Morgunblaðið - 01.09.2002, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 01.09.2002, Blaðsíða 20
Árni veitti Morgunblaðinuheimild til að birta kaflasem fjallar um þróunfiskveiðanna. Þar ræðastvið þeir Óðinn Ragnars- son, ráðherra Íslands hjá Evrópu- sambandinu, og barnabarn hans sem ritar samtal þeirra og hugleiðingar við lok 21. aldar. Millifyrirsagnir eru blaðsins. „Evrópusambandið gaf út fjöl- margar tilskipanir um samkeppni. Lögð var áhersla á að koma í veg fyr- ir samkeppnishömlur og misnotkun á samkeppnisstöðu. Gefin var út til- skipun um skyldu til að bjóða verk umfram ákveðna fjárhæð út á öllu Evrópska efnahagssvæðinu. Tekið skyldi því tilboði sem hagstæðast var fyrir verkkaupa og skipti þá engu máli hvort annað tilboð gat verið hag- stæðara fyrir samfélag verkkaupans. Heildarhagsmunir þjóða Evrópu- sambandsins var það sem skipti máli. Hinu opinbera var óheimilt að trufla samkeppnina með því að greiða niður verk. Þannig átti að tryggja að sá sem lægst bauð í raun hlyti verkið, að öðr- um skilyrðum fullnægðum. Þessi til- skipun var gefin út áður en Ísland gekk í Evrópusambandið og tóku Ís- lendingar því ekki þátt í umræðunni sem um hana varð áður en hún var gefin út. En engu að síður urðu þeir að fara eftir henni samkvæmt EES- samningnum. Þetta var gert í þágu neytenda í samræmi við markmið sambandsins um að tryggja sam- keppni og lægsta verð. Boðið var út stórt skipaviðgerðar- verkefni á vegum hins opinbera. Lægsta tilboðið kom frá skipasmíða- stöð í Mið-Evrópu, en íslenskt tilboð var þjóðhagslega hagstæðara vegna skattgreiðslna og margfeldisáhrifa. Mið-Evróputilboðinu var tekið, enda varð ekki undan því vikist. Við þetta varð íslenska skipasmíðastöðin af verkefninu, verkefnastaða hennar og fjárhagsstaða versnaði. Þetta eina verkefni hafði þó ekki afgerandi áhrif, en þegar þetta hafði endurtekið sig hvað eftir annað, leiddi það til þess að íslensku tilboðin hækkuðu hlutfallslega, og líkurnar á að fá verk- efni minnkuðu. Tækjakostur gekk úr sér og þjálfuðum starfsmönnum fækkaði. Brátt kom að því að íslensk- ar skipasmíðastöðvar gátu ekki boðið í stærri verkefni. Þau fluttust alfarið úr landi. Við það urðu smærri verk- efnin einnig dýrari, og minni tækni og minni starfsþjálfun varð jafnframt til þess að þau voru verr af hendi leyst. Frystitogarar fara úr landi Brátt leið að því að fyrsta veiði- skipið flutti starfsemi sína nær þeim skipasmíðastöðvum sem þurfti að skipta við. Það var einfaldlega orðið of dýrt að gera skipin út frá Íslandi, en að sækja viðhaldsþjónustu til meg- inlandsins. Fyrsta skipið sem fór var frystitogari, enda gilti einu hvort afl- anum var landað á Íslandi og fluttur áfram á markað, eða skipið sjálft landaði erlendis, í námunda við mark- aðinn. Heimilt varð að landa fiski hvar sem var innan Evrópusam- bandsins, í samræmi við þá reglu um jafnræði sem gilti innan þess. Skipið var áfram skráð á Íslandi um sinn og hafði höfuðstöðvar þar og fékk afla- heimildir, en mannskapurinn flutti sig smátt og smátt að hinni erlendu höfn, þar sem raunverulegt aðsetur útgerðarinnar var. Útgerðin gerði fljótt kröfu til sjómannanna um að flytja, þar sem of dýrt og óhentugt var að flytja þá til Íslands í flugi í hverju löndunarfríi. Sumir kusu að flytja ekki og þá voru ráðnir nýir menn, enda var fullt frelsi til þess inn- an Evrópusambandsins. Það kom fljótt í ljós að þessi útgerð náði betri árangri en aðrar, viðgerðarkostnaður var minni og alls konar annað hag- ræði fylgdi. Það