Morgunblaðið - 01.09.2002, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 01.09.2002, Blaðsíða 24
LISTIR 24 SUNNUDAGUR 1. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Í fyrstu grein minni fyrir þennan flokk var hin umdeilda skipting í „menn- ingu“ og „dægurmenningu“ tekin fyrir. Sú tvískipting ber reyndar marga merkimiða, sem á einn eða annan hátt vísa allir í það sama – einhvers konar skiptingu eða grein- armun á því sem talið er „þess virði“ og þess sem er „meira upp á grínið“, svo harkalega sé tekið til orða. Hér eftir þrengjum við um- ræðuna og rannsökum innviði „hinna lægri lista“ betur. Umfang dægurmenningarinnar, og þeirra lista sem stundaðar eru innan hennar, fer stöðugt stækkandi. Rokk, kvikmyndir, veggjakrot, netið, tölvuleikir, sjónvarp. Allt saman hlutir sem æ fleiri leggja yndi sitt við. Ein af meginástæðunum fyrir þessari þróun er að uppkomandi kynslóðir eru í ríkari mæli farnar að skilja sig frá því sem taldist góð og gild „menning“ hér í eina tíð. Það er t.a.m. líklegra að athafnamaður sem stendur á fer- tugu um þessar mundir viti fremur hvað síð- asta U2 plata heitir en einhver sinfónían eftir Mozart. En hvað sem því líður er öll alvöru umræða um dægurmenningu nánast á steinaldarstigi. Og virðing hins almenna borgara fyrir þess- um menningargeira er bágborin, sem lýsir sér auðvitað best í áðurnefndri tvískiptingu. Gott dæmi um þetta er umfjöllun Ríkissjón- varpsins í fimmtudagsfréttatíma sínum um að Sopranos þáttaröðin væri orðin að kennslu- efni í háskóla. Farið var með þetta mál eins og um einstakan tímamótaviðburð væri að ræða, enn fremur sem fréttaflutningurinn var æði kímileitur. Dægurmenning hefur verið rædd, greind og kennd í háskólum í meira en aldarfjórðung, erlendis a.m.k., og það eina sem var fyndið í þessari „frétt“ var því hún sjálf. Blaðamaðurinn D.J. Taylor gerir til-raun til að kryfja dægurmenn-inguna í grein sinni „Hvað varð afdægurmenningunni?“ eða „What- ever Happened To Popular Culture?“ (greinin birtist í breska ritinu New Statesman, þann 15. júlí síðastliðinn og er m.a. hægt að nálgast á vefsíðu þess, www.newstatesman.co.uk). Þar er hinni meintu „lág“menningu skipt í tvennt: Annars vegar í alþýðumenningu („popular culture“. Listfræðileg dæmi: Hall- björn Hjartarson, Ali Farka Toure, Stefán frá Möðrudal) sem einkennist af venjulegu fólki sem leitast við að túlka á listrænan hátt það sem við því blasir frá degi til dags. Á hinn bóginn talar Taylor um fjöldamenningu („mass culture“. Listfræðileg dæmi: Britney Spears, Terminator-myndirnar, Brunaliðið, Survivor) listsköpun sem stýrt er af markaðs- og peningamönnum, hvers tilgangur er að reyna að höfða til sem allra flesta með afurð- um sínum. Um leið er áhersla á hin listrænu gildi sama og engin – þeim ræður Mammon einn. Þá ræðir heimspekingurinn Noel Carrol um svipaða hluti í riti sínu A Philosophy of Mass Art frá 1997, þar sem hann veltir upp fagurfræðilegu gildi þessarar „fjöldalistar“. Taylor gengur ansi langt í grein sinni og kemst að þeirri niðurstöðu í lokin að fjölda- menningin/fjöldalistin sé algerlega úr takti við raunveruleikann, ræni í raun frá fólki hvað það sé og hvernig heimi það lifi í. Á meðan er alþýðumenningin/alþýðulistin hrein – „alvöru“. Þessi skipting Taylors er athyglisverð.Í henni eru vissulega verðir sann-leikspunktar en um leið er talsvertum brotalamir. Taylor gengur t.a.m. ekki nógu langt í því að skýra vensl þessara menningarheima, sem sannarlega eiga meira skylt en ekki og hvernig þeir þrífast hvor á öðrum. Markaðslistin leitar fanga í alþýðulist- inni, þar sem afurðinar verða oft útvatnaðar eftirmyndir. Og alþýðulistamenn leita einnig á mið markaðslistarinnar. Hvað hið fyrra varðar má t.d. líta til pönksins sem var fljót- lega snúið á hvolf er það varð vinsælt. Þá mátti nálgst rifnar gallabuxur á okurverði í næstu búð (Punkmann?) og „framleiddir“ reiðir ungir menn hófu að setjast á vinsæld- arlista . Dæmi um hið seinna er t.d. Hallbjörn Hjartarson, sem tekur sér fyrirmyndir úr bandarísku sveitarokki. List Hallbjörns er vissulega hjartahrein en brunnurinn