Morgunblaðið - 01.09.2002, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 01.09.2002, Blaðsíða 48
DAGBÓK 48 SUNNUDAGUR 1. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Hver gefur fuglunum? ÉG fór niður að Tjörn fyrir stuttu og varð hneyksluð að sjá hvað fuglarnir þar voru svangir. Varð ég að hætta að gefa þeim vegna ágangs. Önnur kona sem þarna var hætti einnig við vegna ágangs fuglanna. Hver sér um að gefa fuglunum á Tjörninni? Eða eru það ein- ungis borgarbúar sem koma með brauð að gefa fuglunum? Dýravinur. Frábær blaðaútburður MIG langar að þakka fyrir frábæran blaðaútburð á Morgunblaðinu. Ég hef bú- ið í Depluhólum í 26 ár og hef aldrei þurft að hringja eftir blaði. Finnst það sýna frábæra þjónustu, bæði hjá blaðberum og þeim sem stjórna dreifingunni. Ánægður áskrifandi. Fróðir svæðis- leiðsögumenn NÝLEGA var grein í Morgunblaðinu þar sem bent var á að þeir sem ferðast um landið geti pant- að svæðisleiðsögumenn til að ganga með sér eða aka um ákveðinn landshluta, dal eða bæ, fjörð eða fjall. Mér fannst þetta sniðug hugmynd og lét verða af þessu þegar fjölskyldan fór í sumarfrí nýlega. Við feng- um svæðisleiðsögumann á tveimur stöðum til að fræða okkur um umhverfið og líf fólksins sem þar bjó áður og mannlífið nú um stundir. Í stuttu máli sagt þá voru þetta mjög eftirminnilegar ferðir sem bæði þeir eldri í hópnum og líka þeir yngri höfðu stórgaman af. Ég vil því benda öllum sem eru á ferð um landið í sumarleyfinu að nota sér þessa möguleika. Þeir verða ekki vonsviknir. Ferðalangur. Bóka leitað ÉG er að leita að tveimur bókum sem virðast hvergi fást. Þetta eru bækur eftir Ágúst Jónsson, fæddur 1868, dó 1945. Bækurnar heita Þyrnar og rósir (1930) og Áfangar (1935). Þeir sem gætu liðsinnt mér vin- samlega hafi samband við Einar Má Kristjánsson í síma 869 1230. Tapað/fundið GSM-sími týndist NOKIA 8310 hvítur og dökkblár týndist á skemmtistaðnum Nasa 11. ágúst sl. Finnandi hafi sam- band í síma 863 8079 eða 698 9878. Fundarlaun. Álstigi tekinn í misgripum? ÁLSTIGI týndist frá Skriðustekk, gæti hafa ver- ið tekinn í misgripum. Þeir sem kannast við að hafa tekið stigann hafi samband í síma 897-2649. Fylkisstelpur á Siglufirði ÞEGAR Ingunn í 4. flokki kom af pæjumótinu á Siglu- firði 8.–11. ágúst sl. vantaði tvær flíkur í farangurinn hennar. Önnur er Fylkis- stuttbuxur (eldri gerðin) og hin er rennd svört vindúlpa með appelsínugulum kanti yfir rennilásinn og hettu, CUTT. EDGE nr. 170. Báðar flíkurnar eru merkt- ar með nafninu hennar og símanúmeri. Ef einhver rekst á þessar flíkur vin- samlegast látið vita í síma 567 3379, 690 4130 eða 698 8991. Dýrahald Tík í óskilum SVÖRT og hvít tík, 3–4 mán. er í óskilum að Hundahótelinu Leirum. Eigandi hafi samband í síma 566 8366 eða 698 4967. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is Víkverji skrifar... VÍKVERJA finnst vatnsmelónurgóðar og reyndar flestum á heimili hans. Því er þetta frábær árs- tími þegar melónuframboðið er í há- marki hér á landi. Í síðustu viku hljóp aldeilis á snærið hjá honum því kíló- verðið af þessum líka frábæru stein- lausu vatnsmelónum kostaði aðeins 69 krónur í Bónus. Þrisvar var keypt rúmlega fimm kílóa melóna og Vík- verji borgaði innan við 350 krónur fyrir hverja melónu. Það er ekki eins og hann þurfi að kaupa heila melónu í Bónus því þeir skera þær niður með bros á vör og skipta þeim í þá skammta sem hver vill. En þær hverfa eins og dögg fyrir sólu þegar þær eru komnar niðurskornar í ís- skápinn heima hjá honum. Víkverji getur gengið heiman frá sér bæði í Hagkaup og