Morgunblaðið - 01.09.2002, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 01.09.2002, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 1. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ 1. sept. 1945: „Í leiðara sín- um 30. fyrra mánaðar heldur Þjóðviljinn sjer ennþá við sama heygarðshornið og end- urtekur þær fyrri staðhæf- ingar sínar, að lýðræði í at- vinnumálum verði best tryggt með því að ríki eða bæjarfjelög reki atvinnufyr- irtækin. Sú blekking sósíal- ista, að þar sem ríkis- eða bæjarfyrirtækið sje sameign borgaranna, þá ráði allir jafn- miklu um rekstur þeirra, á óefað mikinn þátt í því fylgi, sem sameignarstefnan á að fagna. En ef betur er aðgætt, kemur í ljós, að meginmunur er á þeirri tegund eign- arrjettar, er maður á t.d. einkabifreið, og þeim „eign- arrjetti“, sem er í því fólginn, að hver Íslendingur er til dæmis sem almennur þjóðfjelagsborgari meðeig- andi í Kleppsbúinu. Í fyrra dæminu hefir eigandinn full- kominn yfirráðarjett yfir eign sinni – auðvitað með þeim takmörkunum sem um- ferðarreglur og annað þess háttar setja á hverjum tíma – en í síðara dæminu er hann áhrifalaus með öllu á það hvernig eignin er notuð. Ef það skrítna fyrirkomulag væri tekið upp, að láta for- stjóra búsins vera þjóðkjör- inn, þá gæti hver borgari að vísu fengið að greiða atkvæði um það, hvort bústjórinn hjeti Pjetur eða Páll, en þótt hinn kosni bústjóri væri allur af vilja gerður, gæti hann aldrei spurt almenning ráða um það, hvernig stjórn bús- ins ætti að haga, þær yrði hann að taka upp á eigin spýtur. Sama máli gegnir um stjórn allra annarra ríkis- og bæjarfyrirtækja, aðeins í sjaldgæfum undantekning- artilfellum yrði hægt að leita álits almennings um þær ákvarðanir sem taka þyrfti.“ . . . . . . . . . . 1. sept. 1965: „Milli Hafn- arfjarðar og Keflavíkur hefur nú orðið ný bylting í vega- gerð, sem raunverulega markar framtíðarstefnuna í þeim málum. Keflavíkurveg- urinn nýi er glæsilegt tákn um kunnáttu Íslendinga í vegalagningu og hann sýnir okkur að við höfum nú öðlazt nægilega tækniþekkingu og fullkomin tæki til þess að leggja fullkomna stein- steypta vegi út um landið. Framkvæmdir á borð við Keflavíkurveginn eru mjög dýrar, en hann mun hafa kostað um 220 milljónir króna. Þess vegna er ekki óeðlilegt, að þeir sem hans verða aðnjótandi standi að einhverju leyti undir þessum mikla kostnaði. En hið mikla framtíðarverkefni okkar í vegamálum hlýtur að verða að leggja allar helztu að- alsamgönguæðar landsins á sama hátt. Slíkt mun kosta geysilegt fé og það er úr- lausnarefni í sjálfu sér hvern- ig afla á þess fjár. En mik- ilvægt er að það takist.“ Fory s tugre inar Morgunb laðs ins Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. VIÐBRÖGÐ VIÐSKIPTARÁÐHERRA Ípistli á heimasíðu sinni segir Val-gerður Sverrisdóttir viðskipta-ráðherra að hún muni leggja fram nýtt frumvarp um bankamál á Alþingi í haust í kjölfar átakanna um SPRON. Viðskiptaráðherra segir um þetta efni: „Ég hef í ríkisstjórn rætt málefni sparisjóða og er ríkisstjórnin sam- mála um að farið verði yfir lagaákvæði um sparisjóði í ljósi atburða sumars- ins. Ég hef óskað eftir að bankalaga- nefnd taki málið til skoðunar áður en Alþingi kemur saman.“ Í pistli sínum segir Valgerður Sverrisdóttir ennfremur: „Átökin um SPRON og nokkur önnur mál, sem upp hafa komið í viðskiptalífinu hafa orðið kveikja að tímabærri umræðu um siðferði og græðgi í þjóðfélaginu. Það er engum blöðum um það að fletta að markaðshagkerfi það, sem við Ís- lendingar búum við hefur fært okkur velsæld. En það kemur sífellt betur í ljós, hér á landi sem annars staðar, að markaðsbúskapur má ekki vera óheft- ur. Það verða að vera í gildi skýrar reglur um gangverk viðskiptalífsins.