Morgunblaðið - 01.09.2002, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 01.09.2002, Blaðsíða 64
MIKIL eftirspurn er eftir jörð- um og landspildum í nágrenni Reykjavíkur og hefur áhuginn á slíkum eignum aukist um allt land, að sögn Magnúsar Leó- poldssonar fasteignasala. Kaupendur munu fyrst og fremst vera af höfuðborgar- svæðinu. Algengt er að íbúar höfuðborgarinnar byggi sér heilsárshús á lóðunum og dvelji þar stóran hluta úr árinu. Ágúst Ingi Ólafsson, sveitar- stjóri Rangárþings eystra, seg- ir ekki mjög algengt að höfuð- borgarbúar flytji lögheimili sín í sveitarfélagið. „Við viljum nú gjarnan sjá meira af því. Hérna er fólk að byggja sér vönduð og stór heilsárshús, til dæmis í Fljótshlíðinni, og spurning hvað sá hópur gerir þegar fram í sækir,“ segir hann. Hann seg- ir heimamenn ekki ókáta með þróunina, uppbyggingin skapi atvinnu í sveitarfélaginu. Oft tengsl við landsbyggðina Ragnar Sær Ragnarsson, sveitarstjóri Bláskógabyggðar, segir að þar í sveit sé töluvert um að efnameira fólk af höfuð- borgarsvæðinu byggi sér heils- árshús. „Í mörgum tilvikum hefur þetta fólk ákveðin tengsl við landsbyggðina og hefur allt- af dreymt um að komast úr ys og þys borgarinnar og njóta náttúrufegurðar. Nær undan- tekningarlaust byggir fólk sér annað heimili hér og dvelur hér allt frá um þremur mánuðum á ári og upp í hálft árið, auk þess að koma hér allar helgar.“ Mikil eft- irspurn eftir lóðum úti á landi  Burt úr /B 2 Morgunblaðið/Kristinn Unnið við uppsetningu sýning- arbása í Smáranum en sjávarút- vegssýningin hefst á miðviku- dag í áttunda skiptið hér á landi. ÍSLENSKA sjávarútvegssýningin 2002 hefst í Smáranum í Kópavogi næstkomandi miðvikudag og stend- ur til 7. september. Undirbúningur er í fullum gangi en í gær var byrjað að setja upp bása og aðra aðstöðu á sýningarsvæðinu sem að stærð er alls um 13 þúsund fermetrar undir þaki, auk 600 fermetra útisvæðis. Reiknað er með að um 17 þúsund manns sæki sýninguna, þar af um eitt þúsund erlendir gestir. Ágæt- lega hefur gengið að útvega þátttak- endum gistirými og eru hótel og gistiheimili í Reykjavík og nágrenni að fyllast. Þátttakendur á sýningunni eru um 800 fyrirtæki frá um 40 löndum heims. Í tengslum við sýninguna fara fram ýmsir viðburðir, m.a. ráð- herrafundur og málþing á vegum sjávarútvegsráðuneytisins. Þá verða Íslensku sjávarútvegsverð- launin veitt í annað sinn. Sjávarút- vegssýningin hefur verið haldin á þriggja ára fresti frá árinu 1984. Þar til árið 1999 var hún í og við Laugardalshöllina í Reykjavík en fer nú fram í annað sinn í Smár- anum í Kópavogi. Að sögn Bjarna Þórs Jónssonar, umboðsmanns sýningarinnar hér á landi, hefur undirbúningur gengið mjög vel en fyrirtækið Nexus Media Ltd. skipuleggur sýninguna. Fjöldi þátttakenda liggur ekki endanlega fyrir, þar sem fyrirtæki eru enn að skrá sig, en búist við að hann fari yf- ir 800. Er það svipaður fjöldi og á sýningunni fyrir þremur árum. Bendir Bjarni Þór á að á þeim tíma hafi fjölmörg sjávarútvegsfyrirtæki sameinast. Hann segir aðstöðu einn- ig svipaða, þó ívið stærri, og sömu- leiðis hafi bílastæðum fjölgað frá því síðast. Eru þau nú um 2.200 talsins. 700 hótelherbergi tekin frá Þátttaka erlendis frá er töluverð sem fyrr segir en að sögn Bjarna Þórs voru um 700 hótelherbergi í Reykjavík tekin frá vegna sýning- arinnar. Þannig koma fjölmargir Færeyingar til landsins og þegar kanna átti m.a. gistirými á Fær- eyska sjómannaheimilinu í Skipholti hafði stór hópur pantað þar öll pláss með góðum fyrirvara. Bjarni Þór veit einnig af góðri þátttöku af landsbyggðinni og telur mörg sjáv- arplássin nánast tæmast þá daga sem sýningin standi yfir. Helga Lára Guðmundsdóttir á ráðstefnudeild Úrvals-Útsýnar hef- ur séð um bókanir fyrir sýninguna. Hún segir öll herbergi að fyllast og sömuleiðis sé mikið um fyrirspurnir í ódýrara gistirými. Erlendu gest- irnir eru margir hverjir þegar komnir og halda áfram að streyma hingað þar til sýningin hefst á mið- vikudag. Undirbúningur fyrir Íslensku sjávarútvegssýninguna 2002 í fullum gangi Von á um þúsund erlendum gestum og gistirými að fyllast MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 1. SEPTEMBER 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. www.namsmannalinan.is „ÉG læt ekkert stoppa mig og efst í huga mínum nú er að komast í hjólastól