Bónus. Hann lagði því leið sína bæði í Bónus og Hagkaup fyrir síðustu helgi. Sæll og ánægður keypti hann sína melónu í Bónus og þegar hann kom í Hagkaup voru sérstakir melónudagar þar. Á boðstólum voru nokkrar melónuteg- undir og þar á meðal nákvæmlega eins vatnsmelónur og hann keypti í Bónus, með samskonar límmiða á sem á stóð Sandias El-Canerito. En þarna kostaði kílóið ekki 69 krónur heldur 139 krónur. Semsagt fimm kílóa melónan kostaði í Hagkaup um 700 krónur í stað 350 króna. En hver ætli munurinn hafi verið á gæðum. Víkverji stóðst ekki mátið og varð sér úti um smá melónu bita í Hagkaup líka, bara til að sjá gæðamuninn. En það var enginn munur, ef einhver þá voru fleiri steinar í Hagkaupsmelón- unni. Nú spyr Víkverji forráðamenn Bónuss og Hagkaupa. Hvað skýrir verðmuninn? x x x VÍKVERJI brá sér í vikunni í bíóog sá íslensku kvikmyndina Maður eins og ég eftir Róbert Dougl- as. Það kom á óvart að myndin var komin í sal fimm í Háskólabíói þar sem hvíta tjaldið er lítið stærra en frímerki. Auglýsingaherferðin fyrir myndina hófst nokkrum vikum áður en hún var frumsýnd, en tveimur vik- um eftir að sýningar hófust er hún komin í minnsta sal kvikmyndahúss- ins. Víkverja varð því hugsað til þess að ending kvikmynda í bíóhúsunum væri orðin ansi stutt og þeir, sem ættu erfitt með að finna tíma til að komast í bíó yrðu að hafa sig alla við ef þeir ætluðu að sjá myndir í stærstu sölunum þar sem þær njóta sín best. Á móti kemur að myndin er sýnd á sama tíma í þremur kvikmyndahús- um í Reykjavík, einu á Akureyri og einu í Keflavík. x x x KVIKMYNDIN Maður eins og égreyndist hins vegar vera ágætis skemmtun og meira að segja bráð- fyndin á köflum þrátt fyrir nokkra hnökra, sem hefði verið hægt að laga án mikillar fyrirhafnar, þar á meðal nokkur atriði þar sem leikararnir virtust ekki alveg átta sig á hvað þeir ættu að segja næst. Myndin fjallar meðal annars um þann vandræðagang, sem getur orðið þegar tveir menningarheimar mæt- ast og annar aðilinn byggir þekkingu sína á hinum á afar takmörkuðum upplýsingum. Þessum efnivið er komið til skila á látlausan og mann- legan hátt, sem sýnir að aðstandend- ur myndarinnar eiga framtíðina fyrir sér. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 LÁRÉTT: 1 jafnlyndur, 8 útlimur, 9 beygur, 10 elska, 11 snót- in, 13 líffærið, 15 gljái, 18 drepur, 21 álít, 22 súta, 23 vesælum, 24 móðga. LÓÐRÉTT: 2 gleður, 3 ávöxturinn, 4 ekki þekkt, 5 kurr, 6 iðk- um, 7 uppstökk, 12 grein- ir, 14 fiskur, 15 nytsemi, 16 hetjudáð, 17 bala, 18 bærast, 19 auðlindin, 20 sterk. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 bauja, 4 strit, 7 regin, 8 árnum, 9 agn, 11 ilma, 13 hrum, 14 nemur, 15 vagn, 17 ólma, 20 sló, 22 lotan, 23 dugir, 24 Ránar, 25 lúnar. Lóðrétt: 1 barði, 2 ungum, 3 asna, 4 skán, 5 rænir, 6 tím- um, 10 gömul, 12 ann, 13 hró, 15 volar, 16 gátan, 18 lög- un, 19 akrar, 20 snar, 21 ódæl. K r o s s g á t a ÞVÍ var sannarlega fagn- að á mínu heimili þegar kom að menningarnótt í Reykjavík 2002. Við fórum yfir dag- skrárliðina og völdum saman atriði sem öll fjöl- skyldan hafði áhuga á. Við sáum afar skemmti- lega ballettsýningu í Landsbankanum, góða leiksýningu í Ráðhúsi Reykjavíkur. Hreint út sagt frábæra tónleika Önnu Pálínu og Að- alsteins Ásbergs ásamt sænsku tríói í Hljómskál- anum og aðra stórkost- lega með Gospelsystrum og Margréti Pálma við Skúlagötuna. Síðan var komið við á nokkrum stöðum og endað með frábærri flugeldasýn- ingu. Bestu þakkir til allra þessara frábæru lista- manna. Hinn 28. ágúst sl. spyr ein ringluð í Velvakanda: Hvað er verið að kenna æskunni? Jú, að meta menn- inguna í sinni fjölbreytt- ustu mynd, og velja það sem hentar manni. Er þetta menning að mati borgarstjórnar? Við skulum vona það og einnig að næsta menn- ingarnótt verði enn betri. Alsæll fjölskyldufaðir. Menningarnótt í ReykjavíkSkipin Reykjavíkurhöfn: Pasc- oal Atlantico kemur í dag. Mannamót Aflagrandi 40. Vetr- arstarfið er að hefjast eftir sumarfrí. Vinnu- stofa byrjar mánud. 