varð til þess að fleiri skip fluttu starfsemi sína og brátt var allur frystiskipaflotinn farinn úr landi, þó að hann væri ennþá skráður á Íslandi og nyti allra réttinda í veiði- heimildum og öðru. Önnur stærri veiðiskip lönduðu ýmist á Íslandi eða annars staðar. Þegar skilið hafði verið með nýjum fiskveiðistjórnarlögum milli strand- veiða og útveiða leiddi það af sjálfu sér að Íslendingar sjálfir höfðu fulla lögsögu yfir strandveiðunum, en út- veiðar og aflaheimildur vegna þeirra heyrðu beint undir Evrópusamband- ið eftir að Íslendingar gengu í það og aðlögunartímanum lauk. Íslendingar héldu samt öllum aflaheimildunum, en þurftu að bera tillögur sínar um hámarksafla undir Evrópusamband- ið og fá þær samþykktar. Yfirleitt samþykkti Evópusambandið tillögur Íslendinga án athugasemda, nema ef skortur var á neyslufiski. Hagkvæmnin ekki gagnkvæm Það leiddi af sjálfu sér að veiðar- færagerðin fylgdi á eftir fiskiskipun- um. Margs konar önnur þjónusta flutti sig líka um set, eða neyddist til að leggja upp laupana. Ekki var ástæða til að skipin kæmu við á Ís- landi til þess að taka eldsneyti. – Var þetta ekki mikið áfall fyrir ís- lenskt efnahagslíf? spurði ég Óðin afa minn löngu seinna. – Að sjálfsögðu var þetta mikið áfall. En það fer samt eftir því hvern- ig á það er litið. Þetta var í fullu sam- ræmi við það markmið Evrópusam- bandsins að starfsemi flyttist þangað sem hagkvæmast var. Í staðinn átti líka ýmislegt að flytjast til Íslands, það sem hagstæðara var að gera þar. – Gerðist það? – Nei, ekki beinlínis. Það virtist ekki vera margt sem hagkvæmara var að gera á Íslandi. En samt kom nokkuð af vinnuaflsfrekri starfsemi, eftir að launasamanburðurinn varð hagstæður. – Gátu íslensk stjórnvöld ekkert gert til að koma í veg fyrir þetta? – Nei, þau gátu ekkert gert, enda óvíst hvort þau vildu það. Þetta átti ekki að koma á óvart. Þetta var alveg í samræmi við það sem Íslendingar höfðu gengist undir, vitandi vits. Þetta var frelsi. Þetta var hluti af fjórfrelsinu. Útgerðarmenn og sjó- menn höfðu frelsi eins og aðrir menn. Það var spurning hvort Íslending- ar sáu eftir fiskveiðiflotanum úr landi. Stjórn sjávarútvegsmála var löngu farin úr böndunum og ekki réð- ist neitt við neitt. Í raun voru flestir fegnir því að Evrópusambandið yfir- tæki vandamálin. Mjög hörð barátta stóð yfir í áratugi eftir að Íslendingar neyddust til þess að takmarka veiðar vegna þess að stærri og fleiri veiði- skip, betri veiðarfæri og fiskileitar- tæki, sem gátu fundið fisk næstum hvar sem hann var að finna, gerðu mögulegt að útrýma öllum fiski á skömmum tíma. Eðli þessarar bar- áttu breyttist með tímanum. Að veiða upp í þær takmörkuðu heimildir sem menn fengu hætti stundum að vera aðalatriðið. Þess í stað fóru viðskipti með aflaheimildir að skipta mestu máli, að hagnast á að selja þær. Afla- heimildir seldust á háu verði, ekki síst eftir að Hæstiréttur dæmdi, senni- lega fyrir misskilning, að það bryti í bága við stjórnarskrána að banna mönnum að eiga veiðiskip. Þá fóru menn að eignast veiðiskip án þess að hafa aflaheimildir. Við það varð ásókn í aflaheimildir mjög mikil og verðið fór upp úr öllu valdi. Allt ætlaði vit- laust að verða vegna þeirra tekna sem útgerðarmenn gátu haft án þess að bleyta veiðarfæri. Útgerðarmenn og sjómenn gerðu tillögur sem mið- uðust að því að draga úr sölu afla- heimildanna og þeim gróða sem af því var. Þá ætlaði líka allt vitlaust að verða þar sem nú ætti að skerða rétt manna til þess að kaupa