Morgunblaðið - 01.09.2002, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 01.09.2002, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 1. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ FlESTIR Kanadamenn af ís-lenskum ættum leggja mik-ið upp úr uppruna sínum.Undanfarin ár hafa margir,að frumkvæði Nelsons Gerrards og Þjóðræknisfélags Ís- lendinga í Vesturheimi, lagt áherslu á að setja upp skilti við býli sín með viðkomandi íslensku staðarnafni og er Neil Ófeigur Bardal, aðalræðis- maður Íslands í Gimli, engin undan- tekning. Hann býr í Svartárkoti í Húsavík, skammt sunnan við Gimli, en er með rekstur í Winnipeg, um 100 km sunnar. Hann er ættaður frá Svartárkoti í Bárðardal og þaðan er staðarnafnið komið sem og fjöl- skyldunafnið. Óþrjótandi áhugi Áhugi Neils Bardals á íslenskum málefnum, samskiptum Íslands og Kanada og einkum og sér í lagi á samskiptum Íslands og Manitoba fer ekki framhjá neinum sem umgengst hann. „Pabbi var svona og ég erfði þennan eiginleika,“ segir Neil og bætir við að áhuginn hafi komið vest- ur með föðurafa sínum og ömmu, Ar- inbirni Sigurgeirssyni Bárdal og Margréti Ólafsson. „Hann bjó í Svartárkoti í Bárðardal en kom hing- að um 1885. Hann fór átta sinnum til Íslands á tímum þegar það var ekki eins auðvelt að ferðast á milli land- anna og nú. Hann bar mikla um- hyggju fyrir Íslandi og sá mikilvægi íslenska samfélagsins hérna í upp- byggingu Manitoba. Hann vildi tryggja að við héldum áhuga okkar á íslenska samfélaginu, því Íslendingar komu með svo mikið í þennan heims- hluta. Þeir voru á meðal fyrstu Evr- ópumanna sem fluttu hingað og sett- ust að í Manitoba með fjölskyldum sínum. Þeir höfðu mikil áhrif og áttu stóran þátt í því sem síðar gerðist í fylkinu.“ Neil segir að afi sinn í móðurætt, Helgi Jónsson frá Borgarnesi, hafi verið vel efnaður þegar hann flutti vestur og hefði þess vegna ekki þurft að fara frá Íslandi, en hann hafi oft sagt að hann hafi skilið hjarta sitt eft- ir á Íslandi. Amma sín, Ásta Jóhanns- dóttir, hafi hins vegar viljað flytja til Kanada, en afi sinn hafi notað hvert tækifæri til að tala um Ísland og það sem landið hefði upp á að bjóða. „Ég ólst upp með þeim á stríðsárunum og var því stöðugt minntur á íslensku ræturnar frá barnæsku.“ Ógleymanleg Íslandsferð Neil segir að hann hafi alltaf haft áhuga á öllu sem tengist Íslandi en hann hafi hafið bein afskipti af þess- um málum þegar faðir sinn hafi farið með sig til Íslands 1977. „Hann taldi mjög mikilvægt að ég færi til Íslands og ég vildi líka fara en taldi mig ekki hafa tíma vegna anna í fyrirtækinu. Hann hlustaði ekki á það, sagði að ég yrði að fara með sér og sjá landið eins og hann sæi það. Hann fór með mig á alla þá staði sem hann taldi mikil- vægt að ég heimsækti, þar á meðal til Þingvalla. Þá hvíslaði vinur hans að mér að faðir minn hefði viljað að ég sæi Lögberg því sú reynsla hyrfi mér aldrei úr minni. Þetta gekk eftir. Þegar við vorum aftur lentir í Winni- peg leit pabbi á mig og sagði: „Nú veit ég að þú átt eftir að fara aftur þar sem þú hefur nú séð hvaðan ís- lensku ræturnar koma.“ Ég gerði mér ekki grein fyrir hvað hann var veikur, en hann dó tveimur vikum síðar.