Morgunblaðið - 01.09.2002, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 01.09.2002, Blaðsíða 21
endurspeglaði það misræmi sem orð- ið var vegna tvöfaldra kjarabóta. Jafnframt settu stjórnvöld sér að grípa ekki framar inn í þessi innri mál útgerðar og sjómanna. Engu að síðar var haldið áfram að gera kröfu um tvöfaldar kjarabætur. Útgerðarmenn voru mjög ófúsir að ganga að þeim, vitandi að stjórnvöld kæmu ekki til hjálpar. Kjaradeilur leystust ekki með samningum eftir þetta og nú þurftu stjórnvöld að koma til hjálpar á nýjan hátt. Venjulega með því að setja bráðabirgðalög um gerðardóm. Gerðardómar úrskurðuðu jafnan þannig að hlutdeild sjómanna í heild- arafla jókst og gerðu það mörgum út- gerðum erfitt fyrir. Svo bættist við að lagður var á auðlindaskattur, sem kom að mestu í hlut útgerðarinnar að greiða. Þessi skattur fór hækkandi ár frá ári. Margir útgerðarmenn voru því fegnir að geta flutt útgerð sína úr landi, þangað sem öðruvísu var staðið að gerð kjarasamninga. Hins vegar var það skammgóður vermir. Smásölukeðjurnar í Evrópu voru orðnar firnasterkar og gátu skammtað innkaupsverðið nokkurn veginn að vild sinni, meðal annars til hagsbóta fyrir neytendur. Nú voru þær að leggja undir sig fiskvinnsluna og fiskmarkaðina eftir krókaleiðum og brátt styttist í að þær gætu skammtað sér fiskverð, jafnt á Ís- landi sem annars staðar í Evrópu. Þetta gerði fiskeldinu einnig erfitt fyrir, en fiskeldi hafði eflst mjög á Ís- landi fyrstu áratugi tuttugustu og fyrstu aldarinnar. Sjávarútvegsstefnan endurskoðuð En svo kom að því að fiskþurrð varð í Biskayaflóa og Norðursjó. Þá varð ekki undan því vikist að endur- skoða sjávarútvegsstefnu Evrópu- sambandsins og finna nýtt jafnvægi. Jafnræði milli þegna Evrópusam- bandsins. Íslendingar og Norðmenn gátu ekki lengur vænst þess að sitja næstum aleinir að sæmilega gjöfulum fiskimiðum í Norður-Atlantshafinu. – Og var þá öðrum þjóðum hleypt inn í íslenska efnahagslögsögu? spurði ég. – Það varð samkomulag um nýja skipan mála, svaraði Óðinn. Sam- komulag um gagnkvæm veiðiréttindi. – Áttu við að gegn því að hleypa skipum annarra þjóða inn á íslensku fiskimiðin hafi Íslendingar fengið heimild til þess að veiða þar sem ekk- ert var að hafa? – Að sjálfsögðu gat fiskur aftur far- ið að ganga á fiskimiðin í Biskayaflóa og Norðursjó. – Þetta hafa allavega verið mjög óhagstæð skipti. – Þannig leit það út í bráð, en óvíst var hvernig það myndi reynast til lengri tíma litið. Fiskur getur líka brugðist á Íslandsmiðum og þá getur verið gott að hafa önnur mið að róa á. En víst er um það að mikil óánægja varð með þetta á Íslandi. Þar var eins og menn gerðu sér ekki grein fyrir að margt breytist í tímans rás og menn verða að mæta nýjum aðstæðum þeg- ar þær koma upp. Það var eins og menn teldu að allt ætti að vera óbreytt frá því sem var þegar Íslend- ingar gengu í Evrópusambandið. Margir töldu raunar að Íslendingar hefðu fengið loforð fyrir að ekkert breyttist. Það var að sjálfsögðu rangt. Allt breytist. Allt er alltaf að breytast. – Það var erfitt að finna leið til þess að jafna rétt manna innan Evrópusambandsins, aðra en að leyfa utanaðkomandi útgerðum að veiða við strendur Íslands og Noregs. – Gátu Íslendingar ekki haft áhrif á þetta? Höfðu þeir ekki áhrif innan Evrópusambandsins? – Vissulega höfðu þeir áhrif eins og aðrir. Ekki mikil áhrif, enda ekki við því að búast, en áhrif samt. Þeir beittu þeim áhrifum í þessu máli, ásamt Norðmönnum. Þeir beittu sér hart við að ná fram ásættanlegum breytingum við upphaflegar tillögur, sem nánast voru um að svipta þjóðir sambandsins yfirráðum yfir öllum fiskimiðum og færa á eina hendi. Það varð hörð rimma sem stóð á annað ár. Íslendingar komu sjónarmiðum sín- um á framfæri, fylgdu þeim eftir af hörku og skeyttu ekkert um jafnræð- issjónarmiðin, sem þó er skyldugt að virða. Samkenndin hverfur þegar hagsmunirnir eru annars vegar. Það var reynt með öllum ráðum að koma til móts við sjónarmið Íslendinga, eins og jafnan var gert í Evrópusam- bandinu á þeim árum. Reynt var að ná samstöðu um öll mál. Helst að ná fram einróma niðurstöðu. Það var gefið eftir gegn því að Íslendingar og Norðmenn lýstu sig sátta við nýju sjávarútvegsstefnuna. En mestu máli skipti að Íslendingar töldu sig hafa fullan sigur í þessari baráttu. – Og hvað var það sem náðist fram? – Það náðust fram undanþágur