sem hann sækir í er nokkuð gruggugur – ef við tökum mið af kenningu Taylors. Einnig er lít- ill gaumur gefinn að gráa svæðinu. Hvar á til dæmis að setja hljómsveit eins og Radiohead, sveit sem þrífst á lögum markaðarins um leið og meðlimir hafa aldrei gefið svo mikið sem litla putta eftir af listrænni sannfæringu? Ef við gefum okkur að Radiohead sé „hrein“ sveit sem starfar engu að síður innan hins falskennda heims markaðslista, erum við komin með nýjan flöt – nýjan geira. Alþýðu- markaðslist? Brautryðjendur eins og Radiohead,Bítlarnir og Tortoise (bandarísk til-raunarokksveit. Enn starfandi)hafa þannig unnið „hreina vinnu“ sem síðan hefur leitt til listrænna hörmunga ef svo mætti segja. Fylgisveitir hafa nefnilega sprottið upp eins og gorkúlur í kjölfar list- rænna sigra áðurnefndra. Skuggabaldrar sem rembast eins og rjúpur við markaðs-staurinn og reyna að ná fram svipuðum áhrifum og hetjurnar – iðulega með miður áhugaverðum niðurstöðum. Flestum af þessum tilraunum er stýrt af klókum viðskiptamönnum sem gjör- þekkja markaðinn og eru með reiknilíkönin á hreinu. Og þar með er upprunalega mark- miðið – listræn sköpun sem útrás sálarinnar og næring hennar – horfið. En auðvitað er þetta ekki svona ein-falt. Það er t.d. ekki hægt að felladóma um listaverk, með tilliti tiluppsprettunnar. Ef Hitler málaði fallegar myndir þá eru þær einfaldlega það. Fallega myndir. Hrottinn sem hélt á pensl- inum kemur málinu ekki við. Á líkan hátt er ekki hægt að gagnrýna listaverk, hvort sem þau koma úr hinum „hreina“ heimi alþýðu- lista eða hinum „gjörspillta“ heimi markaðs- lista, skv. Taylor, á uppsprettuforsendum. Nýr hljómdiskur Britney Spears er til að mynda hreinasta listaverk; skemmtilegur, ómfagur og næsta fullkomin poppsmíð. Þetta er verk sem veitir mér unað og gleði. Um leið er vart hægt að finna skýrara dæmi um markaðs/fjöldalist en einmitt þessa plötu hennar Britneyjar. En Taylor hefur rétt fyrir sér hvað firringu og innihaldsleysi markaðslistanna varðar. Tökum bandaríska setgrínsþáttinn (e. „sit- com“) Friends sem dæmi. Einkenni fjöldalist- arinnar, eða réttara sagt eðli hennar, er að ná til sem allra flestra. Friends, sem hefur verið einn vinsælasti þáttur sinnar tegundar í ára- raðir, er prýðilegt dæmi um vel heppnaða list af því taginu. Þátturinn er með öllu röklaus, eða svo gott sem, enda raunsæi og lífstúlkun jafnan fórnað á altari markaðarins ef um fjöldalist er að ræða. Hér höfum við vinahóp, karla og konur, sem brátt komast á fimm- tugsaldurinn. Þau hanga saman öllum stund- um í dýrasta hverfi New York borgar, einnar alþjóðlegustu borgar í heimi en í þáttunum virðist hún þó eingöngu byggð af einum kyn- þætti. Friends eru að þessu leytinu til, ásamt með fleiri skyldum fjöldalistaverkum, óravegu frá því að segja okkur eitthvað um lífið og til- veruna. En … mikið asskoti eru þetta nú skemmti- legir þættir! Hver þarf á rökum og skynsemi að halda þegar á að hafa gaman? Þversagnir „afþreyingarlista“ leynast nefnilega víða, jafnvel í hugtökunum sjálfum (afþreying: eitthvað gaman, list: eitthvað al- varlegt). Því er ástæðan ærin, að fólk fari að taka þessar listgreinar alvarlegum, en um leið, skemmtilegum tökum. „Alþýðumenning“/ „fjöldamenning“ FRIENDS: Hreinasta listaverk!? AF LISTUM Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is BESTU vinkonur mínareru flestar að hleypaheimdraganum þessa dagana, eru á leið út í heim í framhaldsnám. Þær eru að fara til Hollands, Tékklands, Þýskalands, Spánar og Bandaríkjanna, allt mjög spennandi hjá þeim og við þær örfáu sem heima sitjum samgleðjumst þeim að sjálf- sögðu þó að við sjáum auðvit- að alveg hræðilega á eftir þeim. Við erum reyndar allar með áform um að fara utan til langdvala á næstunni, en núna erum við að segja bless og það er ekki skemmtilegt. Ég get reyndar lítið sagt, hef sjálf yfirgefið þær tvisvar ef ekki þrisvar til að dveljast í öðrum löndum um lengri tíma, en… það var ein- hvernveginn öðruvísi. Þegar ég var 21 árs fór ég til Frakklands einn vetur að læra frönsku og „víkka sjón- deildarhringinn“ eins og ein skólasystir mín og