“ Morgunblaðið sér sérstaka ástæðu til að fagna þessum ummælum við- skiptaráðherra. Í umræðum fyrr í sumar vegna átakanna um SPRON lýsti blaðið þeirri skoðun, að Alþingi yrði að taka í taumana með því að gera nauðsynlegar breytingar á lögum um viðskiptabanka og sparisjóði. Það er ánægjulegt að nú liggur skýrt fyrir af hálfu ráðherra að það verði gert. Um málefni sparisjóðanna sérstaklega segir ráðherrann: „Verði sú túlkun viðurkennd að heimilt sé að selja stofnfjárbréf á yf- irverði er búið að gerbreyta eðli stofn- fjárbréfa og gera þau að hlutabréfa- ígildi. Augljóst er af lestri greinargerða með lögum allt frá því að fyrstu lög um sparisjóði voru sett árið 1915 að það hefur aldrei verið mark- mið löggjafans. Litið hefur verið á stofnfjáreigendur sem hollvini og gæzlumenn sjálfseignarfjár sparisjóð- anna.“ Þetta er hárréttur skilningur hjá viðskiptaráðherra. Valgerður Sverrisdóttir hefur líka rétt fyrir sér í því að atburðarás und- anfarinna vikna og mánaða hefur leitt í ljós hversu nauðsynlegt er að skýrar leikreglur gildi í viðskiptalífinu. Frjálsræðið, sem rutt hefur sér til rúms í viðskiptum og ekki sízt við- skiptum á milli landa á síðasta áratug m.a. vegna EES-samningsins, er af hinu góða en sennilega hefur okkur Ís- lendingum ekki verið nægilega ljóst, að því frjálsræði verða að fylgja skýr- ar og í sumum tilvikum strangar regl- ur, eins og tíðkast í öðrum löndum og þá ekki sízt í Bandaríkjunum. Hafa þær ströngu reglur þó ekki dugað til þess að koma í veg fyrir misferli af því tagi, sem uppvíst hefur orðið um þar í landi á undanförnum mánuðum, sem sýnir hversu mikilvægt er að sterkur agi ríki í kringum viðskiptalífið. Það er líka ljóst, að þau eftirlits- kerfi, sem byggð hafa verið upp til þess að fylgjast með því að viðskipta- lífið hlíti settum reglum hafa tæpast haft bolmagn til að sinna því hlutverki af nægilegum krafti. Þar er átt við að þær stofnanir, sem um er að ræða þurfa að hafa yfir að ráða nægilegum fjölda starfsmanna, þekkingu og fjár- magni til þess að takast á við algerlega ný viðhorf í viðskiptalífinu. Ummæli Valgerðar Sverrisdóttur vekja bjartsýni um að ríkisstjórn og Alþingi muni taka þau vandamál, sem augljóslega eru til staðar í viðskipta- lífinu sterkum tökum jafnframt því, sem gerðar verði nauðsynlegar ráð- stafanir til þess að tryggja að þau markmið, sem Alþingi hafði sett sér varðandi framtíð sparisjóðanna nái fram að ganga. M IÐAÐ við yfirlýsingar bandarískra ráðamanna í liðinni viku um hugs- anlega árás á Írak mætti halda að málið snúist ekki um það lengur hvort af árásinni verður heldur hvenær hún verður gerð, hverjir muni taka þátt í henni og hversu miklu afli Bandaríkjastjórn muni kjósa að beita til að steypa Saddam Hussein af stóli. Yfirlýsingar síðustu daga eru þess eðlis að erf- itt er að sjá hvernig hægt verður að breyta um stefnu nema til komi stórkostlegar tilslakanir af hálfu íraska leiðtogans eða þá að atburðir annars staðar í heiminum geri að verkum að fresta verði herförinni gegn Saddam Hussein. George W. Bush Bandaríkjaforseti hefur gert það að for- gangsverkefni í utanríkismálum að stuðla að stjórnarskiptum í Írak. Það er vandséð, miðað við yfirlýsingar forsetans, hvernig hann á að geta gengið til kosninga á nýjan leik án þess að hafa látið til skarar skríða gegn Saddam Huss- ein. Samt blasir við að enginn stuðningur er við hernaðaraðgerðir meðal bandamanna Banda- ríkjanna og mjög skiptar skoðanir á Bandaríkja- þingi og jafnvel innan Repúblikanaflokksins. Í liðinni viku hafa tveir af valdamestu mönnum Bandaríkjastjórnar, þeir Dick Cheney varafor- seti og Donald Rumsfeld varnarmálaráðherra fært rök fyrir því að nær óhjákvæmilegt sé að ráðist verði á Írak. Á síðustu vikum hafa einnig