fyr- ir strandríki, sagði Óðinn. Í fyrsta lagi skyldu þau hafa einkarétt á veið- um allt að 12 mílur frá byggðu landi. – Fengu þau skip sem máttu veiða innan þeirrar línu líka að veiða utan hennar? spurði ég. – Nei, að sjálfsögðu ekki, svaraði Óðinn. Þegar samið er um línu verða menn annaðhvort að vera innan hennar eða utan. Það voru ákveðin skip sem máttu veiða innan línunnar og þau máttu ekki veiða annars stað- ar. – Og svo í öðru lagi skyldi jafnan vera tryggt að heimalöndun af nær- miðum fullnægði þörfum fyrir innan- landsneyslu. – Hafði það einhverja þýðingu? Veiddist ekki alltaf nóg til innan- landsneyslu innan tólf mílnanna? – Heimamið geta brugðist eins og önnur mið. Það getur komið fyrir öðru hvoru að fiskur leggist frá landi. Þá var þessi regla mikilvæg. – Hefur þetta skipulag verið virt? – Já, það hefur verið virt og meira en það. Ennþá er flutt út töluvert af fiski frá Íslandi, eftir því sem ég best veit. Erlend fiskiskip landa oft á Ís- landi. Það hentar þeim vel. Evrópu- sambandið reyndi líka að hygla Ís- lendingum á þessu sviði eftir því sem kostur var, án þess þó að ganga svo langt að brjóta reglur um jafnræði.“ tíðarsýn MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. SEPTEMBER 2002 21 Heimsferðir bjóða nú síðustu sætin í sólina í haust á einstök- um kjörum, þar sem þú getur lengt sumarið á vinsælustu áfangastöðum Íslendinga við bestu aðstæður. Í september finnur þú frábært veður við Miðjarðarhafið, 25–30 stiga hita og kjöraðstæður til að lengja sumarið. Beint flug á alla áfangastaði Heimsferða, þar sem þú nýtur traustrar þjónustu fararstjóra okkar. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Síðustu sætin með Heimsferðum í sólina í haust frá kr. 29.985 Verð frá 49.950 M.v. 2 í stúdíó/íbúð, 12. sept. í 2 vikur. Stökktutilboð. Almennt verð kr. 52.448. Ekki innifalið: Flutningur til og frá flug- velli erlendis kr. 1.800. Forfallatrygging fullorðnir kr. 1.800, börn kr. 900. Verð frá 39.950 M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára, 12. sept. í 2 vikur. Stökktutilboð með sköttum. Almennt verð kr. 41.950. Ekki innifalið: Flutningur til og frá flugvelli erlendis kr. 1.800. Forfallatrygging full- orðnir kr. 1.800, börn kr. 900. Mallorca Hér getur þú valið um vin- sælustu gististaði Heimferða, s.s. Pueblo Palma eða Tres Torres, eða valið stökkið í sól- ina, og þá færðu að vita 3 dögum fyrir brottför hvar þú gistir. Verð frá 29.895 M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára, 11. sept. í viku. Stökktutilboð. Almennt verð kr. 31.390. Ekki innifal- ið: Flutningur til og frá flugvelli erlend- is kr. 1.800. Forfallatrygging fullorðnir kr. 1.800, börn kr. 900. Verð frá 39.950 M.v. 2 í stúdíó/íbúð, 11. sept. í viku. Stökktutilboð með sköttum. Almennt verð kr. 41.950. Ekki innifal- ið: Flutningur til og frá flugvelli erlend- is kr. 1.800. Forfallatrygging fullorðnir kr. 1.800, börn kr. 900. Benidorm Einn vinsælasti áfangastaður Íslendinga. Vinsælustu gisti- staðirnir okkar, Vina del Mar og Montecarlo, eru í hjarta Benidorm, og ef þú vilt taka sénsinn og kaupa ferð, án þess að vita hvar þú gistir, þá færðu enn lægra verð. 5. sept. – 2 vikur – uppselt 12. sept. – 2 vikur – 14 sæti 4. sept. – uppselt 11. sept. – vika – 7 sæti 11. sept. – 2 vikur – uppselt 18. sept. – vika – uppselt 18. sept. – 2 vikur – 19 sæti 2. okt. – 3 vikur – 18 sæti Verð frá 39.895 M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára, 4. sept. í viku. Stökktu tilboð. Almennt verð kr. 41.890. Ekki innifal- ið: Flutningur til og frá flugvelli erlend- is kr. 1.800. Forfallatrygging fullorðnir kr. 1.800, börn kr. 900. Verð frá 49.950 M.v. 2 í stúdíó/íbúð, 4. sept. í viku. Stökktutilboð með sköttum. Almennt verð kr. 52.450. Ekki innifal- ið: Flutningur til og frá flugvelli erlend- is kr. 1.800. Forfallatrygging fullorðnir kr. 1.800, börn kr. 900. Costa del Sol Okkar vinsælasti áfangastaður, enda finnur þú hér frábærar aðstæður í fríinu. Val um Agu- amarina, Timor Sol eða Principito, og tryggðu þér 1, 2 eða 3 vikur í sólinni í haust. Og ef þú vilt stökkva, þá er verðið enn lægra. Nú er allt að verða uppselt 4. sept. – 1 vika – 8 sæti 4. sept. – 2 vikur – uppselt 11. sept. – 1 vika – 4 sæti 18. sept. – vika – uppselt 18. sept. – 2 vikur – 19 sæti 2. okt. – 3 vikur – 17 sæti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.