“ Neil hefur alls komið fimm sinnum til Íslands á liðnum aldarfjórðungi, en hann segir að eftir þessa fyrstu ferð hafi hann farið að sjá hlutina í öðru ljósi en áður. „Við höfum alltaf verið hreykin af uppruna okkar og saga Vestur-Íslendinga hefur verið okkur hugleikin frá barnæsku, en nú erum við í nánari snertingu við Ís- lendinga en nokkru sinni fyrr. Við höfum haft tækifæri til að fara yfir stöðu mála og velta fyrir okkur fram- tíðinni, en það er gífurlega spenn- andi; að skiptast á hugmyndum og byggja upp tengsl sem verða ekki rofin.“ Kemur víða við sögu Þegar litið er yfir sögu íslenskra málefna í Vesturheimi undanfarin 25 ár má sjá að Neil kemur ansi víða við sögu. Fyrstu beinu afskipti hans af íslenska samfélaginu í Manitoba var stjórnarseta í íslenska félaginu Fróni í Winnipeg, en hann var forseti fé- lagsins um tíma. Síðan kom hann að málum vikublaðsins Lögbergs- Heimskringlu og gerir reyndar enn, fór í stjórn Þjóðræknisfélagsins í Vesturheimi og varð forseti þess. Hann hafði líka umsjón með Kanada- íslenska sjóðnum auk annarra starfa, en varð aðalræðismaður í Manitoba 1994, tók við af Birgi Brynjólfssyni, sem flutti aftur til Íslands. Neil segir að Einar Benediktsson, þáverandi sendiherra Íslands í Bandaríkjunum, hafi mælt með sér í starfið, „en Einar var einn af fyrstu sendiherrum Ís- lands í Washington sem sýndu ís- lenska samfélaginu hér mikinn áhuga. Hann heimsótti okkur oft og við urðum nánir vinir“. Miklir möguleikar Fjölskyldan hefur rekið útfarar- stofu í Winnipeg síðan 1894, en Neil tók við henni 1980 og starfar öll fjöl- skyldan við stofuna. Reksturinn hef- ur verið meira en fullt starf en samt sem áður hefur Neil alltaf haft tíma fyrir Ísland. „Ég vil sjá ýmislegt ger- ast í samskiptum þjóðanna og er tilbúinn að leggja mitt af mörkum til að sá draumur geti orðið að veru- leika. Við höfum áorkað ýmsu en hálfnað er verk þá hafið er. Það var ekki mikið um að vera í þessu ís- lenska samfélagi okkar fyrir um 20 árum en nú iðar allt af lífi. Tveir ís- lenskir forsetar hafa heimsótt okkur síðan 1989, margir íslenskir ráð- herrar og embættismenn hafa komið hingað, Ísland hefur opnað ræðis- mannsskrifstofu í Winnipeg og sendi- ráð í Ottawa, bækur hafa verið skrif- aðar um okkur og Morgunblaðið greinir frá okkur reglulega, en allt þetta gerir það að verkum að Íslend- ingar vita meira um okkur en áður. Kanadamenn af íslenskum ættum eru sem þéttriðið net um allt land og stolt þeirra af upprunanum kom ber- lega í ljós þegar við vorum að und- irbúa komu Vigdísar Finnbogadótt- ur, þáverandi forseta, til Kanada. Margir komu að málum og þá fylgdi gjarnan sú skýring að viðkomandi vildi vera með „vegna þess að amma mín var íslensk“. Það skiptir miklu máli að styrkja þessi bönd.“ Neil hefur notað hvert tækifæri sem hefur gefist til að vekja athygli á ýmsum möguleikum í samskiptum Íslands og Kanada. „Ég vil sjá aukin viðskipti á milli þjóðanna og ég held að það séu miklir möguleikar fyrir hendi á viðskiptasviðinu.“ Í þessu sambandi segist hann trúa því að Flugleiðir geti byggt upp flug milli vesturhluta Kanada og Evrópu með því að fljúga frá Íslandi beint til Winnipeg. „Ég trúi ekki öðru en þarna geti leynst vaxtarbroddur, því Winnipeg er miðsvæðis í Norður- Ameríku og frá Íslandi eru flugleiðir til allra átta. Á tímum ógnana og hryðjuverka hræðast margir stóru flugvellina sem hlýtur þá að koma minni stöðum eins og Winnipeg og Keflavík til góða.