Morgunblaðið - 01.09.2002, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 01.09.2002, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. SEPTEMBER 2002 49 DAGBÓK Haust- og jólalistinn 2002 er kominn Hringið og pantið ókeypis eintak. Sími 533 5444 Kringlan 7 103 Reykjavík hv@margaretha.is www.margaretha.is Útsaumur YOGA Námskeiðin hefjst 3. september. Kennari er Arnhildur S. Magnúsdóttir sem m.a. byggir námskeiðin á sinni eigin reynslu. Tilgangur námskeiðsins er að takast á við daglegt líf að nýju með aðstoð yoga, styrkja sig líkamlega og andlega auk að sættast við líkamann. Grunnnámskeiðin hefjast einnig 3. september. Námskeiðin verða haldin hjá Ljósheimum að Brautarholti 8, Reykjavík. Fyrir þá sem eru að ganga í gegnum eða hafa lokið krabbameinsmeðferð Skráning og upplýsingar eru hjá Arnhildi í síma 895 5848. Yoga í Garðabæ hefst þriðjud. 24. september í Kirkjuhvoli Kl. 6:45-7:45 mánud. og miðvikud. morguntímar fyrir byrjendur Kl. 18:00-19:15 þriðjud. og fimmtud. framhaldstímar Kl. 19:30-20:45 þriðjud. og fimmtud. byrjendanámskeið Kennari er Anna Ingólfsdóttir, Kripaluyogakennari. Upplýsingar og skráning í símum 565 9722 og 893 9723 Enskuskóli Erlu Ara auglýsir enskunám í Hafnarfirði Skráning stendur yfir í síma 891 7576 frá kl. 17-20. Sjá nánar um starfsemi skólans á www.simnet.is/erlaara Sumarið 2003 verður sem fyrr boðið upp á námsferðir til Englands 10 getustig. Örfá pláss laus.   Árnað heilla STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake MEYJA Afmælisbörn dagsins: Þú hefur auðugt ímyndunar- afl og tekst á við lífið af krafti og óttaleysi. Komandi ár verður þitt besta í áratug. Gerðu ráð fyrir kraftaverki. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú getur komið miklu í verk í dag. Þú ert óvenju ein- beittur og átt því auðvelt með að hafa hugann við verkið. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú ert ekki í skapi til að eyða peningum í dag. Þú hefur áhyggjur af fjárhagn- um, sama hversu auðugur þú ert. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú ert að takast á við óvenju miklar skapsveiflur. Annan daginn ertu hamingjusamur en þann næsta veltirðu fyrir þér tilgangi lífs þíns. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Láttu ekki svartsýni og nei- kvæðni ná tökum á þér í dag. Þunginn, sem er yfir þér, er ekki annað en lítið ský sem verður horfið á morgun. Vertu hughraustur. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú átt erfitt með að taka gagnrýni í dag. Það veldur þér vonbrigðum að einhver skuli gagnrýna aðferðir þín- ar í stað þess að samgleðjast þér yfir velgengni þinni. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú átt það til að hafa of miklar áhyggjur. Hafðu í huga að áhyggjur taka bæði tíma og orku en skila engum árangri. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Röð og regla skipta þig máli í dag. Þú vilt þrífa heimili þitt og henda gömlu drasli sem hefur lengi verið fyrir þér. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú ert órólegur því fjár- stuðningur, sem þú hefur gert ráð fyrir, virðist ekki ætla að skila sér. Hafðu ekki áhyggjur. Þetta er tíma- bundinn vandi. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Fólk er óvenju gagnrýnið og jafnvel nískt í dag. Þar sem þú ert afslappaður og örlát- ur í eðli þínu á þetta illa við þig. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú ert skilvirkur og afkasta- mikill í dag. Forðastu að dæma aðra þótt þeir séu ekki jafn ákafir. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þér finnst ekki rétt að eyða jafn miklu í ferðalög og skemmtanir og þú hafðir hugsað þér. Leiddu þetta hjá þér. Á morgun verður það liðið hjá. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þér finnst fjölskylda þín óþægilega gagnrýnin og letjandi í dag. Sýndu henni sama umburðarlyndi og hún sýnir þér þegar þú ert illa upplagður. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. ZIA Mahmood og Judi Radin urðu efst í undan- úrslitum parakeppninn- ar í Montreal, en gekk ekki eins vel í úrslitun- um og enduðu í 16. sæti. Eins og venjulega átti Zia frábæra spretti: Norður gefur; NS á hættu. Norður ♠ K32 ♥ 73 ♦ Á4 ♣ÁKD1084 Vestur Austur ♠ 109854 ♠ G ♥ ÁG10 ♥ D9865 ♦ G1082 ♦ D95 ♣7 ♣9632 Suður ♠ ÁD76 ♥ K42 ♦ K763 ♣G5 Spilið er frá undanúr- slitunum og Zia og Rad- in voru með sterku spil- in í NS. Radin opnaði á Standard-laufi með norðurspilin og eftir skamma stund varð Zia sagnhafi í sex gröndum. Útspil vesturs var spaðatía. Zia lét lítið úr borði og drap gosa austurs með ás. Eftir drjúga umhugs- un spilaði Zia spaðasex- unni í öðrum slag. Vest- ur lét lítinn spaða og Zia staldraði við. En ekki lengi. Vestur hefði varla komið út með tíuna frá 10954 og Zia ákvað að láta spaðasexuna svífa yfir. Þegar hún hélt voru 12 slagir í húsi. Gerði vestur mistök að leggja ekki á? Kannski, en ef Zia hefði ákveðið að staðsetja hjartaásinn í vestur hefði hann unnið spilið léttilega. Tveir efstu í tígli eru teknir og síðan öll laufin: Norður ♠ 3 ♥ 73 ♦ – ♣8 Vestur Austur ♠ 95 ♠ – ♥ ÁG ♥ D98 ♦ – ♦ D ♣– ♣– Suður ♠ D7 ♥ K ♦ 7 ♣– Sagnhafi hendir tígli heima í síðasta laufið og vestur verður að láta hjartagosa. Þá er hjarta spilað og vestur þarf að spila spaða í lokin frá 95 upp í D7. Sennilega vakti þessi staða fyrir Zia strax í upphafi. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson 90 ÁRA afmæli. Í dag,sunnudaginn 1. sept- ember, er níræður Kristinn Jónsson, skipstjóri, Hvassa- leiti 56, Reykjavík. Hann tekur á móti ættingjum og vinum í Safnaðarheimili Grensáskirkju á afmælis- daginn milli kl. 15–17. 85 ÁRA afmæli. Í dag,sunnudaginn 1. sept- ember, er 85 ára Emil Guð- mundsson, skipasmiður, Digranesvegi 34, Kópavogi. Eiginkona hans er Kristín Sveinsdóttir. Þau eru að heiman á afmælisdaginn. LJÓÐABROT Á Borg Að mikla sig við missi eða tap þeir mega, er vilja sýna hetjuskap og kveða’ að sæmi’ ei karlmennskunnar lund að komast við á sorgarinnar stund. Ég þolað hefi margt, þó ég sé meyr, já, mannraun kannske stærri en hafa þeir, og haldið velli eins og bjargföst borg, en bilað, þegar mætt ég hefi sorg, mig brostið þrek að sjá í hennar hyl. En hvað er þrek?Að finna ekki til? Guttormur J. Guttormsson 1. Rf3 Rf6 2. c4 e6 3. g3 c5 4. Bg2 Rc6 5. 0-0 b6 6. d4 cxd4 7. Rxd4 Bb7 8. b3 Be7 9. Rc3 0-0 10. Bb2 Dc7 11. Rc2 Hac8 12. e4 Hfd8 13. De2 a6 14. Had1 d6 15. Re3 Db8 16. Hd2 Hd7 17. Hfd1 Hcd8 18. f4 Da8 19. Rg4 Rxg4 20. Dxg4 g6 21. De2 Da7 22. Kh1 Ba8 23. Df2 Bf6 Staðan kom upp á Skák- þingi Íslands, landsliðsflokki, sem lauk fyrir skömmu á Sel- tjarnarnesi. Páll Agnar Þórarinsson (2.281), hvítt, tók jafnteflis- boði Jóns Vikt- ors Gunnars- sonar (2.357) í stöðunni en hefði getað eftir 24. Rb5! axb5 25. Bxf6 bxc4 26. g4 átt hartnær unnið tafl. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. 70 ÁRA afmæli. Ámorgun, mánudag- inn 2. september, er sjötug Margrét Scheving Kristins- dóttir, Vogatungu 81, Kópavogi. Eiginmaður hennar er Ingólfur Jökuls- son. Þau taka á móti gestum í Félagsheimili Orkuveitu Reykjavíkur í Elliðaárdal í dag, sunnudaginn 1. sept- ember, kl. 16–20. Með morgunkaffinu Hún spyr hvort hún geti fengið far. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ætt- armót og fleira lesend- um sínum að kostnað- arlausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudagsblað. Sam- þykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælis- tilkynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569- 1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa : Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.