2. sept. Skráning er hafin í eftirtalin námskeið: leik- fimi, myndmennt, leir- kerasmíði, postulín og ensku. Ef næg þátttaka fæst verður jóga á þriðju- og fimmtud. kl. 9. Boccia á mánu- og fimm- tud. kl. 10. Versl- unarferðir verða fyrsta miðvikud. hvers mán- aðar, Búnaðarbankinn kemur í miðstöðina tvisvar í mánuði. Söng- stund við píanóið á þriðjud kl. 14. Skráning í afgreiðslu og s. 562 2571. Árskógar 4. Á morgun kl. 9 leikfimi, kl. 11 boccia, kl. 13.30 fé- lagsvist, kl. 16 myndlist. Púttvöllurinn er opin kl. 10–16 alla daga. Bólstaðarhlíð 43. Á morgun kl. 9–16 almenn handavinna, kl. 9–12 bútasaumur, kl. 9–17 fótaaðgerð, kl. 10– 11samverustund, kl. 13.30–14.30 söngur við píanóið, kl. 13–16 búta- saumur. Vetrastarfið hefst mánudaginn 2. sept. Uppl. í s. 568 5052. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Mánud. 2. sept. byrjar félagsstarfið á Hlaðhömrum kl. 13 og verður í vetur á mánu- og fimmtud. í lok starfs á mánud. verður leikfimi kl. 16–16.30 Jógatímar verða tilk. síðar. Bók- bandsnámskeið byrjar laugard. 7. sept. og verð- ur á laugard. kl. 10–12. Tréskurðarnámskeið byrjar fimmtud. 5. sept. kl. 13. Námskeið í postu- línsmálun byrjar 18. nóv.–9. des. Bókavörður frá Bókasafninu í Mos. mætir á fimmtud. kl. 14 með bækur til útláns, boðið verður uppá bóka- spjall frá kl. 15–16 sama dag. Línudans, tveggja mán. námskeið byrjar laugard. 5. okt. kl. 11. Kór eldri borgara, Vor- boðar, verður með kór- æfingar á fimmtud. í Damos kl. 17–19, fyrsta æfing 5. sept. Skrán- ingar hjá Svanhildi í s. 586 8014 e.h. og 525 6714 f.h. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist í Gullsmára 13 á mánud. kl. 20.30. Fótaaðgerða- stofan opin frá kl. 10. Skrifstofan Gullsmára 9 er opin á morgun kl. 16.30–18, s. 554 1226. Vegna mikillar eft- irspurnar í ferð á Suð- urnesin sunnanverð verður farin aukaferð ef næg þátttaka fæst. Ekið til Keflavíkur, þaðan far- ið að Stekkjarkoti, Fitj- um. Hafnirnar heimsótt- ar. Síðan farið að Haugsgjá, Reykjanesviti heimsóttur. Síðan haldið til Grindavíkur og Orku- verið í Svartsengi heim- sótt. Komið verður við í Bláa lóninu og ekið að Veitingahúsinu Sjáv- arperlan í Grindavík - þar sem snæddur verð- ur kvöldverður. Lagt af stað þriðjudaginn 3. september frá Fé- lagsmiðstöðinn Gjá- bakka kl: 11 og frá Fé- lagsmiðstöðinni Gullsmára kl. 11.15. Heimkoma áætluð um kl 19. Skráningarlistar liggja frammi í Félagsmið- stöðunm Gjábakka og Gullsmára ásamt uppl. Ferðanefnd (Bogi Þórir s. 554 0233 eða Þráinn s. 554 0999) Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Á morgun kl. 8 böðun, kl. 9 fótaaðgerð, kl. 10 verslunin opin, kl. 11.20 leikfimi, kl. 13 föndur og handavinna. Félagsstarfið Sléttu- vegur 11. Vetrarstarfið hefst 2. sept. með fé- lagsvist kl. 14. Félagsstarfið Dalbraut 18–20. Á morgun kl. 10– 10.45 leikfimi, kl. 13 frjáls spilamennska Félagsstarf aldraðra Garðabæ. Leikfimi byrjar 2. september kl. 9.30 stólaleikfimi, kl. 10.15 leikfimi Haustferð Kvenfélags Garðabæjar í Heiðmörk verður 4. sept. kl. 13.30. skráning í síma 564 2115- 896 0908 og 896 2150. Félag eldri borgara Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Á morg- un félagsvist kl. 13.30. Glerskurður, skráning hafin í Hraunseli. