti.
Ljósmynd/Jim Keepnick
Hjartastaður flugáhugans. 800 þúsund gestir á einni viku. Sýningarflugvélarnar 2.900 myndu ná frá Gróttu upp að Elliðaám ef þeim yrði raðað upp.
Ljósmynd/Tryggvi Valgeirsson
Gamlar herflugvélar eins og B-25 Mitchell virka eins og segulstál á flugáhuga-
menn. Tæplega 10.000 voru smíðaðar og er 41 vél enn í flughæfu ástandi.
Ljósmynd/Ásgeir Long
Ein athyglisverðasta tækninýjungin í flugi lætur lítið yfir sér. Cartercopter
nefnist vélin og er sambland af þremur farartækjum.
Ljósmynd/Tryggvi Valgeirsson
Ef flugáhugamenn komast ekki í loftið klifra þeir einfaldlega upp á eðalgrip eins
og bresku orustuflugvélina Spitfire. Í loftinu er North American Texan-vélin.
Ljósmynd/Ásgeir Long
Samtök flugáhugamanna vestanhafs leggja mikið upp úr fræðslu. Stefna þeir að
því að ein milljón barna hafi farið í flugtúr fyrir aldarafmæli flugsins árið 2003.
Flugsýningargestir ráku upp stór augu þegar Boeing 747 risaþota Flugfélagsins Atlanta frá litla Íslandi var aðalsýning-
argripurinn með íslenska og bandaríska fánann við hún.
Ljósmynd/Tryggvi Valgeirsson