“ Hann hefur líka bent á að hagkvæmt gæti reynst að sigla með vörur frá Íslandi og jafnvel meginlandi Evrópu til Churchill í norðurhluta Manitoba og flytja þær þaðan með lest á áfangastaði í Vest- ur-Kanada og Mið- og Vestur- Bandaríkjunum. „Þarna geta leynst möguleikar í framtíðinni,“ segir hann. Samskipti háskóla á Íslandi við Manitobaháskóla í Winnipeg eru nokkur og hafa aukist á nýliðnum misserum. Neil segir að stuðningur íslensku ríkisstjórnarinnar við ís- lenskudeild skólans og íslenska bóka- safnið upp á milljón dollara hafi skipt sköpum og fyrir það beri að þakka. Íslenska deildin hafi enda blómgast í kjölfarið en samskipti Háskóla Ís- lands og Manitobaháskóla séu ekki síður mikilvæg og mikilvægt sé að hlúa að þessum samskiptum. „Þessi samvinna nær ekki aðeins til margra deilda innan skólanna heldur getur haft áhrif víða í Norður-Ameríku og það er ekki svo lítið. Menntafólkið hefur mikið fram að færa og það get- ur eflt okkur á mörgum sviðum.“ Hluti samskipta þjóðanna felst í svonefndu Snorraverkefni, sem er nokkurs konar nemendaskipti. Ann- ars vegar fara krakkar af íslenskum uppruna í Norður-Ameríku í sex vikna ferð til Íslands til að fræðast um upprunann og hins vegar fara krakkar frá Íslandi til Manitoba í sams konar sumarferð til að kynnast siðum og venjum í Nýja-Íslandi. „Ég varð fyrir ákveðnum áhrifum þegar pabbi fór með mig til Íslands og krakkarnir í Snorraverkefninu verða allir fyrir sömu áhrifum. Þeir koma svo lifandi til baka, fullir af krafti og vilja til að taka þátt í nánara sam- starfi. Því skiptir miklu máli að halda vel utan um þetta verkefni, jafnt á Ís- landi og í Kanada.“ Tónninn gefinn fyrir tveimur árum Neil segir að árið 2000 hafi verið sérlega mikilvægt vegna alls sem þá gerðist í samskiptum þjóðanna. Menn hafi skipst á hugmyndum og ekki hafi aðeins verið um fögur orð að ræða heldur hafi þeim verið fylgt eft- ir í verki. „Tónninn var gefinn og við byrjuðum að byggja til framtíðar. Ársþing Þjóðræknisfélagsins í Minn- eapolis í apríl sem leið var liður í þessari uppbyggingu en þingið var haldið í Bandaríkjunum í fyrsta sinn og tengingin við Ísland var meiri en nokkru sinni fyrr. Á þessu þarf að byggja í framtíðinni.“ Íslenskir ráðamenn hafa verið iðn- ir við að heimsækja Manitoba og ýmsir íslenskir hópar hafa lagt leið sína þangað. Neil er ánægður með þessar heimsóknir og vonar að þær verði til þess að Íslendingar heim- sæki Manitoba í æ ríkara mæli. Og líka þeir sem hafi áhuga á Íslandi og því sem íslenskt sé. Til að stuðla að auknum ferðamannastraumi til Manitoba vildi Neil fá víkingaskipið Íslending til Gimli og vann að því á bak við tjöldin með ýmsum öðrum, þegar útlit var fyrir að kaupandi fengist ekki að því á Íslandi. „Það var mikill áhugi á því að fá skipið hingað og meðal annars var ríkisstjórn Manitoba tilbúin að leggja fram tölu- verðar fjárhæðir til að svo gæti orðið. Allir sem fara til Íslands verða fyrir miklum áhrifum. Gary Doer, for- sætisráðherra Manitoba, fann fyrir þessu í fyrra, og hann sá að skipið gæti orðið mikið aðdráttarafl í Gimli. Ég og fleiri töldum að það gæti auk þess vakið mikla athygli á Íslandi og Íslendingum, en Reykjanesbær tók af skarið og ákvað að kaupa skipið. Hins vegar erum við tilbúnir að taka við því ef Reykjanesbæ snýst hugur. Í þessu sambandi ber að hafa í huga að þegar minnst er á Gimli í Kanada kemur Ísland alltaf upp í hugann, því allir vita um tengslin. Þess vegna er Gimli svo mikilvægur staður í þess- um samskiptum. Við misstum af skipinu og ég er vonsvikinn þess vegna en við verðum bara að snúa okkur að einhverju öðru í staðinn, því ekki þýðir að leggja árar í bát.