jafnaldra orðaði það á þeim tíma. Sjálf fór hún til Svíþjóðar í sömu erindagjörðum og við skrif- uðumst á. Hún var mjög með- vituð um þann þroska sem þessi vetur var smátt og smátt að færa henni og lýsti því fjálglega hvað hin og þessi lífsreynsla væri að gera mikið fyrir hana svona þroskalega séð. Sjálfri tókst mér ekki að finna svona áþreifanlega fyrir því hvernig þroskinn helltist yfir mig, sama hvað ég reyndi. Svo ég einbeitti mér bara í enn meiri mæli að því að sötra rauðvín og röfla við fólk. Með- al þeirra var strákur sem um stutt skeið var „vinur“ minn, eins og amma myndi orða það. Samband okkar varði ekki nema nokkrar vikur, en ætli það megi ekki kenna tungu- málaörðugleikum um að ekki varð meira úr þessu hjá okk- ur. Það segir sig sjálft að hlut- irnir hljóta að brenglast þegar hann hugsar eitthvað á frönsku, þýðir það svo á hræðilega lélega ensku, sem ég þýði svo aftur yfir á ást- kæra, ylhýra. Þetta gat ekki farið vel, sérstaklega þegar hugsað er til þess að pör eiga gjarnan í mestu vandræðum með að skilja hvort annað þó að þau tali sama tungumál. Reyndar var hann í þann mund að ganga í klaustur síð- ast þegar ég frétti af honum en það er önnur saga. Vinkona mín lenti einu sinni í ennþá meiri og flóknari vandræðum hvað þetta varð- ar. Hún fór á sumarnámskeið í Þýskalandi, rétt tæplega tví- tug, þar sem ungt fólk frá mörgum Evrópulöndum dvaldi um skeið og ferðaðist svo um Evrópu saman. Þar hitti hún Pólverja sem henni fannst sætur og áður en hún vissi af voru þau farin að hald- ast í hendur og kyssast öðru hvoru. Sá galli var hins vegar á gjöf Njarðar að stráksi tal- aði nær enga ensku og þurfti besti vinur hans, sem var með í för og talaði fína ensku, að túlka allt sem á milli þeirra fór. Þetta gerði sig ljómandi vel þarna um sumarið og hún kom heim með bólgið hjarta og glampa í augum. Þau héldu sambandi um haustið og rétt fyrir jólin tilkynnti hún okkur vinkonunum að hún ætlaði að leysa út varasjóðinn og skella sér til Póllands yfir áramótin. Þetta þótti hið mesta ævintýri og þvílíka rómantíkin, hugs- uðum við með okkur. Að ferðast þvert yfir Evrópu í lít- inn iðnaðarbæ rétt við landa- mæri Hvíta-Rússlands til að komast aftur í þann þungbúna og mystíska faðm sem hún hafði saknað svo mjög. Á nýj- arsdag barst svo heldur blús- að símtal frá örvænting- arfullri vinkonu á ferð einhversstaðar í Mið-Evrópu. Hún hafði komist að því eftir allt sem á undan var gengið að hún elskaði ekki stráksa held- ur besta vin hans, túlkinn, enda var það hann sem hún gat talað við. „Það var hann sem ég elskaði, ekki hinn. Ég bara vissi það ekki fyrr en ég hitti þá báða aftur. Þetta var alveg agalegt. Þeir eru bestu bestu vinir, algjörir fóst- bræður, ég gat ekki gert þeim þetta…“ sagði hún grátandi yfir snitselinu í þýskri vega- sjoppu. Hún hafði sem sagt stungið af á nýjarsmorgun án þess að segja orð og kom sér með lestum og rútum til Kaupmannahafnar þaðan sem hún svo komst heim. Aldrei að gera svona! segir hún hlæj- andi í dag þó að „lát hjartað ráða för“ sé ennþá efst á blaði hjá okkur sem besta einstaka svar við öllum helstu álita- málum. Enda þó að ég hafi gert grín að gömlu vinkonu minni sem var svona upptekin af og meðvituð um sinn eigin þroska þá hugsa ég til þess með brosi í gegnum sakn- aðartárin hvað vinkonur mín- ar eiga eftir að fá mikið út úr dvölinni erlendis. Ég veit að sjálf hef ég haft mjög gott af minni dvöl í öðrum löndum, þó ég haldi að ég hafi reyndar þroskast aftur á bak með því að búa í Kaliforníu, en það merki ég á því að mér finnst hvítvín blandað í sódavatn með klökum orðið betra en rauðvín. En það gengur von- andi yfir. Varðandi útlenska kærasta handa vinkonum mínum segi ég allt í lagi tíma- bundið, en ekki til langframa nema að a) þeir séu til í að búa hér, eða b) þeir séu til í að búa hér. Svona er maður nú eig- ingjarn, í orði að minnsta kosti. Á borði yrði þó vonandi annað uppi á teningnum, og svarið eins og alltaf – lát hjartað ráða för. Birna Anna á sunnudegi Morgunblaðið/Jóra bab@mbl.is Lát hjartað ráða för
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.