aflaheimildir og stunda atvinnu sína. Í raun og veru mátti einu gilda hvað sagt var og gert, allt ætlaði vitlaust að verða. Útgerð báta undir sex lestum var lítil þangað til farið var að úthluta aflaheimildum. Árið 1990 fengu þeir bátar samtals heimild til að veiða inn- an við 4.000 lestir úr sameiginlegum kvóta. Þeir veiddu miklu meira. Þeg- ar átti svo að takmarka veiðar þeirra var rekið upp skaðræðisöskur um að nú ætti að drepa þessa útgerð. Smá- bátarnir héldu áfram að fiska langt umfram það sem þeim var ætlað og Alþingi þurfti flest ár að freista þess að koma einhverjum böndum á veiðar þeirra. Á hverju ári var verið að drepa þessa útgerð. Enginn sem fylgdist með fréttum gat verið í vafa um það. Talsmenn smábátaútgerðinnar voru listamenn í áróðri og náðu fjöl- miðlum auðveldlega á sitt band í skjóli þess að litlir bátar eru minni en stór skip og eiga því alla samúð verndara smælingjanna. Alþingis- menn voru eins og undnar tuskur í höndum þeirra. Upp úr þúsaldamót- unum, á rúmum áratug, fóru veiðar þessara báta hátt í 60.000 lestir, á meðan aflaheimildir í heild drógust verulega saman. Og enn var verið að drepa þessa útgerð. Þá hafði smá- bátaútgerðin með dyggri aðstoð frystitogaranna að mestu drepið af sér þann flota sem hélt uppi stöðugri fiskvinnslu í landi. Fiskvinnslan átti því í miklum erfiðleikum um hráefn- isöflun. Þá var gripið til þess ráðs að koma á byggðakvóta. Úthlutað var nokkru af aflaheimildum til staða sem höfðu tapað heimildum. Það var fyrsta skrefið í þá átt að sjávarútveg- urinn breyttist úr þróttmikilli at- vinnugrein í atvinnubótavinnu. Kjarasamningar sjómanna Launabarátta snýst í stórum drátt- um um að launþegar gera kröfu að fá hlutdeild í þeirri framleiðniaukningu sem verður í atvinnurekstrinum. Þetta er jafnan markmiðið þó að stundum sé gengið feti framar og at- vinnureksturinn knúinn til að greiða meira en hann er fær um. Svo eru til stéttir sem fá launahækkanir í ein- hverju samræmi við almenna launaþróun, án þess að tekið sé tillit til framleiðni greinarinnar. En kjara- samningar íslenskra sjómanna hafa fylgt allt öðrum lögmálum. Sjómenn fá hlutdeild í framleiðniaukingunni sjálfkrafa. Aflaverðmæti eykst vegna tækninýunga, bættrar meðferðar afla og margs annars. Hlutur sjómanna hækkar jafnóðum. En til viðbótar því að sjómenn fá hlutdeild í allri fram- leiðniaukningunni jafnskjótt hafa þeir gert kröfu um að fá sömu hækk- anir og allir aðrir hafa fengið í kjara- samningum. Þetta hefur þótt vera eðlileg og réttmæt krafa. Að þeirri kröfu var gengið að meira eða minna leyti um áratugaskeið. Í kjölfarið varð ríkisvaldið að grípa inn í og breyta hlutaskiptunum. Bjarga útgerðinni, eins og það var kallað. Það var oft gert með því að taka hluta aflaverðmætisins undan hlutaskiptum, greiða það í sérstakan sjóð og greiða útgerðarkostnað úr þeim sjóði Þetta gekk í áratugi, allt til ársins 1986. Þá var ákveðið að að- skilja það verð sem útgerðin fékk fyr- ir aflann og það verð sem hlutur var greiddur úr, skiptaverð. Það verð nam um 70% af heildarverðinu, og ESB-ríkið Ísland – fram Aðild Íslands að Evrópu- sambandinu er mörgum hugleikin og mikið um hana rætt. Árni Benediktsson, sem um árabil var formaður Vinnumálasambandsins og framkvæmdastjóri og stjórnarmaður í félögum tengdum sjávarútvegi, hefur ritað hugleiðingar um inngöngu og veru Ís- lands í ESB. Hugleiðingar þessar eru tengdar saman með tilbúnum persónum. 20 SUNNUDAGUR 1. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.