“ Lögberg-Heimskringla mikilvægt Vikublaðið Lögberg-Heimskringla hefur ekki náð þeirri útbreiðslu sem að hefur verið stefnt en Neil segir að blaðið skipti miklu máli og hann trúir því að það nái sér á strik í Norður- Ameríku eins og markmiðið sé. „Ég hef þá trú að blaðið eigi eftir að vera rödd fólks af íslenskum uppruna í Norður-Ameríku. Margt hefur verið gert til að bæta blaðið og útlit þess með það að markmiði að ná til fólks af íslenskum ættum í Norður-Ameríku, ekki bara þessara um 200.000 manna í Kanada heldur um 70.000 manns til viðbótar í Bandaríkjunum. Það er mikilvægt að ná til þessa fólks með einhverjum hætti og Lögberg- Heimskringla er best til þess fallið. Við þurfum að ná sambandi hvert við annað, áhuginn leyndi sér ekki á þinginu í Minneapolis og með sam- einuðu átaki getum við komið því þannig fyrir að Lögberg-Heims- kringla sinni þessu hlutverki.“ Íslenska samfélagið er mjög sterkt í Manitoba og Íslendingadagshátíðin í Gimli í byrjun ágúst ár hvert er til merkis um það, en þessa fjögurra daga skemmtun sækja um 40.000 til 60.000 manns árlega. „Stolt vegna upprunans á stóran þátt í þessum styrk,“ segir Neil. „Íslendingar eru öðruvísi en aðrar þjóðir. Innan við 300.000 manns búa á Íslandi, en samt er Ísland þjóð á meðal þjóða og ekki aðeins það heldur í þriðja sæti á lista þjóða varðandi lífsgæði. Þetta er það sem við erum og íslensku konurnar héldu í þetta stolt. Margir íslensku karlmennirnir héldu að betra væri að halda sig við enskuna til að ná ár- angri, en konurnar voru á öðru máli. Þær viðhéldu íslenskunni. Það er eitthvað sérstakt við það að vera af íslenskum uppruna og þessi sérkenni má sjá á öllum viðkomandi. Þegar Tom Oleson spurði Birgi Brynjólfs- son hvað einstaklingur þyrfti mikið blóð til að vera íslenskur stóð ekki á svarinu: „Eina únsu“. Og það er lóðið. Það þarf ekki meira.“ Björt framtíð Foreldrar Neils voru Njáll Ófeigur Bardal, kallaður Neil, og Sigrid Johnson (áður Jónsson). Hann er kvæntur Annette og eiga þau tvo syni um þrítugt, Eirík og Jón, og fimm barnabörn. Neil fékk íslenskuna í æð og hann segir að synir sínir séu til- búnir að halda merkinu á lofti. „Þeir eru í viðbragðsstöðu að fylgja í fót- sporin og þegar á heildina er litið trúi ég því að framtíðin sé björt fyrir ís- lenska samfélagið í Manitoba.“ Íslandi allt í aldarfjórðung steg@mbl.is Neil Ófeigur Bardal, aðalræðismaður Íslands í Gimli í Kanada, er alltaf til reiðu þegar Ísland eða íslensk málefni eru á dagskrá. Steinþór Guðbjartsson fór með honum yfir sviðið vestra. Morgunblaðið/Steinþór Guðbjartsson Neil Bardal, útfararstjóri í Winnipeg og aðalræðismaður Íslands í Gimli, býr í Svartárkoti í Húsavík, skammt sunnan við Gimli. Hjálmar W. Hannesson, sendiherra Íslands í Kanada með aðsetur í Ottawa, Neil Bardal, aðalræðismaður Íslands í Gimli, og Eiður Guðnason sendiherra, að- alræðismaður Íslands í Winnipeg, gegna mikilvægum störfum í Kanada.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.