svo ég geti farið í helg- arfrí og verið meira með litlu kríl- unum mínum,“ segir Kristín Inga Brynjarsdóttir, þriggja barna ein- stæð móðir, sem lenti ásamt börn- um sínum í bílslysi undir Hafn- arfjalli um miðjan ágúst og lamaðist varanlega fyrir neðan axl- ir. Börnin sluppu með smááverka í slysinu. Hins vegar hálsbrotnaði móðir þeirra, herðablaðabrotnaði og skarst á höfði, en þau voru öll í bílbelti. Kristín Inga Brynj- arsdóttir, sem er 34 ára, er rúm- liggjandi á Grensási, endurhæfing- ardeild Landspítala – háskóla- sjúkrahúss, eftir bílslysið, en hún á fyrir höndum margra mánaða end- urhæfingu og þjálfun til þess eins að geta verið í hjólastól. Nýlega festi hún kaup á íbúð á annarri hæð í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði en ljóst er að þar getur hún ekki búið leng- ur. Þegar hún hefur lokið end- urhæfingunni, eftir sex til 12 mán- uði, að hennar sögn, þarf hún íbúð þar sem hún getur farið allra sinna ferða í hjólastól og með sérhönn- uðum innréttingum vegna löm- unarinnar. „Ég verð að skipta um íbúð og það er búið að finna hent- uga sérhæð í Kópavogi fyrir mig, en þetta er spurning um peninga og ég get bara ekki brúað bilið,“ segir hún. „Mamma og pabbi hafa reynst mér vel og þótt ég fái lán þarf að borga af því. Eins þarf að útbúa vinnuaðstöðu fyrir mig, lækka allar innréttingar í eldhúsi og svo fram- vegis, því þótt börnin séu hjálpleg við eldamennskuna, þarf ég að geta gert eitthvað.“ Móðir hennar og stjúpfaðir hafa búið í Vest- mannaeyjum en eru að flytja til barnanna. „Það eru nógar áhyggj- ur fyrir utan þessar fjárhags- áhyggjur,“ segir Jóna Benedikts- dóttir, móðir hennar, og bætir við að dóttir sín verði áfram með þrjú börn, en við mjög breyttar að- stæður. Að sögn Kristínar Ingu hefur hún ekki enn almennilega áttað sig á skyndilega breyttri stöðu. „Það er undarlegt að vera svona máttlaus og geta ekki gert neitt en verst þykir mér að geta hvorki borðað sjálf né burstað í mér tennurnar. Það er óþolandi að þurfa að láta mata sig og láta aðra bursta í sér tennurnar. Ég get aðeins hreyft hendurnar en það vantar allan kraft og ég er dofin í fingrunum. Mér er sagt að lömunin fyrir neðan brjóst sé varanleg og að ég fái aldr- ei fulla tilfinningu í fingurna en vonandi nógu mikla til að ég geti gert auðveldustu hluti. Ég hef ekki enn áttað mig á þessu og sé mig ekki svona í framtíðinni en ég get ekkert gert.“ Bíður eftir að vakna af ljótum draumi Krakkarnir eru í skóla í Hafn- arfirði, en tvö yngri börnin þurfa að skipta um skóla flytji fjölskyldan í Kópavog. „Ég trúi ekki að þetta hafi gerst og bíð eftir að vakna af þessum ljóta draumi,“ segir Brynja Björg Jóhannsdóttir, sem verður 17 ára í september og er í Flensborg- arskólanum. Kristín Unnur Guð- mundsdóttir, sem fermdist sl. vor og verður 14 ára í desember, og Sveinn Bragi Guðmundsson, 10, ára, taka í sama streng, en þau eru í Öldutúnsskóla. Vinir og ættingjar fjölskyld- unnar hafa opnað sparisjóðsreikn- ing í Íslandsbanka í Hafnarfirði til styrktar fjölskyldunni, bankanúm- er 0545, höfuðbók 14, reiknings- númer 604000 og kennitala 160468–4599. „Þessi stuðningur kemur sér mjög vel,“ segir Kristín Inga og áréttar að til að hún geti farið heim þurfi hún aukinn lík- amlegan kraft til að geta verið í hjólastól og nýja íbúð. „Íbúðin okk- ar í Hafnarfirði er ekki gerð fyrir hjólastóla og þar þyrfti að bera mig inn og um allt,“ segir hún. Söfnunarátak til styrktar varanlega lamaðri þriggja barna einstæðri móður Morgunblaðið/Kristinn Kristín Inga Brynjarsdóttir með börnum sínum þremur, þeim Unni Guðmundsdóttur, Brynju Björgu Jóhanns- dóttur og Sveini Braga Guðmundssyni, á sjúkrastofunni á Grensásdeildinni í gærmorgun. Efst í huga að komast í hjólastól ENGINN slasaðist þegar bíl var ek- ið utan í vegg í Vestfjarðagöngunum á gærmorgun. Bíllinn var talinn óökufær og fjarlægður með krana. Göngunum var lokað í um hálftíma meðan hann var fjarlægður. Tildrög slyssins voru þau að tveir bílar mættust á einnar akreinar veg- arkafla ganganna við gangamunn- ann Önundarfjarðarmegin. Bíllinn sem lenti utan í veggnum var ný- kominn inn í göngin og segir lög- regla að þar sé blint horn þar sem kunnugir hafi varann á. Ökumaður- inn var erlendur ferðamaður. Ók utan í vegg í Vestfjarða- göngum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.