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Sunnudagur: Dansleikur kl. 20. Mánud: Brids kl. 13. Danskennsla framhald kl. 19 og byrjendur kl. 20.30. Þriðjud: Skák kl. 13. Miðvikud: Göngu- hrólfar ganga frá Hlemmi kl. 9.45. Opið hús hjá Félagi eldri borgara laug- ardaginn 7. september kl. 14–16 í Ásgarði. Kynning á starfi og markmiði félagsins. Félagsstarfið Furu- gerði 1. Á morgun, kl. 9 aðstoð við böðun og bókband. Sagan fellur niður og alm. handa- vinna byrjar 9.sept. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Á morgunkl. 9–17 hárgreiðsla, kl. 14 félagsvist. Gerðuberg, félagsstarf. Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, kl. 9.30 sund og leikfimiæfingar í Breið- holtslaug, frá hádegi spilasalur opinn, kl.15.30 dans. Mynd- listasýn Huga Jóhann- essonar stendur yfir í dag 13.–16.30, listamað- urinn á staðnum. Gjábakki, Fannborg 8. Á morgun handa- vinnustofan opin. Leið- beinandi á staðnum kl. 9.30–12. Leikfimi hefst þriðjud. 3. sept. tveir hópar,, annar mæti kl. kl. 9.05 og hinn kl. 9.55. Kynning á starfsemi í fé- lagsheimilinu Gjábakka sept. til des. verður fimmtud. 5. sept. kl. 14. Þar munu FEBK, Hana- nú og ýmsir áhuga- mannahópar kynna sína starfsemi, auk þess sem skráning og kynning á fyrirhuguðum nám- skeiðum fer þar fram. Gullsmári, Gullsmára 13. Opið virka daga kl. 9–17. Spiluð félagsvist á mánudögum kl. 20.30. Miðvikudaginn 4. sept. kl. 14–17 verður kynning á væntanlegri starfsemi í Gullsmára í vetur, einn- ig er skráning á þau námskeið sem fyr- irhuguð eru. Félag eldri borgara í Kópavogi kynnir fyrirhugaða starfsemi sína. Frí- stundahópurinn Hana- nú kynnir sína starfsemi t.d. bridshópinn, vef- listahópinn, jóga, leir- listahópinn, sönghópinn Gleðigjafana, pútthóp- inn, glerlistahópinn, einnig verður kynning og sýning á hlutum og munum sem unnið er með á hinum ýmsu nám- skeiðum. Hraunbær 105. Á morg- un kl. 9 postulínsmálun, perlusaumur og fótaað- gerð, kl. 10 bænastund, kl. 13.30 sögustund og spjall, kl. 13 hárgreiðsla. Hvassaleiti 56–58. Á morgun kl. 9 böðun og föndur, kl. 10 boccia, kl. 13 frjáls spilamennska, kl. 13.30 gönguferð. Fótaaðgerðir. Norðurbrún 1. Kl. 10–11 ganga, kl. 9–15 fótaað- gerð, kl. 9–12 myndlist, kl. 9–16 opin handa- vinnustofa. Leir- námskeið hefst 5. sept- ember, skráning hjá Birnu í s. 568 6960. Vesturgata 7. Á morgun kl. 9–16 fótaaðgerðir og hárgreiðsla, kl. 9.15 handavinna. Miðviku- daginn 18. september kl 13–16 byrjar fyrsti tré- skurðartími vetrarins, skráning hafin. Tví- menningur í brids verð- ur á þriðjudögum í vetur frá kl.13–16.30. Upplýs- ingar og skráning í síma 562 7077. Vitatorg. Á morgun kl. 8. 45 smíði, kl. 9 hár- greiðsla, kl. 9.30 bók- band, bútasaumur og morgunstund, kl. 10 fótaaðgerðir, sund og boccia, kl. 13 handmennt – almennt, glerbræðsla og frjáls spil. Laus pláss í eftirtöldum nám- skeiðum: bókband, myndlist, leirmótun, körfugerð, mósaik og smiðju. Farið verður í dagsferð til Þingvalla 5. sept. skráning í síma 561 0300. Háteigskirkja, eldri borgarar, mánudaga fé- lagsvist kl. 13–15, kaffi. Gullsmárabrids. Eldri borgarar hefja brids- vertíðina á nýjan leik - eftir sumarhlé – í Gull- smára 13 mánudaginn 2. september. Tvímenn- ingur. Skráning klukkan 12,45. á hádegi. Spil hefst stundvíslega kl. 13. Í dag er sunnudagur 1. september, 244. dagur ársins 2002. Orð dagsins: Þetta býð ég yður, að þér elskið hver annan. (Jóh. 15, 17.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.