margir þungavigtarmenn úr röðum repúblikana haft uppi varnaðarorð vegna hugsanlegrar árás- ar. Má nefna þá Brent Scowcroft, sem var þjóð- aröryggisráðgjafi George Bush Bandaríkjafor- seta í Persaflóastríðinu og James Baker, sem var þá utanríkisráðherra í stjórn Bush. Röksemdir Cheneys og Rumsfelds Síðastliðið ár hefur farið fram mikil um- ræða innan Banda- ríkjastjórnar um það hvort rétt sé að ráðast gegn Saddam Huss- ein. Yfirlýsingar þeirra Cheneys og Rumsfelds í liðinni viku eru af sumum taldar til marks um að þeirri umræðu sé nú lokið. Þeir sem ráðast vilji til atlögu hafi orðið ofan á í umræðunni og nú sé að hefjast herferð til að sannfæra Bandaríkja- menn og bandamenn þeirra um réttmæti þess að steypa Saddam Hussein af stóli. Það vekur hins vegar einnig athygli að forset- inn sjálfur hefur ekki gefið jafnafdráttarlausar yfirlýsingar upp á síðkastið og þeir Cheney og Rumsfeld. Það má því velta fyrir sér hvort túlka beri yfirlýsingar þeirra sem enn einn kafla í bar- áttunni innan Bandaríkjastjórnar um hernaðar- aðgerðir í Írak eða hvort þetta sé fyrsta skref stjórnarinnar til að afla hernaðaraðgerðum fylgis meðal almennings. Dick Cheney flutti á mánudag ræðu í Nash- ville í Tennessee þar sem hann rökstuddi afstöðu Bandaríkjastjórnar. Ræðuna endurtók hann að mestu leyti í San Antonio í Texas á fimmtudag. Í ræðunni lagði Cheney áherslu á að Saddam Hussein myndi innan skamms ráða yfir kjarn- orkuvopnum ef ekkert yrði að gert. Varaforseti Bandaríkjanna sagði meðal annars: „Mörg okkar eru sannfærð um að Saddam Hussein muni bráð- lega ráða yfir kjarnorkuvopnum. Hversu langur tími mun líða þar til það gerist er erfitt að meta. Njósnastarfsemi er ekki nákvæm vísindi jafnvel við bestu aðstæður. Það á ekki síst við þegar við er að eiga alræðisstjórn sem hefur gert það að sérstakri vísindagrein að blekkja alþjóðasam- félagið. Ég skal nefna ykkur dæmi um hvað ég á við. Í aðdraganda Persaflóastríðsins komu æðstu leyniþjónustumenn Bandaríkjanna á skrifstofu mína í varnarmálaráðuneytinu og sögðu að ein- ungis væru fimm eða tíu ár þangað til Saddam tækist að framleiða kjarnorkuvopn. Að stríðinu loknu komumst við að því hann var mun nær því marki en talið var. Jafnvel einungis einu ári frá því að takast áætlunarverk sitt.“ Cheney rifjaði einnig upp störf eftirlitsmanna í Írak og hvernig þeim hefði tekist að eyðileggja hundruð tonna af efnavopnum þótt þeir hefðu jafnframt verið beittir kerfisbundnum blekking- um. Hann sagði Saddam hafa fullkomnað blekk- ingarleikinn og að það myndi litlu skila þótt sam- ið yrði um að starfsemi eftirlitsmanna fengi að hefjast að nýju. „Þvert á móti gæti það valdið fölsku öryggi ef við teldum að búið væri að króa Saddam af á nýj- an leik. Á meðan myndi hann halda ráðabruggi sínu áfram. Ekkert hefur stöðvað hann á síðast- liðnum tólf árum. Ekki þær einlægu samþykktir er hann hefur gert, ekki uppgötvanir eftirlits- manna, ekki uppljóstranir flóttamanna, ekki gagnrýni og útskúfun alþjóðasamfélagsins og ekki fjögurra daga sprengjuárásir Bandaríkj- anna árið 1998. Hann er að reyna að vinna tíma til að geta haldið áfram að fjárfesta í framleiðslu efna- og lífefnavopna og komast yfir kjarnorkuvopn. Allar tegundir gjöreyðingarvopna yrðu þar með í höndum einræðisherra sem hefur sýnt að hann er reiðubúinn að beita þeim, jafnt í stríðinu við Íran sem gegn sinni eigin þjóð. Með vopnabúr af þessu tagi og þar að auki um 10% af olíuforða veraldar má búast við að Sadd- am reyni að ná yfirráðum yfir öllum Mið-Aust- urlöndum, ráða yfir stórum hluta af orkuforða veraldar, ógna vinum Bandaríkjanna í þessum heimshluta með beinum hætti og kúga Bandarík- in og önnur ríki í skjóli kjarnorkuvopna sinna. Það leikur enginn vafi á því að Saddam Huss- ein ræður nú yfir gjöreyðingarvopnum, það leik- ur enginn vafi á því að hann er byggja upp slíkt vopnabúr til að beita gegn vinum okkar, banda- mönnum okkar og okkur sjálfum. Og það leikur enginn vafi á því að svæðisbundinn metnaður hans mun leiða til átaka við nágranna hans, átaka þar sem þau vopn sem hann býr yfir í dag munu koma við sögu sem og þau vopn er hann mun halda áfram að þróa með olíuauði sínum.“ Var það niðurstaða Cheneys að sú áhætta er fylgdi því að grípa til aðgerða væri mun minni en sú áhætta er fælist í því að gera ekki neitt. Donald Rumsfeld varnarmálaráðherra, sem er í hópi þeirra er hafa barist hvað harðast fyrir því innan Bandaríkjastjórnar að ráðist verði gegn Saddam Hussein, vék einnig að Írak er hann ávarpaði hermenn í Pendleton-herstöðinni í Kaliforníu á þriðjudag. Þótt ráðherrann hafi lýst því yfir við upphaf fundarins að hann vildi ekki tjá sig um Íraksmálið, það væri verkefni forset- ans og varaforsetans, fékk hann ítrekað spurn- ingar, er tengdust Írak. Rumsfeld lagði líkt og Cheney áherslu á þá hættu er stafaði af gjöreyð- ingarvopnum. Hann sagði menn nú vera í þeirri stöðu að vega og meta kosti og galla þess að grípa til aðgerða. „Ég veit ekki hvaða ákvörðun forsetinn mun taka…Ég veit ekki hversu mörg ríki munu taka þátt ef forsetinn kemst að þeirri niðurstöðu að það sé hættulegra að gera ekkert en að ráðast til atlögu. Það sem er mikilvægast í mínum huga er að taka réttar ákvarðanir og meta hlutina rétt. Það er reynsla mín í gegnum árin að ef okkar ríki leggur rétt mat á hluti og tekur réttar ákvarðanir þá öðlumst við stuðning annarra ríkja og þau taka þátt.“ Síðar er Rumsfeld svaraði annarri spurningu um hugsanlegan stuðning annarra ríkja sagði hann að ekkert ríki hefði enn verið beðið um að taka þátt í hernaðaraðgerðum, þar sem engin ákvörðun hefði enn verið tekin varðandi slíkar aðgerðir. Hann líkti ástandinu nú við aðdrag- anda síðari heimsstyrjaldarinnar og minnti á að þá hefðu fáir haft áhyggjur af Adolf Hitler. Eng- in samstaða hafi verið um aðgerðir gegn honum. „Það voru margir sem sögðu „við skulum ekki gera neitt, hann hættir þessu. Hann mun ekki gera neitt hræðilegt“. Og þegar hann hertók hvert landið á fætur öðru var það ekki fyrr en að ráðist hafði verið á viðkomandi land að menn sögðu „já, líklega hafði Winston Churchill rétt fyrir sér“. Hugsanlega var þessi eina rödd er lýsti yfir áhyggjum sú er hafði rétt fyrir sér.“ Rumsfeld sagði að mikilvægara væri að taka rétta ákvörðun og grípa til réttra aðgerða en að ná algjörri samstöðu. Rök Scowcrofts og Bakers Á síðustu dögum hafa birst greinar í banda- rískum dagblöðum eftir áhrifamenn í Repúblikanaflokknum, þar á meðal þá James Baker og Brent Scowcroft, þar sem Bush er hvattur til varfærni í málefnum Íraks. Scowcroft gerir ekki lítið úr þeirri ógn sem stafar af Saddam Hussein, í grein sem hann ritar í The Wall Street Journal 15. ágúst, en segir árás á Írak á þessum tímapunkti ekki forgangsverk- efni og jafnvel andstæða hagsmunum Bandaríkj- anna. Í greininni segir Scowcroft m.a.: „Saddam er einráður árásarmaður, sem kemur kunnug- lega fyrir sjónir og markmið árásargirni hans eru hefðbundin. Það er fátt sem bendir til að árásargirni hans beinist að Bandaríkjunum sjálf- um. Það sem helst virðist angra hann við Banda- ríkin er að þau standa í vegi fyrir markmiðum hans. Hann kemur sér ekki upp gjöreyðingar- vopnum í því skyni að afhenda þau hryðjuverka- mönnum heldur til að koma í veg fyrir að við get- um stöðvað árásargjörn áform hans. Það getur vel verið, í ljósi svæðisbundinna markmiða Saddams, grimmdar hans og ófyr- irsjáanleika, að það komi að því að skynsamlegt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.